Guðbjörg Jóna Íslandsmeistari í 60 metra hlaupi Ástrós Ýr Eggertsdóttir skrifar 23. febrúar 2019 16:19 Guðbjörg Jóna skaust upp á stjörnuhimininn síðasta sumar mynd/skjáskot Guðbjörg Jóna Bjarnadóttir er Íslandsmeistari í 60 metra hlaupi innanhúss. Juan Ramon Borges vann á sjónarmun í sömu vegalengd. Guðbjörg kom fyrst í mark í úrslitunum í 60 metra hlaupi á Meistaramóti Íslands sem haldið er í Kaplakrika um helgina. Sigurtíminn var 7,54 sekúndur, þrettán sekúndubrotum betri en hjá Hafdísi Sigurðardóttur sem lenti í öðru sæti. Andrea Torfadóttir varð þriðja á 7,69 sem er jöfnun á hennar besta árangri. Íslandsmetið í greininni á Tiana Ósk Whitworth frá því í fyrra 7,47 sekúndur. Í karlaflokki hreppti Juan Ramon Borges Íslandsmeistaratitilinn. Hann kom í mark á sama tíma og Ísak Óli Traustason, 7,07 sekúndum, en vann á sjónarmun. Þriðji varð Guðmundur Ágúst Thoroddsen á 7,12 sekúndum. Guðbjörg Jóna var einnig á meðal keppenda í 400 metra hlaupi en þar varð hún að gera sér silfrið að góðu. Hún kom í mark á 56,38 sekúndum en sigurtíminn var 56,22. Hann átti Þórdís Eva Steinsdóttir úr FH. Mark Wesley Johnson gerði sér lítið fyrir og vann stangarstökk karla en hann er nýbúinn að draga fram skóna af hillunni. Hann stökk hæst 4,50 metra. Guðmundur Karl Úlfarsson varð annar og Þovaldur Tumi Baldursson þriðji. María Rún Gunnlaugsdóttir hreppti Íslandsmeistaratitilinn í hástökki með því að stökkva 1,70 metra. Kristín Liv Svabo Jónsdóttir varð önnur og Helga Þóra Sigurjónsdóttir þriðja. Í þrístökki var Irma Gunnarsdóttir hlutskörpust með stökki upp á 12,03 metra sem er bæting á hennar besta árangri. Hún vann með nokkrum yfirburðum en Hildigunnur Þórarinsdóttir var önnur með lengst 11,71 metra. Kristinn Torfason vann þrístökkskeppni karla með stökki upp á 14,30 metra. Bjarki Rúnar Kristinsson varð annar og Viktor Logi Pétursson þriðji. Frjálsar íþróttir Mest lesið Segist „hafa dáið fjórum sinnum“ og er nánast óþekkjanlegur í dag Sport Síðasti séns á að vinna milljónir Fótbolti Hneykslast á kostnaði við kveðjuveislu Þóris og Lio Handbolti Þegar náttúran kallar í miðjum klíðum Sport Stefán mætir Liverpool þrátt fyrir fráfall Jota Enski boltinn EM í dag: Of langt gengið að kalla mig nautheimskan Fótbolti Ajax riftir samningi Jordans Henderson Fótbolti Messi í stuði í nótt og nældi sér í enn eitt metið Fótbolti Hægt að gista í glæsihúsi Michael Jordan Körfubolti Sex hafa ekkert spilað á EM Fótbolti Fleiri fréttir Arsenal eflir miðjuna enn frekar Sex hafa ekkert spilað á EM Sjáðu strákana á N1 mótinu sýna snilli sína „Þetta gerist rosa hratt“ Stefán mætir Liverpool þrátt fyrir fráfall Jota Ajax riftir samningi Jordans Henderson Síðasti séns á að vinna milljónir Missum Hondúras upp fyrir okkur en höldum sama sæti á FIFA listanum Missir af leik á EM vegna höfuðmeiðsla Hneykslast á kostnaði við kveðjuveislu Þóris og Lio Segist „hafa dáið fjórum sinnum“ og er nánast óþekkjanlegur í dag Sengun í fantaformi í sumarfríinu Messi í stuði í nótt og nældi sér í enn eitt metið Hægt að gista í glæsihúsi Michael Jordan Dagskráin í dag: Íslenskir Evrópuleikir Shai Gilgeous-Alexander og Angel Reese framan á 2K26 Hélt fótboltabúðir fyrir hinsegin ungmenni Sengun í fantaformi í sumarfríinu Brottreksturinn kom Horner í opna skjöldu Djokovic í undanúrslit í fjórtánda sinn Algjörir yfirburðir PSG gegn Real Madrid United boðið að skrapa botninn á tunnunni Jokic framlengir ekki að sinni Samþykkja tilboð Tottenham í Kudus Frakkar sýndu styrk sinn Landsliðsþjálfaranum létt og spenna í hópnum Ancelotti dæmdur fyrir skattsvik Safna stuðningsfólki í fría rútu með fljótandi veigar Englendingar hrukku heldur betur í gang Skoraði yfir sex hundruð mörk á tímabilinu Sjá meira
