Reglur um blóðgjafir samkynhneigðra verði rýmkaðar en varlega Kjartan Kjartansson skrifar 21. febrúar 2019 17:36 Mikil umræða hefur skapast um hverjir mega gefa blóð. Vísir/Getty Ráðgjafanefnd um fagleg málefni blóðbankaþjónustu leggur til að rýmka megi reglur Blóðbankans um blóðgjafir samkynhneigðra karlmanna en telur að fara beri varlega í að breyta reglunum. Samkynhneigðum karlmönnum gæti verið vísað frá í tólf mánuði samkvæmt tillögu nefndarinnar. Heilbrigðisráðherra óskaði eftir áliti nefndarinnar á því hvort slaka mætti á reglum um blóðgjafir samkynhneigðra karlmanna eftir umræður sem höfðu þá spunnist um núgildandi reglur sem banna þeim alfarið að gefa blóð. Í áliti sem nefndin skilaði ráðherra í dag kemur fram að hún telji að tólf mánaða tímabundin frávísun fyrir blóðgjöf samkynhneigðra karlmanna sé hæfilegt fyrsta skref. Undirbúa þurfi breytinguna á margvíslegan hátt og því leggur nefndin til að reglum verði breytt eftir eitt til tvö ár. Til að tryggja gæði blóðs og blóðhluta vill nefndin að um leið og reglur um blóðgjafir samkynhneigðra karlmanna verði rýmkaðar verði gripið til fleiri ráðstafana. Þar á meðal vill nefndin fara yfir og meta tímabundnar frávísanir vegna annarra þátta eins og húðmyndaskreytingar, íhluta í húð og slímhúðir, maga- og ristilspeglunar, kynmökum við fólk í sérstakri áhættu, ferðalögum á malaríusvæði og fleiri þátta. Þá vill nefndin auka rannsóknir á blóði sem er gefið og bæta við svonefndum kjarnsýruprófunum á öllum blóðhlutum og að kynningarherferð um breytingarnar fari fram. Heilbrigðismál Tengdar fréttir Blóðgjafir homma flókið mál að mati formanns ráðgjafanefndar Segir að blóðgjafir homma gætu haft mikinn kostnaðarauka í för með sér fyrir Blóðbankann. 3. janúar 2019 09:00 Tímaskekkja að skilyrða blóðgjafir við kynhegðun að mati þingmanns Þingmaður Framsóknarflokksins telur óraunhæft að starfsfólk Blóðbanka geti metið kynhneigð og kynhegðun fólks sem vill gefa blóð. 4. október 2018 21:19 Bann við blóðgjöf samkynhneigðra endurskoðað Til skoðunar er að breyta reglum sem banna samkynhneigðum karlmönnum að gefa blóð á Íslandi. Málið er í ferli hjá heilbrigðisráðuneytinu og er niðurstaða væntanleg á næstu vikum eða mánuðum. 2. september 2018 14:00 Mest lesið Musk sakaður um að heilsa „að nasistasið“ Erlent Ljósmóðir á eftirlaunum kölluð út: „Óbilandi óöryggistilfinningar- og aðstæður sem við búum við“ Innlent Leggur strax fram lagabreytingarfrumvarp vegna Hvammsvirkjunar Innlent Kæru VÁ á hendur MAST vísað frá Innlent Malbika veginn að Ólafsdal í Gilsfirði Innlent Donald Trump forseti Bandaríkjanna: „Gullöld Bandaríkjanna hefst núna“ Erlent Landspítalinn vill lóð sem borgin planar undir íbúðabyggð Innlent Engar framkvæmdir á árinu hafi áhrif á vatnshlot Þjórsár Innlent Logi leitar aðstoðar hjá sálfræðingi Innlent