Frá Halla og Ladda í Pepsi Max Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 22. febrúar 2019 11:30 Halli og Laddi voru aðalmennirnir í auglýsingu fyrstu aðalstyrktaraðila efstu deildar í knattspyrnu árið 1987. Mynd/Auglýsing Samvinnuferða-Landsýn Efsta deild karla og kvenna í knattspyrnu fengu nýtt nafn í gær en í sumar munu deildirnar heita Pepsi Max deildirnar. Það eru liðin meira en þrjátíu ár síðan að fyrirtæki urðu fyrst aðalstyrktaraðilar Íslandsmótsins í knattspyrnu og fengu deildirnar skírðar eftir sér. Fyrsta fyrirtækið var Samvinnuferðir-Landsýn sem styrkti deildina sumurin 1987 og 1988. Samvinnuferðar-Landsýn mótið þótti reyndar svo óþjált að það var stytt í SL-mótið en fullt nafn var „Íslandsmótið 1. deild 1987/SL mótið“ Ellert B. Schram, formaður Knattspyrnusambands Íslands, Halldór B. Jónsson, formaður Samtaka fyrstu deildarfélaga og Helgi Jóhannsson, framkvæmdastjóri Samvinnuferða Landsýnar, undirrituðu tímamótasamning 13. apríl 1987 í þá nýinnréttuðum og glæsilegum húsakynnum Knattspyrnusambandsins.Logo úrvalsdeildar frá stofnun 1992. Vantar Sjóvá-Almennra. #fotbolti#logospic.twitter.com/8necAKSTrF — Tómas Þór Þórðarson (@tomthordarson) September 23, 2013„Ég vonast til þess að þetta samkomulag verði Íslandsmótinu til eflingar og sömuleiðis knattspyrnunni í heild. Ætlunin er vitanlega sú að báðir aðilar hafi hag af þessum samningi," sagði Ellert B. Schram, formaður KSÍ, í viðtali við blaðamann DV eftir undirritun samkomulagsins í apríl 1987. Samvinnuferðir greiddu Íslandsmeisturunum 400.000 krónur þetta fyrsta sumar, liðið sem varð í öðru sæti fékk 100.000 og þriðja sætið gaf 50.000. Samvinnuferðir verðlaunuðu líka þau félög sem skoruðu mest í hverri umferð en markahæsta félag hverrar umferðar, fékk þannig í sinn hlut 7.500 krónur. Auglýsingin fyrir SL-mótið vakti líka talsverða athygli en þar voru mættir þeir Halli og Laddi eins og sjá má hér fyrir ofan. Á þeim 32 árum sem eru liðin hefur nafn deildarinnar breyst tíu sinnum og nú síðasta úr Pepsi-deildinni í PepsiMax-deildina í gær. Það muna kannski ekki allir eftir öllum nöfnunum eða nafnabreytingunum en allan listann má sjá hér fyrir neðan.Styrktaraðilar efstu deildar í knattspyrnu: Samvinnuferðar-Landsýn mótið, SL-mótið (1987-88) Hörpudeildin (1989-1991) Samskipadeild (1992) Getraunadeild (1993) Trópídeild (1994) Sjóvá-Almennra deild (1995-1997) Landssímadeild (1998-2000) Símadeild (2001-2002) Landsbankadeild (2003-2008) Pepsideild (2009-2018) PepsiMax-deild (2019-2021)Pepsi-deildin verður Pepsi Max deildin https://t.co/MaUKAoUQmu — Knattspyrnusambandið (@footballiceland) February 21, 2019 Pepsi Max-deild karla Mest lesið Totti í harðri forræðisdeilu um fjögur Rolex úr Fótbolti „Það var engin taktík“ Fótbolti „Labbar ekki inn í líkamsrækt og byrjar að sprauta í þig sterum“ Sport Toone með sögulega fullkomna tölfræði Fótbolti Sautján ára troðsludrottning vekur athygli Körfubolti Raggi Nat á Nesið Körfubolti Sjö körfuboltamenn að fá íslenskan ríkisborgararétt Körfubolti Mistök að ráða ekki Betu og „er ekki talað