Íslenskur hjálparstarfsmaður í Kólumbíu segir ástandið viðkvæmt Elísabet Inga Sigurðardóttir skrifar 24. febrúar 2019 19:30 Íslenskur hjálparstarfsmaður sem staddur er við landamæri Venesúela og Kólumbíu segir ástandið þar viðkvæmt. Minnst þrjár milljónir hafa flúið land sökum efnahagsástands, en sitjandi forseti hefur lokað landamærunum og afþakkað alla utanaðkomandi aðstoð. Minnst tveir eru látnir og 300 hafa slasast í átökum við herinn en almennir íbúar reyna í miklu mæli að flýja landið enda nær ógerlegt að búa þar sökum efnahagsástands. Í fyrra var verðbólga þar svo há að verðlag tvöfaldaðist á nítján daga fresti að meðaltali. Matar- og lyfjaskortur hefur leikið íbúa landsins grátt og hafa minnst þrjár milljónir manna flúið land. Hjálparstarfsmennirnir Dagbjartur Brynjarsson og Ingólfur Haraldsson eru staddir á landamærunum við Kólumbíu þar sem þeir vinna að því að tryggja fjarskipti á svæðinu fyrir flóttafólk og hjálparstofnanir. „Ástandið í gær var engan veginn gott. Það er ofboðslega erfitt að leggja mat á næstu skref. Vonandi fer herinn að snúa sér að Hvan Gvædó og styðja við hann þannig að það sé hægt að leysa þetta friðsamlega. En því miður eru líka merki þess að svo verði ekki,“ sagði Dagbjartur Brynjarsson, hjálparstarfsmaður. Nikolas Madúró, sitjandi forseti hefur lokað landamærunum og afþakkað alla utanaðkomandi aðstoð. „Það er alveg ljóst að þörfin á netkefum hér er miklu meiri en við getum uppfyllt með þeim fjármunum sem við höfum tryggt í verkefnið. Fólk er mjög þakklátt fyrir það að ná því að tengjast við fjölskyldu , vini og ættingja,“ sagði Dagbjartur. Algjörlega óljóst er hvernig valdabaráttan muni enda og miklar líkur á borgarastyrjöld. Kólumbía Venesúela Tengdar fréttir Brenndu hjálpargögn og skutu á mótmælendur Hermenn hliðhollir Nicolas Maduro, forseta Venesúela, beittu valdi til að reka bílalestir með hjálpargögn frá landamærum ríkisins og Kólumbíu í nótt. 24. febrúar 2019 08:00 Íslenskur hjálparstarfsmaður í Kólumbíu: Finna fyrir aukinni spennu á landamærum Venesúela Dagbjartur Brynjarsson segir hjálparstarfsmenn finna fyrir aukinni spennu á landamærum Kólumbíu og Venesúela. 24. febrúar 2019 12:15 Mest lesið Fékk áfall þegar ranglega var fullyrt að stunguárásin hafi gerst á heimili hennar Innlent Telur ólíðandi að ekki hafi verið hægt að úrskurða afa sinn látinn um jólin Innlent „Ekki gera lítið úr þriðja formanninum“ Innlent Maður lést í sprengingu um borð í skipi Smyril Line Erlent Skaut sig áður en bíllinn sprakk Erlent Maduro leggur fé til höfuðs keppinauti sínum Erlent Þrír menn leiddir frá borði Play-flugvélar Innlent Helstu breytingarnar á buddunni: Vextir lækka áfram og eldsneyti hækkar um fimm prósent Innlent Viðreisn og Framsókn dala en sósíalistar yfir kjörfylgi Innlent Vinna að því að koma í veg fyrir frekari aðgerðir hjá kennurum Innlent Fleiri fréttir Hafdís og Sandra vilja stjórna Litla-Hrauni Vinnufundur ráðherra á Þingvöllum hafinn Fékk áfall þegar ranglega var fullyrt að