Huawei kynnti enn dýrari samlokusíma Stefán Ó. Jónsson skrifar 25. febrúar 2019 08:45 Viðstaddir fengu að skoða nýja Mate X símann frá Huawei. Samsung hefur hins vegar ekki enn leyft slíka grandskoðun. Vísir/getty Tæpri viku eftir að Samsung reið á vaðið hefur kínverska tæknifyrirtækið Huawei kynnt sinn eigin samanbrjótanlega snjallsíma. Síminn, Mate X, er með stærri skjá en Samsung Fold, auk þess sem hann er þynnri og flatari. Hann er þó dýrari en Samsung-samlokusíminn. Huawei kynnti símann með mikilli viðhöfn í Barcelona í gær í skugga ásakana um brot á hugverkaréttindum og efasemda um öryggi 5G-kerfis kínverska risans. Blaðamaður BBC sem sótti kynningu Huawei í gær segir fyrirtækið vera svo sannfært um stöðu sína í tækniheiminum, sem helsti frumkvöðullinn á sviði snjallsímaþróunar, að kynninginn jaðraði við það að vera hrokafull.Sjá einnig: Fokdýr brautryðjandiHuawei var þannig óhrætt við að bera Mate X saman við Samsung Fold á kynningunni og benti til að mynda á að skjárinn á síma sínum sé 8 tommur, samaborið við 7,3 tommur á síma Samsung. Þar að auki sé Mate X 11 millímetrar að þykkt, en Fold er 17 millímetrar. Í því samhengi benti Huawei á það að Mate X virðist leggjast betur saman en Samsung Fold, eins og sjá má myndinni hér að neðan.If this is an accurate representation of the competition, it underlines just what a great job Huawei has done with its industrial design on its #Foldable. #MWC19pic.twitter.com/JFpLYK49AE — Ben Wood (@benwood) February 24, 2019Kínverski risinn leyfði blaðamönnum að skoða nýja símann eftir að kynningunni lauk í gær. Það hefur Samsung hins vegar ekki gert ennþá. Blaðamaður BBC sem grandskoðaði símann sagði að þegar aðal- og aukaskjárinn á Mate X eru lagðir saman virðast samskeytin sjást. Það verði óneitanlega að teljast galli. Sem fyrr segir er þó ekki vitað með fullri vissu hvort Samsung hafi náð að sníða þann galla af Fold. Aðalskjárinn á Mate X er 6,8 tommur að stærð og sá minni er 6,6 tommur. Þeir eru því báðir stærri en skjárinn á iPhone XS Max. Ólíkt Fold þá Mate X snýr engin myndavél að notandanum þegar síminn hefur verið opnaður, sem gerir allar sjálfsmyndatökur flóknari. Aftur á móti er búnaður í símanum sem leyfir notandanum að „sjá hvernig hann lítur út áður en hann tekur myndina,“ eins og það er orðað á vef CNET. Interesting choice to have the cameras to the side of the #MateX so the screen has no notch or hole. I wonder if there are limitations because of that #Huawei#MWC2019pic.twitter.com/Ufs9fB01Bm — Carolina Milanesi (@caro_milanesi) February 24, 2019Huawei segir að nýi síminn sé hannaður fyrir 5G-fjarskiptatæknina. Hún muni gera notendum kleift að hala niður kvikmynd sem er eitt gígabæt að stærð á aðeins þremur sekúndum - þ.e.a.s. ef svo öflug nettenging er til staðar. Ætla má að hægt væri að koma 512 slíkum kvikmyndum fyrir á símanum, en auk þess er hann með 8GB RAM. Eins og Samsung Fold er Mate X með tvöfalda rafhlöðu, en fyrirtækið segist þó geta lofað því að það taki ekki langan tíma að hlaða hana aftur. Ekki á að taka nema 30 mínútur að ná 85 prósent hleðslu. Þá getur síminn jafnframt hlaðið aukahluti þráðlaust. Rétt eins og Samsung Fold er Mate X í dýrari kantinum. Hann mun kosta frá 2600 dölum, næstum 310 þúsund íslenskum krónum. Ódýrasta útgáfa Samsung Fold kostar tæplega 2000 dali. Huawei segist meðvitað um að verðið kunni að þykja hátt en að vonir standi til að það muni lækka innan tíðar. Nánar má fræðast um Mate X hér. Kína Samsung Tækni Tengdar fréttir Ákæra á hendur Huawei gæti tafið uppbyggingu 5G kerfa Vodafone Group í Evrópu hefur sett kaup á búnaði frá kínverska tæknifyrirtækinu Huawei í biðstöðu eftir að bandaríska dómsmálaráðuneytið höfðaði sakamál á hendur fyrirtækinu fyrir stórfelldan hugverkaþjófnað og brot á viðskiptaþvingunum gagnvart Íran. Ákvörðunin gæti haft áhrif á uppbyggingu á 5G kerfum hér á landi. 