Fokdýr brautryðjandi Þórgnýr Einar Albertsson skrifar 23. febrúar 2019 08:15 Of snemmt er að segja hvort símarnir séu til þess fallnir að hrinda aftur af stað staðnandi snjallsímamarkaði en erlenda tæknipressan hefur fjallað ítarlega um nýju símana og um fátt annað er talað í heimi neytendatækni þessa vikuna. AP/Eric Risberg Það er óhætt að segja að kóreski risinn Samsung hafi átt vikuna í tækniheiminum. Á kynningarfundi í vikunni kynnti fyrirtækið nýjustu símana í flaggskipslínunni Galaxy S. En það dugði ekki Samsung enda sýndi fyrirtækið í fyrsta sinn hinn stórmerkilega, brautryðjandi og jafnframt fokdýra Galaxy Fold. Of snemmt er að segja hvort símarnir séu til þess fallnir að hrinda aftur af stað staðnandi snjallsímamarkaði en erlenda tæknipressan hefur fjallað ítarlega um nýju símana og um fátt annað er talað í heimi neytendatækni þessa vikuna. Nýja S10 línan er fjórþætt. S10 er grunnmódelið en að auki er hægt að fá stærri og sterkari S10 Plus eða minni og ódýrari S10E. En 5G nettækni er á leiðinni. Því er einnig hægt að kaupa sérstaka 5G útgáfu sem heitir því frumlega nafni S10 5G. Síminn fylgir þeirri hönnunartísku að hafa fjölmargar myndavélar, allt frá þremur í S10E til sex í S10 5G. Öfugt við iPhone er hins vegar ekki hak á skjánum fyrir myndavél á framhlið heldur er myndavélin í litlum hring sem er klipptur í skjáinn. Áhugaverðasta nýbreytnin frá Samsung er þó sú að símarnir geta nýtt rafhlöðu sína til þess að hlaða aukahluti á borð við snjallúr eða heyrnartól. Og það þráðlaust. En lykilstykkið er auðvitað Galaxy Fold. Hann er eiginlega samlokusími, svona eins og tíðkaðist í gamla daga. Sem sagt samanbrjótanlegur. Síminn er útbúinn nokkuð litlum 4,6 tommu skjá framan á, að minnsta kosti miðað við það sem neytendur hafa fengið að venjast undanfarin misseri. En þegar hann er opnaður, líkt og veski, tekur við manni risavaxinn 7,3 tommu skjár. Til samanburðar er skjárinn á iPhone XS Max 6,5 tommur. Þótt kínverska fyrirtækið Royole hafi kynnt hinn samanbrjótanlega Flexpai í fyrra er Fold fyrsti slíki síminn sem á raunverulega möguleika á því að ná einhverri útbreiðslu. Er bæði þróaðri og verður betur markaðssettur. Samsung sýndi á kynningu sinni að stóri skjárinn tekur einfaldlega við af litla skjánum þegar síminn er opnaður. Appið sem maður var með opið helst sum sé á sama stað. Þá er einnig hægt að nota þrjú öpp í einu á stóra skjánum. Búnaðurinn inni í símanum er umtalsverður. Ein myndavél framan á, þrjár aftan á og tvær að innan. Tvöföld, stór 4.380 mAh rafhlaða, tólf gígabæta vinnsluminni og átta kjarna Snapdragon 855 örgjörvi frá Qualcomm. Þetta kemur hins vegar til með að kosta sitt. Verðið á ódýrustu týpunni er 1.980 Bandaríkjadalir. Það voru heilar 235.897 krónur á gengi gærdagsins. Ekki liggur fyrir hvað dýrari týpur kosta. Tæknimiðillinn Cnet benti á að þótt samanbrjótanlegir símar virtust vera framtíðin, og þótt Fold væri betri en iPhone XS, sé ekki endilega ráðlegt fyrir neytendur að fjárfesta í gripnum. „Galaxy Fold er ekki ætlað að verða vinsælasti síminn á markaðnum. Að minnsta kosti ekki strax. Þetta er montvara fyrir Samsung sem markaðssett er fyrir harðkjarnatækniáhugafólk,“ sagði greinandinn Avi Greengart við miðilinn.Huawei stríddi Samsung á Twitter.Nordicphotos/AFPHuawei egnir Samsung Tækniáhugafólk kannast ef til vill við auglýsingar sem Samsung hefur reglulega gert til nokkurra ára þar sem fyrirtækið gerir grín að Apple. Til að mynda fyrir að fjarlægja heyrnartólatengið eða fyrir hið svokallaða hak sem er á skjám nýju iPhone X-línunnar. En svo virðist sem Samsung sé komið með sitt eigið Samsung. Það er að segja samkeppnisaðila sem potar, ergir og egnir. Hið