Pepsi-deildin verður Pepsi Max-deildin Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 21. febrúar 2019 10:45 Andri Þór Guðmundsson, Stefán Sigurðsson og Guðni Bergsson skála fyrir nýja samningnum og að sjálfsögðu með Pepsi Max. Vísir/Valtýr Efstu deildir karla og kvenna á Íslandsmótinu í knattspyrnu breyta um nafn og verða PepsiMax-deildirnar næstu þrjú árin. Sýn hf., fyrir hönd Stöðvar 2 Sport, og Ölgerðin Egill Skallagrímsson hafa samið um nafnarétt efstu deilda Íslandsmóts karla og kvenna í knattspyrnu til næstu þriggja ára. Pepsi mun áfram vinna með knattspyrnumönnum á Íslandi, ellefta árið í röð, og mun deildin nú heita PepsiMax-deildin næstu þrjú árin. „Okkur þykir eiga betur við að tengja fótboltann við sykurlausan valmöguleika,“ segir forstjóri Ölgerðarinnar, Andri Þór Guðmundsson. Stefán Sigurðsson, forstjóri Sýnar, segir samstarf Stöðvar 2 Sport og Ölgerðarinnar með Pepsi-deildina hafa verið afar farsælt undanfarin ár og því sé sérstaklega ánægjulegt að samningur hafi náðst um framhald þess næstu þrjú árin. „Við erum afar spennt fyrir komandi leiktíð. Liðin hafa verið að styrkja sig og allt stefnir í kraftmikla og spennandi leiki. Við sýnum alls um 70 leiki í þráðbeinni útsendingu á sportstöðvum Stöðvar 2“, segir Stefán. Andri Þór Guðmundsson, forstjóri Ölgerðarinnar, tekur undir að samstarfið síðastliðin áratug hafi verið einkar farsælt. „Við erum afar stolt og ánægð með að Ölgerðin tengist áfram stærsta íþróttamóti landsins með jafn afgerandi hætti. Nafnabreytingin úr Pepsideildin í PepsiMaxdeildin er tilkomin vegna áherslubreytinga í markaðsstarfi hjá okkur og sívaxandi vinsælda Pepsi Max”.Styrktaraðilar efstu deildar síðustu árSamvinnuferðar-Landsýn mótið, SL-mótið (1987-88) Hörpudeildin (1989-1991) Samskipadeild (1992)Getraunadeild (1993)Trópídeild (1994)Sjóvá-Almennra deild (1995-1997)Landssímadeild (1998-2000)Símadeild (2001-2002)Landsbankadeild (2003-2008)Pepsideild (2009-2018)PepsiMax-deild (2019-2021) Ölgerðin og PepsiCo. vinna saman að þessu samstarfi en þess má geta að það er ekki bara á Íslandi sem PepsiCo. hefur beina aðkomu að knattspyrnu því PepsiCo. er einn stærsti styrktaraðili UEFA og Meistaradeildar Evrópu, eins stærsta knattspyrnumóts sem haldið er í heiminum. „Við erum að sjálfsögðu að gera okkar vörumerki áberandi en við erum líka að styðja við bakið á íslenska boltanum. Þetta er hluti af okkar samfélagsábyrgð. Við viljum að boltanum sé búinn góð umgjörð og það er líka mikilvægt að hjálpa til við að skapa flottar fyrirmyndir í boltanum og ýta þannig undir áhuga unga fólksins”, segir Andri Þór. Guðni Bergsson formaður KSÍ lýsti yfir ánægju með samninginn. „Það eru spennandi tímar fram undan í íslenskri knattspyrnu og við hlökkum mikið til áframhaldandi samspils KSÍ, félaganna í deildinni, Ölgerðarinnar og Sýnar. Saman myndum við sterka liðsheild sem mun gera góða hluti.