30. janúar 2019 19:30 Fokdýr brautryðjandi Samsung kynnti nýjustu snjallsíma sína í vikunni. Galaxy Fold, stjarnan í hópnum, er samanbrjótanlegur og mun kosta heilar 235 þúsund krónur í Bandaríkjunum. Huawei nýtir tækifærið og stríðir Samsung. 23. febrúar 2019 08:15 Setja kaup á frekari búnaði frá Huawei í biðstöðu Vodafone Group hefur sett kaup á frekari búnaði frá Huawei í biðstöðu eftir að bandaríska dómsmálaráðuneytið höfðaði sakamál á hendur fyrirtækinu fyrir stórfelldan hugverkaþjófnað og brot á viðskiptaþvingunum gagnvart Íran. Þá hefur BT Group fjarlægt búnað Huawei úr farsímakerfum sínum í Bretlandi. 30. janúar 2019 12:15 Mest lesið Hryllingssögur og dæmi: „Slúbbertar halda heilu stofnunum í gíslingu“ Atvinnulíf Hætta með spilakassa á Ölveri Viðskipti innlent Vara við „Lafufu“ Viðskipti erlent Tekur við starfi forstjóra Samkaupa Viðskipti innlent Aukið samstarf opni á fleiri tengimöguleika til vesturstrandar Bandaríkjanna Viðskipti innlent Segir „vanstilltan“ starfsmann Icelandair kominn úr skotgröfunum Viðskipti innlent Kaupa bræðurna út: „Við vorum sammála um að vinna ekki lengur saman“ Viðskipti innlent Spáir endalokum Play á Íslandi: „Fjárfestar voru lokkaðir að stofnun þessa félags“ Viðskipti innlent Slúbbertar hjá ríkinu: „Erum að skapa ófremdarástand“ Atvinnulíf Bein útsending: Sjálfbærnidagur Landsbankans Viðskipti innlent Fleiri fréttir Aukið samstarf opni á fleiri tengimöguleika til vesturstrandar Bandaríkjanna Bein útsending: Sjálfbærnidagur Landsbankans Tekur við starfi forstjóra Samkaupa Hætta með spilakassa á Ölveri Bein útsending: Ársfundur Grænvangs - Samstarf til framtíðar Flytja Emmessís í Grafarvog 78 sagt upp í þremur hópuppsögnum Tveir nýir framkvæmdastjórar hjá Póstinum Segir „vanstilltan“ starfsmann Icelandair kominn úr skotgröfunum Ráðinn nýr fjárfestingastjóri Ísafold Capital Partners Þrjár ráðnar til Krafts Bein útsending: Morgunfundur Svansins: Harðar kröfur – Auðvelt val Opnuðu 64 ný hjúkrunarrými á Hrafnistu í Kópavogi Kaupa bræðurna út: „Við vorum sammála um að vinna ekki lengur saman“ Flestir ánægðir með söluna á Íslandsbanka Samið um norðlenska forgangsorku „Þetta eru ekki alveg óvæntar fréttir“ Formaður FÍA hafi beina hagsmuni af því að ráðast gegn Play Selja hlut sinn í Skógarböðunum Spáir endalokum Play á Íslandi: „Fjárfestar voru lokkaðir að stofnun þessa félags“ Jón Gunnarsson til Samorku Tekur við starfi forstöðumanns lögfræðiráðgjafar Arion Ráðin fyrsti framkvæmdastjóri Kennarasambandsins Aðeins nokkrir eftir hjá PCC á Bakka eftir að þrjátíu til viðbótar var sagt upp „Hann er svolítið eins og Ragnar Reykás“ Innkalla ferskan kjúkling frá Matfugli vegna gruns um salmonellu Krafa um íslensku leiði til minni samkeppni og hærra verðs Loka Brút og Kaffi Ó-le Sushi Corner lokar Standist ekki söguskoðun að tengja uppsagnirnar við veiðigjöldin Sjá meira
