„Algjörlega stórkostlegur dagur“ Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 8. mars 2019 21:00 Sólveig Anna Jónsdóttir, formaður Eflingar, ásamt félögum sínum í kröfugöngu í dag. vísir/vilhelm Það verður ekki annað sagt en að Sólveig Anna Jónsdóttir, formaður Eflingar, sé í skýjunum með það hvernig verkfallsaðgerðir félagsins tókust til í dag. Heimir Már Pétursson, fréttamaður, ræddi við hana og Ragnheiði Valgarðsdóttur, verkfallsvörð, í beinni útsendingu í fréttum Stöðvar 2 í kvöld en um 700 félagsmenn í Eflingu sem starfa við þrif á hótelum og gistiheimilum lögðu niður störf klukkan 10 í morgun. Verkfall þeirra stendur til miðnættis í kvöld. „Mér finnst hafa tekist ótrúlega vel til,“ sagði Sólveig Anna spurð út hvernig dagurinn hafi gengið. „Þetta hefur verið algjörlega stórkostlegur dagur, mögnuð samstaða, ótrúlega gaman að fá að vera hérna í dag og spjalla við allar konurnar. Við skiptumst á sögum og lífsreynslu okkar sem láglaunakonur. Gangan okkar var stórkostlega vel heppnuð þannig að já, þetta er búinn að vera frábær dagur.“ Ragnheiður sagði að verkfallsverðir hefðu náð að heimsækja flest öll hótelin á höfuðborgarsvæðinu þar sem hótelþernur höfðu lagt niður störf. Hún sagði eitthvað hafa verið um verkfallsbrot en ekki neinar ryskingar. „Á einu hóteli fengum við ekki að komast inn en það var mikið um að deildarstjórar og millistjórnendur á hótelum hafi verið að ganga í störf hótelþerna og eitthvað um að hótelþernur hafi verið sjálfar að störfum,“ sagði Ragnheiður. Á morgun lýkur atkvæðagreiðslu Eflingar og VR um mun víðtækari verkfallsaðgerðir sem hefjast síðar í mánuðinum ef þær verða samþykktar og ef ekki hefur tekist að semja um nýja kjarasamninga. Aðspurð hvort hún telji að af þeim aðgerðum verði sagði Sólvegi Anna: „Við skulum sjá hvernig fer. En það er allavega eitt sem er alveg ljóst eftir þennan dag að við sem höfum litla reynslu af verkfallsundirbúningi erum búin að sýna og sanna að við getum sannarlega skipulagt mjög glæsilegar aðgerðir og ef til verkfalla kemur þá getum við staðið í verkfallsvörslu og gert allt sem við þurfum að gera.“Hér fyrir neðan má sjá myndir sem Vilhelm Gunnarsson, ljósmyndari Vísis, tók í dag þegar verkfallsaðgerðirnar stóðu sem hæst í miðborg Reykjavíkur.Framkvæmdastjórinn Melissa Munguia hjá Center Hotels gekk í störf þerna í dag þegar verkfallið hófst.vísir/vilhelmHótelþernur í verkfalli fjölmenntu í verkfallsmiðstöðina í Gamla bíói.vísir/vilhelmÍ hádeginu streymdu þernurnar úr Gamla bíói og niður á Lækjartorg til samstöðufundar.vísir/vilhelmZsófia Sidlovits, trúnaðarkona hótelþerna á Hótel Borg, var ein þeirra sem tók til máls á samstöðufundinum.vísir/vilhelmFánar Eflingar blöktu í nöprum vindi á torginu og verkafólkið bar kröfuspjöld.vísir/vilhelmRúnar Björn Herrera, formaður NPA, notendastýrðrar persónulegrar aðstoðar, tók líka til máls á fundinum á Lækjartorgi í dag.vísir/vilhelmSamstaða og einhugur var hjá verkafólkinu sem lagði niður störf í dag.vísir/vilhelm Kjaramál Verkföll 2019 Tengdar fréttir Segir hótelin ofurseld VR og Eflingu Verkfallið í dag og fyrirhugaðar aðgerðir á næstu vikum og mánuðum eru þegar farnar að hafa verulega alvarleg áhrif að sögn Kristófers Oliverssonar, framkvæmdastjóra og eiganda Center Hotels og formanns Fyrirtækja í hótel- og gistiþjónustu. 