Þerna óttast höfrungahlaup og segir húsnæðiskostnaðinn aðalatriðið Kristín Ólafsdóttir skrifar 8. mars 2019 11:36 Peter, þerna á City Park hotel, segist óttast höfrungahlaup í launahækkunum í kjölfar verkfallsaðgerða Eflingar. Hann segir mun mikilvægara að draga úr húsnæðiskostnaði á Íslandi, sem sé að sliga fólk í stéttinni. Verkfall Eflingar meðal starfsmanna á hótelum og gistihúsum hófst klukkan tíu í morgun. Fréttastofa náði tali af Peter, sem unnið hefur á City Park hotel í hálft ár. Hann viðraði áhyggjur sínar af stöðunni í íslensku efnahagslífi. „Eins og ég segi, ég vona að það verði ekki til þess að efnahagslífið hrynji þegar allir krefjast launahækkana. Ef við fáum launahækkun munu allir aðrir freista þess líka. Það sem mér finnst að ætti að gera er að draga úr húsnæðiskostnaði í efnahagskerfinu hérna af því að hann er svívirðilegur,“ sagði Peter. „Ég borga sjálfur 265 [þúsund] í leigu og mér finnst það fáránlegt. Og upphæðirnar sem ég veit að annað fólk er að borga, þetta er bara hlægilegt.“Styðja bæði Eflingu og verkfallið Peter sagði bæði sig og samstarfsmenn sína þó almennt hlynnta verkfallinu. „Við styðjum það öll vegna þess að við erum í Eflingu þannig að við fylgjum öllu sem Efling ákveður að gera. Ég veit að þau leggja mjög hart að sér fyrir okkur, svo það er sanngjarnt að við endurgjöldum þeim greiðann.“ Peter var á leið á verkfallsfund Eflingar í Gamla bíó þegar fréttastofa ræddi við hann. Hann bjóst ekki við því að hann myndi gera grein fyrir áhyggjum sínum þar. Þá sagðist hann njóta sín vel á Íslandi. „Ég elska að vinna hérna og ég elska að vinna með yfirmanni mínum. Hann er mjög góður gaur, hann er mjög sanngjarn. Vonandi get ég dvalið hér eins lengi og ég get.“Líkt og í tilfelli kollega þeirra á Hótel sögu mættu þernur á City Park hotel snemma í morgun og kláruðu helstu verkefni dagsins, að sögn Peters. „Við vorum með langan lista yfir það sem átti að undirbúa og ég vildi sjá til þess að við kláruðum allt á honum.“Fylgst er með gangi mála fram eftir degi í verkfallsvaktinni á Vísi. Kjaramál Verkföll 2019 Tengdar fréttir Verkfallsvaktin: Hótelstarfsfólk leggur niður störf Verkfall um sjö hundruð félagsmanna Eflingar á hótelum og gistihúsum skellur á klukkan tíu og stendur til miðnættis í kvöld. Félagsdómur dæmdi aðgerðirnar löglegar í gær. 8. mars 2019 08:52 Flugu níu þúsund kílómetra til að sýna Eflingu samstöðu Hifumi Okunuki, forseti japanska verkalýðsfélagsins Tozen, ferðaðist frá Tókýó til að sýna þeim sem fara í verkfall á Íslandi samstöðu. Hún segir innflytjendur í Japan glíma við sambærileg vandamál og á Íslandi. 8. mars 2019 11:32 Þernurnar mættu eldsnemma til að hlaupa undir bagga með hótelstjóranum Ingibjörg Ólafsdóttir hótelstjóri á Hótel sögu kann starfsfólki sínu bestu þakkir fyrir að hafa mætt eldsnemma í morgun og hjálpað til við að þrífa herbergi á hótelinu. 8. mars 2019 10:49 Mest lesið Íslendingar handteknir á Spáni með mikið magn fíkniefna Innlent Lalli Johns er látinn Innlent „Þau ákváðu einfaldlega að hann væri minna fatlaður í Garðabæ“ Innlent Leysa upp samtökin og leggja niður vopn Erlent Hlýnandi veður og gæti farið í tuttugu stig á morgun Veður Láta bandarískan gísl lausan Erlent Kölluð út vegna viðskiptavinar með æsing Innlent Sker upp herör gegn kínverskum netrisum Innlent Íslenskur morðingi í Bandaríkjunum: „Gerðu það pabbi, ekki gleyma mér“ Innlent „Eiga sína síðustu daga í faðmi ástvina undir hamraslætti og múrborum“ Innlent