Hagstofan spáir 1,7% hagvexti í ár Kristín Ólafsdóttir skrifar 22. febrúar 2019 10:08 Næstu ár er gert ráð fyrir að hagvöxtur verði á bilinu 2,5-2,8%. Vísir/vilhelm Útlit er fyrir að verg landsframleiðsla aukist um 1,7% í ár. Það er nokkuð minni aukning miðað við meðalvöxt síðustu fimm ára sem er um 4,4%. Verri horfur í ár má meðal annars rekja til minni útflutnings, en reiknað er með tæplega 3% aukningu þjóðarútgjalda. Þetta kemur fram í endurskoðaðri þjóðhagsspá Hagstofu Íslands sem tekur til áranna 2018 til 2024. Næstu ár er gert ráð fyrir að hagvöxtur verði á bilinu 2,5-2,8%. Gert er ráð fyrir að hægja muni á vexti einkaneyslu í ár og að hann verði 3,6%. Uppfærðar fjárhagsáætlanir sveitarfélaga, ásamt fjárlögum 2019 sem afgreidd voru í desember síðastliðnum, gera það að verkum að endurskoðuð spá fyrir vöxt samneyslu í ár er 2,7%. Hægt hefur á fjárfestingu að undanförnu og er áætlað að hún aukist um rúmlega 1% í ár en vaxi hraðar eftir það. Gert er ráð fyrir að fjárfestingarstig verði lítillega yfir meðaltali síðustu 20 ára sem er í kringum 22% af landsframleiðslu. Útflutningshorfur hafa versnað frá fyrri spá vegna aukinnar óvissu í ferðaþjónustu og líkum á minna framboði flugs til landsins á árinu. Reiknað er með 1,6% vexti útflutnings á árinu. Eftir að gengi krónunnar tók að lækka síðastliðið haust versnuðu verðbólguhorfur. Í ár er spáð 3,8% verðbólgu, þar sem gengisáhrif vega þungt. Óvissa um verðbólguhorfur er þó töluverð vegna breytinga í ferðaþjónustu og útkomu kjarasamninga. Hagstofan gaf síðast út þjóðhagsspá 2. nóvember sl. og er næsta útgáfa fyrirhuguð í maí. Efnahagsmál Mest lesið Stjórnir Samkaupa og Heimkaupa undirrita samrunasamning Viðskipti innlent Gervigreindin: Píparinn öruggur en læknirinn ekki? Atvinnulíf Afkoma ársins undir væntingum Viðskipti innlent Landsbankinn fór fýluferð í Landsrétt vegna Borgunar Viðskipti innlent Örkvóti í loðnu gæti skilað milljarði í útflutningstekjur Viðskipti innlent Harma ónákvæma tilkynningu Kauphallar Viðskipti innlent Vetrarferð á verðlaunuðum rafbíl Samstarf Heimar kaupa umdeild hús á rúma sex milljarða Viðskipti innlent Skrifuðu undir viljayfirlýsingu um Coda-stöð í Ölfusi Viðskipti innlent „Óumflýjanlegt“ kílómetragjald kynnt í vikunni Neytendur Fleiri fréttir Stjórnir Samkaupa og Heimkaupa undirrita samrunasamning Örkvóti í loðnu gæti skilað milljarði í útflutningstekjur Afkoma ársins undir væntingum Harma ónákvæma tilkynningu Kauphallar Landsbankinn fór fýluferð í Landsrétt vegna Borgunar Skrifuðu undir viljayfirlýsingu um Coda-stöð í Ölfusi Loðnuvertíð eftir allt saman Heimar kaupa umdeild hús á rúma sex milljarða Play í sögulegri lægð eftir merkingu Kauphallar Bein útsending: Stærðin skiptir máli Rannsaka gögnin sem skera úr um hvort það verði loðnuvertíð Kaupin á TM: „Þetta mun einfaldlega ganga í gegn“ Árstekjur starfsmanna lækkuðu um fimmtung vegna loðnubrests „Tugir kúabúa gætu þurft að hætta“ „Það kæmi mér verulega á óvart ef þessi samruni yrði að veruleika“ Hulda ráðin framkvæmdastjóri Nox á Íslandi Bætast í eigendahóp Markarinnar Þriðjungur flugvéla Play leigðar út í næstum þrjú ár Fjallað um strandveiðar á Alþingi í sérstakri umræðu Samruninn skili ekki aukinni samkeppni Níu milljarða tap en staðan styrkist Fetar ekki í fótspor forvera sinna hvað ÁTVR varðar „Það er verið að vernda stórkaupmenn“ Nýir eigendur ætla að „troðfylla búðina af nauðsynjavöru” Undirbúa söluna áfram þrátt fyrir yfirlýsingu Arion banka Áttar sig ekki á bjartsýni Arion Níu matvælaframleiðendur hljóta styrk Guðjón og Ómar Ingi unnu Gulleggið Milljarðaviðskipti í bönkunum í morgunsárið Bankarnir áður svikið neytendur Sjá meira