8. mars 2019 19:37 Trúnaðarkona hótelþerna: „Við værum ekki hér í dag ef við þjáðumst ekki“ Zsófia hefur unnið í fullu starfi sem ræstitæknir í tæp tvö ár en hún var í hálfu starfi þar á undan. Hún er trúnaðarmaður starfsfólks í þrifum á Hótel Borg. 8. mars 2019 12:58 Þerna óttast höfrungahlaup og segir húsnæðiskostnaðinn aðalatriðið Peter, þerna á City Park hotel, segist óttast höfrungahlaup í launahækkunum í kjölfar verkfallsaðgerða Eflingar. 8. mars 2019 11:36 Mest lesið Fjölskyldufaðir stunginn meðan sonurinn horfði á Innlent „Sjaldan hefur stjórnmálamaður verið hamflettur jafn rækilega“ Innlent Fékk sex milljónum of há laun og neitaði að endurgreiða þau Innlent Lögregla dreifði gjörbreyttri mynd af díselþjófum Innlent Hafi látið högg og spörk dynja á foreldrunum í tíu klukkustundir Innlent Þjóðhátíð í Eyjum: Farþegafjöldi í Herjólfi komi á óvart Innlent Vann skemmdir á golfvelli og skildi eftir smokk Innlent „Manneskja sem er komin á þetta plan hlýtur að vera rökþrota“ Innlent Sakar sveitastjórann um atvinnuróg og „kæfandi klámhögg“ Innlent „Það er rosalega ljótt að segja þetta en mér líður bara þannig“ Innlent Fleiri fréttir Þjóðhátíðargestum hleypt inn í Herjólfshöll meðan veðrið gengur yfir Klíndu límmiðum á Ormsson sem versla ekki einu sinni við Rapyd Opnun Samverks á Hellu fagnað „Manneskja sem er komin á þetta plan hlýtur að vera rökþrota“ Þjóðarpúls Gallups: Kristrún og Þorgerður gætu myndað meirihluta án Flokks fólksins „Ég upplifi þetta sem mikinn yfirgang og ofbeldi“ Íbúar við Þjórsá æfir og þrumuveður um Versló Handtekinn með reipi um hálsinn eftir ofsaakstur á flugbraut undir áhrifum fíkniefna Búast við þrumuveðri og vatnavöxtum Ný verðskrá kindakjöts vonbrigði fyrir sauðfjárbændur Sagði foreldrana líklega hafa dottið í aðdraganda andlátsins Fjölskyldufaðir stunginn meðan sonurinn horfði á Fundu engan hvítabjörn Hraunbreiðan þykknar og líkur á framhlaupum aukast „Hann skilar algjörlega auðu í náttúruverndarmálum“ Þjóðhátíð í Eyjum: Farþegafjöldi í Herjólfi komi á óvart Skýrara hvar besta veðrið verður um helgina Vann skemmdir á golfvelli og skildi eftir smokk Trump hækkar tolla á Ísland og viðbúnaður á Þjóðhátíð Þyrlan farin vestur í hvítabjarnareftirlit Fékk sex milljónum of há laun og neitaði að endurgreiða þau Annasamt ár á Bessastöðum: Kóngafólk, keisari, umtöluð undirskrift og brúnir skór Áhrifin af stöðvunarkröfunni óveruleg Mengun gæti borist á Snæfellsnes og Vestfirði Hlutum kastað til í verslun og könnu í bílrúðu Óheppilegt ef fölsk mynd varpar sök á saklausan mann Skiptar skoðanir um umfang og kostnað vegna listaverks Ólafs í Eyjum Sakar sveitastjórann um atvinnuróg og „kæfandi klámhögg“ „Komið nóg af áföllum“ Níu ára og með sitt eigið „Fannars bakarí“ í Njarðvík Sjá meira