Fleiri fréttir Langflestir telja stríð og átök það sem helst þjakar heiminn „Þau ákváðu einfaldlega að hann væri minna fatlaður í Garðabæ“ Kölluð út vegna viðskiptavinar með æsing Íslendingar handteknir á Spáni með mikið magn fíkniefna Lalli Johns er látinn Afnám virðisaukaskatts geti skilað björgunarsveitum fúlgum fjár Ein staða fornleifafræðings eftir á Þjóðminjasafninu Sker upp herör gegn kínverskum netrisum Aðgerðir gegn Temu og Shein, hraðbanki í hættu og þreyttir hlaupagarpar í beinni „Eiga sína síðustu daga í faðmi ástvina undir hamraslætti og múrborum“ Mótorhjólasamtök aðstoða börn sem hafa orðið fyrir ofbeldi Hækka þurfi veiðigjald í skrefum 230 íbúðir í byggingu í Þorlákshöfn Vopnahlé og í beinni frá Basel og Öskjuhlíð Björgunarsveitir vilja undanþágu frá virðisaukaskatti Gasa, veiðigjöld, gagnaleki og kolefni í Sprengisandi Starfsmaður verslunar sleginn Einn fluttur á sjúkrahús vegna reykeitrunar „Vandræðalegt“ að stjórnin hafi ekki mannað eigin þingfund Icelandair hættir rekstri stærstu flugvéla sinna Veittu eftirför í Árbæ Nýtt íslenskt hundaleikfang slær í gegn „Hreint og tært málþóf í sinni skýrustu mynd“ Veiðigjöld, vopnahlé og veðurblíða í bakgarðshlaupi Lengstu fyrstu umræðu í sögu Alþingis lokið Fundu, lögðu hald á og drápu snáka Efnahags- og viðskiptanefnd taki fyrir „tvöföldun á skatti“ Samningurinn nauðsynlegur og ekkert athugavert við hann Samningur saksóknara, þras á Alþingi og bakgarðshlaup í blíðunni Lögreglan á Suðurlandi rannsakar gagnastuldinn Sjá meira
Peter, þerna á City Park hotel, segist óttast höfrungahlaup í launahækkunum í kjölfar verkfallsaðgerða Eflingar. Hann segir mun mikilvægara að draga úr húsnæðiskostnaði á Íslandi, sem sé að sliga fólk í stéttinni. Verkfall Eflingar meðal starfsmanna á hótelum og gistihúsum hófst klukkan tíu í morgun. Fréttastofa náði tali af Peter, sem unnið hefur á City Park hotel í hálft ár. Hann viðraði áhyggjur sínar af stöðunni í íslensku efnahagslífi. „Eins og ég segi, ég vona að það verði ekki til þess að efnahagslífið hrynji þegar allir krefjast launahækkana. Ef við fáum launahækkun munu allir aðrir freista þess líka. Það sem mér finnst að ætti að gera er að draga úr húsnæðiskostnaði í efnahagskerfinu hérna af því að hann er svívirðilegur,“ sagði Peter. „Ég borga sjálfur 265 [þúsund] í leigu og mér finnst það fáránlegt. Og upphæðirnar sem ég veit að annað fólk er að borga, þetta er bara hlægilegt.“Styðja bæði Eflingu og verkfallið Peter sagði bæði sig og samstarfsmenn sína þó almennt hlynnta verkfallinu. „Við styðjum það öll vegna þess að við erum í Eflingu þannig að við fylgjum öllu sem Efling ákveður að gera. Ég veit að þau leggja mjög hart að sér fyrir okkur, svo það er sanngjarnt að við endurgjöldum þeim greiðann.“ Peter var á leið á verkfallsfund Eflingar í Gamla bíó þegar fréttastofa ræddi við hann. Hann bjóst ekki við því að hann myndi gera grein fyrir áhyggjum sínum þar. Þá sagðist hann njóta sín vel á Íslandi. „Ég elska að vinna hérna og ég elska að vinna með yfirmanni mínum. Hann er mjög góður gaur, hann er mjög sanngjarn. Vonandi get ég dvalið hér eins lengi og ég get.“Líkt og í tilfelli kollega þeirra á Hótel sögu mættu þernur á City Park hotel snemma í morgun og kláruðu helstu verkefni dagsins, að sögn Peters. „Við vorum með langan lista yfir það sem átti að undirbúa og ég vildi sjá til þess að við kláruðum allt á honum.“Fylgst er með gangi mála fram eftir degi í verkfallsvaktinni á Vísi.
