Boða forsvarsmann RFF á fund út af styrkjamáli Sigurður Mikael Jónsson skrifar 20. febrúar 2019 06:00 Arna Schram, sviðsstjóri menningar- og ferðamálasviðs Reykjavíkurborgar. Niðurstaða er komin í athugun menningar- og ferðamálasviðs Reykjavíkurborgar á styrkveitingu til Reykjavíkur Fashion Festival (RFF) sem aldrei fór fram á síðasta ári. Arna Schram sviðsstjóri segir að til standi að funda með Kolfinnu Von Arnardóttur, forsvarsmanni hátíðarinnar, á næstu dögum. Fréttablaðið greindi frá því í síðasta mánuði að menningar-, íþrótta- og tómstundaráð Reykjavíkurborgar gerði athugasemd við úthlutun til RFF upp á eina milljón króna í fyrra þar sem hátíðin hafi ekki farið fram. Til stóð að hátíðin fengi eina og hálfa milljón í ár en ráðið frestaði þeirri úthlutun meðan málið yrði skoðað. Nú er komin niðurstaða en Arna vill ekki upplýsa um afstöðu borginnar áður en hún hefur verið kynnt Kolfinnu. Hún ítrekar þó að almennt séu styrkjareglur borgarinnar skýrar að því leyti að borgin áskilji sér rétt til að krefjast endurgreiðslu hafi styrkþegi ekki staðið við sinn hluta samningsins. Kolfinna Von tjáði sig um málið á Facebook þar sem hún sagði að borginni hefði verið tilkynnt um að hátíðinni hefði verið frestað til vors og að óskað hafi verið eftir því að styrkumsóknir 2018 og 2019 yrðu sameinaðar. Slíkt væri alvanalegt. Arna kannast þó ekki við nein dæmi um slíkt. „Almennt get ég líka sagt að það er alls ekki hægt að ganga að því sem vísu að styrkir séu færðir á milli ára, það hefur verið gert í einstökum undantekningartilvikum, og eftir að sýnt hefur verið fram á, fyrir tiltekin tímamörk, og með sannfærandi hætti að viðburður hafi frestast af óviðráðanlegum orsökum og að hann muni þrátt fyrir það fara fram samkvæmt samningi. Þá þekki ég engin dæmi þess að styrkúthlutanir tveggja ára hafi verið sameinaðar í eina, en hafi slíkt verið gert fyrir mína tíð, þá hefur það verið undantekning á reglunum,“ segir Arna sem verið hefur sviðsstjóri síðan í apríl 2017. Af svörum Örnu að dæma verður að teljast líklegt að forsvarsmenn RFF verði krafðir um endurgreiðslu á styrknum. Birtist í Fréttablaðinu Menning Reykjavík Tengdar fréttir Kolfinna Von segir styrkumsóknir sameinaðar Verð því miður að valda þeim vonbrigðum sem eru að leita að dýrum höfundaréttarvörðum stráum eða pálmatrjám í þessu máli, skrifar Kolfinna. 30. janúar 2019 09:58 Fékk milljón í styrk en hátíðin fór aldrei fram Reykjavík Fashion Festival fékk milljón króna styrk frá borginni í fyrra. Hátíðin fór hins vegar aldrei fram. Vegna þessa hefur menningar-, íþrótta- og tómstundaráð frestað úthlutun sem hátíðin fékk fyrir árið 2019. 30. janúar 2019 06:00 Mest lesið Elduðu úti, óðu yfir vaktstjórann og fylltu matsalinn Innlent Tálbeitan var með einkabílstjóra og gisti á Edition Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Hátt í 400 kynlífsmyndböndum lekið í mögulegu samsæri Erlent „Ásakanir Jóns Gunnarssonar eru rangar“ Innlent Ræddi við Pútín og varaði við stigmögnun Erlent Vill losna við tálma úr vegi sínum Erlent Segir Heimildarmenn hafa njósnað um son hans Innlent „Dapurlegt að stjórnmálafólk loki augunum fyrir stöðunni“ Innlent Allt að tuttugu stiga hiti Veður Fleiri fréttir „Ásakanir Svandísar í minn garð eru lygi frá rótum“ „Ásakanir Jóns Gunnarssonar eru rangar“ Elduðu