Sterkar vísbendingar um atkvæðakaup í Moldóvu Atli Ísleifsson skrifar 26. febrúar 2019 08:33 Kosningarnar í Moldóvu fóru fram á sunnudaginn. EPA Alþjóðlegir eftirlitsaðilar hafa fordæmt framkvæmd þingkosninganna í Moldóvu sem fram fóru á sunnudaginn. Eru „sterkar vísbendingar“ um víðtæk atkvæðakaup. Öryggis- og samvinnustofnun Evrópu (ÖSE), sem fylgdist með framkvæmd kosninganna, segir í bráðabirgðaskýrslu sinni að opinberir starfsmenn hafi verið beittir þrýstingi og að opinberir sjóðir hafi verið misnotaðir. Helstu átakalínurnar í moldóvskum stjórnmálum snúa að því hvort að landið eigi að eiga í nánari samskiptum við Rússland eða Vesturlönd. Niðurstöður kosninganna benda til að enginn flokkur sé ótvíræður sigurvegari kosninganna, en fjöldi flokka hafa sakað stjórnarflokkinn, Lýðræðisflokkinn, um kosningasvindl. Deilurnar um framkvæmd kosninganna snúa helst að aðskilnaðarhéraðinu Trans-Dniester, þar sem borgarar voru ferjaðir til annarra staða til að greiða atkvæði, en enga kjörstaði var ap finna í Trans-Dniester. Hafa ásakanir um atkvæðakaup gengið á milli flokka. Þegar búið er að telja nær öll atkvæðin mældist Sósíalistaflokkurinn, sem er jákvæður í garð aukinnar samvinnu við Rússland, stærstur með um um 31 prósent atkvæða. Forsetinn Igor Dodon tilheyrir Sósíalistaflokknum. Acum og Lýðræðislegu flokkarnir, sem báðir eru jákvæðir í garð aukinnar Evrópusamvinnu, fengu 26 og 24 prósent atkvæða. Moldóva er eitt af fyrrverandi lýðveldum Sovétríkjanna og er eitt af fátækustu ríkjum Evrópu. Moldóva Mest lesið Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu Innlent Spítalar yfirfullir af látnum mótmælendum Erlent „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Innlent Þrír handteknir vegna gruns um íkveikju Innlent Stofna ný samtök gegn ESB aðild Innlent Óttast innrætingu íslamista í breskum háskólum Erlent Nýtt myndband af banaskotinu: „Helvítis tík“ Erlent Barn flutt á slysadeild með áverka eftir flugelda Innlent Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Innlent Gæsluvarðhaldskröfu yfir grunuðum barnaníðingi hafnað Innlent Fleiri fréttir Bandaríkin og Ísrael verði skotmörk verði ráðist að Íran Spítalar yfirfullir af látnum mótmælendum Bandaríkin gerðu loftárásir gegn ISIS í Sýrlandi Óttast innrætingu íslamista í breskum háskólum Hverfi Kúrda í Aleppo í herkví Þeir allra ríkustu búnir með „kolefniskvótann“ Meðal möguleika að greiða Grænlendingum milljónir Nýtt myndband af banaskotinu: „Helvítis tík“ Allt bendi til þess að breytingar séu í farvatninu Annar eigandi skemmtistaðarins í Sviss í haldi Verði að eignast Grænland svo Kína og Rússland geri það ekki Tuga saknað eftir ruslskriðu á Filippseyjum Bresk stjórnvöld segja viðbrögð X „móðgandi“ Ætlar að taka við nóbelnum frá Machado Tóku fimmta olíuskipið: Svona virkar „skuggaflotinn“ Stendur fastur fyrir og fordæmir Trump Flytja áhöfn geimstöðvarinnar heim vegna veikinda Hjón skotin af alríkisútsendurum í Portland Takmarka myndaframleiðslu Grok í skugga gagnrýni Segir Bandaríkin þurfa að eignast Grænland, sáttmálar séu ekki nóg Netsambandslaust meðan mótmælt er í Íran Bandaríkin áður mun öflugri á Grænlandi Telur að Evrópa myndi fórna Grænlandi fyrir NATÓ Mikil spenna í Minneapolis eftir banaskot ICE-liða Veikindi geimfara gætu flýtt heimför áhafnar geimstöðvar Segist hafa grænt ljós frá Trump fyrir frekari refsiaðgerðum gegn Rússum Enn mótmælt í Íran og átök að aukast Gervigreind Musk sögð hafa búið til kynferðislegar myndir af ellefu ára gömlum börnum Þingmaður Svíþjóðardemókrata tekin full undir stýri með kókaín í poka Trump-liðar hóta fauta Maduros sömu örlögum eða dauða Sjá meira
