Lögmaður FA telur áhyggjur Bændasamtakanna óþarfar Elín Margrét Böðvarsdóttir skrifar 21. febrúar 2019 14:15 Félag atvinnurekenda fagnar frumvarpi landbúnaðarráðherra sem heimilar innflutning á fersku kjöti og eggjum. Bændasamtökin lýsa aftur á móti miklum vonbrigðum og segja landbúnaðarráðherra gefast upp í baráttunni við að verja lýðheilsu og íslenska búfjárstofna. Frumvarp Kristjáns Þórs Júlíussonar var birt í samráðsgátt stjórnvalda í gær en þar er kveðið á um afnám núverandi leyfisveitingakerfis vegna innflutnings á ákveðnum landbúnaðarafurðum innan Evrópska efnahagssvæðisins. Samhliða kynnir ráðuneytið aðgerðaráætlun í tólf liðum til að bregðast við áhrifum dóma EFTA-dómstólsins og Hæstaréttar Íslands sem fallið hafa gegn íslenska ríkinu vegna skilyrða fyrir innflutningi tiltekinna landbúnaðarafurða. Páll Rúnar M. Kristjánsson, lögmaður Félags atvinnurekenda, segir frumvarpið löngu tímabært. „Fyrst og fremst er því fagnað að ráðherra skuli leysa loksins úr þessu samningsbroti sem hefur verið hér viðvarandi og verið staðfest bæði af Hæstarétti og EFTA-dómstólnum. Þetta hefur verið barátta alveg frá því að ekki var staðið við samningsskuldbindingu íslenska ríkisins á sínum tíma þá hefur verið lagt mikið kapp á að ná þessu í gegn og í sjálfu sér bara sjálfstætt áhyggjuefni hvað það tekur langan tíma að leysa úr svona málum,“ segir Páll Rúnar. Bændasamtökin furða sig á ákvörðun ráðherra og telja að frumvarpið muni valda íslenskum landbúnaði miklu tjóni og að lýðheilsu og búfjárheilsu verði stefnt í hættu. Páll Rúnar telur áhyggjur Bændasamtakanna óþarfar. „Það er komið til móts við þessi sjónarmið í frumvarpinu eins og fram er komið og eins og ESB hefur boðið upp á, til dæmis hefur Evrópusambandið fallist á viðræður og ráðstafanir gegn áhættu á kamfýlóbaktersmiti í innfluttum alifuglaafurðum og þetta er eitt af þeim sjónarmiðum sem er komið er til móts við og í raun er þetta í samræmi við skýrslu sérfræðinga sem skiluðu þessari sömu niðurstöðu sem Félag atvinnurekenda hefur þegar aflað.“Athugasemd frá atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytinu 22. febrúar:Í fréttum undanfarna daga hefur verið fullyrt að í tengslum við frumvarp sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra um innflutning á m.a. ófrystu kjöti sé fyrirhugað að heimila dreifingu á ógerilsneyddum mjólkurafurðum. Kemur þetta m.a. fram í yfirlýsingu stjórnar Bændasamtaka Íslands frá því í fyrradag og í fréttaskýringu á forsíðu Morgunblaðsins í dag þar sem fullyrt er um skaðlegar afleiðingar meintra breytinga.Vegna þessa vill atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytið ítreka að ekki er fyrirhugað í tengslum við boðaðar breytingar að gera neinar breytingar á núgildandi regluverki um innflutning og dreifingu á ógerilsneyddum mjólkurvörum. Framangreint leiðréttist hér með. Alþingi Landbúnaður Neytendur Tengdar fréttir Aukinn innflutningur skili 900 milljónum í vasa neytenda Ætla má að ábati neytenda af nýju frumvarpi, sem heimilar í auknum mæli innflutning á ófrystum landbúnaðarafurðum, muni nema næstum 900 milljónum króna á ári. 21. febrúar 2019 12:15 „Hafið yfir vafa að innflutningurinn mun valda íslenskum landbúnaði miklu tjóni“ Bændasamtökin eru harðorð í garð landbúnaðarráðherra og ríkisstjórnarinnar vegna frumvarps um innflutning á hráu kjöti. 