stunguárásin hafi gerst á heimili hennar Viðreisn og Framsókn dala en sósíalistar yfir kjörfylgi Ungmenni skar sig á múrstein sem var kastað inn um glugga Vinna að því að koma í veg fyrir frekari aðgerðir hjá kennurum „Við værum klaufaleg ef það væri ekki“ Telur ólíðandi að ekki hafi verið hægt að úrskurða afa sinn látinn um jólin „Ekki gera lítið úr þriðja formanninum“ Flugeldaruslið notað til að framleiða orku í Svíþjóð Helstu breytingarnar á buddunni: Vextir lækka áfram og eldsneyti hækkar um fimm prósent Metfjöldi sparnaðarráða til nýrrar ríkisstjórnar Ísstífla og flóð í Hvítá Sparnaðarleit, flugeldarusl og kuldaþjálfun í beinni Með Loga þegar hann skreið inn á þing og núna í ráðuneytinu Hugtakið þjóðarmorð sé lagatæknileg skilgreining Hraunbreiðan enn heit og hættuleg göngufólki Þrír menn leiddir frá borði Play-flugvélar Kristrún leitar ekki langt yfir skammt að hægri hönd Harður árekstur á Fífuhvammsvegi Valdimar tekinn við af Rósu sem bæjarstjóri Jakob Birgisson og Þórólfur Heiðar aðstoðarmenn Þorbjargar Kristrún auglýsir eftir sparnaðarráðum Ingileif aðstoðarmaður í utanríkisráðuneytinu Talinn hafa drepið hjónin í Neskaupstað með hamri Sundabraut forgangsmál, fjármögnuð með veggjöldum Greiða atkvæði um tillögu Kristrúnar um „flottan einstakling“ Tungumálaörðugleikar tefji fyrir rannsókn Hlíðarfjall opnað í fyrsta sinn í vetur Ríkisstjórnin ætlar á vinnufund á Þingvöllum Sjá meira
Íslenskur hjálparstarfsmaður sem staddur er við landamæri Venesúela og Kólumbíu segir ástandið þar viðkvæmt. Minnst þrjár milljónir hafa flúið land sökum efnahagsástands, en sitjandi forseti hefur lokað landamærunum og afþakkað alla utanaðkomandi aðstoð. Minnst tveir eru látnir og 300 hafa slasast í átökum við herinn en almennir íbúar reyna í miklu mæli að flýja landið enda nær ógerlegt að búa þar sökum efnahagsástands. Í fyrra var verðbólga þar svo há að verðlag tvöfaldaðist á nítján daga fresti að meðaltali. Matar- og lyfjaskortur hefur leikið íbúa landsins grátt og hafa minnst þrjár milljónir manna flúið land. Hjálparstarfsmennirnir Dagbjartur Brynjarsson og Ingólfur Haraldsson eru staddir á landamærunum við Kólumbíu þar sem þeir vinna að því að tryggja fjarskipti á svæðinu fyrir flóttafólk og hjálparstofnanir. „Ástandið í gær var engan veginn gott. Það er ofboðslega erfitt að leggja mat á næstu skref. Vonandi fer herinn að snúa sér að Hvan Gvædó og styðja við hann þannig að það sé hægt að leysa þetta friðsamlega. En því miður eru líka merki þess að svo verði ekki,“ sagði Dagbjartur Brynjarsson, hjálparstarfsmaður. Nikolas Madúró, sitjandi forseti hefur lokað landamærunum og afþakkað alla utanaðkomandi aðstoð. „Það er alveg ljóst að þörfin á netkefum hér er miklu meiri en við getum uppfyllt með þeim fjármunum sem við höfum tryggt í verkefnið. Fólk er mjög þakklátt fyrir það að ná því að tengjast við fjölskyldu , vini og ættingja,“ sagði Dagbjartur. Algjörlega óljóst er hvernig valdabaráttan muni enda og miklar líkur á borgarastyrjöld.