Mjög fínt að vera hætt sem sveitarstjóri Innlent Fleiri fréttir Kæru VÁ á hendur MAST vísað frá Engar framkvæmdir á árinu hafi áhrif á vatnshlot Þjórsár Malbika veginn að Ólafsdal í Gilsfirði Leggur strax fram lagabreytingarfrumvarp vegna Hvammsvirkjunar Slökkviliðs- og sjúkraflutningamenn á leið í verkfall Styðja sérlög um Hvammsvirkjun Ljósmóðir á eftirlaunum kölluð út: „Óbilandi óöryggistilfinningar- og aðstæður sem við búum við“ Landspítalinn vill lóð sem borgin planar undir íbúðabyggð Barn fæddist á Seyðisfirði í fyrsta sinn í þrjátíu ár Virkjanaleyfið fyrir Hæstarétt og innsetning Trumps Óðu snjóinn upp að mitti meðan þeir slökktu í alelda bíl Fjöldi heimila enn án rafmagns Tveir bílar og smárúta lentu saman á Suðurlandsvegi Telja dóminn rangan og vilja komast beint í Hæstarétt Mjög fínt að vera hætt sem sveitarstjóri Grímsvatnahlaupi lokið Logi leitar aðstoðar hjá sálfræðingi Gripinn þrisvar sama kvöldið og skuldar rúma milljón Samþykktu verkfall með yfirburðum Svanhildur verður viðstödd innsetningu Trump Aðstoðar Hönnu Katrínu Rýma fleiri hús á Seyðisfirði Dómari fær ekki að víkja í máli Margrétar Of snemmt að álykta um þörf á endurtalningu atkvæða Bætti mikið í snjóinn fyrir austan í nótt Nágrannar kæra veitingu leyfis vegna flóttafólks Halla óskar Trump velfarnaðar í embætti Málið orðið persónulegt og erfitt fyrir íbúa Seyðisfjarðar Nokkur fjöldi fastur á Fjarðarheiði í gær Búið að laga bilunina Sjá meira
Ráðgjafanefnd um fagleg málefni blóðbankaþjónustu leggur til að rýmka megi reglur Blóðbankans um blóðgjafir samkynhneigðra karlmanna en telur að fara beri varlega í að breyta reglunum. Samkynhneigðum karlmönnum gæti verið vísað frá í tólf mánuði samkvæmt tillögu nefndarinnar. Heilbrigðisráðherra óskaði eftir áliti nefndarinnar á því hvort slaka mætti á reglum um blóðgjafir samkynhneigðra karlmanna eftir umræður sem höfðu þá spunnist um núgildandi reglur sem banna þeim alfarið að gefa blóð. Í áliti sem nefndin skilaði ráðherra í dag kemur fram að hún telji að tólf mánaða tímabundin frávísun fyrir blóðgjöf samkynhneigðra karlmanna sé hæfilegt fyrsta skref. Undirbúa þurfi breytinguna á margvíslegan hátt og því leggur nefndin til að reglum verði breytt eftir eitt til tvö ár. Til að tryggja gæði blóðs og blóðhluta vill nefndin að um leið og reglur um blóðgjafir samkynhneigðra karlmanna verði rýmkaðar verði gripið til fleiri ráðstafana. Þar á meðal vill nefndin fara yfir og meta tímabundnar frávísanir vegna annarra þátta eins og húðmyndaskreytingar, íhluta í húð og slímhúðir, maga- og ristilspeglunar, kynmökum við fólk í sérstakri áhættu, ferðalögum á malaríusvæði og fleiri þátta. Þá vill nefndin auka rannsóknir á blóði sem er gefið og bæta við svonefndum kjarnsýruprófunum á öllum blóðhlutum og að kynningarherferð um breytingarnar fari fram.