Tæpri viku eftir að Samsung reið á vaðið hefur kínverska tæknifyrirtækið Huawei kynnt sinn eigin samanbrjótanlega snjallsíma. Síminn, Mate X, er með stærri skjá en Samsung Fold, auk þess sem hann er þynnri og flatari. Hann er þó dýrari en Samsung-samlokusíminn. Huawei kynnti símann með mikilli viðhöfn í Barcelona í gær í skugga ásakana um brot á hugverkaréttindum og efasemda um öryggi 5G-kerfis kínverska risans. Blaðamaður BBC sem sótti kynningu Huawei í gær segir fyrirtækið vera svo sannfært um stöðu sína í tækniheiminum, sem helsti frumkvöðullinn á sviði snjallsímaþróunar, að kynninginn jaðraði við það að vera hrokafull.Sjá einnig: Fokdýr brautryðjandiHuawei var þannig óhrætt við að bera Mate X saman við Samsung Fold á kynningunni og benti til að mynda á að skjárinn á síma sínum sé 8 tommur, samaborið við 7,3 tommur á síma Samsung. Þar að auki sé Mate X 11 millímetrar að þykkt, en Fold er 17 millímetrar. Í því samhengi benti Huawei á það að Mate X virðist leggjast betur saman en Samsung Fold, eins og sjá má myndinni hér að neðan.If this is an accurate representation of the competition, it underlines just what a great job Huawei has done with its industrial design on its #Foldable. #MWC19pic.twitter.com/JFpLYK49AE — Ben Wood (@benwood) February 24, 2019Kínverski risinn leyfði blaðamönnum að skoða nýja símann eftir að kynningunni lauk í gær. Það hefur Samsung hins vegar ekki gert ennþá. Blaðamaður BBC sem grandskoðaði símann sagði að þegar aðal- og aukaskjárinn á Mate X eru lagðir saman virðast samskeytin sjást. Það verði óneitanlega að teljast galli. Sem fyrr segir er þó ekki vitað með fullri vissu hvort Samsung hafi náð að sníða þann galla af Fold. Aðalskjárinn á Mate X er 6,8 tommur að stærð og sá minni er 6,6 tommur. Þeir eru því báðir stærri en skjárinn á iPhone XS Max. Ólíkt Fold þá Mate X snýr engin myndavél að notandanum þegar síminn hefur verið opnaður, sem gerir allar sjálfsmyndatökur flóknari. Aftur á móti er búnaður í símanum sem leyfir notandanum að „sjá hvernig hann lítur út áður en hann tekur myndina,“ eins og það er orðað á vef CNET. Interesting choice to have the cameras to the side of the #MateX so the screen has no notch or hole. I wonder if there are limitations because of that #Huawei#MWC2019pic.twitter.com/Ufs9fB01Bm — Carolina Milanesi (@caro_milanesi) February 24, 2019Huawei segir að nýi síminn sé hannaður fyrir 5G-fjarskiptatæknina. Hún muni gera notendum kleift að hala niður kvikmynd sem er eitt gígabæt að stærð á aðeins þremur sekúndum - þ.e.a.s. ef svo öflug nettenging er til staðar. Ætla má að hægt væri að koma 512 slíkum kvikmyndum fyrir á símanum, en auk þess er hann með 8GB RAM. Eins og Samsung Fold er Mate X með tvöfalda rafhlöðu, en fyrirtækið segist þó geta lofað því að það taki ekki langan tíma að hlaða hana aftur. Ekki á að taka nema 30 mínútur að ná 85 prósent hleðslu. Þá getur síminn jafnframt hlaðið aukahluti þráðlaust. Rétt eins og Samsung Fold er Mate X í dýrari kantinum. Hann mun kosta frá 2600 dölum, næstum 310 þúsund íslenskum krónum. Ódýrasta útgáfa Samsung Fold kostar tæplega 2000 dali. Huawei segist meðvitað um að verðið kunni að þykja hátt en að vonir standi til að það muni lækka innan tíðar. Nánar má fræðast um Mate X hér.
Kína Samsung Tækni Tengdar fréttir Ákæra á hendur Huawei gæti tafið uppbyggingu 5G kerfa Vodafone Group í Evrópu hefur sett kaup á búnaði frá kínverska tæknifyrirtækinu Huawei í biðstöðu eftir að bandaríska dómsmálaráðuneytið höfðaði sakamál á hendur fyrirtækinu fyrir stórfelldan hugverkaþjófnað og brot á viðskiptaþvingunum gagnvart Íran. Ákvörðunin gæti haft áhrif á uppbyggingu á 5G kerfum hér á landi. 30. janúar 2019 19:30 Fokdýr brautryðjandi Samsung kynnti nýjustu snjallsíma sína í vikunni. Galaxy Fold, stjarnan í hópnum, er samanbrjótanlegur og mun kosta heilar 235 þúsund krónur í Bandaríkjunum. Huawei nýtir tækifærið og stríðir Samsung. 23. febrúar 2019 08:15 Setja kaup á frekari búnaði frá Huawei í biðstöðu Vodafone Group hefur sett kaup á frekari búnaði frá Huawei í biðstöðu eftir að bandaríska dómsmálaráðuneytið höfðaði sakamál á hendur fyrirtækinu fyrir stórfelldan hugverkaþjófnað og brot á viðskiptaþvingunum gagnvart Íran. Þá hefur BT Group fjarlægt búnað Huawei úr farsímakerfum sínum í Bretlandi. 