kínverska Huawei, sem hefur ítrekað neitað alvarlegum ásökunum um njósnir fyrir hönd ríkisstjórnarinnar, mun kynna nýja síma á Mobile World Conference í Barcelona sem hefst á mánudaginn. Huawei birti því alls konar tíst um Samsung á meðan og eftir Kóreubúarnir kynntu síma síma í vikunni. Gert var grín að því að andlitsskanni Samsung, notaður til að aflæsa símanum, skannaði í tvívídd, ekki þrívídd eins og Huawei. Kínverjarnir buðu Samsung svo velkomin í „þriggja myndavéla klúbbinn“ og minnti á að Mate 20 símar sínir hefðu verið fyrri til að hafa þrjár myndavélar á bakhliðinni. Huawei minnti svo einnig á að Huawei-símar síðasta árs hefðu getað hlaðið aukatæki þráðlaust. Birtist í Fréttablaðinu Samsung Tækni Mest lesið Aldrei jafn margir ferðast með Icelandair Viðskipti innlent Olíufélögin hafi hætt við að elta Costco Neytendur Mælir ekki með „TikTok-sparnaðarleiðunum“ Neytendur Mannauðsmál: „Enn of mikil tilhneiging til að taka ekki á málum“ Atvinnulíf „Þá hugsuðu menn: Fínt, fáum konurnar í þessi störf“ Atvinnulíf „Ásta mín, ef þú segir nei við þessu tilboði þá rek ég þig“ Atvinnulíf Næstum allir nýir bílar í Noregi rafmagnsbílar Viðskipti erlent Sorpa undirbýr sig fyrir þjónustufall Neytendur Strætómiðinn dýrari Neytendur Kaffispjallið '24: Þar sem jafnvel dýpstu leyndarmálin eru afhjúpuð... Atvinnulíf Fleiri fréttir Biden stöðvar japanska yfirtöku á US Steel Næstum allir nýir bílar í Noregi rafmagnsbílar Sjónvarpskóngur allur Gervigreindin sögð „bjargvættur“ jarðgassiðnaðarins Bölvað basl á Bond Halda áfram bitcoin-braski þrátt fyrir samkomulag við AGS Draga úr rafmyntarvæðingu til að fá lán frá AGS TikTok fær síðasta séns fyrir Hæstarétti Ræða samruna Honda og Nissan Bitcoin nær nýjum hæðum vegna Trumps Enn þynnri og samanbrjótanlegur iPhone Vesen á Messenger, Facebook og Instagram Verð á kaffi sögulega hátt Loka á aðgengi Bandaríkjamanna að mikilvægum málmum Dómari fellir aftur úr gildi 56 milljarða dala launapakka Musk Danska ríkið kaupir Kastrup Sjá meira
Það er óhætt að segja að kóreski risinn Samsung hafi átt vikuna í tækniheiminum. Á kynningarfundi í vikunni kynnti fyrirtækið nýjustu símana í flaggskipslínunni Galaxy S. En það dugði ekki Samsung enda sýndi fyrirtækið í fyrsta sinn hinn stórmerkilega, brautryðjandi og jafnframt fokdýra Galaxy Fold. Of snemmt er að segja hvort símarnir séu til þess fallnir að hrinda aftur af stað staðnandi snjallsímamarkaði en erlenda tæknipressan hefur fjallað ítarlega um nýju símana og um fátt annað er talað í heimi neytendatækni þessa vikuna. Nýja S10 línan er fjórþætt. S10 er grunnmódelið en að auki er hægt að fá stærri og sterkari S10 Plus eða minni og ódýrari S10E. En 5G nettækni er á leiðinni. Því er einnig hægt að kaupa sérstaka 5G útgáfu sem heitir því frumlega nafni S10 5G. Síminn fylgir þeirri hönnunartísku að hafa fjölmargar myndavélar, allt frá þremur í S10E til sex í S10 5G. Öfugt við iPhone er hins vegar ekki hak á skjánum fyrir myndavél á framhlið heldur er myndavélin í litlum hring sem er klipptur í skjáinn. Áhugaverðasta nýbreytnin frá Samsung er þó sú að símarnir geta nýtt rafhlöðu sína til þess að hlaða aukahluti á borð við snjallúr eða heyrnartól. Og það þráðlaust. En lykilstykkið er auðvitað Galaxy Fold. Hann er eiginlega samlokusími, svona eins og tíðkaðist í gamla daga. Sem sagt samanbrjótanlegur. Síminn er útbúinn nokkuð litlum 4,6 tommu skjá framan á, að minnsta kosti miðað við það sem neytendur hafa fengið að venjast undanfarin misseri. En þegar hann er opnaður, líkt og veski, tekur við manni risavaxinn 7,3 tommu skjár. Til samanburðar er skjárinn á iPhone XS Max 6,5 tommur. Þótt kínverska fyrirtækið Royole hafi kynnt hinn