21. febrúar 2019 10:19 Vill leyfa innflutning á hráu kjöti frá byrjun sláturtíðar Mótvægisaðgerðir sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra til að stemma stigu við neikvæðum áhrifum þess að leyfa innflutning á hráu kjöti leggjast vel í yfirlækni á sýklafræðideild Landspítalans. 21. febrúar 2019 07:00 Mest lesið Hrakfarir á heimleið frá Tene: „Ferðumst innanlands á næstunni og engar jólagjafir í ár“ Innlent „Auðvitað er hann velkominn hingað til Íslands“ Innlent Vill heldur sjá langtímasamninga um framlög fyrir „samtök úti í bæ” Innlent Loka sendiráðinu örfáum dögum eftir veitingu Nóbelsverðlauna Erlent Vilja nýja leið fyrir strætó í Fossvogi í gegnum tvo botnlanga Innlent Flugumferðarstjórar boða vinnustöðvun Innlent Afþakka „fáránlegt“ 250 milljóna framlag Jöfnunarsjóðs Innlent Velti fyrir sér „hvaða vitleysingur væri að skrifa bara eitthvað“ Innlent „Mjög slæmt og erfitt að horfa upp á svona“ Innlent Hegseth í stríði við blaðamenn Erlent Fleiri fréttir Skora á stjórnvöld að beita sér fyrir styttri bið eftir geislameðferð Erlendir aðilar stofna fölsk íslensk lén í annarlegum tilgangi Rýnt í áhrif stóra vaxtamálsins Velti fyrir sér „hvaða vitleysingur væri að skrifa bara eitthvað“ Vill heldur sjá langtímasamninga um framlög fyrir „samtök úti í bæ” „Auðvitað er hann velkominn hingað til Íslands“ Óútgefnum handritum stolið: Kallaði rithöfundinn skíthaus Loka fyrir kalt vatn í Salahverfi annað kvöld „Mjög slæmt og erfitt að horfa upp á svona“ Minniháttar eldur í Nytjamarkaði á Selfossi Afþakka „fáránlegt“ 250 milljóna framlag Jöfnunarsjóðs Verkfall yfirvofandi hjá flugumferðarstjórum og stórbruni á Siglufirði Aftur á fjöllum og í veiði á fjórhjóli fyrir fólk með skerta hreyfigetu Átján ára veitti manni „langan og djúpan gapandi skurð“ Kókaín, MDMA og mikið magn ketamíns í Norrænu Flugumferðarstjórar boða vinnustöðvun Meirihluti hlynntur aðskilnaði ríkis og kirkju Aldrei færri á móti olíuleit vegna náttúruverndarsjónarmiða „Aðstoðin verður að fá greiða leið inn á Gasa“ Eldur í nýbyggingu í Gufunesi Enn verið að slökkva í síðustu glæðunum Vilja nýja leið fyrir strætó í Fossvogi í gegnum tvo botnlanga Slagorð í anda erlendra flokka sem setja þjóðernishyggju á oddinn Hrakfarir á heimleið frá Tene: „Ferðumst innanlands á næstunni og engar jólagjafir í ár“ Eldur logar á Siglufirði Bréfin björguðu lífi hans í rússneska fangelsinu „Enn einn hundur dáinn“ og kallað eftir úrbótum hjá borginni Bókaþjófur herjar á íslenska rithöfunda á ný Martraðarkennd reynsla í fangelsi hjóm í samanburði við þjáningu Palestínumanna Magga Stína segir sögu sína í kvöldfréttum Sjá meira
