Hvarf Jóns Þrastar undarlegt en ekki grunur um glæpsamlegt athæfi Sylvía Hall skrifar 7. mars 2019 23:30 Leit að Jóni Þresti hefur engan árangur borið þrátt fyrir fjölmargar ábendingar. Lögreglan á Írlandi Michael Mulligan, yfirlögregluþjónn írsku lögreglunnar, segir írsku lögreglunni hafa borist margar ábendingar vegna hvarfs Jóns Þrastar Jónssonar sem sást síðast í Dublin þann 9. febrúar síðastliðinn en að sögn Mulligan fylgdust um 600 þúsund manns með umfjöllun um leitina. Þetta kemur fram á vef RÚV. Leit að Jóni Þresti hefur enn engan árangur borið þrátt fyrir ábendingarnar og segir Mulligan að ekkert bendi til þess að glæpsamlegt athæfi hafi átt sér stað þrátt fyrir að málið sé afar óvenjulegt. Ábendingarnar sem um ræðir hafa ekki einungis borist frá Dublin heldur einnig frá fleiri stöðum á Írlandi og segir hann að búið sé að fylgja þeim öllum eftir án árangurs. Þá segir Mulligan að búið sé að kanna hreyfingar á bankareikningi hans nýlega og þar hafi ekkert verið snert. Hann hafi ekki haft samband við neina fjölskyldumeðlimi eftir hvarfið sem sé undarlegt. Síðustu helgi leitaði írska björgunarsveitin, Dublin Civil Defence, á um kílómetra svæði í kringum hótelið sem hann bjó á í Dublin. Fjölskylda Jóns Þrastar sagði það vera að einhverju leyti jákvætt að ekkert hafi fundist á því svæði sem leitað var á því það haldi voninni lifandi. Davíð Karl Wiium, bróðir Jóns Þrastar, sagði í viðtali við fréttastofu Stöðvar 2 á dögunum að allar líkur væru á því að Jón Þröstur hafi farið með leigubíl af því svæði sem hann sást síðast á. Fjölskyldan hefur ekki gefið upp vonina um að finna Jón Þröst og ætlar sé að vera áfram sýnileg, hengja upp plaköt og vinna að því að finna Jón Þröst. Írland Leitin að Jóni Þresti Tengdar fréttir Írar biðja fyrir því að Jón Þröstur finnist Sautján dagar eru síðan Jón Þröstur Jónsson hvarf á Írlandi. Utanríkisráðherrar Íslands og Írlands ræddu málið á fundi sínum í gær. Bróðir Jóns Þrastar gengur húsa á milli í leit að bróður sínum. Hann finnur fyrir stuðningi Íra. 26. febrúar 2019 06:30 Telja Jón Þröst hafa farið með leigubíl eftir hvarfið Írska björgunarsveitin, Dublin Civil Defence, leitaði án árangurs af Jóni Þresti Jónssyni á um kílómetra svæði kringum hótelið sem hann bjó á í Dublin í dag. 3. mars 2019 16:13 Segir ekkert óvenjulegt í fari Jóns Þrastar kvöldið fyrir hvarfið Greindi unnustu sinni frá því að hann hafi tapað pening en að hann hafi skemmt sér vel á pókermóti. 26. febrúar 2019 20:00 Greina frá því að Jón hafi tapað hálfri milljón króna kvöldið áður en hann hvarf Írskir fjölmiðlar greina frá því í dag að talið sé að Jón Þröstur Jónsson, Íslendingurinn sem leitað hefur verið að í Dyflinni í rúmar tvær vikur, hafi tapað um 4.000 evrum, eða sem samsvarar um hálfri milljón íslenskra króna, í póker kvöldið áður en hvarf. 