“ Haraldur Haraldsson, formaður ÍTF, hagsmunasamtaka félaga í efstu deildum segir að það sé virkilega jákvætt að þessi samningur sé í höfn. „Ég vænti mikils af áframhaldandi samstarfi félaganna og KSÍ við Ölgerðina og Stöð 2 Sport. Það verður spennandi að sjá hvernig Pepsi Max deildin fer af stað.“Vísir er í eigu Sýnar hf. Pepsi Max-deild karla Pepsi Max-deild kvenna Mest lesið „Ætla ekki að segja hvað gerðist í þriðja hring“ Sport Guðjón Ingi fagnaði í nótt á nýju brautarmeti Sport Reyna allt til að stöðva að UEFA setji Ísrael í bann Fótbolti Guðmundur rekinn frá Fredericia Handbolti Haaland sýndi morðhótun eftir að hafa náð Solskjær Enski boltinn „Ömurleg frammistaða hjá gæjunum í gulu búningunum“ Íslenski boltinn Braut lítt notaða reglu: „Þetta er mjög áhugavert“ Enski boltinn Markatalan 10-1 eftir að Lárus Orri fann liðið sitt Íslenski boltinn Segir Man. City hafa verið beitt ósanngirni fyrir stórleikinn Enski boltinn Sjáðu vítadóminn í Víkinni og öll mörk gærdagsins Íslenski boltinn Fleiri fréttir Markatalan 10-1 eftir að Lárus Orri fann liðið sitt Sjáðu vítadóminn í Víkinni og öll mörk gærdagsins „Stefnan sett á topp fjallsins og við reynum að klífa þangað“ „Ömurleg frammistaða hjá gæjunum í gulu búningunum“ „Verðum að passa okkur að fara ekki í fórnarlambsgír“ Uppgjörið: KA - KR 4-2 | Akureyringar sendu Vesturbæinga í fallsæti Uppgjörið: Stjarnan - FH 0-0 | Tíðindalítið jafntefli í Garðabæ Uppgjörið: Víkingur - Fram 2-1 | Gylfi tryggði sigur sem styrkir stöðuna „Heldur þessi veisla ekki bara áfram?“ „Ótrúlega súrt að upplifa það að dómarinn hafi slík áhrif“ Uppgjörið: Þróttur - HK 2-3 | Mæta Keflavík í úrslitum eftir markaveislu Uppgjörið: ÍBV - Afturelding 1-1 | Bæði mörkin skoruð beint úr aukaspyrnu Uppgjörið: Njarðvík - Keflavík 0-3 | Keflvíkingar á leið í úrslitaleikinn Sjáðu Berglindi Björgu verða markahæsta ásamt öllum hinum mörkum dagsins „Menn hafa gefið sig 110 prósent í verkefnið“ Uppgjörið: Fram - Valur 1-0 | Lífnauðsynlegur sigur Ólsarar á Laugardalsvöll Uppgjörið: Víkingur - FHL 4-0 | Gulltryggðu sig inn í efri hlutann með stórsigri Uppgjörið: Breiðablik - Þór/KA 9-2 | Berglind Björg óstöðvandi í stórsigri Blika Uppgjörið: Vestri - ÍA 0-4 | Skagamenn skoruðu mörkin og lyftu sér úr fallsæti Uppgjörið: Þróttur - Stjarnan 4-2 | Klárar í einvígi við FH Uppgjörið: Tindastóll - FH 0-4 | Öruggur sigur gestanna Fékk viljandi rautt og gæti misst af úrslitaleiknum „Maður spyr sig hvar maður á heppnina inni“ „Svekkjandi að við gefum þeim fjögur mörk“ „Sex til sjö leikmenn haltrandi inni á vellinum“ Uppgjörið: HK - Þróttur 4-3 | HK fer með eins marks forskot í senini leikinn eftir rússibanareið John Andrews tekur við KR Uppgjörið: Keflavík - Njarðvík 1-2 | Njarðvík leiðir Suðurnesjaslaginn en missir Oumar Diouck í leikbann Ágúst hættir hjá Leikni Sjá meira