Útlit er fyrir að verg landsframleiðsla aukist um 1,7% í ár. Það er nokkuð minni aukning miðað við meðalvöxt síðustu fimm ára sem er um 4,4%. Verri horfur í ár má meðal annars rekja til minni útflutnings, en reiknað er með tæplega 3% aukningu þjóðarútgjalda. Þetta kemur fram í endurskoðaðri þjóðhagsspá Hagstofu Íslands sem tekur til áranna 2018 til 2024. Næstu ár er gert ráð fyrir að hagvöxtur verði á bilinu 2,5-2,8%. Gert er ráð fyrir að hægja muni á vexti einkaneyslu í ár og að hann verði 3,6%. Uppfærðar fjárhagsáætlanir sveitarfélaga, ásamt fjárlögum 2019 sem afgreidd voru í desember síðastliðnum, gera það að verkum að endurskoðuð spá fyrir vöxt samneyslu í ár er 2,7%. Hægt hefur á fjárfestingu að undanförnu og er áætlað að hún aukist um rúmlega 1% í ár en vaxi hraðar eftir það. Gert er ráð fyrir að fjárfestingarstig verði lítillega yfir meðaltali síðustu 20 ára sem er í kringum 22% af landsframleiðslu. Útflutningshorfur hafa versnað frá fyrri spá vegna aukinnar óvissu í ferðaþjónustu og líkum á minna framboði flugs til landsins á árinu. Reiknað er með 1,6% vexti útflutnings á árinu. Eftir að gengi krónunnar tók að lækka síðastliðið haust versnuðu verðbólguhorfur. Í ár er spáð 3,8% verðbólgu, þar sem gengisáhrif vega þungt. Óvissa um verðbólguhorfur er þó töluverð vegna breytinga í ferðaþjónustu og útkomu kjarasamninga. Hagstofan gaf síðast út þjóðhagsspá 2. nóvember sl. og er næsta útgáfa fyrirhuguð í maí.
Efnahagsmál Mest lesið Stjórnir Samkaupa og Heimkaupa undirrita samrunasamning Viðskipti innlent Gervigreindin: Píparinn öruggur en læknirinn ekki? Atvinnulíf Afkoma ársins undir væntingum Viðskipti innlent Landsbankinn fór fýluferð í Landsrétt vegna Borgunar Viðskipti innlent Örkvóti í loðnu gæti skilað milljarði í útflutningstekjur Viðskipti innlent Harma ónákvæma tilkynningu Kauphallar Viðskipti innlent Vetrarferð á verðlaunuðum rafbíl Samstarf Heimar kaupa umdeild hús á rúma sex milljarða Viðskipti innlent Skrifuðu undir viljayfirlýsingu um Coda-stöð í Ölfusi Viðskipti innlent „Óumflýjanlegt“ kílómetragjald kynnt í vikunni Neytendur Fleiri fréttir Stjórnir Samkaupa og Heimkaupa undirrita samrunasamning Örkvóti í loðnu gæti skilað milljarði í útflutningstekjur Afkoma ársins undir væntingum Harma ónákvæma tilkynningu Kauphallar Landsbankinn fór fýluferð í Landsrétt vegna Borgunar Skrifuðu undir viljayfirlýsingu um Coda-stöð í Ölfusi Loðnuvertíð eftir allt saman Heimar kaupa umdeild hús á rúma sex milljarða Play í sögulegri lægð eftir merkingu Kauphallar Bein útsending: Stærðin skiptir máli Rannsaka gögnin sem skera úr um hvort það verði loðnuvertíð Kaupin á TM: „Þetta mun einfaldlega ganga í gegn“ Árstekjur starfsmanna lækkuðu um fimmtung vegna loðnubrests „Tugir kúabúa gætu þurft að hætta“ „Það kæmi mér verulega á óvart ef þessi samruni yrði að veruleika“ Hulda ráðin framkvæmdastjóri Nox á Íslandi Bætast í eigendahóp Markarinnar Þriðjungur flugvéla Play leigðar út í næstum þrjú ár Fjallað um strandveiðar á Alþingi í sérstakri umræðu Samruninn skili ekki aukinni samkeppni Níu milljarða tap en staðan styrkist Fetar ekki í fótspor forvera sinna hvað ÁTVR varðar „Það er verið að vernda stórkaupmenn“ Nýir eigendur ætla að „troðfylla búðina af nauðsynjavöru” Undirbúa söluna áfram þrátt fyrir yfirlýsingu Arion banka Áttar sig ekki á bjartsýni Arion Níu matvælaframleiðendur hljóta styrk Guðjón og Ómar Ingi unnu Gulleggið Milljarðaviðskipti í bönkunum í morgunsárið Bankarnir áður svikið neytendur Sjá meira