Þorsteinn var tölvufíkill starfandi í BT: „Jafn slæmt og alki sem fær vinnu í ÁTVR“ Stefán Árni Pálsson skrifar 21. febrúar 2019 15:30 Þorsteinn á fjögur börn í dag og starfar sem menntaskólakennari. „Þrjátíu og þriggja ára bjó ég hjá mömmu minni, var í mikilli yfirvigt, átti ekkert nema skuldir og hékk í tölvunni öllum stundum enda var ég tölvufíkill,“ segir Þorsteinn Kristjáns Jóhannsson sem ákvað á þessum punkti að taka sig á. Hann var gestur í þættinum Ísland í dag á þriðjudagskvöldið. Það gekk vel en nokkrum árum seinna var hann kominn með háskólagráðu, orðinn stærðfræðikennari í menntaskóla, giftur tveggja barna faðir. Þorsteinn sagði sögu sína í þættinum Íslandi í dag í gærkvöldi. „Ég hélt alltaf að ég væri bara áhugamaður þegar kom að tölvuleikjum og var hæstánægður þegar ég fékk vinnu í BT. Ég fékk að prófa alla tölvuleikina og segja álit mitt á þeim. En það var auðvitað jafn slæmt og alki sem fær vinnu í ÁTVR við að prófa allar tegundirnar. Ég var auðvitað bara fíkill,“ segir Þorsteinn. Hann segir tölvufíkn vera alvarlegan sjúkdóm en segir aldrei of seint að snúa blaðinu við, sama hversu gamall maður er. „Ég fór að hugsa hvort ég væri nokkuð fíkill og prófaði að slökkva á tölvunni. Þá fékk ég bara fráhvarfseinkenni. Varð bara þvalur, átti erfitt með svefn og fékk kvíðakast og þunglyndi yfir því hvað ég var búinn að eyða miklum tíma í tölvunni. Síðar meir fór ég að reyna ná fókus og hugsa hvað ég vildi gera með líf mitt. Tölvan hafði verið veruleikaflótti og ég fór að setja mér markmið. Það sem ég gerði var að ég kláraði alltaf fyrst það sem ég vildi gera, svo kom tölvan,“ segir Þorsteinn sem rauk í gegnum nokkrar háskólagráður og gerði það eins og drekka vatn, bara þegar tölvan var komin í annað sætið. Hér að neðan má sjá innslagið um Þorstein. Ísland í dag Mest lesið Segir að gengið hafi verið nærri hjónabandinu, gögnum stolið og allt túlkað á versta veg Lífið Frægar í fantaformi Lífið Lára og lyfjaprinsinn opinbera kynið Lífið Auður einhleypur og skýtur á yfirvöld vegna Yazans Tónlist Draumaherbergi hjá fimmtugri og fabjúlöss Lífið „Mig langar að prófa nýja villtari hluti en konan ekki“ Lífið Tilfinningar þvælast fyrir tiltektinni Lífið Ein glæsilegasta skvísa landsins komin á fast Lífið Framandi en fljótlegir smáréttir um jólin Jól Kynbomba og reynsluboltar í Melodifestivalen Lífið Fleiri fréttir „Mig langar að prófa nýja villtari hluti en konan ekki“ Draumaherbergi hjá fimmtugri og fabjúlöss Kynbomba og reynsluboltar í Melodifestivalen Söfnunarþáttur UNICEF í beinni útsendingu á þremur stöðvum í einu Segir að gengið hafi verið nærri hjónabandinu, gögnum stolið og allt túlkað á versta veg Lyftu barninu upp eins og hann væri Simbi Lára og lyfjaprinsinn opinbera kynið Tilfinningar þvælast fyrir tiltektinni Frægar í fantaformi Ofurpar úr tennisheiminum á Íslandi Gervigreindin stýrði ferðinni Ein glæsilegasta skvísa landsins komin á fast Gervigreindin heillar Ólaf Ragnar upp úr skónum Reykti pabba sinn Er ESB og Sameinuðu þjóðunum stjórnað af valdaklíku? Dóttir Anítu og Hafþórs komin í heiminn Sér lífið í nýju ljósi eftir móðurmissinn Ragga Sveins snýr aftur til Íslands Má gæi úr Húsasmiðjunni vera á listanum þínum? Tara Sif og Elfar selja íbúðina Innlit í nýuppgerða íbúð Kára Sverris Stjörnulífið: Sjóðheitar stjörnur í fimbulkulda Ísak og Karítas orðin foreldrar eftir bráðakeisara Ferðast umhverfis jörðina á 38 dögum Adele kveður sviðið um óákveðinn tíma Frambjóðendur stigu trylltan dans með unga fólkinu Hvað eru konur í framboði að hlusta á? Krakkatían: Eyðimerkur, býflugur og kjólar Hraðfréttir verða Hlaðfréttir Khalid kemur út úr skápnum Sjá meira