Guðbjörg Jóna Bjarnadóttir er Íslandsmeistari í 60 metra hlaupi innanhúss. Juan Ramon Borges vann á sjónarmun í sömu vegalengd. Guðbjörg kom fyrst í mark í úrslitunum í 60 metra hlaupi á Meistaramóti Íslands sem haldið er í Kaplakrika um helgina. Sigurtíminn var 7,54 sekúndur, þrettán sekúndubrotum betri en hjá Hafdísi Sigurðardóttur sem lenti í öðru sæti. Andrea Torfadóttir varð þriðja á 7,69 sem er jöfnun á hennar besta árangri. Íslandsmetið í greininni á Tiana Ósk Whitworth frá því í fyrra 7,47 sekúndur. Í karlaflokki hreppti Juan Ramon Borges Íslandsmeistaratitilinn. Hann kom í mark á sama tíma og Ísak Óli Traustason, 7,07 sekúndum, en vann á sjónarmun. Þriðji varð Guðmundur Ágúst Thoroddsen á 7,12 sekúndum. Guðbjörg Jóna var einnig á meðal keppenda í 400 metra hlaupi en þar varð hún að gera sér silfrið að góðu. Hún kom í mark á 56,38 sekúndum en sigurtíminn var 56,22. Hann átti Þórdís Eva Steinsdóttir úr FH. Mark Wesley Johnson gerði sér lítið fyrir og vann stangarstökk karla en hann er nýbúinn að draga fram skóna af hillunni. Hann stökk hæst 4,50 metra. Guðmundur Karl Úlfarsson varð annar og Þovaldur Tumi Baldursson þriðji. María Rún Gunnlaugsdóttir hreppti Íslandsmeistaratitilinn í hástökki með því að stökkva 1,70 metra. Kristín Liv Svabo Jónsdóttir varð önnur og Helga Þóra Sigurjónsdóttir þriðja. Í þrístökki var Irma Gunnarsdóttir hlutskörpust með stökki upp á 12,03 metra sem er bæting á hennar besta árangri. Hún vann með nokkrum yfirburðum en Hildigunnur Þórarinsdóttir var önnur með lengst 11,71 metra. Kristinn Torfason vann þrístökkskeppni karla með stökki upp á 14,30 metra. Bjarki Rúnar Kristinsson varð annar og Viktor Logi Pétursson þriðji.
Frjálsar íþróttir Mest lesið Segist „hafa dáið fjórum sinnum“ og er nánast óþekkjanlegur í dag Sport Síðasti séns á að vinna milljónir Fótbolti Hneykslast á kostnaði við kveðjuveislu Þóris og Lio Handbolti Þegar náttúran kallar í miðjum klíðum Sport Stefán mætir Liverpool þrátt fyrir fráfall Jota Enski boltinn EM í dag: Of langt gengið að kalla mig nautheimskan Fótbolti Ajax riftir samningi Jordans Henderson Fótbolti Messi í stuði í nótt og nældi sér í enn eitt metið Fótbolti Hægt að gista í glæsihúsi Michael Jordan Körfubolti Sex hafa ekkert spilað á EM Fótbolti Fleiri fréttir Arsenal eflir miðjuna enn frekar Sex hafa ekkert spilað á EM Sjáðu strákana á N1 mótinu sýna snilli sína „Þetta gerist rosa hratt“ Stefán mætir Liverpool þrátt fyrir fráfall Jota Ajax riftir samningi Jordans Henderson Síðasti séns á að vinna milljónir Missum Hondúras upp fyrir okkur en höldum sama sæti á FIFA listanum Missir af leik á EM vegna höfuðmeiðsla Hneykslast á kostnaði við kveðjuveislu Þóris og Lio Segist „hafa dáið fjórum sinnum“ og er nánast óþekkjanlegur í dag Sengun í fantaformi í sumarfríinu Messi í stuði í nótt og nældi sér í enn eitt metið Hægt að gista í glæsihúsi Michael Jordan Dagskráin í dag: Íslenskir Evrópuleikir Shai Gilgeous-Alexander og Angel Reese framan á 2K26 Hélt fótboltabúðir fyrir hinsegin ungmenni Sengun í fantaformi í sumarfríinu Brottreksturinn kom Horner í opna skjöldu Djokovic í undanúrslit í fjórtánda sinn Algjörir yfirburðir PSG gegn Real Madrid United boðið að skrapa botninn á tunnunni Jokic framlengir ekki að sinni Samþykkja tilboð Tottenham í Kudus Frakkar sýndu styrk sinn Landsliðsþjálfaranum létt og spenna í hópnum Ancelotti dæmdur fyrir skattsvik Safna stuðningsfólki í fría rútu með fljótandi veigar Englendingar hrukku heldur betur í gang Skoraði yfir sex hundruð mörk á tímabilinu Sjá meira