Laun bankastjóra Íslandsbanka ekki leiðandi að mati stjórnar bankans Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 20. febrúar 2019 10:25 Birna Einarsdóttir, bankastjóri Íslandsbanka. Fréttablaðið/Ernir Stjórn Íslandsbanka lítur svo á að laun Birnu Einarsdóttur, bankastjóra bankans, séu ekki leiðandi í samanburði við forstjóra á Íslandi.Þetta kemur fram í svari stjórnar bankans við bréfi Bankasýslu ríkisins sem sent var bankanum í liðinni viku. Þar var óskað eftir upplýsingum um sjónarmið ráðsins varðandi laun bankastjóra bankans.Samskonar bréf var sent til bankaráðs Landsbankans. Bréfin voru send í tilefni umfjöllunar umlaunhækkanir Lilju Bjarkar Einarsdóttur, bankastjóra Landsbankans.Í tilfelli Íslandsbanka taldi Bankasýslan sig ekki hafa fullnægjandi upplýsingar um launaþróun bankastjóra Íslandsbanka, auk þess sem óskað var eftir afstöðu stjórnarinnar til umræddrar launaþróunar, með tilliti til eigendastefnu ríkisins, þar sem meðal annars koma fram áherslur um „hófsemi í launaákvörðunum hjá fjármálafyrirtækjum í eigu ríkisins.“Í svari stjórnar bankanser bent á að laun Birnu, sem ráðinn var bankastjóri í október 2008 hafi lækkað um 600 þúsund krónur frá árinu 2016, sé tekið tillit til brottfalls samninga um kaupauka. Eftir að íslenska ríkið tók yfir bankann voru kaupaukar lagðir af í Íslandsbanka frá og með 1. janúar 2017.Höfuðstöðvar Íslandsbanka.vísir/vilhelmKemur fram að þann 1. janúar síðastliðinn hafi Birna verið með 4,2 milljónir á mánuði auk 200 þúsund króna í formi hlunninda, samtals 4,4 milljónir á mánuði. Mánaðarlaun bankastjóra Landsbankans eru 3,8 milljónir króna.Starfsárangur Birnu mjög góður að mati stjórnar Í svarinu eru launakjör Birnu rökstudd með tilliti til þess að starfsárangur hennar hafi verið afar góður. Þá sé bankinn „mjög stórt“ fyrirtæki á íslenskan mælikvarða. Alþjóðlega fjármálatímaritið EuroMoney hafi valið Íslandsbanka besta bankann árið 2018, efnahagur bankans sé traustur og rekstur stöðugur á sama tíma og viðskiptavinir hans hafi verið þeir ánægðustu þegar kemur að bankaþjónustu samkvæmt mælingum. Telur stjórnin sig hafa unnið í samræmi við ákvæði starfskjarastefnu bankans en þar er kveðið á um að föst laun og aðrar greiðslur skuli vera samkeppnishæf en ekki leiðandi. Þá segir einnig að stjórnin fari reglulega yfir samanburð á launakjörum bankastjóra við launakjör forstjóra á Íslandi. „Stjórn telur þann samanburð sýna að laun bankastjórans séu ekki leiðandi.“Svar stjórnar Íslandsbanka má lesa hér. Íslenskir bankar Kjaramál Mest lesið Þröng á þingi og þriggja tíma ferð vegna þrjátíu prósenta afsláttar Neytendur Ekki víst að Carbfix-verkefnið verði lagt fyrir bæjarstjórn Viðskipti innlent Nú er hægt að bjóða í fasteignir með smáforriti Viðskipti innlent Hermann í Kemi: „Kom mér mjög á óvart að verða svona ástfanginn“ Atvinnulíf Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Greiðsluáskorun Samstarf Vill að hagkvæmni olíuleitar á Drekasvæðinu verði metin Viðskipti innlent Ráðinn framkvæmdastjóri Dekkjahallarinnar Viðskipti innlent Kærastan grjóthörð með svefntímann kvölds og morgna Atvinnulíf Ráðin til forystustarfa hjá Origo Viðskipti innlent Fleiri fréttir Ekki víst að Carbfix-verkefnið verði lagt fyrir bæjarstjórn Vill að hagkvæmni olíuleitar á Drekasvæðinu verði metin Nú er hægt að bjóða í fasteignir með smáforriti Kaupir Horn III út úr Líflandi Kvarta til Samkeppniseftirlitsins vegna meints ólöglegs samráðs SVEIT Ráðin til forystustarfa