Félag atvinnurekenda fagnar frumvarpi landbúnaðarráðherra sem heimilar innflutning á fersku kjöti og eggjum. Bændasamtökin lýsa aftur á móti miklum vonbrigðum og segja landbúnaðarráðherra gefast upp í baráttunni við að verja lýðheilsu og íslenska búfjárstofna. Frumvarp Kristjáns Þórs Júlíussonar var birt í samráðsgátt stjórnvalda í gær en þar er kveðið á um afnám núverandi leyfisveitingakerfis vegna innflutnings á ákveðnum landbúnaðarafurðum innan Evrópska efnahagssvæðisins. Samhliða kynnir ráðuneytið aðgerðaráætlun í tólf liðum til að bregðast við áhrifum dóma EFTA-dómstólsins og Hæstaréttar Íslands sem fallið hafa gegn íslenska ríkinu vegna skilyrða fyrir innflutningi tiltekinna landbúnaðarafurða. Páll Rúnar M. Kristjánsson, lögmaður Félags atvinnurekenda, segir frumvarpið löngu tímabært. „Fyrst og fremst er því fagnað að ráðherra skuli leysa loksins úr þessu samningsbroti sem hefur verið hér viðvarandi og verið staðfest bæði af Hæstarétti og EFTA-dómstólnum. Þetta hefur verið barátta alveg frá því að ekki var staðið við samningsskuldbindingu íslenska ríkisins á sínum tíma þá hefur verið lagt mikið kapp á að ná þessu í gegn og í sjálfu sér bara sjálfstætt áhyggjuefni hvað það tekur langan tíma að leysa úr svona málum,“ segir Páll Rúnar. Bændasamtökin furða sig á ákvörðun ráðherra og telja að frumvarpið muni valda íslenskum landbúnaði miklu tjóni og að lýðheilsu og búfjárheilsu verði stefnt í hættu. Páll Rúnar telur áhyggjur Bændasamtakanna óþarfar. „Það er komið til móts við þessi sjónarmið í frumvarpinu eins og fram er komið og eins og ESB hefur boðið upp á, til dæmis hefur Evrópusambandið fallist á viðræður og ráðstafanir gegn áhættu á kamfýlóbaktersmiti í innfluttum alifuglaafurðum og þetta er eitt af þeim sjónarmiðum sem er komið er til móts við og í raun er þetta í samræmi við skýrslu sérfræðinga sem skiluðu þessari sömu niðurstöðu sem Félag atvinnurekenda hefur þegar aflað.“Athugasemd frá atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytinu 22. febrúar:Í fréttum undanfarna daga hefur verið fullyrt að í tengslum við frumvarp sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra um innflutning á m.a. ófrystu kjöti sé fyrirhugað að heimila dreifingu á ógerilsneyddum mjólkurafurðum. Kemur þetta m.a. fram í yfirlýsingu stjórnar Bændasamtaka Íslands frá því í fyrradag og í fréttaskýringu á forsíðu Morgunblaðsins í dag þar sem fullyrt er um skaðlegar afleiðingar meintra breytinga.Vegna þessa vill atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytið ítreka að ekki er fyrirhugað í tengslum við boðaðar breytingar að gera neinar breytingar á núgildandi regluverki um innflutning og dreifingu á ógerilsneyddum mjólkurvörum. Framangreint leiðréttist hér með.
