Gjörningur Hatara lagðist misvel í fólk og vinkona þeirra gagnrýnir þá harðlega Birgir Olgeirsson skrifar 25. febrúar 2019 11:00 Hatara-menn í sjónvarpssal síðastliðið laugardagskvöld. RÚV Úrslit Söngvakeppninnar fara fram í Laugardalshöll næstkomandi laugardagskvöld og margir sem telja að baráttan um sigurinn sé á milli Friðriks Ómars og Hatara. Eins og svo oft áður átti Hatari umræðuna yfir helgina og aðallega út af tvennu. Annars vegar í þætti Ríkissjónvarpsins sem var helgaður úrslitum Söngvakeppninnar. Þar spáðu spekingar í spilin og var einnig rætt við keppendur um þeirra upplifun af keppninni. Einnig vakti grein listgagnrýnandans Nínu Hjálmarsdóttur, sem birtur er á vef Stundarinnar, mikla athygli. Nína þessi segist vera vinkona Hatara-manna og hafa unnið með þeim í gegnum tíðina. Þegar hún frétti af fyrirhugaðri þátttöku þeirra í Söngvakeppninni fyrir um ári síðan hélt hún að þeir myndu hrista upp í keppninni en þegar ljóst var að Eurovision færi fram í Ísrael taldi hún að þeir myndu hlýða kröfu Palestínumanna um að keppnin yrði sniðgengin en svo fór ekki. „Ég ætla ekki að efast um að Hatari séu einlægir í ásetningi sínum að hjálpa Palestínu, en með þessum gjörningi gera þeir þvert á móti,“ segir Nína í grein sinni en frekar verður fjallað um grein hennar hér fyrir neðan.Vélrænir og samrýmdir í drykkju Keppendur mættu í sjónvarpssal síðastliðið laugardagskvöld þar sem þeir ræddu sína upplifun af keppninni. Þar mátti sjá Töru Mobee, Heru Björk og Kristinu Bærendsen ræða keppnina ásamt þeim Friðriki Ómari og Hatara-mönnunum Matthíasi Tryggva Haraldssyni og Klemens Nikulássyni Hannigan. Keppendurnir gáfu flestir hverjir mikið af sér í þættinum en Hatara-menn héldu sér í karakter allan tímann. Sátu grafkyrrir en einstaka sinnum hreyfðu þeir sig til að fá sér samræmdan vatnssopa. Bæði Hatari og Friðrik Ómar voru spurðir hvers vegna þeir hefðu ákveðið að syngja á íslensku í úrslitum Söngvakeppninnar, á meðan aðrir keppendur syngja á ensku. Friðrik Ómar gaf sín svör við því en þegar Hatara-menn voru spurðir hallaði Klemens sér upp að Matthíasi, hvíslaði í eyra hans hvað hann átti að segja og svaraði Matthías síðan: „Íslensku númer 1“.Tara Mobee, Friðrik Ómar og Kristin Bærendsen hlæja að uppátæki Hatara-manna.RÚVÞessu fylgdu síðan samræmdar handahreyfingar þeirra Matthíasar og Klemensar. Aftur voru þeir spurðir spurningar þar sem ferlið var það sama, Klemens hallar sér að Matthíasi og Matthías svarar vélrænt: „Hatari mun sigra Eurovision 2019“. Spurðir hvernig hefur gengið að takast á við fjölmiðlafár sem fylgir Söngvakeppninni svaraði Matthías eftir leiðbeiningar frá Klemens: „Hatari fagnar gagnrýninni umræðu.“ Matthías lofaði því einnig að atriðið þeirra í úrslitunum yrði þaulæft techno þegar þeir voru spurðir út í mögulegar breytingar og sagði undirbúninginn ganga samkvæmt áætlun þegar þeir voru spurðir hvort eitthvað óvænt hefði komið upp á.Misjöfn viðbrögð við gjörningnum Þessi gjörningur Hatara-manna virðist hafa farið misjafnlega í fólk sem tjáði sig um þetta á Twitter. Sunnfríður var stórhrifin af þessari frammistöðu. Ég get ekki lagið þeirra, en Hatari er að vinna #12stig þáttinn. Sit hérna í kasti. — ᔕᑌᑎᑎᖴᖇíðᑌᖇ (@SunnaSveins) February 23, 2019 Guðrúnu Gyðu fannst þeir heldur tilgerðarlegir. Kræst hvað Hatari eru hrikalega pirrandi tilgerðarlegir....