Vegfarendur skilji ekki umferðarmerki um forgang Sighvatur Jónsson skrifar 20. febrúar 2019 22:00 Umferðarmerki sem sýnir hvor akstursstefna á forgang þykir ekki nógu skýrt til notkunar við einbreiðar brýr á Íslandi. Hjá Vegagerðinni er til skoðunar að breyta hönnun merkisins til að taka af allan vafa um hvort fólk á að aka áfram eða bíða. Í drögum að endurskoðun umferðarlaga er settar fram hugmyndir um samræmingu hámarkshraða allra ökutækja. Hörður Gunnarsson, framkvæmdastjóri Olíudreifingar, telur vegakerfið ekki þola þungaflutninga á 90 kílómetra hraða á klukkustund. Hann nefnir lélegar vegaxlir sem dæmi um slæmt ástand vega. „Þessar vegaxlir gefa sig oftar en ekki og við höfum til dæmis lent í nokkrum slysum út af því. Þar ertu að virða allar reglur með tilliti til þungatakmarkana en vegurinn ber bara ekki þann þunga,“ segir Hörður.Auður Þóra Árnadóttir, forstöðumaður umferðardeildar Vegagerðarinnar.Vísir/BaldurAðgreina akreinar með vegriðum Meira en 40% banaslysa á þjóðvegum í dreifbýli verða þegar bílar lenda saman. Þess vegna vill Vegagerðin aðgreina akreinar með vegriðum. „Það er gríðarlega mikilvægt að fara í það þar sem umferðin er mikil því eftir því sem umferð eykst þá aukast líkur á því að bílar úr gagnstæðum áttum rekist saman,“ segir Auður Þóra Árnadóttir, forstöðumaður umferðardeildar Vegagerðarinnar.Beðið með forgangsmerki við brýr Eftir banaslys á brúnni yfir Núpsvötn í lok síðasta árs ákvað Vegagerðin að lækka hámarkshraða við hluta einbreiðra brúa í 50 kílómetra á klukkustund. Miðað er við brýr þar sem umferð er meiri en 300 bílar á dag. Einnig var til skoðunar að merkja að umferð í aðra áttina hefði forgang. „Að vel athugðu máli ákváðum við að gera þetta ekki að sinni því við erum einfaldlega hrædd um að þetta sé ekki alveg nógu skýrt, menn eru ekki alveg með á hreinu hvort þeir eigi réttinn eða ekki og þá getur þetta skapað hættu,“ segir Auður Þóra. Fólk ruglast sem sagt á því hvort rauða örin eða sú svarta merkir forgang. Auður Þóra nefnir sem dæmi að í Nýja Sjálandi hafi rauða örin verið minnkuð til að taka af allan vafa um það að svarta örin gefur til kynna hvor á forgang. Samgöngur Umferðaröryggi Mest lesið Íslendingar handteknir á Spáni með mikið magn fíkniefna Innlent Lalli Johns er látinn Innlent Láta bandarískan gísl lausan Erlent Sker upp herör gegn kínverskum netrisum Innlent Íslenskur morðingi í Bandaríkjunum: „Gerðu það pabbi, ekki gleyma mér“ Innlent Afnám virðisaukaskatts geti skilað björgunarsveitum fúlgum fjár Innlent „Eiga sína síðustu daga í faðmi ástvina undir hamraslætti og múrborum“ Innlent Ein staða fornleifafræðings eftir á Þjóðminjasafninu Innlent Vilja leggja réttarríkið til hliðar Erlent Icelandair hættir rekstri stærstu flugvéla sinna Innlent Fleiri fréttir Íslendingar handteknir á Spáni með mikið magn fíkniefna Lalli Johns er látinn Afnám virðisaukaskatts geti skilað björgunarsveitum fúlgum fjár Ein staða fornleifafræðings eftir á Þjóðminjasafninu Sker upp herör gegn kínverskum netrisum Aðgerðir gegn Temu og Shein, hraðbanki í hættu og þreyttir hlaupagarpar í beinni „Eiga sína síðustu daga í faðmi ástvina undir hamraslætti og múrborum“ Mótorhjólasamtök aðstoða börn sem hafa orðið fyrir ofbeldi Hækka þurfi veiðigjald í skrefum 230 íbúðir í byggingu í Þorlákshöfn Vopnahlé og í beinni frá Basel og Öskjuhlíð Björgunarsveitir vilja undanþágu frá virðisaukaskatti Gasa, veiðigjöld, gagnaleki og kolefni í Sprengisandi Starfsmaður verslunar sleginn Einn fluttur á sjúkrahús vegna reykeitrunar „Vandræðalegt“ að stjórnin hafi ekki mannað eigin þingfund Icelandair hættir rekstri stærstu flugvéla sinna Veittu eftirför í Árbæ Nýtt íslenskt hundaleikfang slær í gegn „Hreint og tært málþóf í sinni skýrustu mynd“ Veiðigjöld, vopnahlé og veðurblíða í bakgarðshlaupi Lengstu fyrstu umræðu í sögu Alþingis lokið Fundu, lögðu hald á og drápu snáka Efnahags- og viðskiptanefnd taki fyrir „tvöföldun á skatti“ Samningurinn nauðsynlegur og ekkert athugavert við hann Samningur saksóknara, þras á Alþingi og bakgarðshlaup í blíðunni Lögreglan á Suðurlandi rannsakar gagnastuldinn Tók málin í eigin hendur og opnar dagforeldravef Skjálfti upp á 3,1 við Herðubreið Sérstakur saksóknari gerði samning við PPP Sjá meira
