Fyrsta degi verkfallsaðgerða lokið Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 9. mars 2019 00:03 Myndin er tekin við Gamla bíó á föstudagsmorugn þar sem Efling var með verkfallsmiðstöð sína. vísir/vilhelm Verkfalli hótelþerna sem eru félagsmenn í Eflingu lauk nú á miðnætti. Þar með er fyrsta degi verkfallsaðgerða félagsins lokið. Í dag, laugardag, lýkur svo kosningu um frekari verkfallsaðgerðir sem Efling og VR hafa boðað síðar í mánuðinum. Verði verkfallsaðgerðirnar samþykktar í atkvæðagreiðslum félaganna og ef samningar hafa ekki náðst hefjast þær þann 18. mars næstkomandi.Sjá einnig: „Algjörlega stórkostlegur dagur“ Ef af verkföllunum verður munu þau ná til starfsfólks á hótelum, til starfsfólks hjá rútufyrirtækjum og til starfsfólks Almenningsvagna Kynnisferða að því er segir á vef Eflingar. Þar má nálgast nánari upplýsingar um það til hvaða hótela aðgerðirnar munu ná sem og á vef VR. Á vef Eflingar kemur fram að aðgerðir félagsins séu tvíþættar. Annars vegar fela þær það í sér að mæta til vinnu en sleppa því að gera ákveðna hluti í vinnunni og hins vegar felast að fara í hefðbundið verkfall þar sem ekki er mætt til vinnu á tilteknum dögum frá miðnætti til miðnættis. Hefðbundið verkfall félagsmanna Eflingar sem og félagsmanna VR verður eftirfarandi daga:• 22. mars (1 dagur)• 28.-29. mars (2 dagar)• 3.-5. apríl (3 dagar)• 9.-11. apríl (3 dagar)• 15.-17. apríl (3 dagar)• 23.-25. apríl (3 dagar)• 1. maí (þangað til verkfallinu er aflýst) Félagsmenn Eflingar kjósa svo einnig um eftirfarandi örverkföll eða vinnutruflanir eins og það er kallað á vefsíðu félagsins:Hjá rútubílstjórum eru vinnutakmarkanirnar eftirfarandi:• 18. mars – 30. aprílo Einungis er unnið það sem stendur í starfslýsingu og ekkert annað.• 23. mars – 30. aprílo Bílstjórar rukka ekki í strætó, né telja farþega.• 6. apríl – 30. aprílo Ekki mætt til vinnu fyrir hádegi.Hjá hótelstarfsmönnum eru vinnutakmarkanirnar eftirfarandi:• 18. mars til og með 30. apríl:o Engin vinna sem ekki er tiltekin í starfslýsingu• 23. mars til og með 30. apríl:o Engin klósettþrifo Engin þrif sameiginlegra rýma• 30. mars til og með 30. apríl:o Engin þrif herbergja sem gestir eiga eftir að tékka sig úro Engin morgunverðarþjónusta• 26. apríl til og með 30. apríl:o Engin þvottaþjónusta Kjaramál Verkföll 2019 Tengdar fréttir Viðar segir að eitthvað hafi verið um verkfallsbrot Viðar Þorsteinsson, framkvæmdastjóri Eflingar, segir að eitthvað hafi verið um verkfallsbrot í dag en félagsmenn Eflingar sem starfa við þrif á hótelum lögðu niður störf klukkan tíu í morgun og stendur verkfallið til miðnættis. 8. mars 2019 17:12 Samstaða og einhugur í hópi verkfallsfólks Mikill hugur var í þernum um tuttugu hótela á höfuðborgarsvæðinu og víðar þegar verkfall um sjöhundruð félagsmanna Eflingar skall á í morgun. 8. mars 2019 18:45 Þerna óttast höfrungahlaup og segir húsnæðiskostnaðinn aðalatriðið Peter, þerna á City Park hotel, segist óttast höfrungahlaup í launahækkunum í kjölfar verkfallsaðgerða Eflingar. 8. mars 2019 11:36 Mest lesið „Af hverju ertu svona í framan?