Viðar segir að eitthvað hafi verið um verkfallsbrot Margrét Helga Erlingsdóttir skrifar 8. mars 2019 17:12 Viðar Þorsteinsson, framkvæmdastjóri Eflingar, segir að eitthvað hafi verið um verkfallsbrot í dag en félagsmenn Eflingar sem starfa við þrif á hótelum lögðu niður störf klukkan tíu í morgun og stendur verkfallið til miðnættis. Vísir/vilhelm Viðar Þorsteinsson, framkvæmdastjóri Eflingar, segir að eitthvað hafi verið um verkfallsbrot í dag en félagsmenn Eflingar sem starfa við þrif á hótelum lögðu niður störf klukkan tíu í morgun og stendur verkfallið til miðnættis. Viðar segir í samtali við fréttastofu að allnokkur fjöldi manns á vegum Eflingar hefði farið í teymum á milli flestra hótela Reykjavíkurborgar til að gæta að því að ekki yrðu framin verkfallsbrot. Þrátt fyrir að verkfallsverðir Eflingar hefðu orðið varir við verkfallsbrot er það mat Viðars að þau hefðu hvorki verið gróf né víðtæk. „Við höldum mjög vel utan um það og söfnum því saman hjá okkur. Við munum svo leggjast yfir það núna strax eftir helgi með lögmanni okkar hvernig verður brugðist við.“ Viðar segist vera meðvitaður um það að í verkfalli geti sum tilfellanna verið álitamál og því verði þau að meta það hvort þau aðhafist frekar. „Við erum alveg hörð á því að við áskilum okkur allan rétt til þess að fara eftir atvikum alla leið með slík mál því þetta er brot náttúrulega á lögum um stéttarfélög og vinnudeilur og er það eitthvað sem félagsdómur getur fjallað um en það skýrist betur eftir helgi.“Fjöldi fólks lagði leið sína í kröfugöngu Eflingar.Vísir/vilhelmViðar segir að dagurinn í dag hefði einkennst af baráttugleði. „Það er nú búið að skamma okkur mikið fyrir að lýsa tilfinningum okkar í garð þessa dags og þessara verkfallsaðgerða en ég held að fólk þurfi bara að átta sig á því að verkalýðsbaráttu, þó hún sé hörð og komi ekki til af góðu, fylgir engu að síður engu að síður mjög sönn gleði og það var eitthvað sem skein úr augum okkar félagsmanna í dag,“ segir Viðar. Hans tilfinning er sú að fólk sé mjög óhrætt og baráttuglatt upp til hópa. Það sé búið að fá nóg af því að samfélagið líti á sig sem undirsett fólk og er tilbúið að bjóða því birginn.Eru þetta kaflaskil? „Ég verð að segja það. Það var tilfinningin sem ég fékk þegar ég hlustaði á ræðurnar á Lækjartorgi í hádeginu.“ Kjaramál Verkföll 2019 Tengdar fréttir Verkfallsvaktin: Hótelstarfsfólk leggur niður störf Verkfall um sjö hundruð félagsmanna Eflingar á hótelum og gistihúsum skellur á klukkan tíu og stendur til miðnættis í kvöld. Félagsdómur dæmdi aðgerðirnar löglegar í gær. 8. mars 2019 08:52 „Er mjög slæmt að Ísland sé dýrasti áfangastaður í heimi?“ Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar gefur lítið fyrir fullyrðingar formanns Fyrirtækja í hótel- og gistiþjónustu þess efnis að laun Eflingarfólks hafi hækkað um 75 prósent í evrum talið síðustu fimm ár. 8. mars 2019 09:06 Mest lesið Fólk hafi dreymt um að eignast flugstjóradress Innlent Kynferðisbrotum sem leiða til greiðslu bóta hefur fjölgað verulega Innlent Meirihluti fólks geti ekki keypt íbúð í nýju lánakerfi sem sé að teiknast upp Innlent Hækkar tolla á kanadískar vörur vegna sjónvarpsauglýsingar Erlent Áhugasamir smalahundar á námskeiði Innlent Segja „fljúgandi Chernobyl“ hafa flogið í fimmtán klukkustundir Erlent Veitingamenn uggandi yfir erfiðum rekstrarskilyrðum Innlent Lést vegna voðaskots úr haglabyssu Innlent