Roger Stone meinað að tjá sig eftir meinta ógnun Samúel Karl Ólason skrifar 22. febrúar 2019 08:34 Roger Stone fyrir utan dómshúsið í gær. AP/Jacquelyn Martin Roger Stone, sem er ráðgjafi og vinur Donald Trump, forseta Bandaríkjanna, til fjölda ára, hefur verið meinað að tjá sig um Robert Mueller, sérstakan rannsakanda dómsmálaráðuneytis Bandaríkjanna, og Rússarannsóknina svokölluðu. Alríkisdómari gaf út þessa skipun í gærkvöldi eftir að Stone hafði birt mynd af henni á Instagram þar sem búið var að setja skotmark á myndina. Dómarinn Amy Berman Jackson gerði Stone ljóst að ef hann myndi tjá sig um málið myndi hann fara í fangelsi. Hún sagði einnig að ummæli Stone gætu ógnað fólki sem kæmi að málinu. „Í dag gaf ég þér annað tækifæri. Þetta er ekki hafnabolti. Þá færð ekki þriðja tækifærið,“ er haft eftir Jackson á vef NBC News. Þá sagði hún að afsökunarbeiðni Stone hefði ekki verið einlæg.Áður en hún kvað upp úrskurð sinn baðst Stone afsökunar og sagðist hafa gert heimskuleg mistök. „Ég álasa sjáfum mér, ekki jafn mikið og konan mín gerir þó,“ sagði Stone og hélt hann því fram að um dómgreindarleysi hefði verið að ræða. Í sama mund hélt hann því fram að krossinn á myndinni sem hann birti á mánudaginn, og eyddi svo, hefði í rauninni ekki verið skotmark.Myndin sem um ræðir var af Jackson og þar hafði Stone skrifað að „djúpríkis-launmorðinginn“ Robert Mueller hefði tryggt að Jackson yrði yfir máli Stone þar sem hún hefði verið skipuð af Barack Obama. Þá sagði Stone að Jackson hefði fellt niður ákæru gegn Hillary Clinton, mótframbjóðanda Trump, og fangelsað Paul Manafort, annan kosningastjóra Trump, áður en hann hefði verið dæmdur fyrir nokkurn glæp.Stone skrifaði einnig #fixisin til marks um að þegar væri búið að ákveða niðurstöðu málaferlanna gegn honum og bað hann fólk um að styðja hann fjárhagslega. Stone hefur verið ákærður fyrir að ljúga að þingmönnum um samskipti sín við Wikileaks í aðdraganda forsetakosninganna 2016, standa í vegi réttvísinnar og reyna að hafa áhrif á vitni. Hann neitar sök.In his latest Instagram post, Roger Stone attacks Judge Amy Berman Jackson, the federal judge overseeing his case.There is a crosshair in the upper left corner of the picture. pic.twitter.com/tbjLI0S81c— Kyle Griffin (@kylegriffin1) February 18, 2019 Bandaríkin Donald Trump Rússarannsóknin Mest lesið Miðflokkurinn rýkur upp Innlent Vinnuvélar, rútur, húsbílar og tjaldvagnar fari burt af bílastæðinu Innlent Ungt fólk í bílnum og annað alvarlega slasað Innlent Kynfræðsla í fermingarfræðslu: „Þarna er rödd sem upplifir að hún hafi ekki fengið hlustun“ Innlent Máttu neita karlmanni um leyfi í kvennaverkfalli Innlent Réðst á opinberan starfsmann Innlent Starfsleyfi skotvallar á Álfsnesi enn á ný fellt úr gildi Innlent Mætti með kíló af kókaíni og sautján kíló af marijúana Innlent Ekki hægt að leggja mat á kostnað vegna kulnunar Innlent Viðstaddir slökktu eldinn að mestu leyti sjálfir Innlent Fleiri fréttir Ólíklegt