Efstu deildir karla og kvenna á Íslandsmótinu í knattspyrnu breyta um nafn og verða PepsiMax-deildirnar næstu þrjú árin. Sýn hf., fyrir hönd Stöðvar 2 Sport, og Ölgerðin Egill Skallagrímsson hafa samið um nafnarétt efstu deilda Íslandsmóts karla og kvenna í knattspyrnu til næstu þriggja ára. Pepsi mun áfram vinna með knattspyrnumönnum á Íslandi, ellefta árið í röð, og mun deildin nú heita PepsiMax-deildin næstu þrjú árin. „Okkur þykir eiga betur við að tengja fótboltann við sykurlausan valmöguleika,“ segir forstjóri Ölgerðarinnar, Andri Þór Guðmundsson. Stefán Sigurðsson, forstjóri Sýnar, segir samstarf Stöðvar 2 Sport og Ölgerðarinnar með Pepsi-deildina hafa verið afar farsælt undanfarin ár og því sé sérstaklega ánægjulegt að samningur hafi náðst um framhald þess næstu þrjú árin. „Við erum afar spennt fyrir komandi leiktíð. Liðin hafa verið að styrkja sig og allt stefnir í kraftmikla og spennandi leiki. Við sýnum alls um 70 leiki í þráðbeinni útsendingu á sportstöðvum Stöðvar 2“, segir Stefán. Andri Þór Guðmundsson, forstjóri Ölgerðarinnar, tekur undir að samstarfið síðastliðin áratug hafi verið einkar farsælt. „Við erum afar stolt og ánægð með að Ölgerðin tengist áfram stærsta íþróttamóti landsins með jafn afgerandi hætti. Nafnabreytingin úr Pepsideildin í PepsiMaxdeildin er tilkomin vegna áherslubreytinga í markaðsstarfi hjá okkur og sívaxandi vinsælda Pepsi Max”.Styrktaraðilar efstu deildar síðustu árSamvinnuferðar-Landsýn mótið, SL-mótið (1987-88) Hörpudeildin (1989-1991) Samskipadeild (1992)Getraunadeild (1993)Trópídeild (1994)Sjóvá-Almennra deild (1995-1997)Landssímadeild (1998-2000)Símadeild (2001-2002)Landsbankadeild (2003-2008)Pepsideild (2009-2018)PepsiMax-deild (2019-2021) Ölgerðin og PepsiCo. vinna saman að þessu samstarfi en þess má geta að það er ekki bara á Íslandi sem PepsiCo. hefur beina aðkomu að knattspyrnu því PepsiCo. er einn stærsti styrktaraðili UEFA og Meistaradeildar Evrópu, eins stærsta knattspyrnumóts sem haldið er í heiminum. „Við erum að sjálfsögðu að gera okkar vörumerki áberandi en við erum líka að styðja við bakið á íslenska boltanum. Þetta er hluti af okkar samfélagsábyrgð. Við viljum að boltanum sé búinn góð umgjörð og það er líka mikilvægt að hjálpa til við að skapa flottar fyrirmyndir í boltanum og ýta þannig undir áhuga unga fólksins”, segir Andri Þór. Guðni Bergsson formaður KSÍ lýsti yfir ánægju með samninginn. „Það eru spennandi tímar fram undan í íslenskri knattspyrnu og við hlökkum mikið til áframhaldandi samspils KSÍ, félaganna í deildinni, Ölgerðarinnar og Sýnar. Saman myndum við sterka liðsheild sem mun gera góða hluti.“ Haraldur Haraldsson, formaður ÍTF, hagsmunasamtaka félaga í efstu deildum segir að það sé virkilega jákvætt að þessi samningur sé í höfn. „Ég vænti mikils af áframhaldandi samstarfi félaganna og KSÍ við Ölgerðina og Stöð 2 Sport. Það verður spennandi að sjá hvernig Pepsi Max deildin fer af stað.“Vísir er í eigu Sýnar hf.