Heilbrigðismál Tengdar fréttir Blóðgjafir homma flókið mál að mati formanns ráðgjafanefndar Segir að blóðgjafir homma gætu haft mikinn kostnaðarauka í för með sér fyrir Blóðbankann. 3. janúar 2019 09:00 Tímaskekkja að skilyrða blóðgjafir við kynhegðun að mati þingmanns Þingmaður Framsóknarflokksins telur óraunhæft að starfsfólk Blóðbanka geti metið kynhneigð og kynhegðun fólks sem vill gefa blóð. 4. október 2018 21:19 Bann við blóðgjöf samkynhneigðra endurskoðað Til skoðunar er að breyta reglum sem banna samkynhneigðum karlmönnum að gefa blóð á Íslandi. Málið er í ferli hjá heilbrigðisráðuneytinu og er niðurstaða væntanleg á næstu vikum eða mánuðum. 2. september 2018 14:00 Mest lesið Musk sakaður um að heilsa „að nasistasið“ Erlent Ljósmóðir á eftirlaunum kölluð út: „Óbilandi óöryggistilfinningar- og aðstæður sem við búum við“ Innlent Leggur strax fram lagabreytingarfrumvarp vegna Hvammsvirkjunar Innlent Kæru VÁ á hendur MAST vísað frá Innlent Malbika veginn að Ólafsdal í Gilsfirði Innlent Donald Trump forseti Bandaríkjanna: „Gullöld Bandaríkjanna hefst núna“ Erlent Landspítalinn vill lóð sem borgin planar undir íbúðabyggð Innlent Engar framkvæmdir á árinu hafi áhrif á vatnshlot Þjórsár Innlent Logi leitar aðstoðar hjá sálfræðingi Innlent Mjög fínt að vera hætt sem sveitarstjóri Innlent Fleiri fréttir Kæru VÁ á hendur MAST vísað frá Engar framkvæmdir á árinu hafi áhrif á vatnshlot Þjórsár Malbika veginn að Ólafsdal í Gilsfirði Leggur strax fram lagabreytingarfrumvarp vegna Hvammsvirkjunar Slökkviliðs- og sjúkraflutningamenn á leið í verkfall Styðja sérlög um Hvammsvirkjun Ljósmóðir á eftirlaunum kölluð út: „Óbilandi óöryggistilfinningar- og aðstæður sem við búum við“ Landspítalinn vill lóð sem borgin planar undir íbúðabyggð Barn fæddist á Seyðisfirði í fyrsta sinn í þrjátíu ár Virkjanaleyfið fyrir Hæstarétt og innsetning Trumps Óðu snjóinn upp að mitti meðan þeir slökktu í alelda bíl Fjöldi heimila enn án rafmagns Tveir bílar og smárúta lentu saman á Suðurlandsvegi Telja dóminn rangan og vilja komast beint í Hæstarétt Mjög fínt að vera hætt sem sveitarstjóri Grímsvatnahlaupi lokið Logi leitar aðstoðar hjá sálfræðingi Gripinn þrisvar sama kvöldið og skuldar rúma milljón Samþykktu verkfall með yfirburðum Svanhildur verður viðstödd innsetningu Trump Aðstoðar Hönnu Katrínu Rýma fleiri hús á Seyðisfirði Dómari fær ekki að víkja í máli Margrétar Of snemmt að álykta um þörf á endurtalningu atkvæða Bætti mikið í snjóinn fyrir austan í nótt Nágrannar kæra veitingu leyfis vegna flóttafólks Halla óskar Trump velfarnaðar í embætti Málið orðið persónulegt og erfitt fyrir íbúa Seyðisfjarðar Nokkur fjöldi fastur á Fjarðarheiði í gær Búið að laga bilunina Sjá meira
Blóðgjafir homma flókið mál að mati formanns ráðgjafanefndar Segir að blóðgjafir homma gætu haft mikinn kostnaðarauka í för með sér fyrir Blóðbankann. 3. janúar 2019 09:00
Tímaskekkja að skilyrða blóðgjafir við kynhegðun að mati þingmanns Þingmaður Framsóknarflokksins telur óraunhæft að starfsfólk Blóðbanka geti metið kynhneigð og kynhegðun fólks sem vill gefa blóð. 4. október 2018 21:19
Bann við blóðgjöf samkynhneigðra endurskoðað Til skoðunar er að breyta reglum sem banna samkynhneigðum karlmönnum að gefa blóð á Íslandi. Málið er í ferli hjá heilbrigðisráðuneytinu og er niðurstaða væntanleg á næstu vikum eða mánuðum. 2. september 2018 14:00
Ljósmóðir á eftirlaunum kölluð út: „Óbilandi óöryggistilfinningar- og aðstæður sem við búum við“ Innlent
Ljósmóðir á eftirlaunum kölluð út: „Óbilandi óöryggistilfinningar- og aðstæður sem við búum við“ Innlent