Hinn skemmtilegi aðstoðarmaður Jimmy Kimmel, Guillermo, mætti að sjálfsögðu á Óskarinn og spurði fína og fræga fólkið spjörunum úr.
Guillermo er léttur og skemmtilegur karakter og spyr vanalega fólk mjög óhefðbundnar spurningar eins og sjá má í innslaginu neðst í fréttinni.
Guillermo mætir alltaf í gulljakkafötum á svæðið og hafði eitt markmið að láta stjörnunum líða nokkuð óþægilega.
Spike Lee var t.d. ekkert sérstaklega hrifinn af spurningunum en kappinn var mættur með sérútbúnar grænar nælur sem áttu að pressa á Jimmy Kimmel að gefa Guillermo kauphækkun.
Aðstoðarmaðurinn náði aftur á móti að smygla áfengi inn á svæðið með allskonar skemmtilegum leiðum og dældi hreinlega tekíla í liðið.
Lífið