hávært um Óla Kristjáns“ Fótbolti Jóhannes kominn aftur heim en ekki með KR í kvöld Fótbolti Uppgjörið: ÍA - KR 1-0 | Skagamenn náðu fram hefndum Íslenski boltinn Fleiri fréttir Uppgjörið: ÍA - KR 1-0 | Skagamenn náðu fram hefndum Uppgjörið: ÍBV - Stjarnan | Nauðsynlegur sigur fyrir Eyjamenn Árni farinn frá Fylki „Mikið undir fyrir bæði lið“ FHL bætir tveimur bandarískum við hópinn Sjáðu hvernig FH rassskellti KA-menn í Krikanum í gær Systkinin leikjahæst: „Heiður að taka fram úr alvöru goðsögnum“ Uppgjör: FH - KA 5-0 | FH pakkaði KA saman Lengri heimferð bíður KR-inga og Egill kallar eftir Akraborginni „Við erum klárlega að fara í alvöru slagsmál“ Njarðvík slapp með stig frá Húsavík Uppgjörið: Vestri í úrslit í fyrsta skipti Ekki pláss fyrir Rúnar í flugvélinni: „Ég fórnaði mér í þetta“ Lárus Orri byrjaður að bæta við sig „Við erum að gera eitthvað rétt“ Á góðum stað fyrir mikil átök Safna stuðningsfólki í fría rútu með fljótandi veigar Shaina boðin hjartanlega velkomin aftur í Hamingjuna Sólarbann, freistingar og kokhraustir Albanir Óli Jóh skellihló að viðtali Heimis Stúkumenn ekki sammála um hvort Valsmenn geti orðið meistarar KA fékk færri athugasemdir en Crystal Palace Sjáðu Árna bjarga sjálfum sér en fá svo á sig jöfnunarmark langt utan af velli Uppgjörið: FH - Stjarnan 1-1 | Jafntefli vonbrigði fyrir alla Sjáðu Hallgrím Mar klára KR-ingana á fjórum mínútum „Ekki komnir á þann stað að geta tekið leiki og klárað þá“ Uppgjörið: KR - KA 1-2 | KA úr fallsæti „Búnir að vera á smá hrakhólum“ Uppgjörið: ÍBV - Víkingur 0-0 | Hundleiðinlegt í Eyjum Hundur vildi prófa nýja gervigrasið og fór inn á völlinn í Eyjum Sjá meira
Efsta deild karla og kvenna í knattspyrnu fengu nýtt nafn í gær en í sumar munu deildirnar heita Pepsi Max deildirnar. Það eru liðin meira en þrjátíu ár síðan að fyrirtæki urðu fyrst aðalstyrktaraðilar Íslandsmótsins í knattspyrnu og fengu deildirnar skírðar eftir sér. Fyrsta fyrirtækið var Samvinnuferðir-Landsýn sem styrkti deildina sumurin 1987 og 1988. Samvinnuferðar-Landsýn mótið þótti reyndar svo óþjált að það var stytt í SL-mótið en fullt nafn var „Íslandsmótið 1. deild 1987/SL mótið“ Ellert B. Schram, formaður Knattspyrnusambands Íslands, Halldór B. Jónsson, formaður Samtaka fyrstu deildarfélaga og Helgi Jóhannsson, framkvæmdastjóri Samvinnuferða Landsýnar, undirrituðu tímamótasamning 13. apríl 1987 í þá nýinnréttuðum og glæsilegum húsakynnum Knattspyrnusambandsins.Logo úrvalsdeildar frá stofnun 1992. Vantar Sjóvá-Almennra. #fotbolti#logospic.twitter.com/8necAKSTrF — Tómas Þór Þórðarson (@tomthordarson) September 23, 2013„Ég vonast til þess að þetta samkomulag verði Íslandsmótinu til eflingar og sömuleiðis knattspyrnunni í heild. Ætlunin er vitanlega sú að báðir aðilar hafi hag af þessum samningi," sagði Ellert B. Schram, formaður KSÍ, í viðtali við blaðamann DV eftir undirritun samkomulagsins í apríl 1987. Samvinnuferðir greiddu Íslandsmeisturunum 400.000 krónur þetta fyrsta sumar, liðið sem varð í öðru sæti fékk 100.000 og þriðja sætið gaf 50.000. Samvinnuferðir