Kólumbía Venesúela Tengdar fréttir Brenndu hjálpargögn og skutu á mótmælendur Hermenn hliðhollir Nicolas Maduro, forseta Venesúela, beittu valdi til að reka bílalestir með hjálpargögn frá landamærum ríkisins og Kólumbíu í nótt. 24. febrúar 2019 08:00 Íslenskur hjálparstarfsmaður í Kólumbíu: Finna fyrir aukinni spennu á landamærum Venesúela Dagbjartur Brynjarsson segir hjálparstarfsmenn finna fyrir aukinni spennu á landamærum Kólumbíu og Venesúela. 24. febrúar 2019 12:15 Mest lesið Fékk áfall þegar ranglega var fullyrt að stunguárásin hafi gerst á heimili hennar Innlent Telur ólíðandi að ekki hafi verið hægt að úrskurða afa sinn látinn um jólin Innlent „Ekki gera lítið úr þriðja formanninum“ Innlent Maður lést í sprengingu um borð í skipi Smyril Line Erlent Skaut sig áður en bíllinn sprakk Erlent Maduro leggur fé til höfuðs keppinauti sínum Erlent Þrír menn leiddir frá borði Play-flugvélar Innlent Helstu breytingarnar á buddunni: Vextir lækka áfram og eldsneyti hækkar um fimm prósent Innlent Viðreisn og Framsókn dala en sósíalistar yfir kjörfylgi Innlent Vinna að því að koma í veg fyrir frekari aðgerðir hjá kennurum Innlent Fleiri fréttir Hafdís og Sandra vilja stjórna Litla-Hrauni Vinnufundur ráðherra á Þingvöllum hafinn Fékk áfall þegar ranglega var fullyrt að stunguárásin hafi gerst á heimili hennar Viðreisn og Framsókn dala en sósíalistar yfir kjörfylgi Ungmenni skar sig á múrstein sem var kastað inn um glugga Vinna að því að koma í veg fyrir frekari aðgerðir hjá kennurum „Við værum klaufaleg ef það væri ekki“ Telur ólíðandi að ekki hafi verið hægt að úrskurða afa sinn látinn um jólin „Ekki gera lítið úr þriðja formanninum“ Flugeldaruslið notað til að framleiða orku í Svíþjóð Helstu breytingarnar á buddunni: Vextir lækka áfram og eldsneyti hækkar um fimm prósent Metfjöldi sparnaðarráða til nýrrar ríkisstjórnar Ísstífla og flóð í Hvítá Sparnaðarleit, flugeldarusl og kuldaþjálfun í beinni Með Loga þegar hann skreið inn á þing og núna í ráðuneytinu Hugtakið þjóðarmorð sé lagatæknileg skilgreining Hraunbreiðan enn heit og hættuleg göngufólki Þrír menn leiddir frá borði Play-flugvélar Kristrún leitar ekki langt yfir skammt að hægri hönd Harður árekstur á Fífuhvammsvegi Valdimar tekinn við af Rósu sem bæjarstjóri Jakob Birgisson og Þórólfur Heiðar aðstoðarmenn Þorbjargar Kristrún auglýsir eftir sparnaðarráðum Ingileif aðstoðarmaður í utanríkisráðuneytinu Talinn hafa drepið hjónin í Neskaupstað með hamri Sundabraut forgangsmál, fjármögnuð með veggjöldum Greiða atkvæði um tillögu Kristrúnar um „flottan einstakling“ Tungumálaörðugleikar tefji fyrir rannsókn Hlíðarfjall opnað í fyrsta sinn í vetur Ríkisstjórnin ætlar á vinnufund á Þingvöllum Sjá meira
Brenndu hjálpargögn og skutu á mótmælendur Hermenn hliðhollir Nicolas Maduro, forseta Venesúela, beittu valdi til að reka bílalestir með hjálpargögn frá landamærum ríkisins og Kólumbíu í nótt. 24. febrúar 2019 08:00
Íslenskur hjálparstarfsmaður í Kólumbíu: Finna fyrir aukinni spennu á landamærum Venesúela Dagbjartur Brynjarsson segir hjálparstarfsmenn finna fyrir aukinni spennu á landamærum Kólumbíu og Venesúela. 24. febrúar 2019 12:15