Stórefla tjáningfrelsi og vernda uppljóstrara í nýjum frumvarpsdrögum Berghildur Erla Bernharðsdóttir skrifar 7. mars 2019 21:00 Eiríkur Jónsson formaður nefndar forsætisráðherra um löggjöf á sviði tjáningar-, fjölmiðla- og upplýsingafrelsis segir frumvarpsdrögin fela í sér miklar réttarbætur. Tjáningarfrelsi hér á landi verður stóraukið verði fjögur drög að frumvörpum sem kynnt voru á blaðamannafundi í Þjóminjasafninu í dag að lögum.Frumvarpsdrög til laga um breytingu á upplýsingalögum Hér er meðal annars kveðið á um að ráðuneytum beri að hafa frumkvæði að birtingu upplýsinga úr málaskrám, starfsmaður sjái um ráðgjöf til almennings á upplýsingarétti og að opinberar stofnanir hraði afgreiðslum á beiðnum almennings og fjölmiðla um upplýsingar.Frumvarpsdrög um vernd uppljóstrara Hér er kveðið á um vernd uppljóstrara bæði á opinberum og almennum vinnumarkaði. Vinnustaðir með fleiri starfsmenn en tíu þurfa að útbúa verklagsreglur vegna verndar uppljóstrara og opinberum starfsmönnum er skylt að láta vita af brotum í starfsemi.Frumvarpsdrög um lögbann á tjáningu Ef sýslumaður ákveður að leggja lögbann á fjölmiðil þá má bera afstöðu hans undir dómstóla áður en lögbannið er lagt á.Frumvarpsdrög um endurkröfur blaðamanna og fjölmiðlaveitna Ef blaðamaður er dæmdur til skaðabóta vegna umfjöllunar ber fjölmiðillinn skaðabæturnar. Eiríkur Jónsson formaður nefndar forsætisráðherra um löggjöf á sviði tjáningar-, fjölmiðla- og upplýsingafrelsis segir frumvarpsdrögin fela í sér miklar réttarbætur. „Upplýsingalögin verða rýmkuð þannig að þau taka til breiðara sviðs en áður, meðal annars til Alþingis og dómstóla. Þá er verið að tryggja vernd uppljóstrara og verið að bregðast við ábendingum alþjóðastofnana. Þannig er reynt að gera lög sem standast samanburð við þau ríki sem gera hvað best á þessu sviði. Þá er verið að koma meðferð lögbannsmála í betra form við þekkjum að það hafa verið miklar deilur kringum það. Þá er verið að bæta réttarstöðu blaðamanna,“ segir Eiríkur. Hægt er að senda umsagnir um frumvarpsdrögin á samráðsgátt stjórnvalda. Fjölmiðlar Mest lesið Rekinn eftir tvo mánuði hjá skattinum og samdægurs tilnefndur sendiherra á Íslandi Erlent Lést eftir skyndileg veikindi við klettastökk Innlent Aserar og Armenar skrefi nær friði eftir sögulegan fund í Hvíta húsinu Erlent Segjast ekkert hafa vitað um hætturnar í Reynisfjöru Innlent Samdráttur og vítahringur í boði stjórnvalda Innlent Geimfari Apollo 13 látinn Erlent Féll fjóra metra í vinnuslysi í Kópavogi Innlent Amma ræsti neyðarhnapp við enn eina árás dóttur sinnar Innlent Flokkarnir dæla milljónum í áróður á Meta Innlent Hundarnir þegar aflífaðir en ákvörðun um lógun ólögmæt Innlent Fleiri fréttir Samdráttur og vítahringur í boði stjórnvalda Ekki stafi lengur tilvistarógn af Hamasliðum Lést eftir skyndileg veikindi við klettastökk Segjast ekkert hafa vitað um hætturnar í Reynisfjöru Féll fjóra metra í vinnuslysi í Kópavogi Ómeðvitaðir ferðamenn í Reynisfjöru, síbökuð hjón og tölvuspil fram á nótt Enginn árangur af „veiða og sleppa“ aðferðinni Flokkarnir dæla milljónum í áróður á Meta Hræðast að fleiri en einn fari í sjóinn Átökin „hvorki vegna né þrátt fyrir“ áfengissöluna Heitavatnslaust í Laugardal Lést við flúðasiglingar í Vestari-Jökulsá Langflestir telja sig búa á góðum stað fyrir samkynhneigða Áttu ekki von á neinu veseni og viðbúnaður eftir því Amma ræsti neyðarhnapp við enn eina árás dóttur sinnar Maður féll í Vestari-Jökulsá Fangar í einangrun vegna sama máls noti ekki sama útisvæði Hundarnir þegar aflífaðir en ákvörðun um lógun ólögmæt Samskipti fanga í einangrun, tapsárir Danir og drottning Gleðigöngunnar Allir fundir við ESB „fyrst og fremst“ hagsmunagæsla Telja að lífvörður myndi aðeins gera ferðamenn kærulausari Esjan snjólaus og það óvenju snemma Íslendingurinn í Grikklandi laus úr haldi Dvalarleyfi langtum dýrara í hinum Norðurlöndunum Lögreglurannsókn á banaslysi í Brúará „svo til“ lokið Nauðsynlegt að fólk fái úrræði til að vernda sig frá djúpfölsunum Enginn handtekinn eftir hópslagsmálin Skjálfti fannst á höfuðborgarsvæðinu Finna áhugann dvína á meðan vinir berjast og deyja á vígvellinum „Það fer enginn lífvörður út í“ Sjá meira
