Mikil pressa á kaþólsku kirkjunni Þórgnýr Einar Albertsson skrifar 21. febrúar 2019 07:00 Frans páfi kallaði eftir ráðstefnunni . Nordicphotos/AFP Páfagarður Rúmlega hundrað valdamiklir kaþólskir biskupar mæta í Páfagarð í dag til þess að sækja ráðstefnu kirkjunnar um kynferðisofbeldiskrísuna sem kirkjan stríðir enn við. Frans páfi kallaði eftir ráðstefnunni. Hana sækja að auki á annan tug fulltrúa rétttrúnaðarkirkjunnar og tíu fulltrúar trúarregla kvenna innan kaþólsku kirkjunnar. Að því er Massimo Faggioli, sérfræðingur um sögu kirkjunnar, sagði við The Guardian er þetta versta krísan í sögu stofnunarinnar frá því mótmælendur klufu sig frá kirkjunni á sextándu öld. Verið væri að nota krísuna til þess að draga úr vægi og völdum Frans páfa. Samkvæmt BBC markar fundurinn upphaf tilraunar til þess að takast á við „sjúkdóminn sem hefur hrjáð kirkjuna“ frá því á níunda áratugnum að minnsta kosti. Páfinn er sagður þurfa að takast á við ásakanir og starfshætti sem hafi leyft ofbeldismenningu að grassera og það gæti reynst afar erfitt. Þótt þekktustu dæmin um ofbeldi innan kirkjunnar komi trúlega frá Bandaríkjunum, Kanada, Ástralíu og Írlandi er fundurinn einna helst hugsaður með ofbeldi í suðri í huga, að því er jesúítapresturinn Thomas Reese hélt fram í grein á dögunum. Páfi hefur þurft að takast á við risavaxin hneykslismál, meðal annars í Síle, og á meðan kaþólska kirkjan hefur vaxið mikið í Suður-Ameríku er lítið vitað um umfang kynferðisofbeldiskrísunnar á svæðinu, að mati Reese. Presturinn sagðist fullviss um að fundurinn sem hefst á morgun yrði misheppnaður. Í fyrsta lagi væri fundartíminn, fimm dagar, allt of stuttur til að ræða svo flókið og mikilvægt mál, í öðru lagi væru væntingarnar of miklar, í þriðja lagi yrði erfitt fyrir biskupana að komast að samkomulagi sökum mismunandi gilda og menningar, í fjórða lagi væri fundurinn illa undirbúinn og í fimmta og síðasta lagi myndi páfinn ekki skipa undirmönnum sínum að hrinda í framkvæmd einhverri lausn sem hann hefði fundið á málinu þótt þess sé þörf.Umdeilt bréf til páfa Raymond Burke og Walter Brandmüller kardinálar birtu í fyrrinótt opið bréf til páfa um kynferðisofbeldiskrísuna. Leiðarstefið í bréfinu var það að þeim þykir rangt að kenna klíkuskap og valdamisnotkun um krísuna heldur hafi kirkjan vikið of langt frá boðskap Biblíunnar. „Plága samkynhneigðarinnar hefur dreifst um alla kirkjuna. Skipulögð kerfi dreifa úr henni og þöggunarsamsæri stendur vörð um hana. Rætur þessa fyrirbæris má finna í þeirri efnis- og nautnahyggju sem hefur gripið um sig þar sem efast er um sjálft siðferðið,“ skrifuðu kardinálarnir. Þeir gagnrýndu kardinála og biskupa fyrir þögn sína. Spurðu hvort þeir myndu líka þegja um málið á fundinum sem hefst á morgun. Brandmüller hefur áður vakið athygli fyrir að kenna samkynhneigð um kynferðisofbeldiskrísuna. Í viðtali við þýska miðilinn DPA í janúar sagði hann að tölfræðin sýndi fram á að það væru tengsl á milli samkynhneigðar og kynferðisofbeldis. Afar fáir prestar hefðu gerst sekir um kynferðisofbeldi og því væri hræsni að einbeita sér einvörðungu að þessari krísu kirkjunnar. „Það sem hefur gerst innan kirkjunnar er ekkert frábrugðið því sem á sér stað í samfélaginu öllu.