“ Innlent Var að streyma á TikTok þegar hann féll til jarðar og lést Erlent Alelda bíll á Reykjanesbraut Innlent Safnaði í bálköst innandyra en kennir stundarbrjálæði um íkveikjuna Innlent Tætir í sig leikskólaplan borgarinnar: Segir Reykjavík taka skref aftur á bak Innlent „Algjörlega alveg út í hött“ Innlent Skipar Ísraelum að hætta að sprengja Erlent Umferðin færist inn á íbúðagötur Innlent Boða íbúafundi vegna mögulegrar sameiningar sveitarfélaganna Innlent Göngu- og hjólabrýr yfir Elliðaár opnast Innlent Fleiri fréttir Boða íbúafundi vegna mögulegrar sameiningar sveitarfélaganna Alelda bíll á Reykjanesbraut Framkvæmdirnar komi eftir ákall frá íbúum Safnaði í bálköst innandyra en kennir stundarbrjálæði um íkveikjuna Skrítin afstaða BSRB og ASÍ Tekist á um leikskólamál og árásir á Gasa Umfangsmikil flugslysaæfing á Reykjavíkurflugvelli Tætir í sig leikskólaplan borgarinnar: Segir Reykjavík taka skref aftur á bak Rannsaka mögulega stunguárás Göngu- og hjólabrýr yfir Elliðaár opnast „Af hverju ertu svona í framan?“ „Algjörlega alveg út í hött“ Umferðin færist inn á íbúðagötur Andar sem eru ekki hér en voru í myndinni þeir sveima og fylgjast með Dugar ekki lengur að dorga og nú þurfi að kasta út neti Vann á öllum deildum leikskólans Segja Rússa heyja stríð við Vesturlönd og síðustu ævidagarnir á Grund „Kópavogsmódelið er ekkert annað en þjónustuskerðing“ Nýsestur á skrifstofunni þegar hann fékk bíl í flasið Starfsmaður á Brákarborg grunaður um kynferðisbrot Fresta framkvæmdum vegna veðurs Sýnist komið að seinni hluta í eldsumbrotum í Sundhnúksgígaröðinni Grunaður um að hafa brotið á fleiri en tíu börnum Varaformannsslagur í Miðflokknum: Öll vinir og „peppuð“ fyrir landsþingi Stöðfirðingum enn ráðlagt að sjóða vatn vegna mengunar Tillögurnar í leikskólamálum séu vonbrigði og uppgjöf Jörð skelfur í Krýsuvík og Þjóðaröryggisráð fundaði í morgun Fólk að bugast þar til hætt var að manna vaktir á föstudögum Snorri etur kappi við Bergþór og Ingibjörgu Hafnaði kæru Sameindar vegna Konukots í Ármúla Sjá meira
Verkfalli hótelþerna sem eru félagsmenn í Eflingu lauk nú á miðnætti. Þar með er fyrsta degi verkfallsaðgerða félagsins lokið. Í dag, laugardag, lýkur svo kosningu um frekari verkfallsaðgerðir sem Efling og VR hafa boðað síðar í mánuðinum. Verði verkfallsaðgerðirnar samþykktar í atkvæðagreiðslum félaganna og ef samningar hafa ekki náðst hefjast þær þann 18. mars næstkomandi.Sjá einnig: „Algjörlega stórkostlegur dagur“ Ef af verkföllunum verður munu þau ná til starfsfólks á hótelum, til starfsfólks hjá rútufyrirtækjum og til starfsfólks Almenningsvagna Kynnisferða að því er segir á vef Eflingar. Þar má nálgast nánari upplýsingar um það til hvaða hótela aðgerðirnar munu ná sem og á vef VR. Á vef Eflingar kemur fram að aðgerðir félagsins séu tvíþættar. Annars vegar fela þær það í sér að mæta til vinnu en sleppa því að gera ákveðna hluti í vinnunni og hins vegar felast að fara í hefðbundið verkfall þar sem ekki er mætt til vinnu á tilteknum dögum frá miðnætti til miðnættis. Hefðbundið verkfall félagsmanna Eflingar sem og félagsmanna VR verður eftirfarandi daga:• 22. mars (1 dagur)• 28.-29. mars (2 dagar)• 3.-5. apríl (3 dagar)• 9.-11. apríl (3 dagar)• 15.-17. apríl (3 dagar)• 23.-25. apríl (3 dagar)• 1. maí (þangað til verkfallinu er aflýst) Félagsmenn Eflingar kjósa svo einnig um eftirfarandi örverkföll eða vinnutruflanir eins og það er kallað á vefsíðu félagsins:Hjá rútubílstjórum eru vinnutakmarkanirnar eftirfarandi:• 18. mars – 30. aprílo Einungis er unnið það sem stendur í starfslýsingu og ekkert annað.• 23. mars – 30. aprílo Bílstjórar rukka ekki í strætó, né telja farþega.• 6. apríl – 30. aprílo Ekki mætt til vinnu fyrir hádegi.Hjá hótelstarfsmönnum eru vinnutakmarkanirnar eftirfarandi:• 18. mars til og með 30. apríl:o Engin vinna sem ekki er tiltekin í starfslýsingu• 23. mars til og með 30. apríl:o Engin klósettþrifo Engin þrif sameiginlegra rýma• 30. mars til og með 30. apríl:o Engin þrif herbergja sem gestir eiga eftir að tékka sig úro Engin morgunverðarþjónusta• 26. apríl til og með 30. apríl:o Engin þvottaþjónusta