hjá Origo Versta kartöfluuppskeran í áratugi Ráðinn framkvæmdastjóri Dekkjahallarinnar Þúsundir íbúða í skammtímaleigu fari í langtímaleigu Niðurstaða um Carbfix í Hafnarfirði á næsta leiti Metfjöldi orðið fyrir gagnagíslatöku Munu flytja í nýja verslunar- og þjónustumiðstöð á Húsavík Spá sömuleiðis 25 punkta lækkun í næstu viku Íslenskir kafbátar vakta neðansjávarinnviði og leita að sprengjum Skel keypti tíu prósenta hlut í Sýn Trump-tollar geti haft óbein áhrif á Íslendinga Þrettán milljarða tap en reksturinn fjármagnaður til 2028 Sigurjón og Birna María til Nóa Siríus Spá því að stýrivextir verði lækkaðir um 25 punkta Lífeyrissjóður verzlunarmanna seldi sig út úr Sýn Sandra nýr fjármálastjóri Coca-Cola á Íslandi Íslenskar auglýsingastofur tróna á toppnum yfir stressaða starfsmenn Hafi talið samningaleiðina besta frá upphafi Skarphéðinn til Sagafilm Viðbúinn hærra vöruverði og færri ferðamönnum vegna tolla Viðskipti upp á hálfan milljarð með bréf í Sýn Líkur á að öldrun þjóðarinnar verði viðráðanlegri hér en annars staðar „Sjóðurinn er gjaldþrota og því falla kröfurnar á ríkið“ Sjálfkjörið í stjórn Símans Heiðrún Lind í stjórn Sýnar Sjá meira
Stjórn Íslandsbanka lítur svo á að laun Birnu Einarsdóttur, bankastjóra bankans, séu ekki leiðandi í samanburði við forstjóra á Íslandi.Þetta kemur fram í svari stjórnar bankans við bréfi Bankasýslu ríkisins sem sent var bankanum í liðinni viku. Þar var óskað eftir upplýsingum um sjónarmið ráðsins varðandi laun bankastjóra bankans.Samskonar bréf var sent til bankaráðs Landsbankans. Bréfin voru send í tilefni umfjöllunar umlaunhækkanir Lilju Bjarkar Einarsdóttur, bankastjóra Landsbankans.Í tilfelli Íslandsbanka taldi Bankasýslan sig ekki hafa fullnægjandi upplýsingar um launaþróun bankastjóra Íslandsbanka, auk þess sem óskað var eftir afstöðu stjórnarinnar til umræddrar launaþróunar, með tilliti til eigendastefnu ríkisins, þar sem meðal annars koma fram áherslur um „hófsemi í launaákvörðunum hjá fjármálafyrirtækjum í eigu ríkisins.“Í svari stjórnar bankanser bent á að laun Birnu, sem ráðinn var bankastjóri í október 2008 hafi lækkað um 600 þúsund krónur frá árinu 2016, sé tekið tillit til brottfalls samninga um kaupauka. Eftir að íslenska ríkið tók yfir bankann voru kaupaukar lagðir af í Íslandsbanka frá og með 1. janúar 2017.Höfuðstöðvar Íslandsbanka.vísir/vilhelmKemur fram að þann 1. janúar síðastliðinn hafi Birna verið með 4,2 milljónir á mánuði auk 200 þúsund króna í formi hlunninda, samtals 4,4 milljónir á mánuði. Mánaðarlaun bankastjóra Landsbankans eru 3,8 milljónir króna.Starfsárangur Birnu mjög góður að mati stjórnar Í svarinu eru launakjör Birnu rökstudd með tilliti til þess að starfsárangur hennar hafi verið afar góður. Þá sé bankinn „mjög stórt“ fyrirtæki á íslenskan mælikvarða. Alþjóðlega fjármálatímaritið EuroMoney hafi valið Íslandsbanka besta bankann árið 2018, efnahagur bankans sé traustur og rekstur stöðugur á sama tíma og viðskiptavinir hans hafi verið þeir ánægðustu þegar kemur að bankaþjónustu samkvæmt mælingum. Telur stjórnin sig hafa unnið í samræmi við ákvæði starfskjarastefnu bankans en þar er kveðið á um að föst laun og aðrar greiðslur skuli vera samkeppnishæf en ekki leiðandi. Þá segir einnig að stjórnin fari reglulega yfir samanburð á launakjörum bankastjóra við launakjör forstjóra á Íslandi. „Stjórn telur þann samanburð sýna að laun bankastjórans séu ekki leiðandi.“Svar stjórnar Íslandsbanka má lesa hér.