“ Birtist í Fréttablaðinu Páfagarður Trúmál Mest lesið „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Innlent Kona sem sagðist vera Madeleine McCann handtekin Erlent Sagði upp eftir tíðindi dagsins og segir fleiri uppsagnarbréf á leiðinni Innlent Festist í fjöru á höfuðborgarsvæðinu Innlent Hamas reiðubúin að láta af stjórn Gaza Erlent Búin að loka fyrir kort ungmenna á veðmálasíðum Innlent Vilja breyta Landsbankanum í samfélagsbanka Innlent Segir ekkert til í ásökunum KÍ um flokkadrætti Innlent Ákvörðun tekin án samráðs við nokkurn nema MS og Bændasamtökin Innlent Búðarhnuplari í efri byggðum reyndist vera eftirlýstur Innlent Fleiri fréttir Hamas reiðubúin að láta af stjórn Gaza Segir Selenskí hugrakkan leiðtoga Kona sem sagðist vera Madeleine McCann handtekin Aftökur á stríðsföngum sagðar kerfisbundnar Þjóðverjar ganga til kosninga um helgina Farnir að safna matvælum vegna fyrirhugaðra tollahækkana Alríkisdómari neitar að stöðva fjöldauppsagnir Afhentu óþekkt lík í stað Shiri Bibas Dómari skaut eiginkonu sína vegna rifrildis Bandaríkjastjórn neitar að kalla Rússa „árásaraðila“ Trump fetar í fótspor Breivik Afhentu lík yngstu gíslanna sem teknir voru frá Ísrael Trump geti „algerlega“ fellt mál niður af pólitískum ástæðum Ætlar í stórfelldan niðurskurð hjá hernum Trump segir Rússa hafa öll spil á hendi Trump titlar sig konung Danir ausa milljörðum í varnarmál Kallar Selenskí einræðisherra og varpar fram lygum Ákærð fyrir að bana barni fyrir hálfri öld Biður Trump-liða um að virða sannleikann Vildi eitra fyrir forsetanum og skjóta forseta hæstaréttar Segja Musk ekki stýra DOGE en neita að nefna yfirmann Grét í faðmi Rihönnu eftir sýknudóminn Virðist kenna Úkraínumönnum um stríðið og stöðu mála Frans páfi með lungnabólgu í báðum lungum Fullyrðir að aðeins Trump hefði getað komið á friðarviðræðum Nítján af 21 útskrifaðir af sjúkrahúsi Setja fúlgur fjár í herinn: Segir ástandið verra en í kalda stríðinu CIA flýgur herdrónum yfir Mexíkó Halda frekari viðræður um „pirrandi atriði“ og samskipti ríkjanna Sjá meira
Páfagarður Rúmlega hundrað valdamiklir kaþólskir biskupar mæta í Páfagarð í dag til þess að sækja ráðstefnu kirkjunnar um kynferðisofbeldiskrísuna sem kirkjan stríðir enn við. Frans páfi kallaði eftir ráðstefnunni. Hana sækja að auki á annan tug fulltrúa rétttrúnaðarkirkjunnar og tíu fulltrúar trúarregla kvenna innan kaþólsku kirkjunnar. Að því er Massimo Faggioli, sérfræðingur um sögu kirkjunnar, sagði við The Guardian er þetta versta krísan í sögu stofnunarinnar frá því mótmælendur klufu sig frá kirkjunni á sextándu öld. Verið væri að nota krísuna til þess að draga úr vægi og völdum Frans páfa. Samkvæmt BBC markar fundurinn upphaf tilraunar til þess að takast á við „sjúkdóminn sem hefur hrjáð kirkjuna“ frá því á níunda áratugnum að minnsta kosti. Páfinn er sagður þurfa að takast á við ásakanir og starfshætti sem hafi leyft ofbeldismenningu að grassera og það gæti reynst afar erfitt. Þótt þekktustu dæmin um ofbeldi innan kirkjunnar komi trúlega frá Bandaríkjunum, Kanada, Ástralíu og Írlandi er fundurinn einna helst hugsaður með ofbeldi í suðri í huga, að því er jesúítapresturinn Thomas Reese hélt fram í grein á dögunum. Páfi hefur þurft að takast á við risavaxin hneykslismál, meðal annars í Síle, og á meðan kaþólska kirkjan hefur vaxið mikið í Suður-Ameríku er lítið vitað um umfang kynferðisofbeldiskrísunnar á svæðinu, að mati Reese. Presturinn sagðist fullviss um að fundurinn sem hefst á morgun yrði misheppnaður. Í fyrsta lagi væri fundartíminn, fimm dagar, allt of stuttur til að ræða svo flókið og mikilvægt mál, í öðru lagi væru væntingarnar of miklar, í þriðja lagi yrði erfitt fyrir biskupana að komast að samkomulagi sökum