#12stig— Guðrún Gyða Eyþórs (@ggarnadottir) February 23, 2019 Öðrum fannst gaman að velta fyrir sér hvernig öðrum keppendum leið í þessum þætti. Hversu pirraðir ætli hinir keppendurnir séu á Hatara! #12stig #hatari #ftw— Sæmundur Valdimarsson (@SaemiVald) February 23, 2019 Sumir voru tilbúnir að fullyrða að Hera Björk og Friðrik Ómar væru orðin pirruð á þessari framkomu. Ef svo var þá báru þau þann pirring nokkuð vel í þættinum og hlógu til dæmis að uppátæki Hatara-manna. Vááá hvað Hera og Friðrik Ómar hafa núll gaman af þessu Hatari gríni #12stig— Óttar Steingrímsson (@OttarSt) February 23, 2019 Þessum fannst uppátæki Hatara-manna fremur barnalegt. Í staðin fyrir að vera svalir, þá er Hatari meira eins og atriði hjá 7. bekk á skólaskemmtun. #12stig— Elli Pálma (@ellipalma) February 23, 2019 En aftur að grein listgagnrýnandans Nínu sem reynir að skilja gjörning Hatara en fær það út að gjörningur Hatara beri með sér fáfræði og forréttindablindu. „Ég efast um að Palestínumenn, sem á hverjum degi hætta lífi sínu í baráttu fyrir því eina að fá að lifa mannsæmandi lífi, myndu hlæja,“ skrifar Nína þegar hún veltir fyrir sér uppátæki Hatara-manna að skora á forsætisráðherra Ísraels í glímu.Segir forréttindablinduna áþreifanlega Hún heldur því fram að ef Hatari vinnur Söngvakeppnina eigi æðið eftir að magnast og að forréttindablindan í samfélaginu sé áþreifanleg. Þeir sem lýstu því yfir að þeir ætluðu að sniðganga Söngvakeppnina og Eurovision af því að hún verður í Ísrael fylgjast ákaft með og hvetja sína menn í Hatara áfram. „Ástæðan: þetta er „pólitískur gjörningur.“ Þar af leiðandi er hvíta samviskubitið „okkar“ friðað að fullu og „okkur“ líður eins og „við“ séum að taka þátt í einhverju „góðu“, einhverri byltingu á móti því „vonda“. Fólk getur þannig réttlætt fyrir sjálfu sér að það styðji Palestínumenn með því að styðja Hatara,“ skrifar Nína. Hún spyr sig hvort að Palestínumenn biðji um að hvítir efristéttar forréttindastrákar, vopnaðir elektór-tónlist, tali sínu máli? Nína Hjálmarsdóttir og vinir hennar úr Hatara, þeir Klemens og Matthías.VísirNína segir svarið vera þvert nei, Palestínumenn hafa farið fram á að Eurovision í Ísrael verði sniðgengin. „Hatari lætur þessar óskir sem vind um eyru þjóta, og ákveða sjálfir hvað sé réttast fyrir Palestínu, á eigin forsendum. Þetta er ekki að sýna samstöðu, þetta er að hunsa samstöðu, því raunveruleg samstaða felst í því að hlusta og taka svo til hendinni á grundvelli þess sem maður heyrir. Einnig er ekki hægt að líta framhjá því að þátttakan í Eurovision þjónar, að einhverju leyti að minnsta kosti, þeim tilgangi að vekja athygli á hljómsveitinni og koma þeim sjálfum á framfæri. Skiptir þá kannski ekki öllu máli hvort þeim tekst að komast að í sjálfri keppninni, því hitt, að vera bannað að taka þátt, á eftir að vekja ekki síðri athygli. Hatari er í win-win stöðu,“ skrifar Nína.„White Saviour Complex“ Hún segir hugtakið „White Saviour Complex“ koma upp í huga hennar þar sem hvítt fólk ákveður að hjálpa „hörundsdekkra“ fólki, oft í fátæku landi. Ætlunin sé mögulega að gera gott. „En að baki býr löngun til að öðlast tilfinningalega og innihaldsríka reynslu sem þjónar þeirra eigin egói. Sjálfboðaliða-túrismi er talinn vera gott dæmi um þetta,“ skrifar Nína. Nína er þeirrar skoðunar að skárra væri að senda fulltrúa frá Íslandi með hefðbundið lag og láta eins og ekkert sé, í stað