Kona handtekin grunuð um að stinga sambýlismann sinn Innlent Uppþot á félagsfundi Sósíalista: „Þetta var bara kjánalegt og alger óþarfi“ Innlent Fleiri fréttir Reyndi að stinga af en endaði utan í vegriði Kynferðisbrotum sem leiða til greiðslu bóta hefur fjölgað verulega Fólk hafi dreymt um að eignast flugstjóradress Áhugasamir smalahundar á námskeiði Eldur í bíl á Seltjarnarnesi Veitingamenn uggandi yfir erfiðum rekstrarskilyrðum Meirihluti fólks geti ekki keypt íbúð í nýju lánakerfi sem sé að teiknast upp Nánast enginn fái að kaupa íbúð Lögregla veitti eftirför um miðborgina Kona handtekin grunuð um að stinga sambýlismann sinn „Túnin eru bara hvít“ Nýtt vopn í búri fjármálaráðherra Uppþot á félagsfundi Sósíalista: „Þetta var bara kjánalegt og alger óþarfi“ Um fimmtíu þúsund manns í miðborginni í Kvennaverkfallinu Börn og unglingar funda á Hvolsvelli um sín mál Lést vegna voðaskots úr haglabyssu Afnám áminningarskyldu, offjölgun álfta og kvennaverkfall Ökumaðurinn ungur og líðan hans góð „eftir atvikum“ Grímuklæddur og ofurölvi í slagsmálum Útspil bankans sýni að dómurinn auki samkeppni Bíll fór í sjóinn á Ísafirði Maður varð fyrir skoti í Árnessýslu Ný viðbygging og hafragrautur í Hveragerði Grunsamleg útboð í samráði sem gæti verið víðtækt Stuttur fundur og hittast næst á mánudag Kvennaverkfall og lánabreytingar hjá Landsbanka Nýtt fíkniefni læðist inn á íslenskan markað Hóf störf of snemma eftir kvörtun vegna heimilisofbeldis Vara við vafasömum Excel-skjölum í umferð „bókstaflega út um allt“ Meinað að taka þátt þar sem hún þurfti að hafa barnið með sér Sjá meira
Viðar Þorsteinsson, framkvæmdastjóri Eflingar, segir að eitthvað hafi verið um verkfallsbrot í dag en félagsmenn Eflingar sem starfa við þrif á hótelum lögðu niður störf klukkan tíu í morgun og stendur verkfallið til miðnættis. Viðar segir í samtali við fréttastofu að allnokkur fjöldi manns á vegum Eflingar hefði farið í teymum á milli flestra hótela Reykjavíkurborgar til að gæta að því að ekki yrðu framin verkfallsbrot. Þrátt fyrir að verkfallsverðir Eflingar hefðu orðið varir við verkfallsbrot er það mat Viðars að þau hefðu hvorki verið gróf né víðtæk. „Við höldum mjög vel utan um það og söfnum því saman hjá okkur. Við munum svo leggjast yfir það núna strax eftir helgi með lögmanni okkar hvernig verður brugðist við.“ Viðar segist vera meðvitaður um það að í verkfalli geti sum tilfellanna verið álitamál og því verði þau að meta það hvort þau aðhafist frekar. „Við erum alveg hörð á því að við áskilum okkur allan rétt til þess að fara eftir atvikum alla leið með slík mál því þetta er brot náttúrulega á lögum um stéttarfélög og vinnudeilur og er það eitthvað sem félagsdómur getur fjallað um en það skýrist betur eftir helgi.“Fjöldi fólks lagði leið sína í kröfugöngu Eflingar.Vísir/vilhelmViðar segir að dagurinn í dag hefði einkennst af baráttugleði. „Það er nú búið að skamma okkur mikið fyrir að lýsa tilfinningum okkar í garð þessa dags og þessara verkfallsaðgerða en ég held að fólk þurfi bara að átta sig á því að verkalýðsbaráttu, þó hún sé hörð og komi ekki til af góðu, fylgir engu að síður engu að síður mjög sönn gleði og það var eitthvað sem skein úr augum okkar félagsmanna í dag,“ segir Viðar. Hans tilfinning er sú að fólk sé mjög óhrætt og baráttuglatt upp til hópa. Það sé búið að fá nóg af því að samfélagið líti á sig sem undirsett fólk og er tilbúið að bjóða því birginn.Eru þetta kaflaskil? „Ég verð að segja það. Það var tilfinningin sem ég fékk þegar ég hlustaði á ræðurnar á Lækjartorgi í hádeginu.“
