Handbolti

Hvíta-Rússland, Litháen og Pólland vilja halda EM saman

Henry Birgir Gunnarsson skrifar
Spánverjar eru ríkjandi Evrópumeistarar.
Spánverjar eru ríkjandi Evrópumeistarar. vísir/getty
Handknattleikssambönd Hvíta-Rússlands, Litháen og Póllands hafa sótt um að halda Evrópumeistaramótið saman árið 2026.

Það er dottið í tísku að þjóðir haldi stórmót í íþróttum saman með tilheyrandi ferðalögum fyrir leikmenn og stuðningsmenn.

Þessi umsókn er hugmynd Pólverja sem sjálfir héldu EM árið 2016 og gerðu það með bravör. Pólverjar eru reyndar stórmótaóðir því þeir ætla að halda HM 2023 með Svíum.

EM á næsta ári fer fram í Austurríki, Svíþjóð og Noregi en árið 2022 er komið að Ungverjum og Slóvakíu að halda mótið saman. Þjóðverjar eru aftur á móti hugrakkir og ætla að halda EM 2024 alveg sjálfir.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×