þess að fyrir hönd Íslendinga fari hópur sem í einfeldni sinni gefur út pólitískar yfirlýsingar sem ekki eiga samsvaranir hjá þeim sem verða fyrir kúguninni. „Fyrir okkur er valið hvort við sýnum samstöðu með því að sniðganga keppnina eða hvort við tökum þátt og göngum þannig eigin erinda. Hatari hefur valið það síðara. Listin getur verið afl til að knýja fram breytingar, en afli fylgir ábyrgð, ábyrgð á því hvað og hvernig er verið að segja eitthvað, hver er að segja það, og við hvern,“ skrifar Nína. Eurovision Ísrael Palestína Tengdar fréttir Keppendur gera athugasemd við framkomu Hatara Skarphéðinn Guðmundsson hjá RÚV segir athugasemdir hafa verið gerðar. 12. febrúar 2019 12:20 Hatari ruggar bátum í ísraelsku sjónvarpi Ísraelar velta fyrir sér andstöðu á Íslandi vegna Eurovision í Tel Aviv. 14. febrúar 2019 09:00 Hatari og Friðrik Ómar syngja á íslensku í úrslitunum Tvö lög verða flutt á íslensku á úrslitakvöldi Söngvakeppninnar en það eru lög hljómsveitarinnar Hatara og Friðriks Ómars. 19. febrúar 2019 18:58 Mest lesið Blaðasnápurinn Stefán Einar fórnar kampavínskóngstitlinum Lífið Frægir fjölguðu sér árið 2024 Lífið Hlaupársdagurinn þegar Ölfusá flæddi inn í Selfossbæ Lífið Innlit á æfingu Jólagesta: „Allt þarf að taka endi“ Tónlist Fékk Sigurbjörn Árna til að lýsa óhappi í vinnunni Lífið Fréttatía vikunnar: Lýðheilsa, ísbúð og álag Lífið Fékk bónorð í jólagjöf á tónleikum Paul McCartney Lífið Garðar málari og kvæntur yngstu ömmu landsins Lífið Prinsinn kom á undan Kónginum Lífið Forsetinn og viðskiptavinir fengu forsmekk að Vigdísi Lífið Fleiri fréttir Blaðasnápurinn Stefán Einar fórnar kampavínskóngstitlinum Hlaupársdagurinn þegar Ölfusá flæddi inn í Selfossbæ Fréttatía vikunnar: Lýðheilsa, ísbúð og álag Frægir fjölguðu sér árið 2024 Forsetinn og viðskiptavinir fengu forsmekk að Vigdísi Fékk bónorð í jólagjöf á tónleikum Paul McCartney Fékk Sigurbjörn Árna til að lýsa óhappi í vinnunni „Það besta, versta og skrýtnasta á árinu“ Eitt fallegasta hús landsins sem Duna Laxness ólst upp í Garðar málari og kvæntur yngstu ömmu landsins Barst með snjóflóði út í sjó og fékk hjartaáfall á tíu metra dýpi Hefðum við átt að sjá framboð Höllu Hrundar fyrir strax í febrúar? Ringo tróð upp á tónleikum Paul McCartney Safnaði fyrir björgunarsveitinni sem kom ömmu úr snjóflóði Fjölgar listaverkum eftir konur á Bessastöðum Helgi og Rakel með listgallerí í miðri íbúð þeirra Sonur Gunnhildar og Erin kominn með nafn Prinsinn kom á undan Kónginum Tilkynningin sem kom af stað óvæntri atburðarás Kári og Eva eru hjón Hafdís ætlar ekki að svara spurningaflóðinu Einfaldar leiðir fyrir andlega vellíðan um hátíðirnar „Þetta byrjaði allt þegar ég var á lausu“ Orði gagnrýni eins og þeir vilji að makinn orði hana Innlit í nýju Airbus vélina sem er nýlent á landinu Dótturdóttir Bjarna Ben komin með nafn „Hvert heldurðu að álagið sé orðið á börnin sjálf?“ Snorri þurfti að veiða sögurnar upp úr Gumma Google Tískudrottningin biðst afsökunar á eineltinu Snerting á stuttlista fyrir Óskarsverðlaunin Sjá meira