Kjaramál Verkföll 2019 Tengdar fréttir Verkfallsvaktin: Hótelstarfsfólk leggur niður störf Verkfall um sjö hundruð félagsmanna Eflingar á hótelum og gistihúsum skellur á klukkan tíu og stendur til miðnættis í kvöld. Félagsdómur dæmdi aðgerðirnar löglegar í gær. 8. mars 2019 08:52 Flugu níu þúsund kílómetra til að sýna Eflingu samstöðu Hifumi Okunuki, forseti japanska verkalýðsfélagsins Tozen, ferðaðist frá Tókýó til að sýna þeim sem fara í verkfall á Íslandi samstöðu. Hún segir innflytjendur í Japan glíma við sambærileg vandamál og á Íslandi. 8. mars 2019 11:32 Þernurnar mættu eldsnemma til að hlaupa undir bagga með hótelstjóranum Ingibjörg Ólafsdóttir hótelstjóri á Hótel sögu kann starfsfólki sínu bestu þakkir fyrir að hafa mætt eldsnemma í morgun og hjálpað til við að þrífa herbergi á hótelinu. 8. mars 2019 10:49 Mest lesið Íslendingar handteknir á Spáni með mikið magn fíkniefna Innlent Lalli Johns er látinn Innlent „Þau ákváðu einfaldlega að hann væri minna fatlaður í Garðabæ“ Innlent Leysa upp samtökin og leggja niður vopn Erlent Hlýnandi veður og gæti farið í tuttugu stig á morgun Veður Láta bandarískan gísl lausan Erlent Kölluð út vegna viðskiptavinar með æsing Innlent Sker upp herör gegn kínverskum netrisum Innlent Íslenskur morðingi í Bandaríkjunum: „Gerðu það pabbi, ekki gleyma mér“ Innlent „Eiga sína síðustu daga í faðmi ástvina undir hamraslætti og múrborum“ Innlent Fleiri fréttir Langflestir telja stríð og átök það sem helst þjakar heiminn „Þau ákváðu einfaldlega að hann væri minna fatlaður í Garðabæ“ Kölluð út vegna viðskiptavinar með æsing Íslendingar handteknir á Spáni með mikið magn fíkniefna Lalli Johns er látinn Afnám virðisaukaskatts geti skilað björgunarsveitum fúlgum fjár Ein staða fornleifafræðings eftir á Þjóðminjasafninu Sker upp herör gegn kínverskum netrisum Aðgerðir gegn Temu og Shein, hraðbanki í hættu og þreyttir hlaupagarpar í beinni „Eiga sína síðustu daga í faðmi ástvina undir hamraslætti og múrborum“ Mótorhjólasamtök aðstoða börn sem hafa orðið fyrir ofbeldi Hækka þurfi veiðigjald í skrefum 230 íbúðir í byggingu í Þorlákshöfn Vopnahlé og í beinni frá Basel og Öskjuhlíð Björgunarsveitir vilja undanþágu frá virðisaukaskatti Gasa, veiðigjöld, gagnaleki og kolefni í Sprengisandi Starfsmaður verslunar sleginn Einn fluttur á sjúkrahús vegna reykeitrunar „Vandræðalegt“ að stjórnin hafi ekki mannað eigin þingfund Icelandair hættir rekstri stærstu flugvéla sinna Veittu eftirför í Árbæ Nýtt íslenskt hundaleikfang slær í gegn „Hreint og tært málþóf í sinni skýrustu mynd“ Veiðigjöld, vopnahlé og veðurblíða í bakgarðshlaupi Lengstu fyrstu umræðu í sögu Alþingis lokið Fundu, lögðu hald á og drápu snáka Efnahags- og viðskiptanefnd taki fyrir „tvöföldun á skatti“ Samningurinn nauðsynlegur og ekkert athugavert við hann Samningur saksóknara, þras á Alþingi og bakgarðshlaup í blíðunni Lögreglan á Suðurlandi rannsakar gagnastuldinn Sjá meira
Verkfallsvaktin: Hótelstarfsfólk leggur niður störf Verkfall um sjö hundruð félagsmanna Eflingar á hótelum og gistihúsum skellur á klukkan tíu og stendur til miðnættis í kvöld. Félagsdómur dæmdi aðgerðirnar löglegar í gær. 8. mars 2019 08:52
Flugu níu þúsund kílómetra til að sýna Eflingu samstöðu Hifumi Okunuki, forseti japanska verkalýðsfélagsins Tozen, ferðaðist frá Tókýó til að sýna þeim sem fara í verkfall á Íslandi samstöðu. Hún segir innflytjendur í Japan glíma við sambærileg vandamál og á Íslandi. 8. mars 2019 11:32
Þernurnar mættu eldsnemma til að hlaupa undir bagga með hótelstjóranum Ingibjörg Ólafsdóttir hótelstjóri á Hótel sögu kann starfsfólki sínu bestu þakkir fyrir að hafa mætt eldsnemma í morgun og hjálpað til við að þrífa herbergi á hótelinu. 8. mars 2019 10:49