verðlaunuðu líka þau félög sem skoruðu mest í hverri umferð en markahæsta félag hverrar umferðar, fékk þannig í sinn hlut 7.500 krónur. Auglýsingin fyrir SL-mótið vakti líka talsverða athygli en þar voru mættir þeir Halli og Laddi eins og sjá má hér fyrir ofan. Á þeim 32 árum sem eru liðin hefur nafn deildarinnar breyst tíu sinnum og nú síðasta úr Pepsi-deildinni í PepsiMax-deildina í gær. Það muna kannski ekki allir eftir öllum nöfnunum eða nafnabreytingunum en allan listann má sjá hér fyrir neðan.Styrktaraðilar efstu deildar í knattspyrnu: Samvinnuferðar-Landsýn mótið, SL-mótið (1987-88) Hörpudeildin (1989-1991) Samskipadeild (1992) Getraunadeild (1993) Trópídeild (1994) Sjóvá-Almennra deild (1995-1997) Landssímadeild (1998-2000) Símadeild (2001-2002) Landsbankadeild (2003-2008) Pepsideild (2009-2018) PepsiMax-deild (2019-2021)Pepsi-deildin verður Pepsi Max deildin https://t.co/MaUKAoUQmu — Knattspyrnusambandið (@footballiceland) February 21, 2019
Pepsi Max-deild karla Mest lesið Totti í harðri forræðisdeilu um fjögur Rolex úr Fótbolti „Það var engin taktík“ Fótbolti „Labbar ekki inn í líkamsrækt og byrjar að sprauta í þig sterum“ Sport Toone með sögulega fullkomna tölfræði Fótbolti Sautján ára troðsludrottning vekur athygli Körfubolti Raggi Nat á Nesið Körfubolti Sjö körfuboltamenn að fá íslenskan ríkisborgararétt Körfubolti Mistök að ráða ekki Betu og „er ekki talað hávært um Óla Kristjáns“ Fótbolti Jóhannes kominn aftur heim en ekki með KR í kvöld Fótbolti Uppgjörið: ÍA - KR 1-0 | Skagamenn náðu fram hefndum Íslenski boltinn Fleiri fréttir Uppgjörið: ÍA - KR 1-0 | Skagamenn náðu fram hefndum Uppgjörið: ÍBV - Stjarnan | Nauðsynlegur sigur fyrir Eyjamenn Árni farinn frá Fylki „Mikið undir fyrir bæði lið“ FHL bætir tveimur bandarískum við hópinn Sjáðu hvernig FH rassskellti KA-menn í Krikanum í gær Systkinin leikjahæst: „Heiður að taka fram úr alvöru goðsögnum“ Uppgjör: FH - KA 5-0 | FH pakkaði KA saman Lengri heimferð bíður KR-inga og Egill kallar eftir Akraborginni „Við erum klárlega að fara í alvöru slagsmál“ Njarðvík slapp með stig frá Húsavík Uppgjörið: Vestri í úrslit í fyrsta skipti Ekki pláss fyrir Rúnar í flugvélinni: „Ég fórnaði mér í þetta“ Lárus Orri byrjaður að bæta við sig „Við erum að gera eitthvað rétt“ Á góðum stað fyrir mikil átök Safna stuðningsfólki í fría rútu með fljótandi veigar Shaina boðin hjartanlega velkomin aftur í Hamingjuna Sólarbann, freistingar og kokhraustir Albanir Óli Jóh skellihló að viðtali Heimis Stúkumenn ekki sammála um hvort Valsmenn geti orðið meistarar KA fékk færri athugasemdir en Crystal Palace Sjáðu Árna bjarga sjálfum sér en fá svo á sig jöfnunarmark langt utan af velli Uppgjörið: FH - Stjarnan 1-1 | Jafntefli vonbrigði fyrir alla Sjáðu Hallgrím Mar klára KR-ingana á fjórum mínútum „Ekki komnir á þann stað að geta tekið leiki og klárað þá“ Uppgjörið: KR - KA 1-2 | KA úr fallsæti „Búnir að vera á smá hrakhólum“ Uppgjörið: ÍBV - Víkingur 0-0 | Hundleiðinlegt í Eyjum Hundur vildi prófa nýja gervigrasið og fór inn á völlinn í Eyjum Sjá meira