Úrslit Söngvakeppninnar fara fram í Laugardalshöll næstkomandi laugardagskvöld og margir sem telja að baráttan um sigurinn sé á milli Friðriks Ómars og Hatara. Eins og svo oft áður átti Hatari umræðuna yfir helgina og aðallega út af tvennu. Annars vegar í þætti Ríkissjónvarpsins sem var helgaður úrslitum Söngvakeppninnar. Þar spáðu spekingar í spilin og var einnig rætt við keppendur um þeirra upplifun af keppninni. Einnig vakti grein listgagnrýnandans Nínu Hjálmarsdóttur, sem birtur er á vef Stundarinnar, mikla athygli. Nína þessi segist vera vinkona Hatara-manna og hafa unnið með þeim í gegnum tíðina. Þegar hún frétti af fyrirhugaðri þátttöku þeirra í Söngvakeppninni fyrir um ári síðan hélt hún að þeir myndu hrista upp í keppninni en þegar ljóst var að Eurovision færi fram í Ísrael taldi hún að þeir myndu hlýða kröfu Palestínumanna um að keppnin yrði sniðgengin en svo fór ekki. „Ég ætla ekki að efast um að Hatari séu einlægir í ásetningi sínum að hjálpa Palestínu, en með þessum gjörningi gera þeir þvert á móti,“ segir Nína í grein sinni en frekar verður fjallað um grein hennar hér fyrir neðan.Vélrænir og samrýmdir í drykkju Keppendur mættu í sjónvarpssal síðastliðið laugardagskvöld þar sem þeir ræddu sína upplifun af keppninni. Þar mátti sjá Töru Mobee, Heru Björk og Kristinu Bærendsen ræða keppnina ásamt þeim Friðriki Ómari og Hatara-mönnunum Matthíasi Tryggva Haraldssyni og Klemens Nikulássyni Hannigan. Keppendurnir gáfu flestir hverjir mikið af sér í þættinum en Hatara-menn héldu sér í karakter allan tímann. Sátu grafkyrrir en einstaka sinnum hreyfðu þeir sig til að fá sér samræmdan vatnssopa. Bæði Hatari og Friðrik Ómar voru spurðir hvers vegna þeir hefðu ákveðið að syngja á íslensku í úrslitum Söngvakeppninnar, á meðan aðrir keppendur syngja á ensku. Friðrik Ómar gaf sín svör við því en þegar Hatara-menn voru spurðir hallaði Klemens sér upp að Matthíasi, hvíslaði í eyra hans hvað hann átti að segja og svaraði Matthías síðan: „Íslensku númer 1“.Tara Mobee, Friðrik Ómar og Kristin Bærendsen hlæja að uppátæki Hatara-manna.RÚVÞessu fylgdu síðan samræmdar handahreyfingar þeirra Matthíasar og Klemensar. Aftur voru þeir spurðir spurningar þar sem ferlið var það sama, Klemens hallar sér að Matthíasi og Matthías svarar vélrænt: „Hatari mun sigra Eurovision 2019“. Spurðir hvernig hefur gengið að takast á við fjölmiðlafár sem fylgir Söngvakeppninni svaraði Matthías eftir leiðbeiningar frá Klemens: „Hatari fagnar gagnrýninni umræðu.“ Matthías lofaði því einnig að atriðið þeirra í úrslitunum yrði þaulæft techno þegar þeir voru spurðir út í mögulegar breytingar og sagði undirbúninginn ganga samkvæmt áætlun þegar þeir voru spurðir hvort eitthvað óvænt hefði komið upp á.Misjöfn viðbrögð við gjörningnum Þessi gjörningur Hatara-manna virðist hafa farið misjafnlega í fólk sem tjáði sig um þetta á Twitter. Sunnfríður var stórhrifin af þessari frammistöðu. Ég get ekki lagið þeirra, en Hatari er að vinna #12stig þáttinn. Sit hérna í kasti. — ᔕᑌᑎᑎᖴᖇíðᑌᖇ (@SunnaSveins) February 23, 2019 Guðrúnu Gyðu fannst þeir heldur tilgerðarlegir. Kræst hvað Hatari eru hrikalega pirrandi tilgerðarlegir....#12stig— Guðrún Gyða Eyþórs (@ggarnadottir) February 23, 2019 Öðrum fannst gaman að velta fyrir sér hvernig öðrum keppendum leið í þessum þætti. Hversu pirraðir ætli hinir keppendurnir séu á Hatara! #12stig #hatari #ftw— Sæmundur Valdimarsson (@SaemiVald) February 23, 2019 Sumir voru tilbúnir að fullyrða að Hera Björk og Friðrik Ómar væru orðin pirruð á þessari framkomu. Ef svo var þá báru þau þann pirring nokkuð vel í þættinum og hlógu til dæmis að uppátæki Hatara-manna. Vááá hvað Hera og Friðrik Ómar hafa núll gaman af þessu