Hækkuðu laun Birnu í tvígang eftir tilmæli um hófsemi Sigurður Mikael Jónsson skrifar 21. febrúar 2019 06:30 Birna Einarsdóttir, bankastjóri Íslandsbanka. Fréttablaðið/Ernir Eftir að fjármála- og efnhagsráðuneytið og Bankasýsla ríkisins höfðu beint þeim tilmælum til stjórnar Íslandsbanka, líkt og annarra fyrirtækja í eigu ríkisins, um að gæta hófs í launahækkunum í janúar 2017 hækkaði stjórnin laun Birnu Einarsdóttur bankastjóra í tvígang. Fram kemur í svari Íslandsbanka við erindi Bankasýslu ríkisins sem birt var í gær að þann 1. janúar 2017 hafi grunnlaun og hlunnindi Birnu numið rétt rúmlega fjórum milljónum á mánuði. Bréf ráðuneytisins barst 6. janúar 2017 í tilefni af yfirvofandi breytingum þar sem ákvörðunarvald launa bankastjórans yrði fært frá kjararáði til stjórnar bankans. Í svari Íslandsbanka má sjá að 1. ágúst 2017 hafa laun og hlunnindi Birnu hækkað í tæpar 4,4 milljónir króna. Önnur hækkun kom síðan 1. janúar 2018 og eru laun og hlunnindi Birnu þá orðin rúmlega 5,1 milljón króna. Hækkun upp á rúma milljón á mánuði eða 27 prósent. Þessi hækkun skýrist að nær öllu leyti af hækkun grunnlauna bankastjórans á tímabilinu. Íslandsbanki hafði greint frá því að eigin frumkvæði á dögunum að bankinn hefði lækkað laun Birnu um rúm 14 prósent að hennar beiðni í nóvember 2018. Áætluð mánaðarlaun Birnu á þessu ári með hlunnindum verða því 4,4 milljónir. Birtist í Fréttablaðinu Íslenskir bankar Kjaramál Mest lesið Landsbankinn lækkar vexti Viðskipti innlent Nammið rýkur áfram upp í verði Neytendur Sýn sendir frá sér afkomuviðvörun Viðskipti innlent Í samkeppni við Noona með Sinna Neytendur Úrelt kerfi: „Jafnvel vitað fyrirfram að ráðningin verði kærð“ Atvinnulíf Rauðu flöggin: Þú vilt ekki vinna fyrir svona stjórnanda Atvinnulíf Verð í Bónus hækkað meira en í Krónunni Neytendur Indó ríður á vaðið Neytendur Flýta sér hægt í leit að dagskrárstjóra Viðskipti innlent Kópavogur sýknaður af milljarðakröfum Viðskipti innlent Fleiri fréttir Landsbankinn lækkar vexti Sýn sendir frá sér afkomuviðvörun Flýta sér hægt í leit að dagskrárstjóra Bein útsending: UTmessan Rauð vaxtaviðvörun í á þriðja ár Kópavogur sýknaður af milljarðakröfum Björgólfur Thor og félagar verða stærstu eigendur Heima Fjárfestar tóku vel í uppgjör Festi Fetar í fótspor Herra hnetusmjörs „Held þeir vilji hafa þetta á Samfylkingarpóstinum“ Öllum skerðingum aflétt Arion tilkynnir um lækkun vaxta Mayoral til Íslands Rafn Heiðar ráðinn veitingastjóri Olís Seldu hugvitið og ríkissjóður stórgræðir Íslandsbanki tilkynnir vaxtabreytingu Stór hópur komist nú í gegnum greiðslumat eftir 50 punkta lækkun Tollastríðið gæti haft gríðarleg áhrif á íslenskan efnahag Skagi skráð sem formlegt nafn samstæðunnar Bein útsending: Rökstyðja ákvörðun peningastefnunefndar Seðlabankinn lækkar vextina um 50 punkta Anna nýr sjóðstjóri hjá SIV eignastýringu Tugmilljarða hagsmunir í húfi Eyrir skuldlaus og með 62 milljarða hlut í JBT Marel Kjarninn farinn úr Heimildinni Frá Sjálfstæðisflokknum til Viðskiptaráðs Gísli Rafn til Rauða krossins Eiga von á um 10 þúsund gestum Fara í steininn ef þeir punga ekki út tveimur milljörðum innan mánaðar Jarðefnaeldsneytisbílar um fimmtungur nýskráðra fólksbíla Sjá meira