samanbrjótanlega Flexpai í fyrra er Fold fyrsti slíki síminn sem á raunverulega möguleika á því að ná einhverri útbreiðslu. Er bæði þróaðri og verður betur markaðssettur. Samsung sýndi á kynningu sinni að stóri skjárinn tekur einfaldlega við af litla skjánum þegar síminn er opnaður. Appið sem maður var með opið helst sum sé á sama stað. Þá er einnig hægt að nota þrjú öpp í einu á stóra skjánum. Búnaðurinn inni í símanum er umtalsverður. Ein myndavél framan á, þrjár aftan á og tvær að innan. Tvöföld, stór 4.380 mAh rafhlaða, tólf gígabæta vinnsluminni og átta kjarna Snapdragon 855 örgjörvi frá Qualcomm. Þetta kemur hins vegar til með að kosta sitt. Verðið á ódýrustu týpunni er 1.980 Bandaríkjadalir. Það voru heilar 235.897 krónur á gengi gærdagsins. Ekki liggur fyrir hvað dýrari týpur kosta. Tæknimiðillinn Cnet benti á að þótt samanbrjótanlegir símar virtust vera framtíðin, og þótt Fold væri betri en iPhone XS, sé ekki endilega ráðlegt fyrir neytendur að fjárfesta í gripnum. „Galaxy Fold er ekki ætlað að verða vinsælasti síminn á markaðnum. Að minnsta kosti ekki strax. Þetta er montvara fyrir Samsung sem markaðssett er fyrir harðkjarnatækniáhugafólk,“ sagði greinandinn Avi Greengart við miðilinn.Huawei stríddi Samsung á Twitter.Nordicphotos/AFPHuawei egnir Samsung Tækniáhugafólk kannast ef til vill við auglýsingar sem Samsung hefur reglulega gert til nokkurra ára þar sem fyrirtækið gerir grín að Apple. Til að mynda fyrir að fjarlægja heyrnartólatengið eða fyrir hið svokallaða hak sem er á skjám nýju iPhone X-línunnar. En svo virðist sem Samsung sé komið með sitt eigið Samsung. Það er að segja samkeppnisaðila sem potar, ergir og egnir. Hið kínverska Huawei, sem hefur ítrekað neitað alvarlegum ásökunum um njósnir fyrir hönd ríkisstjórnarinnar, mun kynna nýja síma á Mobile World Conference í Barcelona sem hefst á mánudaginn. Huawei birti því alls konar tíst um Samsung á meðan og eftir Kóreubúarnir kynntu síma síma í vikunni. Gert var grín að því að andlitsskanni Samsung, notaður til að aflæsa símanum, skannaði í tvívídd, ekki þrívídd eins og Huawei. Kínverjarnir buðu Samsung svo velkomin í „þriggja myndavéla klúbbinn“ og minnti á að Mate 20 símar sínir hefðu verið fyrri til að hafa þrjár myndavélar á bakhliðinni. Huawei minnti svo einnig á að Huawei-símar síðasta árs hefðu getað hlaðið aukatæki þráðlaust.
Birtist í Fréttablaðinu Samsung Tækni Mest lesið Aldrei jafn margir ferðast með Icelandair Viðskipti innlent Olíufélögin hafi hætt við að elta Costco Neytendur Mælir ekki með „TikTok-sparnaðarleiðunum“ Neytendur Mannauðsmál: „Enn of mikil tilhneiging til að taka ekki á málum“ Atvinnulíf „Þá hugsuðu menn: Fínt, fáum konurnar í þessi störf“ Atvinnulíf „Ásta mín, ef þú segir nei við þessu tilboði þá rek ég þig“ Atvinnulíf Næstum allir nýir bílar í Noregi rafmagnsbílar Viðskipti erlent Sorpa undirbýr sig fyrir þjónustufall Neytendur Strætómiðinn dýrari Neytendur Kaffispjallið '24: Þar sem jafnvel dýpstu leyndarmálin eru afhjúpuð... Atvinnulíf Fleiri fréttir Biden stöðvar japanska yfirtöku á US Steel Næstum allir nýir bílar í Noregi rafmagnsbílar Sjónvarpskóngur allur Gervigreindin sögð „bjargvættur“ jarðgassiðnaðarins Bölvað basl á Bond Halda áfram bitcoin-braski þrátt fyrir samkomulag við AGS Draga úr rafmyntarvæðingu til að fá lán frá AGS TikTok fær síðasta séns fyrir Hæstarétti Ræða samruna Honda og Nissan Bitcoin nær nýjum hæðum vegna Trumps Enn þynnri og samanbrjótanlegur iPhone Vesen á Messenger, Facebook og Instagram Verð á kaffi sögulega hátt Loka á aðgengi Bandaríkjamanna að mikilvægum málmum Dómari fellir aftur úr gildi 56 milljarða dala launapakka Musk Danska ríkið kaupir Kastrup Sjá meira