Hatari gríni #12stig— Óttar Steingrímsson (@OttarSt) February 23, 2019 Þessum fannst uppátæki Hatara-manna fremur barnalegt. Í staðin fyrir að vera svalir, þá er Hatari meira eins og atriði hjá 7. bekk á skólaskemmtun. #12stig— Elli Pálma (@ellipalma) February 23, 2019 En aftur að grein listgagnrýnandans Nínu sem reynir að skilja gjörning Hatara en fær það út að gjörningur Hatara beri með sér fáfræði og forréttindablindu. „Ég efast um að Palestínumenn, sem á hverjum degi hætta lífi sínu í baráttu fyrir því eina að fá að lifa mannsæmandi lífi, myndu hlæja,“ skrifar Nína þegar hún veltir fyrir sér uppátæki Hatara-manna að skora á forsætisráðherra Ísraels í glímu.Segir forréttindablinduna áþreifanlega Hún heldur því fram að ef Hatari vinnur Söngvakeppnina eigi æðið eftir að magnast og að forréttindablindan í samfélaginu sé áþreifanleg. Þeir sem lýstu því yfir að þeir ætluðu að sniðganga Söngvakeppnina og Eurovision af því að hún verður í Ísrael fylgjast ákaft með og hvetja sína menn í Hatara áfram. „Ástæðan: þetta er „pólitískur gjörningur.“ Þar af leiðandi er hvíta samviskubitið „okkar“ friðað að fullu og „okkur“ líður eins og „við“ séum að taka þátt í einhverju „góðu“, einhverri byltingu á móti því „vonda“. Fólk getur þannig réttlætt fyrir sjálfu sér að það styðji Palestínumenn með því að styðja Hatara,“ skrifar Nína. Hún spyr sig hvort að Palestínumenn biðji um að hvítir efristéttar forréttindastrákar, vopnaðir elektór-tónlist, tali sínu máli? Nína Hjálmarsdóttir og vinir hennar úr Hatara, þeir Klemens og Matthías.VísirNína segir svarið vera þvert nei, Palestínumenn hafa farið fram á að Eurovision í Ísrael verði sniðgengin. „Hatari lætur þessar óskir sem vind um eyru þjóta, og ákveða sjálfir hvað sé réttast fyrir Palestínu, á eigin forsendum. Þetta er ekki að sýna samstöðu, þetta er að hunsa samstöðu, því raunveruleg samstaða felst í því að hlusta og taka svo til hendinni á grundvelli þess sem maður heyrir. Einnig er ekki hægt að líta framhjá því að þátttakan í Eurovision þjónar, að einhverju leyti að minnsta kosti, þeim tilgangi að vekja athygli á hljómsveitinni og koma þeim sjálfum á framfæri. Skiptir þá kannski ekki öllu máli hvort þeim tekst að komast að í sjálfri keppninni, því hitt, að vera bannað að taka þátt, á eftir að vekja ekki síðri athygli. Hatari er í win-win stöðu,“ skrifar Nína.„White Saviour Complex“ Hún segir hugtakið „White Saviour Complex“ koma upp í huga hennar þar sem hvítt fólk ákveður að hjálpa „hörundsdekkra“ fólki, oft í fátæku landi. Ætlunin sé mögulega að gera gott. „En að baki býr löngun til að öðlast tilfinningalega og innihaldsríka reynslu sem þjónar þeirra eigin egói. Sjálfboðaliða-túrismi er talinn vera gott dæmi um þetta,“ skrifar Nína. Nína er þeirrar skoðunar að skárra væri að senda fulltrúa frá Íslandi með hefðbundið lag og láta eins og ekkert sé, í stað þess að fyrir hönd Íslendinga fari hópur sem í einfeldni sinni gefur út pólitískar yfirlýsingar sem ekki eiga samsvaranir hjá þeim sem verða fyrir kúguninni. „Fyrir okkur er valið hvort við sýnum samstöðu með því að sniðganga keppnina eða hvort við tökum þátt og göngum þannig eigin erinda. Hatari hefur valið það síðara. Listin getur verið afl til að knýja fram breytingar, en afli fylgir ábyrgð, ábyrgð á því hvað og hvernig er verið að segja eitthvað, hver er að segja það, og við hvern,“ skrifar Nína.