mismunandi gilda og menningar, í fjórða lagi væri fundurinn illa undirbúinn og í fimmta og síðasta lagi myndi páfinn ekki skipa undirmönnum sínum að hrinda í framkvæmd einhverri lausn sem hann hefði fundið á málinu þótt þess sé þörf.Umdeilt bréf til páfa Raymond Burke og Walter Brandmüller kardinálar birtu í fyrrinótt opið bréf til páfa um kynferðisofbeldiskrísuna. Leiðarstefið í bréfinu var það að þeim þykir rangt að kenna klíkuskap og valdamisnotkun um krísuna heldur hafi kirkjan vikið of langt frá boðskap Biblíunnar. „Plága samkynhneigðarinnar hefur dreifst um alla kirkjuna. Skipulögð kerfi dreifa úr henni og þöggunarsamsæri stendur vörð um hana. Rætur þessa fyrirbæris má finna í þeirri efnis- og nautnahyggju sem hefur gripið um sig þar sem efast er um sjálft siðferðið,“ skrifuðu kardinálarnir. Þeir gagnrýndu kardinála og biskupa fyrir þögn sína. Spurðu hvort þeir myndu líka þegja um málið á fundinum sem hefst á morgun. Brandmüller hefur áður vakið athygli fyrir að kenna samkynhneigð um kynferðisofbeldiskrísuna. Í viðtali við þýska miðilinn DPA í janúar sagði hann að tölfræðin sýndi fram á að það væru tengsl á milli samkynhneigðar og kynferðisofbeldis. Afar fáir prestar hefðu gerst sekir um kynferðisofbeldi og því væri hræsni að einbeita sér einvörðungu að þessari krísu kirkjunnar. „Það sem hefur gerst innan kirkjunnar er ekkert frábrugðið því sem á sér stað í samfélaginu öllu.“
Birtist í Fréttablaðinu Páfagarður Trúmál Mest lesið „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Innlent Kona sem sagðist vera Madeleine McCann handtekin Erlent Sagði upp eftir tíðindi dagsins og segir fleiri uppsagnarbréf á leiðinni Innlent Festist í fjöru á höfuðborgarsvæðinu Innlent Hamas reiðubúin að láta af stjórn Gaza Erlent Búin að loka fyrir kort ungmenna á veðmálasíðum Innlent Vilja breyta Landsbankanum í samfélagsbanka Innlent Segir ekkert til í ásökunum KÍ um flokkadrætti Innlent Ákvörðun tekin án samráðs við nokkurn nema MS og Bændasamtökin Innlent Búðarhnuplari í efri byggðum reyndist vera eftirlýstur Innlent Fleiri fréttir Hamas reiðubúin að láta af stjórn Gaza Segir Selenskí hugrakkan leiðtoga Kona sem sagðist vera Madeleine McCann handtekin Aftökur á stríðsföngum sagðar kerfisbundnar Þjóðverjar ganga til kosninga um helgina Farnir að safna matvælum vegna fyrirhugaðra tollahækkana Alríkisdómari neitar að stöðva fjöldauppsagnir Afhentu óþekkt lík í stað Shiri Bibas Dómari skaut eiginkonu sína vegna rifrildis Bandaríkjastjórn neitar að kalla Rússa „árásaraðila“ Trump fetar í fótspor Breivik Afhentu lík yngstu gíslanna sem teknir voru frá Ísrael Trump geti „algerlega“ fellt mál niður af pólitískum ástæðum Ætlar í stórfelldan niðurskurð hjá hernum Trump segir Rússa hafa öll spil á hendi Trump titlar sig konung Danir ausa milljörðum í varnarmál Kallar Selenskí einræðisherra og varpar fram lygum Ákærð fyrir að bana barni fyrir hálfri öld Biður Trump-liða um að virða sannleikann Vildi eitra fyrir forsetanum og skjóta forseta hæstaréttar Segja Musk ekki stýra DOGE en neita að nefna yfirmann Grét í faðmi Rihönnu eftir sýknudóminn Virðist kenna Úkraínumönnum um stríðið og stöðu mála Frans páfi með lungnabólgu í báðum lungum Fullyrðir að aðeins Trump hefði getað komið á friðarviðræðum Nítján af 21 útskrifaðir af sjúkrahúsi Setja fúlgur fjár í herinn: Segir ástandið verra en í kalda stríðinu CIA flýgur herdrónum yfir Mexíkó Halda frekari viðræður um „pirrandi atriði“ og samskipti ríkjanna Sjá meira