Óska eftir vinnufriði í kjölfar færslu borgarritara Kristín Ólafsdóttir skrifar 22. febrúar 2019 16:04 Starfsmannafélag Ráðhússins óskar eftir vinnufriði. Vísir/vilhelm Stjórn starfsmannafélags Ráðhúss Reykjavíkur óskar eftir því að „starfsfólk fái frið til að vinna vinnuna sína án þess að störf þess séu gerð tortryggileg og án þess að vera blandað í stjórnmálaumræðu sem á með réttu að eiga sér stað á milli kjörinna fulltrúa og á pólitískum vettvangi.“ Þetta kemur fram í yfirlýsingu frá stjórn starfsmannafélagsins sem send var fjölmiðlum í dag. Tilefni yfirlýsingarinnar er fjölmiðlaumfjöllun um bréf Stefáns Eiríkssonar borgarritara sem hann ritaði á lokuðum Facebook-vef sem starfsmenn Reykjavíkurborgar hafa aðgang að. Þar sagði Stefán að við blasti sú staða að fáir borgarfulltrúar eitri starfsumhverfi starfsfólks borgarinnar með fordæmalausri hegðun, atferli og framgöngu.Stefán Eiríksson, borgarritari.Í frétt RÚV í dag kom svo fram að uppsagnir tveggja starfsmanna Reykjavíkurborgar á yfirstandandi kjörtímabili megi rekja beint til starfsumhverfis í ráðhúsinu. Í yfirlýsingu stjórn starfsmannafélagsins er áréttað að „ekki eigi að gera starfsfólk Reykjavíkurborgar og störf þess að opinberu umtalsefni í pólitískum tilgangi.“ „Stjórnin minnir á að möguleikar starfsfólks til þátttöku í umræðunni og til þess að koma störfum sínum til varnar eru mjög takmarkaðir.“ Undir yfirlýsinguna skrifa Guðbjörg Lára Másdóttir, Tómas Ingi Adolfsson, Rósa Björg Borgþórsdóttir, Tinna Garðarsdóttir, Bjarni Þóroddsson, Baldur Örn Arnarson og Oddrún Helga Oddsdóttir. Borgarfulltrúar minnihlutans hafa brugðist við ummælum Stefáns í dag, þar á meðal Vigdís Hauksdóttir úr Miðflokki, Kolbrún Baldursdóttir úr Flokki fólksins og Eyþór Arnalds úr Sjálfstæðisflokki. Sá síðastnefndi sagði ummæli Stefáns óheppileg í viðtali um málið í Harmageddon á X-inu 977 í morgun. Borgarstjórn Reykjavík Tengdar fréttir Finnst Stefán Eiríksson vera að lýsa sjálfum sér með eiturummælum Eyþór Arnalds, borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins, segir ummæli Stefáns Eiríkssonar borgarritara óheppileg. Stefán lét ummælin falla í gær á lokuðum Facebook-vef sem starfsmenn Reykjavíkurborgar hafa aðgang að. 22. febrúar 2019 11:30 Mest lesið Sex fluttir á sjúkrahús eftir umferðarslys í Hörgársveit Innlent Lítill munur á bitum bitmýs og lúsmýs Innlent Minnst þrettán látnir og tuttugu barna saknað eftir flóð í Texas Erlent Kerecis bjargaði lífi skallaarnar í tæka tíð fyrir fjórða júlí Innlent Sósíalistum bolað úr Bolholti Innlent Lögregla hleypti manni inn sem hafði læst sig úti Innlent Nýtt bankaráð Seðlabankans skipað Innlent „Þá fylgir það börnum í gegnum skólakerfið og út í samfélagið“ Innlent Sambýliskonan sem sá allt og bróðirinn sem þekkti ekki fjölskylduna Innlent Inga mundaði skófluna við Sóltún Innlent Fleiri fréttir Kerecis bjargaði lífi skallaarnar í tæka tíð fyrir fjórða júlí Lögregla hleypti manni inn sem hafði læst sig úti Lítill munur á bitum bitmýs og lúsmýs Sex fluttir á sjúkrahús eftir