26. febrúar 2019 11:04 Mest lesið Fjöldi ásakana um brot gegn barnungum stúlkum Erlent „Dorrit og eiginmaður hennar frá Íslandi eru hér“ Innlent „Mjög áhugaverð umræða“ Innlent Nýbirt skjöl varpa ljósi á dánarstund Epstein Erlent Fífldjarft að fara í formanninn en varaformannsembættið...? Innlent Þúsundir kvartana vegna leigubílaaksturs en fagnar breytingum Innlent Jói Fel málar með puttunum Innlent Játaði brot sín og sleppur ekki aftur við fangelsisvist Innlent Vísar því á bug að HSÍ fái ekkert fyrir sinn snúð Innlent Hýdd 140 sinnum fyrir áfengisneyslu og kynlíf utan hjónabands Erlent Fleiri fréttir „Dorrit og eiginmaður hennar frá Íslandi eru hér“ „Mjög áhugaverð umræða“ Þúsundir kvartana vegna leigubílaaksturs en fagnar breytingum Breki Atlason gefur kost á sér á lista Miðflokksins Skjálfti fannst í Hveragerði Jói Fel málar með puttunum „Voðalega eru Íslendingarnir peppaðir“ Vísar því á bug að HSÍ fái ekkert fyrir sinn snúð Handboltaveisla í beinni, málsvörn olíufélaga og fögnuður leigubílstjóra Forsætisráðherra muni alltaf hafa samráð við forseta Rannsókn vegna Deildu.net hætt tíu árum frá kæru Ríkisstjórnin rugli og olíufélögin ekki sökudólgurinn Betri að innleiða tilskipanir en verri að innleiða reglugerðir Segir um að ræða alvarlega aðför að sjálfstæði forseta Íslands Hitni undir olíufélögum sem þurfi að passa sig Stórleikurinn riðlar dagskrá margra Afar sérstakt að lækka laun og það á verkalýðsdaginn sjálfan Kristrún ræðir verðbólguna og allt á suðupunkti fyrir leikinn í kvöld Aldrei verið gefnar út fleiri rauðar viðvaranir Finnist hvergi eins sterk skilyrði til umhverfisverndar í lagareldi Streymi: Heilsan okkar: Meðferð offitu hjá fullorðnum Burðardýr hlaut þungan dóm fyrir vökvasmygl Fífldjarft að fara í formanninn en varaformannsembættið...? Játaði brot sín og sleppur ekki aftur við fangelsisvist Ráðhús Árborgar sprungið – 10 starfsmenn fluttir í annað húsnæði Streymi: Málþing um stöðu fatlaðra barna í íþróttum Lögregla eltist við afbrotamenn Harma launalækkanir í fiskeldi á Vestfjörðum Myndbirtingar foreldra geti skapað hættu Óvissustigi lýst yfir vegna snjóflóðahættu Sjá meira
Michael Mulligan, yfirlögregluþjónn írsku lögreglunnar, segir írsku lögreglunni hafa borist margar ábendingar vegna hvarfs Jóns Þrastar Jónssonar sem sást síðast í Dublin þann 9. febrúar síðastliðinn en að sögn Mulligan fylgdust um 600 þúsund manns með umfjöllun um leitina. Þetta kemur fram á vef RÚV. Leit að Jóni Þresti hefur enn engan árangur borið þrátt fyrir ábendingarnar og segir Mulligan að ekkert bendi til þess að glæpsamlegt athæfi hafi átt sér stað þrátt fyrir að málið sé afar óvenjulegt. Ábendingarnar sem um ræðir hafa ekki einungis borist frá Dublin heldur einnig frá fleiri stöðum á Írlandi og segir hann að búið sé að fylgja þeim öllum eftir án árangurs. Þá segir Mulligan að búið sé að kanna hreyfingar á bankareikningi hans nýlega og þar hafi ekkert verið snert. Hann hafi ekki haft samband við neina fjölskyldumeðlimi eftir hvarfið sem sé undarlegt. Síðustu helgi leitaði írska björgunarsveitin, Dublin Civil Defence, á um kílómetra svæði í kringum hótelið sem hann bjó á í Dublin. Fjölskylda Jóns Þrastar sagði það vera að einhverju leyti jákvætt að ekkert hafi fundist á því svæði sem leitað var á því það haldi voninni lifandi. Davíð Karl Wiium, bróðir Jóns Þrastar, sagði í viðtali við fréttastofu Stöðvar 2 á dögunum að allar líkur væru á því að Jón Þröstur hafi farið með leigubíl af því svæði sem hann sást síðast á. Fjölskyldan hefur ekki gefið upp vonina um að finna Jón Þröst og ætlar sé að vera áfram sýnileg, hengja upp plaköt og vinna að því að finna Jón Þröst.