Umferðarmerki sem sýnir hvor akstursstefna á forgang þykir ekki nógu skýrt til notkunar við einbreiðar brýr á Íslandi. Hjá Vegagerðinni er til skoðunar að breyta hönnun merkisins til að taka af allan vafa um hvort fólk á að aka áfram eða bíða. Í drögum að endurskoðun umferðarlaga er settar fram hugmyndir um samræmingu hámarkshraða allra ökutækja. Hörður Gunnarsson, framkvæmdastjóri Olíudreifingar, telur vegakerfið ekki þola þungaflutninga á 90 kílómetra hraða á klukkustund. Hann nefnir lélegar vegaxlir sem dæmi um slæmt ástand vega. „Þessar vegaxlir gefa sig oftar en ekki og við höfum til dæmis lent í nokkrum slysum út af því. Þar ertu að virða allar reglur með tilliti til þungatakmarkana en vegurinn ber bara ekki þann þunga,“ segir Hörður.Auður Þóra Árnadóttir, forstöðumaður umferðardeildar Vegagerðarinnar.Vísir/BaldurAðgreina akreinar með vegriðum Meira en 40% banaslysa á þjóðvegum í dreifbýli verða þegar bílar lenda saman. Þess vegna vill Vegagerðin aðgreina akreinar með vegriðum. „Það er gríðarlega mikilvægt að fara í það þar sem umferðin er mikil því eftir því sem umferð eykst þá aukast líkur á því að bílar úr gagnstæðum áttum rekist saman,“ segir Auður Þóra Árnadóttir, forstöðumaður umferðardeildar Vegagerðarinnar.Beðið með forgangsmerki við brýr Eftir banaslys á brúnni yfir Núpsvötn í lok síðasta árs ákvað Vegagerðin að lækka hámarkshraða við hluta einbreiðra brúa í 50 kílómetra á klukkustund. Miðað er við brýr þar sem umferð er meiri en 300 bílar á dag. Einnig var til skoðunar að merkja að umferð í aðra áttina hefði forgang. „Að vel athugðu máli ákváðum við að gera þetta ekki að sinni því við erum einfaldlega hrædd um að þetta sé ekki alveg nógu skýrt, menn eru ekki alveg með á hreinu hvort þeir eigi réttinn eða ekki og þá getur þetta skapað hættu,“ segir Auður Þóra. Fólk ruglast sem sagt á því hvort rauða örin eða sú svarta merkir forgang. Auður Þóra nefnir sem dæmi að í Nýja Sjálandi hafi rauða örin verið minnkuð til að taka af allan vafa um það að svarta örin gefur til kynna hvor á forgang.
Samgöngur Umferðaröryggi Mest lesið Íslendingar handteknir á Spáni með mikið magn fíkniefna Innlent Lalli Johns er látinn Innlent Láta bandarískan gísl lausan Erlent Sker upp herör gegn kínverskum netrisum Innlent Íslenskur morðingi í Bandaríkjunum: „Gerðu það pabbi, ekki gleyma mér“ Innlent Afnám virðisaukaskatts geti skilað björgunarsveitum fúlgum fjár Innlent „Eiga sína síðustu daga í faðmi ástvina undir hamraslætti og múrborum“ Innlent Ein staða fornleifafræðings eftir á Þjóðminjasafninu Innlent Vilja leggja réttarríkið til hliðar Erlent Icelandair hættir rekstri stærstu flugvéla sinna Innlent Fleiri fréttir Íslendingar handteknir á Spáni með mikið magn fíkniefna Lalli Johns er látinn Afnám virðisaukaskatts geti skilað björgunarsveitum fúlgum fjár Ein staða fornleifafræðings eftir á Þjóðminjasafninu Sker upp herör gegn kínverskum netrisum Aðgerðir gegn Temu og Shein, hraðbanki í hættu og þreyttir hlaupagarpar í beinni „Eiga sína síðustu daga í faðmi ástvina undir hamraslætti og múrborum“ Mótorhjólasamtök aðstoða börn sem hafa orðið fyrir ofbeldi Hækka þurfi veiðigjald í skrefum 230 íbúðir í byggingu í Þorlákshöfn Vopnahlé og í beinni frá Basel og Öskjuhlíð Björgunarsveitir vilja undanþágu frá virðisaukaskatti Gasa, veiðigjöld, gagnaleki og kolefni í Sprengisandi Starfsmaður verslunar sleginn Einn fluttur á sjúkrahús vegna reykeitrunar „Vandræðalegt“ að stjórnin hafi ekki mannað eigin þingfund Icelandair hættir rekstri stærstu flugvéla sinna Veittu eftirför í Árbæ Nýtt íslenskt hundaleikfang slær í gegn „Hreint og tært málþóf í sinni skýrustu mynd“ Veiðigjöld, vopnahlé og veðurblíða í bakgarðshlaupi Lengstu fyrstu umræðu í sögu Alþingis lokið Fundu, lögðu hald á og drápu snáka Efnahags- og viðskiptanefnd taki fyrir „tvöföldun á skatti“ Samningurinn nauðsynlegur og ekkert athugavert við hann Samningur saksóknara, þras á Alþingi og bakgarðshlaup í blíðunni Lögreglan á Suðurlandi rannsakar gagnastuldinn Tók málin í eigin hendur og opnar dagforeldravef Skjálfti upp á 3,1 við Herðubreið Sérstakur saksóknari gerði samning við PPP Sjá meira