umferðarslys í Hörgársveit Inga mundaði skófluna við Sóltún „Þá fylgir það börnum í gegnum skólakerfið og út í samfélagið“ Nýtt bankaráð Seðlabankans skipað Sósíalistum bolað úr Bolholti Sýknaður af kæru Samtakanna 78 um hatursorðræðu Lokametrar, bútasaumur og Starbucks Veiðigjaldið aftur í nefnd og viðræður komnar á lokametra Lára snýr sér að kynningarstörfum fyrir HR Bætti þúsund tonnum í strandveiðipottinn Skellt upp úr í þingsal þegar ráðherra reyndi að mynda hjarta Rúv vildi Ísraelsmenn burt en þeir sluppu með skrekkinn í bili Lögðu hald á mikið magn fíkniefna og fleiri milljónir Eiríkur, Eyvindur og Þorbjörg sækjast eftir dómaraskikkjunni Samfylking tekur aftur fram úr Sjálfstæðisflokki Skoða málið en hafa ekki tekið endanlega ákvörðun um aðgerðir Stór ferðahelgi framundan og bæjarhátíðir víða um land Skjálfti að stærð 3,6 í Bárðarbungu Þingmenn upplitsdjarfir Öðrum þeirra handteknu sleppt úr haldi Þokast í samkomulagsátt á þingi Sakfelldur en ekki gerð refsing fyrir að bana móður sinni Tveir handteknir eftir húsleit í Laugardal og Kópavogi Bandaríska sendiráðið elur á ótta við hælisleitendur og útlendinga Vonast til að samkomulag náist innan skamms, vonandi í dag Sambýliskonan sem sá allt og bróðirinn sem þekkti ekki fjölskylduna Engar fréttir af þinglokum en veiðigjöldin ekki á dagskrá í dag Sjá meira
Stjórn starfsmannafélags Ráðhúss Reykjavíkur óskar eftir því að „starfsfólk fái frið til að vinna vinnuna sína án þess að störf þess séu gerð tortryggileg og án þess að vera blandað í stjórnmálaumræðu sem á með réttu að eiga sér stað á milli kjörinna fulltrúa og á pólitískum vettvangi.“ Þetta kemur fram í yfirlýsingu frá stjórn starfsmannafélagsins sem send var fjölmiðlum í dag. Tilefni yfirlýsingarinnar er fjölmiðlaumfjöllun um bréf Stefáns Eiríkssonar borgarritara sem hann ritaði á lokuðum Facebook-vef sem starfsmenn Reykjavíkurborgar hafa aðgang að. Þar sagði Stefán að við blasti sú staða að fáir borgarfulltrúar eitri starfsumhverfi starfsfólks borgarinnar með fordæmalausri hegðun, atferli og framgöngu.Stefán Eiríksson, borgarritari.Í frétt RÚV í dag kom svo fram að uppsagnir tveggja starfsmanna Reykjavíkurborgar á yfirstandandi kjörtímabili megi rekja beint til starfsumhverfis í ráðhúsinu. Í yfirlýsingu stjórn starfsmannafélagsins er áréttað að „ekki eigi að gera starfsfólk Reykjavíkurborgar og störf þess að opinberu umtalsefni í pólitískum tilgangi.“ „Stjórnin minnir á að möguleikar starfsfólks til þátttöku í umræðunni og til þess að koma störfum sínum til varnar eru mjög takmarkaðir.“ Undir yfirlýsinguna skrifa Guðbjörg Lára Másdóttir, Tómas Ingi Adolfsson, Rósa Björg Borgþórsdóttir, Tinna Garðarsdóttir, Bjarni Þóroddsson, Baldur Örn Arnarson og Oddrún Helga Oddsdóttir. Borgarfulltrúar minnihlutans hafa brugðist við ummælum Stefáns í dag, þar á meðal Vigdís Hauksdóttir úr Miðflokki, Kolbrún Baldursdóttir úr Flokki fólksins og Eyþór Arnalds úr Sjálfstæðisflokki. Sá síðastnefndi sagði ummæli Stefáns óheppileg í viðtali um málið í Harmageddon á X-inu 977 í morgun.