Alþjóðlegir eftirlitsaðilar hafa fordæmt framkvæmd þingkosninganna í Moldóvu sem fram fóru á sunnudaginn. Eru „sterkar vísbendingar“ um víðtæk atkvæðakaup. Öryggis- og samvinnustofnun Evrópu (ÖSE), sem fylgdist með framkvæmd kosninganna, segir í bráðabirgðaskýrslu sinni að opinberir starfsmenn hafi verið beittir þrýstingi og að opinberir sjóðir hafi verið misnotaðir. Helstu átakalínurnar í moldóvskum stjórnmálum snúa að því hvort að landið eigi að eiga í nánari samskiptum við Rússland eða Vesturlönd. Niðurstöður kosninganna benda til að enginn flokkur sé ótvíræður sigurvegari kosninganna, en fjöldi flokka hafa sakað stjórnarflokkinn, Lýðræðisflokkinn, um kosningasvindl. Deilurnar um framkvæmd kosninganna snúa helst að aðskilnaðarhéraðinu Trans-Dniester, þar sem borgarar voru ferjaðir til annarra staða til að greiða atkvæði, en enga kjörstaði var ap finna í Trans-Dniester. Hafa ásakanir um atkvæðakaup gengið á milli flokka. Þegar búið er að telja nær öll atkvæðin mældist Sósíalistaflokkurinn, sem er jákvæður í garð aukinnar samvinnu við Rússland, stærstur með um um 31 prósent atkvæða. Forsetinn Igor Dodon tilheyrir Sósíalistaflokknum. Acum og Lýðræðislegu flokkarnir, sem báðir eru jákvæðir í garð aukinnar Evrópusamvinnu, fengu 26 og 24 prósent atkvæða. Moldóva er eitt af fyrrverandi lýðveldum Sovétríkjanna og er eitt af fátækustu ríkjum Evrópu.
Moldóva Mest lesið Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu Innlent Spítalar yfirfullir af látnum mótmælendum Erlent „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Innlent Þrír handteknir vegna gruns um íkveikju Innlent Stofna ný samtök gegn ESB aðild Innlent Óttast innrætingu íslamista í breskum háskólum Erlent Nýtt myndband af banaskotinu: „Helvítis tík“ Erlent Barn flutt á slysadeild með áverka eftir flugelda Innlent Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Innlent Gæsluvarðhaldskröfu yfir grunuðum barnaníðingi hafnað Innlent Fleiri fréttir Bandaríkin og Ísrael verði skotmörk verði ráðist að Íran Spítalar yfirfullir af látnum mótmælendum Bandaríkin gerðu loftárásir gegn ISIS í Sýrlandi Óttast innrætingu íslamista í breskum háskólum Hverfi Kúrda í Aleppo í herkví Þeir allra ríkustu búnir með „kolefniskvótann“ Meðal möguleika að greiða Grænlendingum milljónir Nýtt myndband af banaskotinu: „Helvítis tík“ Allt bendi til þess að breytingar séu í farvatninu Annar eigandi skemmtistaðarins í Sviss í haldi Verði að eignast Grænland svo Kína og Rússland geri það ekki Tuga saknað eftir ruslskriðu á Filippseyjum Bresk stjórnvöld segja viðbrögð X „móðgandi“ Ætlar að taka við nóbelnum frá Machado Tóku fimmta olíuskipið: Svona virkar „skuggaflotinn“ Stendur fastur fyrir og fordæmir Trump Flytja áhöfn geimstöðvarinnar heim vegna veikinda Hjón skotin af alríkisútsendurum í Portland Takmarka myndaframleiðslu Grok í skugga gagnrýni Segir Bandaríkin þurfa að eignast Grænland, sáttmálar séu ekki nóg Netsambandslaust meðan mótmælt er í Íran Bandaríkin áður mun öflugri á Grænlandi Telur að Evrópa myndi fórna Grænlandi fyrir NATÓ Mikil spenna í Minneapolis eftir banaskot ICE-liða Veikindi geimfara gætu flýtt heimför áhafnar geimstöðvar Segist hafa grænt ljós frá Trump fyrir frekari refsiaðgerðum gegn Rússum Enn mótmælt í Íran og átök að aukast Gervigreind Musk sögð hafa búið til kynferðislegar myndir af ellefu ára gömlum börnum Þingmaður Svíþjóðardemókrata tekin full undir stýri með kókaín í poka Trump-liðar hóta fauta Maduros sömu örlögum eða dauða Sjá meira