Bleikur áberandi á Óskarnum Björk Eiðsdóttir skrifar 26. febrúar 2019 11:00 Gemma Chan í Maison Valentino Stjarna kvikmyndarinnar Crazy Rich Asians hefur vakið athygli fyrir djarfan og hressandi klæðaburð á verðlaunaafhendingum nú í ár. Toppurinn var svo Óskarinn þar sem hún hreinlega bar af í skærbleikum gólfsíðum Maison Valentino kjól. Mynd/Getty Það kvað við annan tón í litavali stjarnanna á Óskarsverðlaununum nú í ár en árið á undan. Árið 2018 var fremur litlaust þegar kom að rauða dreglinum á Óskarsverðlaunaafhendingunni enda #MeToo byltingin í algleymingi og kvikmyndastjörnur hvattar til að sýna stuðning sinn með því að mæta í svörtu. Þó svo að byltingin sé langt frá því að vera gleymd þá var allt annað að sjá dregilinn í ár þar sem litirnir voru í fyrirrúmi. Bleikur var áberandi hjá konunum og mátti sjá þó nokkrar leikkonur í fagurbleikum og rómantískum kjólum sem var augljóslega trend kvöldsins. Hressandi litadýrð í febrúargrámanum. Kiki Layne í Versace.GettyKiki Layne sem sló í gegn í kvikmyndinni If Beale Street Could Talk sló ekki síður í gegn á fyrstu Óskarsverðlaunaafhendingu sinni. Kiki sýndi að hún getur klæðst hverju sem er þegar hún mætti í þessum glæsilega en óvenjulega baby bleika Versace kjól.Sarah Paulson í Brandon Maxwell.GettyLeikkonan og framleiðandinn Sarah Paulson mætti í fallegum dökkbleikum síðkjól með vösum. Sérlega glæsilegt en um leið eitthvað svo þægilegt lúkk. Hún veit alla vega hvar hún getur sett hendurnar.Kacey Musgraves í Giambattista Valli.GettyTónlistarkonan Kacey Musgraves hlaut Grammy verðlaunin nýverið fyrir plötu ársins og var mætt til að afhenda Óskar. Kacey gerði þó meira en að afhenda styttu, hún vakti verðskuldaða athygli í þessari bleiku dýrð frá Giambattista Valli.Helen Mirren í Schiaparelli.GettyHin ávallt glæsilega 73 ára Helen Mirren var auðvitað í takt við nýjustu strauma og skartaði fallegum bleikum chiffon kjól og glitrandi skarti í takt við bleikan varalit og veski. Birtist í Fréttablaðinu Óskarinn Mest lesið Eva og Kári ætla að nýta hverja stund saman Lífið Opið samband fer úrskeiðis Lífið Mætti haldast í lokuðu Facebook hópunum Lífið Hafdís leitar að húsnæði Lífið Stjörnufans á afmælistónleikum Gunnars Þórðarsonar Lífið Kynntist eiginkonunni á swingklúbbi Lífið Guðmundur í Brim nældi í treyjuna Lífið Stjörnulífið: Áramót, kossaflens og þakklátar stjörnur Lífið Segir Gunna hafa verið skipstjórann í brúnni Tónlist Benni Boga og Úlla seldu húsið á 219 milljónir Lífið Fleiri fréttir Skemmtilegast klæddu á Golden Globe Halla í peysufötum langömmu sinnar Skemmtileg tískuslys og eftirminnileg jólaföt Stjörnum prýtt hönnunar húllumhæ í Húrra Fagnaði tvítugsafmælinu í Vivienne Westwood Opnuðu sjóðheitt hönnunarstúdíó með stæl Best klæddu Íslendingarnir 2024 Sænsk tískudrottning sögð kúga starfsfólk sitt Húrrandi stemning í opnun Húrra Rúbínrauðu skór Dóróteu seldust á 3,8 milljarða Seldist upp daginn eftir kosningasigur Kristrúnar Logi Pedro með hönnunarlínu: „Ég verð að gera þetta sjálfur“ Djörf á dreglinum Laxahattar komnir aftur í tísku hjá háhyrningum Steldu stílnum af Samfylkingar-Rögnu Sjá meira
