Jón Baldvin kærir „slúðurbera í fjölmiðlum“ Kristín Ólafsdóttir skrifar 21. febrúar 2019 10:06 Jóns Baldvin Hannibalsson. Vísir/Vilhelm Jón Baldvin Hannibalsson, fyrrverandi ráðherra og sendiherra, hefur kært „slúðurbera í fjölmiðlum“ fyrir „tilhæfulausar sakargiftir, ranghermi og gróf meiðyrði“. Þetta kemur fram í neðanmálsgrein við aðsenda grein eftir hann sem birtist í Morgunblaðinu í morgun. Jón Baldvin hefur verið borinn þungum sökum um kynferðislega áreitni og ofbeldi síðustu misseri. Í janúar var sett á laggirnar bloggsíða með yfir 20 nafnlausum sögum kvenna af meintu kynferðisofbeldi Jóns Baldvins. Sögurnar eru fengnar úr sérstökum #MeToo-hóp um Jón Baldvin á Facebook. Ætla má að áðurnefndir „slúðurberar“ sem Jón Baldvin hefur kært séu úr hópi þessara kvenna. Í grein sinni segist Jón Baldvin hafa eytt kvöldstund í að renna yfir sögurnar um sig í hópnum, sem hann kallar „stuðningshóp“ dóttur sinnar, Aldísar Schram. Sögurnar hafi hann skoðað vegna væntanlegra málaferla. Þá segir Jón Baldvin í greininni að Aldís sé höfundur kvikmyndahandrits sem hann fékk í hendurnar árið 2006. Söguþráður handritsins, sem fjallaði um „hrokafullan valdamann sem misbeitti valdi sínu til að níðast á saklausum fórnarlömbum“, sé sá sami og í sögum #MeToo-kvennanna. „Er þetta allt saman hrein tilviljun? Eða eru allar þessar sögur spunnar í sömu leiksmiðjunni?“ spyr Jón Baldvin. MeToo Mál Jóns Baldvins Hannibalssonar Tengdar fréttir Aldís kærir Hörð Jóhannesson lögreglumann Telur hann hafa brotið margvíslega ákvæði lögreglu- og hegningarlaga. 13. febrúar 2019 10:07 Jón Baldvin og Bryndís hóta því að stefna RÚV Þetta kemur fram í aðsendri grein Jóns Baldvins og Bryndísar sem birtist í Morgunblaðinu í dag. 13. febrúar 2019 07:52 Segir varnir Jóns fyrirsjáanlegar 6. febrúar 2019 06:45 Mest lesið Lögreglan í Ósló beitti mótmælendur táragasi Erlent Smáskjálftahrina minni á atburði fyrir eldgos Innlent Hekla Aurora kveður með útsýnisflugi frá Reykjavík Innlent Kínverskir bílar gætu verið notaðir til njósna Innlent Sendir Svein Andra í mál við ríkið Innlent Valtýr furðar sig á óhróðri, níði og aðdróttunum systkina Innlent Kourani fluttur á Klepp Innlent „Pólitík hjá ríkisstofnun sem á bara að vinna fyrir borgarana“ Innlent Fagnar miklum fjölda áskorana og liggur undir feldi Innlent Ætlaði ekki að trúa því að sonurinn hefði sjálfur staðið upp úr bílnum Innlent Fleiri fréttir Smáskjálftahrina minni á atburði fyrir eldgos Hekla Aurora kveður með útsýnisflugi frá Reykjavík Barneignir og sauðfjárrækt á sviðinu í Aratungu Kínverskir bílar gætu verið notaðir til njósna „Pólitík hjá ríkisstofnun sem á bara að vinna fyrir borgarana“ Mætti með hníf í sund og var vísað út Biden í geislameðferð við krabbameini Fann fyrir ákalli um ferska forystu Frambjóðendum fækkar og kínverskir bílar njósna um Norðurlandabúa Sendir Svein Andra í mál við ríkið Bergþór dregur framboðið til baka „Þetta er pólitísk vakning“ Fagnar miklum fjölda áskorana og liggur undir feldi Segir tölur um ungloðnu gríðarlega jákvæðar Bein útsending: Landsþing Miðflokksins Glæsileg Regnbogahátíð í Vík alla helgina Endurkjörinn formaður Starfsgreinasambandsins Gíslar á heimleið og gleðifréttir af loðnunni Valtýr furðar sig á óhróðri, níði og aðdróttunum systkina Gögn sem fyrst voru ekki til brunnu síðar Magga Stína komin til Amsterdam Tapsárir unglingar lofuðu að lækka Tveir þriðju vilja að Ísland dragi sig úr Eurovision Halla og Þorbjörg á leið til Kína Hvattir til að leggja tímanlega af stað Beygjuvasarnir stórhættulegir Kourani fluttur á Klepp Fékk sýn og vakti heimsathygli Vísað út af bókasafni fyrir að drekka inni á salerni Enginn njósni um barnaafmæli borgarinnar Sjá meira