Pepsi Max-deild karla Pepsi Max-deild kvenna Mest lesið „Ætla ekki að segja hvað gerðist í þriðja hring“ Sport Guðjón Ingi fagnaði í nótt á nýju brautarmeti Sport Reyna allt til að stöðva að UEFA setji Ísrael í bann Fótbolti Guðmundur rekinn frá Fredericia Handbolti Haaland sýndi morðhótun eftir að hafa náð Solskjær Enski boltinn „Ömurleg frammistaða hjá gæjunum í gulu búningunum“ Íslenski boltinn Braut lítt notaða reglu: „Þetta er mjög áhugavert“ Enski boltinn Markatalan 10-1 eftir að Lárus Orri fann liðið sitt Íslenski boltinn Segir Man. City hafa verið beitt ósanngirni fyrir stórleikinn Enski boltinn Sjáðu vítadóminn í Víkinni og öll mörk gærdagsins Íslenski boltinn Fleiri fréttir Markatalan 10-1 eftir að Lárus Orri fann liðið sitt Sjáðu vítadóminn í Víkinni og öll mörk gærdagsins „Stefnan sett á topp fjallsins og við reynum að klífa þangað“ „Ömurleg frammistaða hjá gæjunum í gulu búningunum“ „Verðum að passa okkur að fara ekki í fórnarlambsgír“ Uppgjörið: KA - KR 4-2 | Akureyringar sendu Vesturbæinga í fallsæti Uppgjörið: Stjarnan - FH 0-0 | Tíðindalítið jafntefli í Garðabæ Uppgjörið: Víkingur - Fram 2-1 | Gylfi tryggði sigur sem styrkir stöðuna „Heldur þessi veisla ekki bara áfram?“ „Ótrúlega súrt að upplifa það að dómarinn hafi slík áhrif“ Uppgjörið: Þróttur - HK 2-3 | Mæta Keflavík í úrslitum eftir markaveislu Uppgjörið: ÍBV - Afturelding 1-1 | Bæði mörkin skoruð beint úr aukaspyrnu Uppgjörið: Njarðvík - Keflavík 0-3 | Keflvíkingar á leið í úrslitaleikinn Sjáðu Berglindi Björgu verða markahæsta ásamt öllum hinum mörkum dagsins „Menn hafa gefið sig 110 prósent í verkefnið“ Uppgjörið: Fram - Valur 1-0 | Lífnauðsynlegur sigur Ólsarar á Laugardalsvöll Uppgjörið: Víkingur - FHL 4-0 | Gulltryggðu sig inn í efri hlutann með stórsigri Uppgjörið: Breiðablik - Þór/KA 9-2 | Berglind Björg óstöðvandi í stórsigri Blika Uppgjörið: Vestri - ÍA 0-4 | Skagamenn skoruðu mörkin og lyftu sér úr fallsæti Uppgjörið: Þróttur - Stjarnan 4-2 | Klárar í einvígi við FH Uppgjörið: Tindastóll - FH 0-4 | Öruggur sigur gestanna Fékk viljandi rautt og gæti misst af úrslitaleiknum „Maður spyr sig hvar maður á heppnina inni“ „Svekkjandi að við gefum þeim fjögur mörk“ „Sex til sjö leikmenn haltrandi inni á vellinum“ Uppgjörið: HK - Þróttur 4-3 | HK fer með eins marks forskot í senini leikinn eftir rússibanareið John Andrews tekur við KR Uppgjörið: Keflavík - Njarðvík 1-2 | Njarðvík leiðir Suðurnesjaslaginn en missir Oumar Diouck í leikbann Ágúst hættir hjá Leikni Sjá meira
Uppgjörið: Keflavík - Njarðvík 1-2 | Njarðvík leiðir Suðurnesjaslaginn en missir Oumar Diouck í leikbann