Það kvað við annan tón í litavali stjarnanna á Óskarsverðlaununum nú í ár en árið á undan. Árið 2018 var fremur litlaust þegar kom að rauða dreglinum á Óskarsverðlaunaafhendingunni enda #MeToo byltingin í algleymingi og kvikmyndastjörnur hvattar til að sýna stuðning sinn með því að mæta í svörtu. Þó svo að byltingin sé langt frá því að vera gleymd þá var allt annað að sjá dregilinn í ár þar sem litirnir voru í fyrirrúmi. Bleikur var áberandi hjá konunum og mátti sjá þó nokkrar leikkonur í fagurbleikum og rómantískum kjólum sem var augljóslega trend kvöldsins. Hressandi litadýrð í febrúargrámanum. Kiki Layne í Versace.GettyKiki Layne sem sló í gegn í kvikmyndinni If Beale Street Could Talk sló ekki síður í gegn á fyrstu Óskarsverðlaunaafhendingu sinni. Kiki sýndi að hún getur klæðst hverju sem er þegar hún mætti í þessum glæsilega en óvenjulega baby bleika Versace kjól.Sarah Paulson í Brandon Maxwell.GettyLeikkonan og framleiðandinn Sarah Paulson mætti í fallegum dökkbleikum síðkjól með vösum. Sérlega glæsilegt en um leið eitthvað svo þægilegt lúkk. Hún veit alla vega hvar hún getur sett hendurnar.Kacey Musgraves í Giambattista Valli.GettyTónlistarkonan Kacey Musgraves hlaut Grammy verðlaunin nýverið fyrir plötu ársins og var mætt til að afhenda Óskar. Kacey gerði þó meira en að afhenda styttu, hún vakti verðskuldaða athygli í þessari bleiku dýrð frá Giambattista Valli.Helen Mirren í Schiaparelli.GettyHin ávallt glæsilega 73 ára Helen Mirren var auðvitað í takt við nýjustu strauma og skartaði fallegum bleikum chiffon kjól og glitrandi skarti í takt við bleikan varalit og veski.
Birtist í Fréttablaðinu Óskarinn Mest lesið Eva og Kári ætla að nýta hverja stund saman Lífið Opið samband fer úrskeiðis Lífið Mætti haldast í lokuðu Facebook hópunum Lífið Hafdís leitar að húsnæði Lífið Stjörnufans á afmælistónleikum Gunnars Þórðarsonar Lífið Kynntist eiginkonunni á swingklúbbi Lífið Guðmundur í Brim nældi í treyjuna Lífið Stjörnulífið: Áramót, kossaflens og þakklátar stjörnur Lífið Segir Gunna hafa verið skipstjórann í brúnni Tónlist Benni Boga og Úlla seldu húsið á 219 milljónir Lífið Fleiri fréttir Skemmtilegast klæddu á Golden Globe Halla í peysufötum langömmu sinnar Skemmtileg tískuslys og eftirminnileg jólaföt Stjörnum prýtt hönnunar húllumhæ í Húrra Fagnaði tvítugsafmælinu í Vivienne Westwood Opnuðu sjóðheitt hönnunarstúdíó með stæl Best klæddu Íslendingarnir 2024 Sænsk tískudrottning sögð kúga starfsfólk sitt Húrrandi stemning í opnun Húrra Rúbínrauðu skór Dóróteu seldust á 3,8 milljarða Seldist upp daginn eftir kosningasigur Kristrúnar Logi Pedro með hönnunarlínu: „Ég verð að gera þetta sjálfur“ Djörf á dreglinum Laxahattar komnir aftur í tísku hjá háhyrningum Steldu stílnum af Samfylkingar-Rögnu Sjá meira