Eftir að fjármála- og efnhagsráðuneytið og Bankasýsla ríkisins höfðu beint þeim tilmælum til stjórnar Íslandsbanka, líkt og annarra fyrirtækja í eigu ríkisins, um að gæta hófs í launahækkunum í janúar 2017 hækkaði stjórnin laun Birnu Einarsdóttur bankastjóra í tvígang. Fram kemur í svari Íslandsbanka við erindi Bankasýslu ríkisins sem birt var í gær að þann 1. janúar 2017 hafi grunnlaun og hlunnindi Birnu numið rétt rúmlega fjórum milljónum á mánuði. Bréf ráðuneytisins barst 6. janúar 2017 í tilefni af yfirvofandi breytingum þar sem ákvörðunarvald launa bankastjórans yrði fært frá kjararáði til stjórnar bankans. Í svari Íslandsbanka má sjá að 1. ágúst 2017 hafa laun og hlunnindi Birnu hækkað í tæpar 4,4 milljónir króna. Önnur hækkun kom síðan 1. janúar 2018 og eru laun og hlunnindi Birnu þá orðin rúmlega 5,1 milljón króna. Hækkun upp á rúma milljón á mánuði eða 27 prósent. Þessi hækkun skýrist að nær öllu leyti af hækkun grunnlauna bankastjórans á tímabilinu. Íslandsbanki hafði greint frá því að eigin frumkvæði á dögunum að bankinn hefði lækkað laun Birnu um rúm 14 prósent að hennar beiðni í nóvember 2018. Áætluð mánaðarlaun Birnu á þessu ári með hlunnindum verða því 4,4 milljónir.
Birtist í Fréttablaðinu Íslenskir bankar Kjaramál Mest lesið Landsbankinn lækkar vexti Viðskipti innlent Nammið rýkur áfram upp í verði Neytendur Sýn sendir frá sér afkomuviðvörun Viðskipti innlent Í samkeppni við Noona með Sinna Neytendur Úrelt kerfi: „Jafnvel vitað fyrirfram að ráðningin verði kærð“ Atvinnulíf Rauðu flöggin: Þú vilt ekki vinna fyrir svona stjórnanda Atvinnulíf Verð í Bónus hækkað meira en í Krónunni Neytendur Indó ríður á vaðið Neytendur Flýta sér hægt í leit að dagskrárstjóra Viðskipti innlent Kópavogur sýknaður af milljarðakröfum Viðskipti innlent Fleiri fréttir Landsbankinn lækkar vexti Sýn sendir frá sér afkomuviðvörun Flýta sér hægt í leit að dagskrárstjóra Bein útsending: UTmessan Rauð vaxtaviðvörun í á þriðja ár Kópavogur sýknaður af milljarðakröfum Björgólfur Thor og félagar verða stærstu eigendur Heima Fjárfestar tóku vel í uppgjör Festi Fetar í fótspor Herra hnetusmjörs „Held þeir vilji hafa þetta á Samfylkingarpóstinum“ Öllum skerðingum aflétt Arion tilkynnir um lækkun vaxta Mayoral til Íslands Rafn Heiðar ráðinn veitingastjóri Olís Seldu hugvitið og ríkissjóður stórgræðir Íslandsbanki tilkynnir vaxtabreytingu Stór hópur komist nú í gegnum greiðslumat eftir 50 punkta lækkun Tollastríðið gæti haft gríðarleg áhrif á íslenskan efnahag Skagi skráð sem formlegt nafn samstæðunnar Bein útsending: Rökstyðja ákvörðun peningastefnunefndar Seðlabankinn lækkar vextina um 50 punkta Anna nýr sjóðstjóri hjá SIV eignastýringu Tugmilljarða hagsmunir í húfi Eyrir skuldlaus og með 62 milljarða hlut í JBT Marel Kjarninn farinn úr Heimildinni Frá Sjálfstæðisflokknum til Viðskiptaráðs Gísli Rafn til Rauða krossins Eiga von á um 10 þúsund gestum Fara í steininn ef þeir punga ekki út tveimur milljörðum innan mánaðar Jarðefnaeldsneytisbílar um fimmtungur nýskráðra fólksbíla Sjá meira