Írland Leitin að Jóni Þresti Tengdar fréttir Írar biðja fyrir því að Jón Þröstur finnist Sautján dagar eru síðan Jón Þröstur Jónsson hvarf á Írlandi. Utanríkisráðherrar Íslands og Írlands ræddu málið á fundi sínum í gær. Bróðir Jóns Þrastar gengur húsa á milli í leit að bróður sínum. Hann finnur fyrir stuðningi Íra. 26. febrúar 2019 06:30 Telja Jón Þröst hafa farið með leigubíl eftir hvarfið Írska björgunarsveitin, Dublin Civil Defence, leitaði án árangurs af Jóni Þresti Jónssyni á um kílómetra svæði kringum hótelið sem hann bjó á í Dublin í dag. 3. mars 2019 16:13 Segir ekkert óvenjulegt í fari Jóns Þrastar kvöldið fyrir hvarfið Greindi unnustu sinni frá því að hann hafi tapað pening en að hann hafi skemmt sér vel á pókermóti. 26. febrúar 2019 20:00 Greina frá því að Jón hafi tapað hálfri milljón króna kvöldið áður en hann hvarf Írskir fjölmiðlar greina frá því í dag að talið sé að Jón Þröstur Jónsson, Íslendingurinn sem leitað hefur verið að í Dyflinni í rúmar tvær vikur, hafi tapað um 4.000 evrum, eða sem samsvarar um hálfri milljón íslenskra króna, í póker kvöldið áður en hvarf. 26. febrúar 2019 11:04 Mest lesið Fjöldi ásakana um brot gegn barnungum stúlkum Erlent „Dorrit og eiginmaður hennar frá Íslandi eru hér“ Innlent „Mjög áhugaverð umræða“ Innlent Nýbirt skjöl varpa ljósi á dánarstund Epstein Erlent Fífldjarft að fara í formanninn en varaformannsembættið...? Innlent Þúsundir kvartana vegna leigubílaaksturs en fagnar breytingum Innlent Jói Fel málar með puttunum Innlent Játaði brot sín og sleppur ekki aftur við fangelsisvist Innlent Vísar því á bug að HSÍ fái ekkert fyrir sinn snúð Innlent Hýdd 140 sinnum fyrir áfengisneyslu og kynlíf utan hjónabands Erlent Fleiri fréttir „Dorrit og eiginmaður hennar frá Íslandi eru hér“ „Mjög áhugaverð umræða“ Þúsundir kvartana vegna leigubílaaksturs en fagnar breytingum Breki Atlason gefur kost á sér á lista Miðflokksins Skjálfti fannst í Hveragerði Jói Fel málar með puttunum „Voðalega eru Íslendingarnir peppaðir“ Vísar því á bug að HSÍ fái ekkert fyrir sinn snúð Handboltaveisla í beinni, málsvörn olíufélaga og fögnuður leigubílstjóra Forsætisráðherra muni alltaf hafa samráð við forseta Rannsókn vegna Deildu.net hætt tíu árum frá kæru Ríkisstjórnin rugli og olíufélögin ekki sökudólgurinn Betri að innleiða tilskipanir en verri að innleiða reglugerðir Segir um að ræða alvarlega aðför að sjálfstæði forseta Íslands Hitni undir olíufélögum sem þurfi að passa sig Stórleikurinn riðlar dagskrá margra Afar sérstakt að lækka laun og það á verkalýðsdaginn sjálfan Kristrún ræðir verðbólguna og allt á suðupunkti fyrir leikinn í kvöld Aldrei verið gefnar út fleiri rauðar viðvaranir Finnist hvergi eins sterk skilyrði til umhverfisverndar í lagareldi Streymi: Heilsan okkar: Meðferð offitu hjá fullorðnum Burðardýr hlaut þungan dóm fyrir vökvasmygl Fífldjarft að fara í formanninn en varaformannsembættið...? Játaði brot sín og sleppur ekki aftur við fangelsisvist Ráðhús Árborgar sprungið – 10 starfsmenn fluttir í annað húsnæði Streymi: Málþing um stöðu fatlaðra barna í íþróttum Lögregla eltist við afbrotamenn Harma launalækkanir í fiskeldi á Vestfjörðum Myndbirtingar foreldra geti skapað hættu Óvissustigi lýst yfir vegna snjóflóðahættu Sjá meira
Írar biðja fyrir því að Jón Þröstur finnist Sautján dagar eru síðan Jón Þröstur Jónsson hvarf á Írlandi. Utanríkisráðherrar Íslands og Írlands ræddu málið á fundi sínum í gær. Bróðir Jóns Þrastar gengur húsa á milli í leit að bróður sínum. Hann finnur fyrir stuðningi Íra. 26. febrúar 2019 06:30
Telja Jón Þröst hafa farið með leigubíl eftir hvarfið Írska björgunarsveitin, Dublin Civil Defence, leitaði án árangurs af Jóni Þresti Jónssyni á um kílómetra svæði kringum hótelið sem hann bjó á í Dublin í dag. 3. mars 2019 16:13
Segir ekkert óvenjulegt í fari Jóns Þrastar kvöldið fyrir hvarfið Greindi unnustu sinni frá því að hann hafi tapað pening en að hann hafi skemmt sér vel á pókermóti. 26. febrúar 2019 20:00
Greina frá því að Jón hafi tapað hálfri milljón króna kvöldið áður en hann hvarf Írskir fjölmiðlar greina frá því í dag að talið sé að Jón Þröstur Jónsson, Íslendingurinn sem leitað hefur verið að í Dyflinni í rúmar tvær vikur, hafi tapað um 4.000 evrum, eða sem samsvarar um hálfri milljón íslenskra króna, í póker kvöldið áður en hvarf. 26. febrúar 2019 11:04