„Þrjátíu og þriggja ára bjó ég hjá mömmu minni, var í mikilli yfirvigt, átti ekkert nema skuldir og hékk í tölvunni öllum stundum enda var ég tölvufíkill,“ segir Þorsteinn Kristjáns Jóhannsson sem ákvað á þessum punkti að taka sig á. Hann var gestur í þættinum Ísland í dag á þriðjudagskvöldið. Það gekk vel en nokkrum árum seinna var hann kominn með háskólagráðu, orðinn stærðfræðikennari í menntaskóla, giftur tveggja barna faðir. Þorsteinn sagði sögu sína í þættinum Íslandi í dag í gærkvöldi. „Ég hélt alltaf að ég væri bara áhugamaður þegar kom að tölvuleikjum og var hæstánægður þegar ég fékk vinnu í BT. Ég fékk að prófa alla tölvuleikina og segja álit mitt á þeim. En það var auðvitað jafn slæmt og alki sem fær vinnu í ÁTVR við að prófa allar tegundirnar. Ég var auðvitað bara fíkill,“ segir Þorsteinn. Hann segir tölvufíkn vera alvarlegan sjúkdóm en segir aldrei of seint að snúa blaðinu við, sama hversu gamall maður er. „Ég fór að hugsa hvort ég væri nokkuð fíkill og prófaði að slökkva á tölvunni. Þá fékk ég bara fráhvarfseinkenni. Varð bara þvalur, átti erfitt með svefn og fékk kvíðakast og þunglyndi yfir því hvað ég var búinn að eyða miklum tíma í tölvunni. Síðar meir fór ég að reyna ná fókus og hugsa hvað ég vildi gera með líf mitt. Tölvan hafði verið veruleikaflótti og ég fór að setja mér markmið. Það sem ég gerði var að ég kláraði alltaf fyrst það sem ég vildi gera, svo kom tölvan,“ segir Þorsteinn sem rauk í gegnum nokkrar háskólagráður og gerði það eins og drekka vatn, bara þegar tölvan var komin í annað sætið. Hér að neðan má sjá innslagið um Þorstein.
Ísland í dag Mest lesið Segir að gengið hafi verið nærri hjónabandinu, gögnum stolið og allt túlkað á versta veg Lífið Frægar í fantaformi Lífið Lára og lyfjaprinsinn opinbera kynið Lífið Auður einhleypur og skýtur á yfirvöld vegna Yazans Tónlist Draumaherbergi hjá fimmtugri og fabjúlöss Lífið „Mig langar að prófa nýja villtari hluti en konan ekki“ Lífið Tilfinningar þvælast fyrir tiltektinni Lífið Ein glæsilegasta skvísa landsins komin á fast Lífið Framandi en fljótlegir smáréttir um jólin Jól Kynbomba og reynsluboltar í Melodifestivalen Lífið Fleiri fréttir „Mig langar að prófa nýja villtari hluti en konan ekki“ Draumaherbergi hjá fimmtugri og fabjúlöss Kynbomba og reynsluboltar í Melodifestivalen Söfnunarþáttur UNICEF í beinni útsendingu á þremur stöðvum í einu Segir að gengið hafi verið nærri hjónabandinu, gögnum stolið og allt túlkað á versta veg Lyftu barninu upp eins og hann væri Simbi Lára og lyfjaprinsinn opinbera kynið Tilfinningar þvælast fyrir tiltektinni Frægar í fantaformi Ofurpar úr tennisheiminum á Íslandi Gervigreindin stýrði ferðinni Ein glæsilegasta skvísa landsins komin á fast Gervigreindin heillar Ólaf Ragnar upp úr skónum Reykti pabba sinn Er ESB og Sameinuðu þjóðunum stjórnað af valdaklíku? Dóttir Anítu og Hafþórs komin í heiminn Sér lífið í nýju ljósi eftir móðurmissinn Ragga Sveins snýr aftur til Íslands Má gæi úr Húsasmiðjunni vera á listanum þínum? Tara Sif og Elfar selja íbúðina Innlit í nýuppgerða íbúð Kára Sverris Stjörnulífið: Sjóðheitar stjörnur í fimbulkulda Ísak og Karítas orðin foreldrar eftir bráðakeisara Ferðast umhverfis jörðina á 38 dögum Adele kveður sviðið um óákveðinn tíma Frambjóðendur stigu trylltan dans með unga fólkinu Hvað eru konur í framboði að hlusta á? Krakkatían: Eyðimerkur, býflugur og kjólar Hraðfréttir verða Hlaðfréttir Khalid kemur út úr skápnum Sjá meira