Kjaramál Verkföll 2019 Tengdar fréttir Verkfallsvaktin: Hótelstarfsfólk leggur niður störf Verkfall um sjö hundruð félagsmanna Eflingar á hótelum og gistihúsum skellur á klukkan tíu og stendur til miðnættis í kvöld. Félagsdómur dæmdi aðgerðirnar löglegar í gær. 8. mars 2019 08:52 „Er mjög slæmt að Ísland sé dýrasti áfangastaður í heimi?“ Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar gefur lítið fyrir fullyrðingar formanns Fyrirtækja í hótel- og gistiþjónustu þess efnis að laun Eflingarfólks hafi hækkað um 75 prósent í evrum talið síðustu fimm ár. 8. mars 2019 09:06 Mest lesið Fólk hafi dreymt um að eignast flugstjóradress Innlent Kynferðisbrotum sem leiða til greiðslu bóta hefur fjölgað verulega Innlent Meirihluti fólks geti ekki keypt íbúð í nýju lánakerfi sem sé að teiknast upp Innlent Hækkar tolla á kanadískar vörur vegna sjónvarpsauglýsingar Erlent Áhugasamir smalahundar á námskeiði Innlent Segja „fljúgandi Chernobyl“ hafa flogið í fimmtán klukkustundir Erlent Veitingamenn uggandi yfir erfiðum rekstrarskilyrðum Innlent Lést vegna voðaskots úr haglabyssu Innlent Kona handtekin grunuð um að stinga sambýlismann sinn Innlent Uppþot á félagsfundi Sósíalista: „Þetta var bara kjánalegt og alger óþarfi“ Innlent Fleiri fréttir Reyndi að stinga af en endaði utan í vegriði Kynferðisbrotum sem leiða til greiðslu bóta hefur fjölgað verulega Fólk hafi dreymt um að eignast flugstjóradress Áhugasamir smalahundar á námskeiði Eldur í bíl á Seltjarnarnesi Veitingamenn uggandi yfir erfiðum rekstrarskilyrðum Meirihluti fólks geti ekki keypt íbúð í nýju lánakerfi sem sé að teiknast upp Nánast enginn fái að kaupa íbúð Lögregla veitti eftirför um miðborgina Kona handtekin grunuð um að stinga sambýlismann sinn „Túnin eru bara hvít“ Nýtt vopn í búri fjármálaráðherra Uppþot á félagsfundi Sósíalista: „Þetta var bara kjánalegt og alger óþarfi“ Um fimmtíu þúsund manns í miðborginni í Kvennaverkfallinu Börn og unglingar funda á Hvolsvelli um sín mál Lést vegna voðaskots úr haglabyssu Afnám áminningarskyldu, offjölgun álfta og kvennaverkfall Ökumaðurinn ungur og líðan hans góð „eftir atvikum“ Grímuklæddur og ofurölvi í slagsmálum Útspil bankans sýni að dómurinn auki samkeppni Bíll fór í sjóinn á Ísafirði Maður varð fyrir skoti í Árnessýslu Ný viðbygging og hafragrautur í Hveragerði Grunsamleg útboð í samráði sem gæti verið víðtækt Stuttur fundur og hittast næst á mánudag Kvennaverkfall og lánabreytingar hjá Landsbanka Nýtt fíkniefni læðist inn á íslenskan markað Hóf störf of snemma eftir kvörtun vegna heimilisofbeldis Vara við vafasömum Excel-skjölum í umferð „bókstaflega út um allt“ Meinað að taka þátt þar sem hún þurfti að hafa barnið með sér Sjá meira
Verkfallsvaktin: Hótelstarfsfólk leggur niður störf Verkfall um sjö hundruð félagsmanna Eflingar á hótelum og gistihúsum skellur á klukkan tíu og stendur til miðnættis í kvöld. Félagsdómur dæmdi aðgerðirnar löglegar í gær. 8. mars 2019 08:52
„Er mjög slæmt að Ísland sé dýrasti áfangastaður í heimi?“ Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar gefur lítið fyrir fullyrðingar formanns Fyrirtækja í hótel- og gistiþjónustu þess efnis að laun Eflingarfólks hafi hækkað um 75 prósent í evrum talið síðustu fimm ár. 8. mars 2019 09:06