30. janúar 2019 12:15 Mest lesið Hryllingssögur og dæmi: „Slúbbertar halda heilu stofnunum í gíslingu“ Atvinnulíf Hætta með spilakassa á Ölveri Viðskipti innlent Vara við „Lafufu“ Viðskipti erlent Tekur við starfi forstjóra Samkaupa Viðskipti innlent Aukið samstarf opni á fleiri tengimöguleika til vesturstrandar Bandaríkjanna Viðskipti innlent Segir „vanstilltan“ starfsmann Icelandair kominn úr skotgröfunum Viðskipti innlent Kaupa bræðurna út: „Við vorum sammála um að vinna ekki lengur saman“ Viðskipti innlent Spáir endalokum Play á Íslandi: „Fjárfestar voru lokkaðir að stofnun þessa félags“ Viðskipti innlent Slúbbertar hjá ríkinu: „Erum að skapa ófremdarástand“ Atvinnulíf Bein útsending: Sjálfbærnidagur Landsbankans Viðskipti innlent Fleiri fréttir Aukið samstarf opni á fleiri tengimöguleika til vesturstrandar Bandaríkjanna Bein útsending: Sjálfbærnidagur Landsbankans Tekur við starfi forstjóra Samkaupa Hætta með spilakassa á Ölveri Bein útsending: Ársfundur Grænvangs - Samstarf til framtíðar Flytja Emmessís í Grafarvog 78 sagt upp í þremur hópuppsögnum Tveir nýir framkvæmdastjórar hjá Póstinum Segir „vanstilltan“ starfsmann Icelandair kominn úr skotgröfunum Ráðinn nýr fjárfestingastjóri Ísafold Capital Partners Þrjár ráðnar til Krafts Bein útsending: Morgunfundur Svansins: Harðar kröfur – Auðvelt val Opnuðu 64 ný hjúkrunarrými á Hrafnistu í Kópavogi Kaupa bræðurna út: „Við vorum sammála um að vinna ekki lengur saman“ Flestir ánægðir með söluna á Íslandsbanka Samið um norðlenska forgangsorku „Þetta eru ekki alveg óvæntar fréttir“ Formaður FÍA hafi beina hagsmuni af því að ráðast gegn Play Selja hlut sinn í Skógarböðunum Spáir endalokum Play á Íslandi: „Fjárfestar voru lokkaðir að stofnun þessa félags“ Jón Gunnarsson til Samorku Tekur við starfi forstöðumanns lögfræðiráðgjafar Arion Ráðin fyrsti framkvæmdastjóri Kennarasambandsins Aðeins nokkrir eftir hjá PCC á Bakka eftir að þrjátíu til viðbótar var sagt upp „Hann er svolítið eins og Ragnar Reykás“ Innkalla ferskan kjúkling frá Matfugli vegna gruns um salmonellu Krafa um íslensku leiði til minni samkeppni og hærra verðs Loka Brút og Kaffi Ó-le Sushi Corner lokar Standist ekki söguskoðun að tengja uppsagnirnar við veiðigjöldin Sjá meira
Ákæra á hendur Huawei gæti tafið uppbyggingu 5G kerfa Vodafone Group í Evrópu hefur sett kaup á búnaði frá kínverska tæknifyrirtækinu Huawei í biðstöðu eftir að bandaríska dómsmálaráðuneytið höfðaði sakamál á hendur fyrirtækinu fyrir stórfelldan hugverkaþjófnað og brot á viðskiptaþvingunum gagnvart Íran. Ákvörðunin gæti haft áhrif á uppbyggingu á 5G kerfum hér á landi. 30. janúar 2019 19:30
Fokdýr brautryðjandi Samsung kynnti nýjustu snjallsíma sína í vikunni. Galaxy Fold, stjarnan í hópnum, er samanbrjótanlegur og mun kosta heilar 235 þúsund krónur í Bandaríkjunum. Huawei nýtir tækifærið og stríðir Samsung. 23. febrúar 2019 08:15
Setja kaup á frekari búnaði frá Huawei í biðstöðu Vodafone Group hefur sett kaup á frekari búnaði frá Huawei í biðstöðu eftir að bandaríska dómsmálaráðuneytið höfðaði sakamál á hendur fyrirtækinu fyrir stórfelldan hugverkaþjófnað og brot á viðskiptaþvingunum gagnvart Íran. Þá hefur BT Group fjarlægt búnað Huawei úr farsímakerfum sínum í Bretlandi. 30. janúar 2019 12:15
Spáir endalokum Play á Íslandi: „Fjárfestar voru lokkaðir að stofnun þessa félags“ Viðskipti innlent
Spáir endalokum Play á Íslandi: „Fjárfestar voru lokkaðir að stofnun þessa félags“ Viðskipti innlent