Eurovision Ísrael Palestína Tengdar fréttir Keppendur gera athugasemd við framkomu Hatara Skarphéðinn Guðmundsson hjá RÚV segir athugasemdir hafa verið gerðar. 12. febrúar 2019 12:20 Hatari ruggar bátum í ísraelsku sjónvarpi Ísraelar velta fyrir sér andstöðu á Íslandi vegna Eurovision í Tel Aviv. 14. febrúar 2019 09:00 Hatari og Friðrik Ómar syngja á íslensku í úrslitunum Tvö lög verða flutt á íslensku á úrslitakvöldi Söngvakeppninnar en það eru lög hljómsveitarinnar Hatara og Friðriks Ómars. 19. febrúar 2019 18:58 Mest lesið Blaðasnápurinn Stefán Einar fórnar kampavínskóngstitlinum Lífið Frægir fjölguðu sér árið 2024 Lífið Hlaupársdagurinn þegar Ölfusá flæddi inn í Selfossbæ Lífið Innlit á æfingu Jólagesta: „Allt þarf að taka endi“ Tónlist Fékk Sigurbjörn Árna til að lýsa óhappi í vinnunni Lífið Fréttatía vikunnar: Lýðheilsa, ísbúð og álag Lífið Fékk bónorð í jólagjöf á tónleikum Paul McCartney Lífið Garðar málari og kvæntur yngstu ömmu landsins Lífið Prinsinn kom á undan Kónginum Lífið Forsetinn og viðskiptavinir fengu forsmekk að Vigdísi Lífið Fleiri fréttir Blaðasnápurinn Stefán Einar fórnar kampavínskóngstitlinum Hlaupársdagurinn þegar Ölfusá flæddi inn í Selfossbæ Fréttatía vikunnar: Lýðheilsa, ísbúð og álag Frægir fjölguðu sér árið 2024 Forsetinn og viðskiptavinir fengu forsmekk að Vigdísi Fékk bónorð í jólagjöf á tónleikum Paul McCartney Fékk Sigurbjörn Árna til að lýsa óhappi í vinnunni „Það besta, versta og skrýtnasta á árinu“ Eitt fallegasta hús landsins sem Duna Laxness ólst upp í Garðar málari og kvæntur yngstu ömmu landsins Barst með snjóflóði út í sjó og fékk hjartaáfall á tíu metra dýpi Hefðum við átt að sjá framboð Höllu Hrundar fyrir strax í febrúar? Ringo tróð upp á tónleikum Paul McCartney Safnaði fyrir björgunarsveitinni sem kom ömmu úr snjóflóði Fjölgar listaverkum eftir konur á Bessastöðum Helgi og Rakel með listgallerí í miðri íbúð þeirra Sonur Gunnhildar og Erin kominn með nafn Prinsinn kom á undan Kónginum Tilkynningin sem kom af stað óvæntri atburðarás Kári og Eva eru hjón Hafdís ætlar ekki að svara spurningaflóðinu Einfaldar leiðir fyrir andlega vellíðan um hátíðirnar „Þetta byrjaði allt þegar ég var á lausu“ Orði gagnrýni eins og þeir vilji að makinn orði hana Innlit í nýju Airbus vélina sem er nýlent á landinu Dótturdóttir Bjarna Ben komin með nafn „Hvert heldurðu að álagið sé orðið á börnin sjálf?“ Snorri þurfti að veiða sögurnar upp úr Gumma Google Tískudrottningin biðst afsökunar á eineltinu Snerting á stuttlista fyrir Óskarsverðlaunin Sjá meira
Keppendur gera athugasemd við framkomu Hatara Skarphéðinn Guðmundsson hjá RÚV segir athugasemdir hafa verið gerðar. 12. febrúar 2019 12:20
Hatari ruggar bátum í ísraelsku sjónvarpi Ísraelar velta fyrir sér andstöðu á Íslandi vegna Eurovision í Tel Aviv. 14. febrúar 2019 09:00
Hatari og Friðrik Ómar syngja á íslensku í úrslitunum Tvö lög verða flutt á íslensku á úrslitakvöldi Söngvakeppninnar en það eru lög hljómsveitarinnar Hatara og Friðriks Ómars. 19. febrúar 2019 18:58