Maritech fjárfestir í Sea Data Center Helgi Vífill Júlíusson skrifar 20. febrúar 2019 07:00 Anna B.Theodórsdóttir hjá SDC og Oddvar Husby hjá Maritech. Norska hugbúnaðarfyrirtækið Maritech hefur keypt um helmings hlut í íslenska sprotafyrirtækinu Sea Data Center. Sea Data Center er alþjóðleg upplýsingaveita fyrir sjávarútveg, þar er til dæmis að finna nýjustu upplýsingar um þróun á mörkuðum, það er þróun hrávöruverðs, útflutningsverð og smásöluverð hjá verslanakeðjum til dæmis í Bretlandi. Þar er líka að finna upplýsingar um veiði og kvótanýtingu auk eigin greiningar og annarra ásamt hlekkjum á sjávarútvegsfréttir. „Samningurinn felur í sér að Maritech, sem er eitt stærsta hugbúnaðarfyrirtækið fyrir sjávarútveg, mun meðal annars selja gögn frá okkur í sínu kerfi. Við stefnum á að viðskiptavinir geti borið eigin gögn saman við markaðsupplýsingar til að bæta ákvarðanatöku. Þetta verður stórt skref inn í framtíðina fyrir sjávarútveg,“ segir Anna Björk Theodórsdóttir, framkvæmdastjóri Sea Data Center, í samtali við Markaðinn. Hún segir að Sea Data Center muni einnig fá aðgang að stærsta teymi forritara í lausnum fyrir sjávarútveg og því munu þróun kerfa fyrirtækisins ganga hraðar fyrir sig. Auk þess hafi Maritech átta manna greiningarteymi sem muni leggja þeim lið. Jafnframt muni Sea Data Center verða umboðsaðili fyrir Maritech á Íslandi. „Þeir hafa áður rekið fyrirtæki hér á landi og eru því komnir aftur á markaðinn,“ segir Anna Björk. Sea Data Center var stofnað fyrir um ári en starfsemin hafði áður verið rekin af greiningardeild ráðgjafarfyrirtækisins Markó Partners. Maritech er með skrifstofur í Noregi, á Spáni, í Kanada og nú á Íslandi. Birtist í Fréttablaðinu Nýsköpun Sjávarútvegur Mest lesið Einkaþotufyrirtæki með skrautlega sögu svipt starfsleyfi vegna öryggismála Viðskipti innlent Andlega uppsögnin: „Þetta er ekki sonur minn sko…“ Atvinnulíf Þrír nýir eigendur bætast í hópinn Viðskipti innlent Loðnumælingar gefa ekki ástæðu til bjartsýni Viðskipti innlent Hildur nýr mannauðsstjóri Distica Viðskipti innlent Segja verðið betra en í Krónunni, Bónus og Costco Neytendur Vatnsbúskapurinn fer batnandi Viðskipti innlent Norska sjóbjörgunarsveitin semur við íslenskt fyrirtæki Viðskipti innlent Innkalla brauð vegna brots úr peru Neytendur Enn deila Musk og Altman Viðskipti erlent Fleiri fréttir Loðnumælingar gefa ekki ástæðu til bjartsýni Þrír nýir eigendur bætast í hópinn Vatnsbúskapurinn fer batnandi Hildur nýr mannauðsstjóri Distica Einkaþotufyrirtæki með skrautlega sögu svipt starfsleyfi vegna öryggismála Norska sjóbjörgunarsveitin semur við íslenskt fyrirtæki Boða til fundar með íbúum Ölfuss um kolefnisförgunarstöð Ari nýr tæknistjóri Fimmti hver leigjandi vildi heldur búa annars staðar Nýtt 68 herbergja hótel byggt á Hvolsvelli Taka jákvætt í kolefnisförgunarstöð í Ölfusi Ölgerðin kaupir Gæðabakstur Segir skipta gríðarlegu máli að fá loðnuvertíð Kaffi Kjós til sölu Skóari skellir í lás á Grettisgötunni Brotið á Jóhannesi en Birkir fer tómhentur frá Strassborg Karen inn fyrir Þórarin Björn Leifsson horfir til Vestmannaeyja Yfirtakan hækkaði gengi krónunnar töluvert Afkoma Arion lengst yfir spám greinenda Þögul sem gröfin um auglýsinguna umdeildu Eftirlitið gefur lítið fyrir yfirlýsingu Styrkáss Erla Ósk ráðin forstöðumaður EMBA náms við HR Fjögur skip hefja leit að loðnu Segir seinkun Hvammsvirkjunar geta þýtt tugmilljarða tekjutap Svigrúm fyrir keppinauta „sem ástunda ekki jafnósvífna verðlagningu“ Hagnaðurinn dregst saman Hrönn stýrir Kríu Skoða að leita réttar síns vegna „óeðlilegra viðskiptahátta“ ríkisins Jónína tekur við af Elísabetu hjá BBA//Fjeldco Sjá meira