úti, óðu yfir vaktstjórann og fylltu matsalinn Nauðsynlegt að sameinast um aðgerðir í jafnréttismálum Tálbeita á Edition og vegklæðning flettist af í Öxnadal Bein útsending: Heimsþing kvenleiðtoga Settur forstjóri skipaður forstjóri Sautján sóttu um embætti skrifstofustjóra fjármála Pallborðið: Hvaða lausnir bjóða flokkarnir? Fimm prósent segja innflytjendamálin mikilvægust Verðlaunuð fyrir að berjast gegn slúðri Tveir af fimm telja hvalveiðar veikja stöðu Íslands í alþjóðlegum viðskiptum Ósammála því að skoðanakannanir séu ekki nákvæmar Óvenju margar bilanir í götulýsingu í Kópavogbæ Tálbeitan var með einkabílstjóra og gisti á Edition Segir Heimildarmenn hafa njósnað um son hans Myndaveisla: Grindvíkingar komu saman ári eftir rýmingu Björguðu villtum ferðamönnum í Fljótsdal „Dapurlegt að stjórnmálafólk loki augunum fyrir stöðunni“ „Erfiðir tímar iðulega undanfari betri tíma“ „Ég skildi ekki konuna eina eftir heima í þessum látum“ Þversagnakennt hve lítið sé talað loftslagsmál Sterkar systur á Selfossi keppa á heimsmeistaramóti Nýtt myndefni: Sparkað í blóðmerar á íslenskum sveitabæ Sparkað í blóðmerar og eitt ár frá rýmingu Grindavíkur Í sjálfheldu á eigin svölum Nýtt líkan nýjung á Íslandi: VG og Sósíalistar nái ekki á þing og óvissa um Miðflokk Maðurinn er fundinn Stöðvun megi rekja til klúðurs og skorts á fjármagni Ótryggðir bændur Sjá meira
Niðurstaða er komin í athugun menningar- og ferðamálasviðs Reykjavíkurborgar á styrkveitingu til Reykjavíkur Fashion Festival (RFF) sem aldrei fór fram á síðasta ári. Arna Schram sviðsstjóri segir að til standi að funda með Kolfinnu Von Arnardóttur, forsvarsmanni hátíðarinnar, á næstu dögum. Fréttablaðið greindi frá því í síðasta mánuði að menningar-, íþrótta- og tómstundaráð Reykjavíkurborgar gerði athugasemd við úthlutun til RFF upp á eina milljón króna í fyrra þar sem hátíðin hafi ekki farið fram. Til stóð að hátíðin fengi eina og hálfa milljón í ár en ráðið frestaði þeirri úthlutun meðan málið yrði skoðað. Nú er komin niðurstaða en Arna vill ekki upplýsa um afstöðu borginnar áður en hún hefur verið kynnt Kolfinnu. Hún ítrekar þó að almennt séu styrkjareglur borgarinnar skýrar að því leyti að borgin áskilji sér rétt til að krefjast endurgreiðslu hafi styrkþegi ekki staðið við sinn hluta samningsins. Kolfinna Von tjáði sig um málið á Facebook þar sem hún sagði að borginni hefði verið tilkynnt um að hátíðinni hefði verið frestað til vors og að óskað hafi verið eftir því að styrkumsóknir 2018 og 2019 yrðu sameinaðar. Slíkt væri alvanalegt. Arna kannast þó ekki við nein dæmi um slíkt. „Almennt get ég líka sagt að það er alls ekki hægt að ganga að því sem vísu að styrkir séu færðir á milli ára, það hefur verið gert í einstökum undantekningartilvikum, og eftir að sýnt hefur verið fram á, fyrir tiltekin tímamörk, og með sannfærandi hætti að viðburður hafi frestast af óviðráðanlegum orsökum og að hann muni þrátt fyrir það fara fram samkvæmt samningi. Þá þekki ég engin dæmi þess að styrkúthlutanir tveggja ára hafi verið sameinaðar í eina, en hafi slíkt verið gert fyrir mína tíð, þá hefur það verið undantekning á reglunum,“ segir Arna sem verið hefur sviðsstjóri síðan í apríl 2017. Af svörum Örnu að dæma verður að teljast líklegt að forsvarsmenn RFF verði krafðir um endurgreiðslu á styrknum.
