Körfubolti

Dýrara að sjá Zion spila körfubolta en Conor að berjast við Khabib

Henry Birgir Gunnarsson skrifar
Hinn 18 ára gamli Zion Williamson er þegar orðin ofurstjarna í Bandaríkjunum.
Hinn 18 ára gamli Zion Williamson er þegar orðin ofurstjarna í Bandaríkjunum. vísir/getty
Áhuginn á leik Duke og North Carolina síðustu nótt var ótrúlegur og aldrei hefur verið jafn dýrt á leik í háskólakörfunni áður.

Ódýrustu miðarnir kostuðu 320 þúsund krónur sem er það næstdýrasta sem hefur sést í Bandaríkjunum lengi. Dýrustu miðarnir voru á Super Bowl þar sem kostaði 518 þúsund að komast inn á völlinn.





Til samanburðar má nefna að ódýrustu miðarnir á Stjörnuleik NBA-deildarinnar um síðustu helgi kostuðu 195 þúsund krónur.

Það var ekki auðvelt að komast á UFC-bardaga Conor McGregor og Khabib Nurmagomedov á síðasta ári en ódýrasti miðinn þar inn var mun ódýrari en á háskólaleikinn í nótt. Nánar tiltekið kostaði hann 123 þúsund krónur.


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×