Borgarstjórn Reykjavík Tengdar fréttir Finnst Stefán Eiríksson vera að lýsa sjálfum sér með eiturummælum Eyþór Arnalds, borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins, segir ummæli Stefáns Eiríkssonar borgarritara óheppileg. Stefán lét ummælin falla í gær á lokuðum Facebook-vef sem starfsmenn Reykjavíkurborgar hafa aðgang að. 22. febrúar 2019 11:30 Mest lesið Sex fluttir á sjúkrahús eftir umferðarslys í Hörgársveit Innlent Lítill munur á bitum bitmýs og lúsmýs Innlent Minnst þrettán látnir og tuttugu barna saknað eftir flóð í Texas Erlent Kerecis bjargaði lífi skallaarnar í tæka tíð fyrir fjórða júlí Innlent Sósíalistum bolað úr Bolholti Innlent Lögregla hleypti manni inn sem hafði læst sig úti Innlent Nýtt bankaráð Seðlabankans skipað Innlent „Þá fylgir það börnum í gegnum skólakerfið og út í samfélagið“ Innlent Sambýliskonan sem sá allt og bróðirinn sem þekkti ekki fjölskylduna Innlent Inga mundaði skófluna við Sóltún Innlent Fleiri fréttir Kerecis bjargaði lífi skallaarnar í tæka tíð fyrir fjórða júlí Lögregla hleypti manni inn sem hafði læst sig úti Lítill munur á bitum bitmýs og lúsmýs Sex fluttir á sjúkrahús eftir umferðarslys í Hörgársveit Inga mundaði skófluna við Sóltún „Þá fylgir það börnum í gegnum skólakerfið og út í samfélagið“ Nýtt bankaráð Seðlabankans skipað Sósíalistum bolað úr Bolholti Sýknaður af kæru Samtakanna 78 um hatursorðræðu Lokametrar, bútasaumur og Starbucks Veiðigjaldið aftur í nefnd og viðræður komnar á lokametra Lára snýr sér að kynningarstörfum fyrir HR Bætti þúsund tonnum í strandveiðipottinn Skellt upp úr í þingsal þegar ráðherra reyndi að mynda hjarta Rúv vildi Ísraelsmenn burt en þeir sluppu með skrekkinn í bili Lögðu hald á mikið magn fíkniefna og fleiri milljónir Eiríkur, Eyvindur og Þorbjörg sækjast eftir dómaraskikkjunni Samfylking tekur aftur fram úr Sjálfstæðisflokki Skoða málið en hafa ekki tekið endanlega ákvörðun um aðgerðir Stór ferðahelgi framundan og bæjarhátíðir víða um land Skjálfti að stærð 3,6 í Bárðarbungu Þingmenn upplitsdjarfir Öðrum þeirra handteknu sleppt úr haldi Þokast í samkomulagsátt á þingi Sakfelldur en ekki gerð refsing fyrir að bana móður sinni Tveir handteknir eftir húsleit í Laugardal og Kópavogi Bandaríska sendiráðið elur á ótta við hælisleitendur og útlendinga Vonast til að samkomulag náist innan skamms, vonandi í dag Sambýliskonan sem sá allt og bróðirinn sem þekkti ekki fjölskylduna Engar fréttir af þinglokum en veiðigjöldin ekki á dagskrá í dag Sjá meira
Finnst Stefán Eiríksson vera að lýsa sjálfum sér með eiturummælum Eyþór Arnalds, borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins, segir ummæli Stefáns Eiríkssonar borgarritara óheppileg. Stefán lét ummælin falla í gær á lokuðum Facebook-vef sem starfsmenn Reykjavíkurborgar hafa aðgang að. 22. febrúar 2019 11:30