Það verður ekki annað sagt en að Sólveig Anna Jónsdóttir, formaður Eflingar, sé í skýjunum með það hvernig verkfallsaðgerðir félagsins tókust til í dag. Heimir Már Pétursson, fréttamaður, ræddi við hana og Ragnheiði Valgarðsdóttur, verkfallsvörð, í beinni útsendingu í fréttum Stöðvar 2 í kvöld en um 700 félagsmenn í Eflingu sem starfa við þrif á hótelum og gistiheimilum lögðu niður störf klukkan 10 í morgun. Verkfall þeirra stendur til miðnættis í kvöld. „Mér finnst hafa tekist ótrúlega vel til,“ sagði Sólveig Anna spurð út hvernig dagurinn hafi gengið. „Þetta hefur verið algjörlega stórkostlegur dagur, mögnuð samstaða, ótrúlega gaman að fá að vera hérna í dag og spjalla við allar konurnar. Við skiptumst á sögum og lífsreynslu okkar sem láglaunakonur. Gangan okkar var stórkostlega vel heppnuð þannig að já, þetta er búinn að vera frábær dagur.“ Ragnheiður sagði að verkfallsverðir hefðu náð að heimsækja flest öll hótelin á höfuðborgarsvæðinu þar sem hótelþernur höfðu lagt niður störf. Hún sagði eitthvað hafa verið um verkfallsbrot en ekki neinar ryskingar. „Á einu hóteli fengum við ekki að komast inn en það var mikið um að deildarstjórar og millistjórnendur á hótelum hafi verið að ganga í störf hótelþerna og eitthvað um að hótelþernur hafi verið sjálfar að störfum,“ sagði Ragnheiður. Á morgun lýkur atkvæðagreiðslu Eflingar og VR um mun víðtækari verkfallsaðgerðir sem hefjast síðar í mánuðinum ef þær verða samþykktar og ef ekki hefur tekist að semja um nýja kjarasamninga. Aðspurð hvort hún telji að af þeim aðgerðum verði sagði Sólvegi Anna: „Við skulum sjá hvernig fer. En það er allavega eitt sem er alveg ljóst eftir þennan dag að við sem höfum litla reynslu af verkfallsundirbúningi erum búin að sýna og sanna að við getum sannarlega skipulagt mjög glæsilegar aðgerðir og ef til verkfalla kemur þá getum við staðið í verkfallsvörslu og gert allt sem við þurfum að gera.“Hér fyrir neðan má sjá myndir sem Vilhelm Gunnarsson, ljósmyndari Vísis, tók í dag þegar verkfallsaðgerðirnar stóðu sem hæst í miðborg Reykjavíkur.Framkvæmdastjórinn Melissa Munguia hjá Center Hotels gekk í störf þerna í dag þegar verkfallið hófst.vísir/vilhelmHótelþernur í verkfalli fjölmenntu í verkfallsmiðstöðina í Gamla bíói.vísir/vilhelmÍ hádeginu streymdu þernurnar úr Gamla bíói og niður á Lækjartorg til samstöðufundar.vísir/vilhelmZsófia Sidlovits, trúnaðarkona hótelþerna á Hótel Borg, var ein þeirra sem tók til máls á samstöðufundinum.vísir/vilhelmFánar Eflingar blöktu í nöprum vindi á torginu og verkafólkið bar kröfuspjöld.vísir/vilhelmRúnar Björn Herrera, formaður NPA, notendastýrðrar persónulegrar aðstoðar, tók líka til máls á fundinum á Lækjartorgi í dag.vísir/vilhelmSamstaða og einhugur var hjá verkafólkinu sem lagði niður störf í dag.vísir/vilhelm
Kjaramál Verkföll 2019 Tengdar fréttir Segir hótelin ofurseld VR og Eflingu Verkfallið í dag og fyrirhugaðar aðgerðir á næstu vikum og mánuðum eru þegar farnar að hafa verulega alvarleg áhrif að sögn Kristófers Oliverssonar, framkvæmdastjóra og eiganda Center Hotels og formanns Fyrirtækja í hótel- og gistiþjónustu. 8. mars 2019 19:37 Trúnaðarkona hótelþerna: „Við værum ekki hér í dag ef við þjáðumst ekki“ Zsófia hefur unnið í fullu starfi sem ræstitæknir í tæp tvö ár en hún var í hálfu starfi þar á undan. Hún er trúnaðarmaður starfsfólks í þrifum á Hótel Borg. 8. mars 2019 12:58 Þerna óttast höfrungahlaup og segir húsnæðiskostnaðinn aðalatriðið Peter, þerna á City Park hotel, segist óttast höfrungahlaup í launahækkunum í kjölfar verkfallsaðgerða Eflingar. 