að Trump og Pútín muni funda í bráð Serbneskur stríðsglæpamaður farinn yfir móðuna miklu 21 árs fangelsi fyrir banatilræðið gegn Fico Gagnrýndur fyrir ummæli um ógn af hálfu innflytjenda Refsidómi Diddy verði áfrýjað Fyrsta konan til að verða forsætisráðherra Japans Selja neyðargetnaðarvörn sem lausasölulyf í fyrsta skipti Opnar á að útvista loftslagsmarkmiðum Evrópu enn frekar Neitar enn að hleypa nýrri þingkonu að Enginn arftaki í augsýn hjá Xi Hafna aftur tillögu Trumps Frekari uppljóstranir vekja reiði og áköll um viðbrögð Fá heimild til að skjóta niður dróna yfir herstöðvum Tuttugu ára stjórn sósíalista í Bólivíu á enda Trump sagður hafa þrýst á Selenskí að gefa eftir land Segir vopnahlé enn í gildi á Gasa Komust á brott með átta ómetanlega skartgripi Trump birti gervigreindarmyndband: Með krúnu á höfði að henda hægðum á mótmælendur Tveggja barna foreldrar verða undanþegnir tekjuskatti Louvre-safni lokað vegna ráns Sagður bjóða frið í skiptum fyrir Donetsk Segja Hamas skipuleggja árás gegn almenningi á Gasa Gríðarlegur fjöldi á No Kings mótmælunum Segir Selenskí og Pútín að „hætta þar sem þeir eru“ Andrés prins afsalar sér öllum titlum í kjölfar ásakana Tugi heimila sópaði út á haf í Alaska Stöðvuðu ætlað tilræði við rússneskan andófsmann í Frakklandi Segir herinn tilbúinn að verjast innrás Bíll eins þekktasta rannsóknarblaðamanns Ítalíu sprengdur í loft upp Þingmaður hyggst nafngreina grunaðan í 55 ára morðmáli Sjá meira
Roger Stone, sem er ráðgjafi og vinur Donald Trump, forseta Bandaríkjanna, til fjölda ára, hefur verið meinað að tjá sig um Robert Mueller, sérstakan rannsakanda dómsmálaráðuneytis Bandaríkjanna, og Rússarannsóknina svokölluðu. Alríkisdómari gaf út þessa skipun í gærkvöldi eftir að Stone hafði birt mynd af henni á Instagram þar sem búið var að setja skotmark á myndina. Dómarinn Amy Berman Jackson gerði Stone ljóst að ef hann myndi tjá sig um málið myndi hann fara í fangelsi. Hún sagði einnig að ummæli Stone gætu ógnað fólki sem kæmi að málinu. „Í dag gaf ég þér annað tækifæri. Þetta er ekki hafnabolti. Þá færð ekki þriðja tækifærið,“ er haft eftir Jackson á vef NBC News. Þá sagði hún að afsökunarbeiðni Stone hefði ekki verið einlæg.Áður en hún kvað upp úrskurð sinn baðst Stone afsökunar og sagðist hafa gert heimskuleg mistök. „Ég álasa sjáfum mér, ekki jafn mikið og konan mín gerir þó,“ sagði Stone og hélt hann því fram að um dómgreindarleysi hefði verið að ræða. Í sama mund hélt hann því fram að krossinn á myndinni sem hann birti á mánudaginn, og eyddi svo, hefði í rauninni ekki verið skotmark.Myndin sem um ræðir var af Jackson og þar hafði Stone skrifað að „djúpríkis-launmorðinginn“ Robert Mueller hefði tryggt að Jackson yrði yfir máli Stone þar sem hún hefði verið skipuð af Barack Obama. Þá sagði Stone að Jackson hefði fellt niður ákæru gegn Hillary Clinton, mótframbjóðanda Trump, og fangelsað Paul Manafort, annan kosningastjóra Trump, áður en hann hefði verið dæmdur