Jón Baldvin Hannibalsson, fyrrverandi ráðherra og sendiherra, hefur kært „slúðurbera í fjölmiðlum“ fyrir „tilhæfulausar sakargiftir, ranghermi og gróf meiðyrði“. Þetta kemur fram í neðanmálsgrein við aðsenda grein eftir hann sem birtist í Morgunblaðinu í morgun. Jón Baldvin hefur verið borinn þungum sökum um kynferðislega áreitni og ofbeldi síðustu misseri. Í janúar var sett á laggirnar bloggsíða með yfir 20 nafnlausum sögum kvenna af meintu kynferðisofbeldi Jóns Baldvins. Sögurnar eru fengnar úr sérstökum #MeToo-hóp um Jón Baldvin á Facebook. Ætla má að áðurnefndir „slúðurberar“ sem Jón Baldvin hefur kært séu úr hópi þessara kvenna. Í grein sinni segist Jón Baldvin hafa eytt kvöldstund í að renna yfir sögurnar um sig í hópnum, sem hann kallar „stuðningshóp“ dóttur sinnar, Aldísar Schram. Sögurnar hafi hann skoðað vegna væntanlegra málaferla. Þá segir Jón Baldvin í greininni að Aldís sé höfundur kvikmyndahandrits sem hann fékk í hendurnar árið 2006. Söguþráður handritsins, sem fjallaði um „hrokafullan valdamann sem misbeitti valdi sínu til að níðast á saklausum fórnarlömbum“, sé sá sami og í sögum #MeToo-kvennanna. „Er þetta allt saman hrein tilviljun? Eða eru allar þessar sögur spunnar í sömu leiksmiðjunni?“ spyr Jón Baldvin.
MeToo Mál Jóns Baldvins Hannibalssonar Tengdar fréttir Aldís kærir Hörð Jóhannesson lögreglumann Telur hann hafa brotið margvíslega ákvæði lögreglu- og hegningarlaga. 13. febrúar 2019 10:07 Jón Baldvin og Bryndís hóta því að stefna RÚV Þetta kemur fram í aðsendri grein Jóns Baldvins og Bryndísar sem birtist í Morgunblaðinu í dag. 13. febrúar 2019 07:52 Segir varnir Jóns fyrirsjáanlegar 6. febrúar 2019 06:45 Mest lesið Lögreglan í Ósló beitti mótmælendur táragasi Erlent Smáskjálftahrina minni á atburði fyrir eldgos Innlent Hekla Aurora kveður með útsýnisflugi frá Reykjavík Innlent Kínverskir bílar gætu verið notaðir til njósna Innlent Sendir Svein Andra í mál við ríkið Innlent Valtýr furðar sig á óhróðri, níði og aðdróttunum systkina Innlent Kourani fluttur á Klepp Innlent „Pólitík hjá ríkisstofnun sem á bara að vinna fyrir borgarana“ Innlent Fagnar miklum fjölda áskorana og liggur undir feldi Innlent Ætlaði ekki að trúa því að sonurinn hefði sjálfur staðið upp úr bílnum Innlent Fleiri fréttir Smáskjálftahrina minni á atburði fyrir eldgos Hekla Aurora kveður með útsýnisflugi frá Reykjavík Barneignir og sauðfjárrækt á sviðinu í Aratungu Kínverskir bílar gætu verið notaðir til njósna „Pólitík hjá ríkisstofnun sem á bara að vinna fyrir borgarana“ Mætti með hníf í sund og var vísað út Biden í geislameðferð við krabbameini Fann fyrir ákalli um ferska forystu Frambjóðendum fækkar og kínverskir bílar njósna um Norðurlandabúa Sendir Svein Andra í mál við ríkið Bergþór dregur framboðið til baka „Þetta er pólitísk vakning“ Fagnar miklum fjölda áskorana og liggur undir feldi Segir tölur um ungloðnu gríðarlega jákvæðar Bein útsending: Landsþing Miðflokksins Glæsileg Regnbogahátíð í Vík alla helgina Endurkjörinn formaður Starfsgreinasambandsins Gíslar á heimleið og gleðifréttir af loðnunni Valtýr furðar sig á óhróðri, níði og aðdróttunum systkina Gögn sem fyrst voru ekki til brunnu síðar Magga Stína komin til Amsterdam Tapsárir unglingar lofuðu að lækka Tveir þriðju vilja að Ísland dragi sig úr Eurovision Halla og Þorbjörg á leið til Kína Hvattir til að leggja tímanlega af stað Beygjuvasarnir stórhættulegir Kourani fluttur á Klepp Fékk sýn og vakti heimsathygli Vísað út af bókasafni fyrir að drekka inni á salerni Enginn njósni um barnaafmæli borgarinnar Sjá meira
Aldís kærir Hörð Jóhannesson lögreglumann Telur hann hafa brotið margvíslega ákvæði lögreglu- og hegningarlaga. 13. febrúar 2019 10:07
Jón Baldvin og Bryndís hóta því að stefna RÚV Þetta kemur fram í aðsendri grein Jóns Baldvins og Bryndísar sem birtist í Morgunblaðinu í dag. 13. febrúar 2019 07:52