8. mars 2019 11:36 Mest lesið Fjölskyldufaðir stunginn meðan sonurinn horfði á Innlent „Sjaldan hefur stjórnmálamaður verið hamflettur jafn rækilega“ Innlent Fékk sex milljónum of há laun og neitaði að endurgreiða þau Innlent Lögregla dreifði gjörbreyttri mynd af díselþjófum Innlent Hafi látið högg og spörk dynja á foreldrunum í tíu klukkustundir Innlent Þjóðhátíð í Eyjum: Farþegafjöldi í Herjólfi komi á óvart Innlent Vann skemmdir á golfvelli og skildi eftir smokk Innlent „Manneskja sem er komin á þetta plan hlýtur að vera rökþrota“ Innlent Sakar sveitastjórann um atvinnuróg og „kæfandi klámhögg“ Innlent „Það er rosalega ljótt að segja þetta en mér líður bara þannig“ Innlent Fleiri fréttir Þjóðhátíðargestum hleypt inn í Herjólfshöll meðan veðrið gengur yfir Klíndu límmiðum á Ormsson sem versla ekki einu sinni við Rapyd Opnun Samverks á Hellu fagnað „Manneskja sem er komin á þetta plan hlýtur að vera rökþrota“ Þjóðarpúls Gallups: Kristrún og Þorgerður gætu myndað meirihluta án Flokks fólksins „Ég upplifi þetta sem mikinn yfirgang og ofbeldi“ Íbúar við Þjórsá æfir og þrumuveður um Versló Handtekinn með reipi um hálsinn eftir ofsaakstur á flugbraut undir áhrifum fíkniefna Búast við þrumuveðri og vatnavöxtum Ný verðskrá kindakjöts vonbrigði fyrir sauðfjárbændur Sagði foreldrana líklega hafa dottið í aðdraganda andlátsins Fjölskyldufaðir stunginn meðan sonurinn horfði á Fundu engan hvítabjörn Hraunbreiðan þykknar og líkur á framhlaupum aukast „Hann skilar algjörlega auðu í náttúruverndarmálum“ Þjóðhátíð í Eyjum: Farþegafjöldi í Herjólfi komi á óvart Skýrara hvar besta veðrið verður um helgina Vann skemmdir á golfvelli og skildi eftir smokk Trump hækkar tolla á Ísland og viðbúnaður á Þjóðhátíð Þyrlan farin vestur í hvítabjarnareftirlit Fékk sex milljónum of há laun og neitaði að endurgreiða þau Annasamt ár á Bessastöðum: Kóngafólk, keisari, umtöluð undirskrift og brúnir skór Áhrifin af stöðvunarkröfunni óveruleg Mengun gæti borist á Snæfellsnes og Vestfirði Hlutum kastað til í verslun og könnu í bílrúðu Óheppilegt ef fölsk mynd varpar sök á saklausan mann Skiptar skoðanir um umfang og kostnað vegna listaverks Ólafs í Eyjum Sakar sveitastjórann um atvinnuróg og „kæfandi klámhögg“ „Komið nóg af áföllum“ Níu ára og með sitt eigið „Fannars bakarí“ í Njarðvík Sjá meira
Segir hótelin ofurseld VR og Eflingu Verkfallið í dag og fyrirhugaðar aðgerðir á næstu vikum og mánuðum eru þegar farnar að hafa verulega alvarleg áhrif að sögn Kristófers Oliverssonar, framkvæmdastjóra og eiganda Center Hotels og formanns Fyrirtækja í hótel- og gistiþjónustu. 8. mars 2019 19:37
Trúnaðarkona hótelþerna: „Við værum ekki hér í dag ef við þjáðumst ekki“ Zsófia hefur unnið í fullu starfi sem ræstitæknir í tæp tvö ár en hún var í hálfu starfi þar á undan. Hún er trúnaðarmaður starfsfólks í þrifum á Hótel Borg. 8. mars 2019 12:58
Þerna óttast höfrungahlaup og segir húsnæðiskostnaðinn aðalatriðið Peter, þerna á City Park hotel, segist óttast höfrungahlaup í launahækkunum í kjölfar verkfallsaðgerða Eflingar. 8. mars 2019 11:36