Alþingi Landbúnaður Neytendur Tengdar fréttir Aukinn innflutningur skili 900 milljónum í vasa neytenda Ætla má að ábati neytenda af nýju frumvarpi, sem heimilar í auknum mæli innflutning á ófrystum landbúnaðarafurðum, muni nema næstum 900 milljónum króna á ári. 21. febrúar 2019 12:15 „Hafið yfir vafa að innflutningurinn mun valda íslenskum landbúnaði miklu tjóni“ Bændasamtökin eru harðorð í garð landbúnaðarráðherra og ríkisstjórnarinnar vegna frumvarps um innflutning á hráu kjöti. 21. febrúar 2019 10:19 Vill leyfa innflutning á hráu kjöti frá byrjun sláturtíðar Mótvægisaðgerðir sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra til að stemma stigu við neikvæðum áhrifum þess að leyfa innflutning á hráu kjöti leggjast vel í yfirlækni á sýklafræðideild Landspítalans. 21. febrúar 2019 07:00 Mest lesið Hrakfarir á heimleið frá Tene: „Ferðumst innanlands á næstunni og engar jólagjafir í ár“ Innlent „Auðvitað er hann velkominn hingað til Íslands“ Innlent Vill heldur sjá langtímasamninga um framlög fyrir „samtök úti í bæ” Innlent Loka sendiráðinu örfáum dögum eftir veitingu Nóbelsverðlauna Erlent Vilja nýja leið fyrir strætó í Fossvogi í gegnum tvo botnlanga Innlent Flugumferðarstjórar boða vinnustöðvun Innlent Afþakka „fáránlegt“ 250 milljóna framlag Jöfnunarsjóðs Innlent Velti fyrir sér „hvaða vitleysingur væri að skrifa bara eitthvað“ Innlent „Mjög slæmt og erfitt að horfa upp á svona“ Innlent Hegseth í stríði við blaðamenn Erlent Fleiri fréttir Skora á stjórnvöld að beita sér fyrir styttri bið eftir geislameðferð Erlendir aðilar stofna fölsk íslensk lén í annarlegum tilgangi Rýnt í áhrif stóra vaxtamálsins Velti fyrir sér „hvaða vitleysingur væri að skrifa bara eitthvað“ Vill heldur sjá langtímasamninga um framlög fyrir „samtök úti í bæ” „Auðvitað er hann velkominn hingað til Íslands“ Óútgefnum handritum stolið: Kallaði rithöfundinn skíthaus Loka fyrir kalt vatn í Salahverfi annað kvöld „Mjög slæmt og erfitt að horfa upp á svona“ Minniháttar eldur í Nytjamarkaði á Selfossi Afþakka „fáránlegt“ 250 milljóna framlag Jöfnunarsjóðs Verkfall yfirvofandi hjá flugumferðarstjórum og stórbruni á Siglufirði Aftur á fjöllum og í veiði á fjórhjóli fyrir fólk með skerta hreyfigetu Átján ára veitti manni „langan og djúpan gapandi skurð“ Kókaín, MDMA og mikið magn ketamíns í Norrænu Flugumferðarstjórar boða vinnustöðvun Meirihluti hlynntur aðskilnaði ríkis og kirkju Aldrei færri á móti olíuleit vegna náttúruverndarsjónarmiða „Aðstoðin verður að fá greiða leið inn á Gasa“ Eldur í nýbyggingu í Gufunesi Enn verið að slökkva í síðustu glæðunum Vilja nýja leið fyrir strætó í Fossvogi í gegnum tvo botnlanga Slagorð í anda erlendra flokka sem setja þjóðernishyggju á oddinn Hrakfarir á heimleið frá Tene: „Ferðumst innanlands á næstunni og engar jólagjafir í ár“ Eldur logar á Siglufirði Bréfin björguðu lífi hans í rússneska fangelsinu „Enn einn hundur dáinn“ og kallað eftir úrbótum hjá borginni Bókaþjófur herjar á íslenska rithöfunda á ný Martraðarkennd reynsla í fangelsi hjóm í samanburði við þjáningu Palestínumanna Magga Stína segir sögu sína í kvöldfréttum Sjá meira
Aukinn innflutningur skili 900 milljónum í vasa neytenda Ætla má að ábati neytenda af nýju frumvarpi, sem heimilar í auknum mæli innflutning á ófrystum landbúnaðarafurðum, muni nema næstum 900 milljónum króna á ári. 21. febrúar 2019 12:15
„Hafið yfir vafa að innflutningurinn mun valda íslenskum landbúnaði miklu tjóni“ Bændasamtökin eru harðorð í garð landbúnaðarráðherra og ríkisstjórnarinnar vegna frumvarps um innflutning á hráu kjöti. 21. febrúar 2019 10:19
Vill leyfa innflutning á hráu kjöti frá byrjun sláturtíðar Mótvægisaðgerðir sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra til að stemma stigu við neikvæðum áhrifum þess að leyfa innflutning á hráu kjöti leggjast vel í yfirlækni á sýklafræðideild Landspítalans. 21. febrúar 2019 07:00