Birtist í Fréttablaðinu Menning Reykjavík Tengdar fréttir Kolfinna Von segir styrkumsóknir sameinaðar Verð því miður að valda þeim vonbrigðum sem eru að leita að dýrum höfundaréttarvörðum stráum eða pálmatrjám í þessu máli, skrifar Kolfinna. 30. janúar 2019 09:58 Fékk milljón í styrk en hátíðin fór aldrei fram Reykjavík Fashion Festival fékk milljón króna styrk frá borginni í fyrra. Hátíðin fór hins vegar aldrei fram. Vegna þessa hefur menningar-, íþrótta- og tómstundaráð frestað úthlutun sem hátíðin fékk fyrir árið 2019. 30. janúar 2019 06:00 Mest lesið Elduðu úti, óðu yfir vaktstjórann og fylltu matsalinn Innlent Tálbeitan var með einkabílstjóra og gisti á Edition Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Hátt í 400 kynlífsmyndböndum lekið í mögulegu samsæri Erlent „Ásakanir Jóns Gunnarssonar eru rangar“ Innlent Ræddi við Pútín og varaði við stigmögnun Erlent Vill losna við tálma úr vegi sínum Erlent Segir Heimildarmenn hafa njósnað um son hans Innlent „Dapurlegt að stjórnmálafólk loki augunum fyrir stöðunni“ Innlent Allt að tuttugu stiga hiti Veður Fleiri fréttir „Ásakanir Svandísar í minn garð eru lygi frá rótum“ „Ásakanir Jóns Gunnarssonar eru rangar“ Elduðu úti, óðu yfir vaktstjórann og fylltu matsalinn Nauðsynlegt að sameinast um aðgerðir í jafnréttismálum Tálbeita á Edition og vegklæðning flettist af í Öxnadal Bein útsending: Heimsþing kvenleiðtoga Settur forstjóri skipaður forstjóri Sautján sóttu um embætti skrifstofustjóra fjármála Pallborðið: Hvaða lausnir bjóða flokkarnir? Fimm prósent segja innflytjendamálin mikilvægust Verðlaunuð fyrir að berjast gegn slúðri Tveir af fimm telja hvalveiðar veikja stöðu Íslands í alþjóðlegum viðskiptum Ósammála því að skoðanakannanir séu ekki nákvæmar Óvenju margar bilanir í götulýsingu í Kópavogbæ Tálbeitan var með einkabílstjóra og gisti á Edition Segir Heimildarmenn hafa njósnað um son hans Myndaveisla: Grindvíkingar komu saman ári eftir rýmingu Björguðu villtum ferðamönnum í Fljótsdal „Dapurlegt að stjórnmálafólk loki augunum fyrir stöðunni“ „Erfiðir tímar iðulega undanfari betri tíma“ „Ég skildi ekki konuna eina eftir heima í þessum látum“ Þversagnakennt hve lítið sé talað loftslagsmál Sterkar systur á Selfossi keppa á heimsmeistaramóti Nýtt myndefni: Sparkað í blóðmerar á íslenskum sveitabæ Sparkað í blóðmerar og eitt ár frá rýmingu Grindavíkur Í sjálfheldu á eigin svölum Nýtt líkan nýjung á Íslandi: VG og Sósíalistar nái ekki á þing og óvissa um Miðflokk Maðurinn er fundinn Stöðvun megi rekja til klúðurs og skorts á fjármagni Ótryggðir bændur Sjá meira
Kolfinna Von segir styrkumsóknir sameinaðar Verð því miður að valda þeim vonbrigðum sem eru að leita að dýrum höfundaréttarvörðum stráum eða pálmatrjám í þessu máli, skrifar Kolfinna. 30. janúar 2019 09:58
Fékk milljón í styrk en hátíðin fór aldrei fram Reykjavík Fashion Festival fékk milljón króna styrk frá borginni í fyrra. Hátíðin fór hins vegar aldrei fram. Vegna þessa hefur menningar-, íþrótta- og tómstundaráð frestað úthlutun sem hátíðin fékk fyrir árið 2019. 30. janúar 2019 06:00