Kjaramál Verkföll 2019 Tengdar fréttir Viðar segir að eitthvað hafi verið um verkfallsbrot Viðar Þorsteinsson, framkvæmdastjóri Eflingar, segir að eitthvað hafi verið um verkfallsbrot í dag en félagsmenn Eflingar sem starfa við þrif á hótelum lögðu niður störf klukkan tíu í morgun og stendur verkfallið til miðnættis. 8. mars 2019 17:12 Samstaða og einhugur í hópi verkfallsfólks Mikill hugur var í þernum um tuttugu hótela á höfuðborgarsvæðinu og víðar þegar verkfall um sjöhundruð félagsmanna Eflingar skall á í morgun. 8. mars 2019 18:45 Þerna óttast höfrungahlaup og segir húsnæðiskostnaðinn aðalatriðið Peter, þerna á City Park hotel, segist óttast höfrungahlaup í launahækkunum í kjölfar verkfallsaðgerða Eflingar. 8. mars 2019 11:36 Mest lesið „Af hverju ertu svona í framan?“ Innlent Var að streyma á TikTok þegar hann féll til jarðar og lést Erlent Alelda bíll á Reykjanesbraut Innlent Safnaði í bálköst innandyra en kennir stundarbrjálæði um íkveikjuna Innlent Tætir í sig leikskólaplan borgarinnar: Segir Reykjavík taka skref aftur á bak Innlent „Algjörlega alveg út í hött“ Innlent Skipar Ísraelum að hætta að sprengja Erlent Umferðin færist inn á íbúðagötur Innlent Boða íbúafundi vegna mögulegrar sameiningar sveitarfélaganna Innlent Göngu- og hjólabrýr yfir Elliðaár opnast Innlent Fleiri fréttir Boða íbúafundi vegna mögulegrar sameiningar sveitarfélaganna Alelda bíll á Reykjanesbraut Framkvæmdirnar komi eftir ákall frá íbúum Safnaði í bálköst innandyra en kennir stundarbrjálæði um íkveikjuna Skrítin afstaða BSRB og ASÍ Tekist á um leikskólamál og árásir á Gasa Umfangsmikil flugslysaæfing á Reykjavíkurflugvelli Tætir í sig leikskólaplan borgarinnar: Segir Reykjavík taka skref aftur á bak Rannsaka mögulega stunguárás Göngu- og hjólabrýr yfir Elliðaár opnast „Af hverju ertu svona í framan?“ „Algjörlega alveg út í hött“ Umferðin færist inn á íbúðagötur Andar sem eru ekki hér en voru í myndinni þeir sveima og fylgjast með Dugar ekki lengur að dorga og nú þurfi að kasta út neti Vann á öllum deildum leikskólans Segja Rússa heyja stríð við Vesturlönd og síðustu ævidagarnir á Grund „Kópavogsmódelið er ekkert annað en þjónustuskerðing“ Nýsestur á skrifstofunni þegar hann fékk bíl í flasið Starfsmaður á Brákarborg grunaður um kynferðisbrot Fresta framkvæmdum vegna veðurs Sýnist komið að seinni hluta í eldsumbrotum í Sundhnúksgígaröðinni Grunaður um að hafa brotið á fleiri en tíu börnum Varaformannsslagur í Miðflokknum: Öll vinir og „peppuð“ fyrir landsþingi Stöðfirðingum enn ráðlagt að sjóða vatn vegna mengunar Tillögurnar í leikskólamálum séu vonbrigði og uppgjöf Jörð skelfur í Krýsuvík og Þjóðaröryggisráð fundaði í morgun Fólk að bugast þar til hætt var að manna vaktir á föstudögum Snorri etur kappi við Bergþór og Ingibjörgu Hafnaði kæru Sameindar vegna Konukots í Ármúla Sjá meira
Viðar segir að eitthvað hafi verið um verkfallsbrot Viðar Þorsteinsson, framkvæmdastjóri Eflingar, segir að eitthvað hafi verið um verkfallsbrot í dag en félagsmenn Eflingar sem starfa við þrif á hótelum lögðu niður störf klukkan tíu í morgun og stendur verkfallið til miðnættis. 8. mars 2019 17:12
Samstaða og einhugur í hópi verkfallsfólks Mikill hugur var í þernum um tuttugu hótela á höfuðborgarsvæðinu og víðar þegar verkfall um sjöhundruð félagsmanna Eflingar skall á í morgun. 8. mars 2019 18:45
Þerna óttast höfrungahlaup og segir húsnæðiskostnaðinn aðalatriðið Peter, þerna á City Park hotel, segist óttast höfrungahlaup í launahækkunum í kjölfar verkfallsaðgerða Eflingar. 8. mars 2019 11:36