Tjáningarfrelsi hér á landi verður stóraukið verði fjögur drög að frumvörpum sem kynnt voru á blaðamannafundi í Þjóminjasafninu í dag að lögum.Frumvarpsdrög til laga um breytingu á upplýsingalögum Hér er meðal annars kveðið á um að ráðuneytum beri að hafa frumkvæði að birtingu upplýsinga úr málaskrám, starfsmaður sjái um ráðgjöf til almennings á upplýsingarétti og að opinberar stofnanir hraði afgreiðslum á beiðnum almennings og fjölmiðla um upplýsingar.Frumvarpsdrög um vernd uppljóstrara Hér er kveðið á um vernd uppljóstrara bæði á opinberum og almennum vinnumarkaði. Vinnustaðir með fleiri starfsmenn en tíu þurfa að útbúa verklagsreglur vegna verndar uppljóstrara og opinberum starfsmönnum er skylt að láta vita af brotum í starfsemi.Frumvarpsdrög um lögbann á tjáningu Ef sýslumaður ákveður að leggja lögbann á fjölmiðil þá má bera afstöðu hans undir dómstóla áður en lögbannið er lagt á.Frumvarpsdrög um endurkröfur blaðamanna og fjölmiðlaveitna Ef blaðamaður er dæmdur til skaðabóta vegna umfjöllunar ber fjölmiðillinn skaðabæturnar. Eiríkur Jónsson formaður nefndar forsætisráðherra um löggjöf á sviði tjáningar-, fjölmiðla- og upplýsingafrelsis segir frumvarpsdrögin fela í sér miklar réttarbætur. „Upplýsingalögin verða rýmkuð þannig að þau taka til breiðara sviðs en áður, meðal annars til Alþingis og dómstóla. Þá er verið að tryggja vernd uppljóstrara og verið að bregðast við ábendingum alþjóðastofnana. Þannig er reynt að gera lög sem standast samanburð við þau ríki sem gera hvað best á þessu sviði. Þá er verið að koma meðferð lögbannsmála í betra form við þekkjum að það hafa verið miklar deilur kringum það. Þá er verið að bæta réttarstöðu blaðamanna,“ segir Eiríkur. Hægt er að senda umsagnir um frumvarpsdrögin á samráðsgátt stjórnvalda.
Fjölmiðlar Mest lesið Rekinn eftir tvo mánuði hjá skattinum og samdægurs tilnefndur sendiherra á Íslandi Erlent Lést eftir skyndileg veikindi við klettastökk Innlent Aserar og Armenar skrefi nær friði eftir sögulegan fund í Hvíta húsinu Erlent Segjast ekkert hafa vitað um hætturnar í Reynisfjöru Innlent Samdráttur og vítahringur í boði stjórnvalda Innlent Geimfari Apollo 13 látinn Erlent Féll fjóra metra í vinnuslysi í Kópavogi Innlent Amma ræsti neyðarhnapp við enn eina árás dóttur sinnar Innlent Flokkarnir dæla milljónum í áróður á Meta Innlent Hundarnir þegar aflífaðir en ákvörðun um lógun ólögmæt Innlent Fleiri fréttir Samdráttur og vítahringur í boði stjórnvalda Ekki stafi lengur tilvistarógn af Hamasliðum Lést eftir skyndileg veikindi við klettastökk Segjast ekkert hafa vitað um hætturnar í Reynisfjöru Féll fjóra metra í vinnuslysi í Kópavogi Ómeðvitaðir ferðamenn í Reynisfjöru, síbökuð hjón og tölvuspil fram á nótt Enginn árangur af „veiða og sleppa“ aðferðinni Flokkarnir dæla milljónum í áróður á Meta Hræðast að fleiri en einn fari í sjóinn Átökin „hvorki vegna né þrátt fyrir“ áfengissöluna Heitavatnslaust í Laugardal Lést við flúðasiglingar í Vestari-Jökulsá Langflestir telja sig búa á góðum stað fyrir samkynhneigða Áttu ekki von á neinu veseni og viðbúnaður eftir því Amma ræsti neyðarhnapp við enn eina árás dóttur sinnar Maður féll í Vestari-Jökulsá Fangar í einangrun vegna sama máls noti ekki sama útisvæði Hundarnir þegar aflífaðir en ákvörðun um lógun ólögmæt Samskipti fanga í einangrun, tapsárir Danir og drottning Gleðigöngunnar Allir fundir við ESB „fyrst og fremst“ hagsmunagæsla Telja að lífvörður myndi aðeins gera ferðamenn kærulausari Esjan snjólaus og það óvenju snemma Íslendingurinn í Grikklandi laus úr haldi Dvalarleyfi langtum dýrara í hinum Norðurlöndunum Lögreglurannsókn á banaslysi í Brúará „svo til“ lokið Nauðsynlegt að fólk fái úrræði til að vernda sig frá djúpfölsunum Enginn handtekinn eftir hópslagsmálin Skjálfti fannst á höfuðborgarsvæðinu Finna áhugann dvína á meðan vinir berjast og deyja á vígvellinum „Það fer enginn lífvörður út í“ Sjá meira