Íslenskir bankar Kjaramál Mest lesið Þröng á þingi og þriggja tíma ferð vegna þrjátíu prósenta afsláttar Neytendur Ekki víst að Carbfix-verkefnið verði lagt fyrir bæjarstjórn Viðskipti innlent Nú er hægt að bjóða í fasteignir með smáforriti Viðskipti innlent Hermann í Kemi: „Kom mér mjög á óvart að verða svona ástfanginn“ Atvinnulíf Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Greiðsluáskorun Samstarf Vill að hagkvæmni olíuleitar á Drekasvæðinu verði metin Viðskipti innlent Ráðinn framkvæmdastjóri Dekkjahallarinnar Viðskipti innlent Kærastan grjóthörð með svefntímann kvölds og morgna Atvinnulíf Ráðin til forystustarfa hjá Origo Viðskipti innlent Fleiri fréttir Ekki víst að Carbfix-verkefnið verði lagt fyrir bæjarstjórn Vill að hagkvæmni olíuleitar á Drekasvæðinu verði metin Nú er hægt að bjóða í fasteignir með smáforriti Kaupir Horn III út úr Líflandi Kvarta til Samkeppniseftirlitsins vegna meints ólöglegs samráðs SVEIT Ráðin til forystustarfa hjá Origo Versta kartöfluuppskeran í áratugi Ráðinn framkvæmdastjóri Dekkjahallarinnar Þúsundir íbúða í skammtímaleigu fari í langtímaleigu Niðurstaða um Carbfix í Hafnarfirði á næsta leiti Metfjöldi orðið fyrir gagnagíslatöku Munu flytja í nýja verslunar- og þjónustumiðstöð á Húsavík Spá sömuleiðis 25 punkta lækkun í næstu viku Íslenskir kafbátar vakta neðansjávarinnviði og leita að sprengjum Skel keypti tíu prósenta hlut í Sýn Trump-tollar geti haft óbein áhrif á Íslendinga Þrettán milljarða tap en reksturinn fjármagnaður til 2028 Sigurjón og Birna María til Nóa Siríus Spá því að stýrivextir verði lækkaðir um 25 punkta Lífeyrissjóður verzlunarmanna seldi sig út úr Sýn Sandra nýr fjármálastjóri Coca-Cola á Íslandi Íslenskar auglýsingastofur tróna á toppnum yfir stressaða starfsmenn Hafi talið samningaleiðina besta frá upphafi Skarphéðinn til Sagafilm Viðbúinn hærra vöruverði og færri ferðamönnum vegna tolla Viðskipti upp á hálfan milljarð með bréf í Sýn Líkur á að öldrun þjóðarinnar verði viðráðanlegri hér en annars staðar „Sjóðurinn er gjaldþrota og því falla kröfurnar á ríkið“ Sjálfkjörið í stjórn Símans Heiðrún Lind í stjórn Sýnar Sjá meira