Norska hugbúnaðarfyrirtækið Maritech hefur keypt um helmings hlut í íslenska sprotafyrirtækinu Sea Data Center. Sea Data Center er alþjóðleg upplýsingaveita fyrir sjávarútveg, þar er til dæmis að finna nýjustu upplýsingar um þróun á mörkuðum, það er þróun hrávöruverðs, útflutningsverð og smásöluverð hjá verslanakeðjum til dæmis í Bretlandi. Þar er líka að finna upplýsingar um veiði og kvótanýtingu auk eigin greiningar og annarra ásamt hlekkjum á sjávarútvegsfréttir. „Samningurinn felur í sér að Maritech, sem er eitt stærsta hugbúnaðarfyrirtækið fyrir sjávarútveg, mun meðal annars selja gögn frá okkur í sínu kerfi. Við stefnum á að viðskiptavinir geti borið eigin gögn saman við markaðsupplýsingar til að bæta ákvarðanatöku. Þetta verður stórt skref inn í framtíðina fyrir sjávarútveg,“ segir Anna Björk Theodórsdóttir, framkvæmdastjóri Sea Data Center, í samtali við Markaðinn. Hún segir að Sea Data Center muni einnig fá aðgang að stærsta teymi forritara í lausnum fyrir sjávarútveg og því munu þróun kerfa fyrirtækisins ganga hraðar fyrir sig. Auk þess hafi Maritech átta manna greiningarteymi sem muni leggja þeim lið. Jafnframt muni Sea Data Center verða umboðsaðili fyrir Maritech á Íslandi. „Þeir hafa áður rekið fyrirtæki hér á landi og eru því komnir aftur á markaðinn,“ segir Anna Björk. Sea Data Center var stofnað fyrir um ári en starfsemin hafði áður verið rekin af greiningardeild ráðgjafarfyrirtækisins Markó Partners. Maritech er með skrifstofur í Noregi, á Spáni, í Kanada og nú á Íslandi.
Birtist í Fréttablaðinu Nýsköpun Sjávarútvegur Mest lesið Einkaþotufyrirtæki með skrautlega sögu svipt starfsleyfi vegna öryggismála Viðskipti innlent Andlega uppsögnin: „Þetta er ekki sonur minn sko…“ Atvinnulíf Þrír nýir eigendur bætast í hópinn Viðskipti innlent Loðnumælingar gefa ekki ástæðu til bjartsýni Viðskipti innlent Hildur nýr mannauðsstjóri Distica Viðskipti innlent Segja verðið betra en í Krónunni, Bónus og Costco Neytendur Vatnsbúskapurinn fer batnandi Viðskipti innlent Norska sjóbjörgunarsveitin semur við íslenskt fyrirtæki Viðskipti innlent Innkalla brauð vegna brots úr peru Neytendur Enn deila Musk og Altman Viðskipti erlent Fleiri fréttir Loðnumælingar gefa ekki ástæðu til bjartsýni Þrír nýir eigendur bætast í hópinn Vatnsbúskapurinn fer batnandi Hildur nýr mannauðsstjóri Distica Einkaþotufyrirtæki með skrautlega sögu svipt starfsleyfi vegna öryggismála Norska sjóbjörgunarsveitin semur við íslenskt fyrirtæki Boða til fundar með íbúum Ölfuss um kolefnisförgunarstöð Ari nýr tæknistjóri Fimmti hver leigjandi vildi heldur búa annars staðar Nýtt 68 herbergja hótel byggt á Hvolsvelli Taka jákvætt í kolefnisförgunarstöð í Ölfusi Ölgerðin kaupir Gæðabakstur Segir skipta gríðarlegu máli að fá loðnuvertíð Kaffi Kjós til sölu Skóari skellir í lás á Grettisgötunni Brotið á Jóhannesi en Birkir fer tómhentur frá Strassborg Karen inn fyrir Þórarin Björn Leifsson horfir til Vestmannaeyja Yfirtakan hækkaði gengi krónunnar töluvert Afkoma Arion lengst yfir spám greinenda Þögul sem gröfin um auglýsinguna umdeildu Eftirlitið gefur lítið fyrir yfirlýsingu Styrkáss Erla Ósk ráðin forstöðumaður EMBA náms við HR Fjögur skip hefja leit að loðnu Segir seinkun Hvammsvirkjunar geta þýtt tugmilljarða tekjutap Svigrúm fyrir keppinauta „sem ástunda ekki jafnósvífna verðlagningu“ Hagnaðurinn dregst saman Hrönn stýrir Kríu Skoða að leita réttar síns vegna „óeðlilegra viðskiptahátta“ ríkisins Jónína tekur við af Elísabetu hjá BBA//Fjeldco Sjá meira