fyrir nokkurn glæp.Stone skrifaði einnig #fixisin til marks um að þegar væri búið að ákveða niðurstöðu málaferlanna gegn honum og bað hann fólk um að styðja hann fjárhagslega. Stone hefur verið ákærður fyrir að ljúga að þingmönnum um samskipti sín við Wikileaks í aðdraganda forsetakosninganna 2016, standa í vegi réttvísinnar og reyna að hafa áhrif á vitni. Hann neitar sök.In his latest Instagram post, Roger Stone attacks Judge Amy Berman Jackson, the federal judge overseeing his case.There is a crosshair in the upper left corner of the picture. pic.twitter.com/tbjLI0S81c— Kyle Griffin (@kylegriffin1) February 18, 2019
Bandaríkin Donald Trump Rússarannsóknin Mest lesið Miðflokkurinn rýkur upp Innlent Vinnuvélar, rútur, húsbílar og tjaldvagnar fari burt af bílastæðinu Innlent Ungt fólk í bílnum og annað alvarlega slasað Innlent Kynfræðsla í fermingarfræðslu: „Þarna er rödd sem upplifir að hún hafi ekki fengið hlustun“ Innlent Máttu neita karlmanni um leyfi í kvennaverkfalli Innlent Réðst á opinberan starfsmann Innlent Starfsleyfi skotvallar á Álfsnesi enn á ný fellt úr gildi Innlent Mætti með kíló af kókaíni og sautján kíló af marijúana Innlent Ekki hægt að leggja mat á kostnað vegna kulnunar Innlent Viðstaddir slökktu eldinn að mestu leyti sjálfir Innlent Fleiri fréttir Ólíklegt að Trump og Pútín muni funda í bráð Serbneskur stríðsglæpamaður farinn yfir móðuna miklu 21 árs fangelsi fyrir banatilræðið gegn Fico Gagnrýndur fyrir ummæli um ógn af hálfu innflytjenda Refsidómi Diddy verði áfrýjað Fyrsta konan til að verða forsætisráðherra Japans Selja neyðargetnaðarvörn sem lausasölulyf í fyrsta skipti Opnar á að útvista loftslagsmarkmiðum Evrópu enn frekar Neitar enn að hleypa nýrri þingkonu að Enginn arftaki í augsýn hjá Xi Hafna aftur tillögu Trumps Frekari uppljóstranir vekja reiði og áköll um viðbrögð Fá heimild til að skjóta niður dróna yfir herstöðvum Tuttugu ára stjórn sósíalista í Bólivíu á enda Trump sagður hafa þrýst á Selenskí að gefa eftir land Segir vopnahlé enn í gildi á Gasa Komust á brott með átta ómetanlega skartgripi Trump birti gervigreindarmyndband: Með krúnu á höfði að henda hægðum á mótmælendur Tveggja barna foreldrar verða undanþegnir tekjuskatti Louvre-safni lokað vegna ráns Sagður bjóða frið í skiptum fyrir Donetsk Segja Hamas skipuleggja árás gegn almenningi á Gasa Gríðarlegur fjöldi á No Kings mótmælunum Segir Selenskí og Pútín að „hætta þar sem þeir eru“ Andrés prins afsalar sér öllum titlum í kjölfar ásakana Tugi heimila sópaði út á haf í Alaska Stöðvuðu ætlað tilræði við rússneskan andófsmann í Frakklandi Segir herinn tilbúinn að verjast innrás Bíll eins þekktasta rannsóknarblaðamanns Ítalíu sprengdur í loft upp Þingmaður hyggst nafngreina grunaðan í 55 ára morðmáli Sjá meira
Kynfræðsla í fermingarfræðslu: „Þarna er rödd sem upplifir að hún hafi ekki fengið hlustun“ Innlent
Kynfræðsla í fermingarfræðslu: „Þarna er rödd sem upplifir að hún hafi ekki fengið hlustun“ Innlent