Dóttir talsmanns Pútín vinnur á Evrópuþinginu Kjartan Kjartansson skrifar 26. febrúar 2019 16:21 Dmitrí Peskov hefur verið talsmaður Pútín um árabil. Dóttir hans vinnur nú fyrir franskan Evrópuþingmann á sama tíma og samskipti Rússlands og Evrópu eru stirð. Vísir/Getty Evrópuþingmenn hafa gert athugasemd við að dóttir talsmanns ríkisstjórnar Rússlands fái að sitja fundi og hafi aðgang að gagnagrunnum þingsins. Elizaveta Peskova vinnur sem starfsnemi fyrir franskan Evrópuþingsmann. Peskova er dóttir Dmitrí Peskov, talsmanns Vladímírs Pútín Rússlandsforseta til fjölda ára. Hún hóf störf fyrir Aymeric Chauprade, sem kosinn var á Evrópuþingið fyrir hægriöfgaflokkinn Þjóðfylkinguna, í nóvember og á að vera starfsnemi hjá honum þar til í apríl. Chauprade sagði skilið við Þjóðfylkinguna árið 2015 og stofnaði eigin hægriflokk, Frjálsa Frakka.Breska ríkisútvarpið BBC hefur eftir talskonu Evrópuþingsins að Peskova hafi aðeins aðgang að opinberum gögnum í stöfum sínum í þinginu. Hún vinni beint fyrir Chauprade en ekki þingið sjálft. Peskova er sögð hafa búið lengi í Frakklandi þar sem hún hefur stundað laganám. Hún sé þekkt á samfélagsmiðlum og hafi verið virk í stjórnmálum. Þannig hefur hún meðal annars tjáð sig um mótmæli gulu vestanna svokölluðu í París sem hún líkti við tölvuleikinn „Uppvakningaheimsendirinn“. Faðir hennar gagnrýndi Evrópusambandið harðlega á dögunum vegna refsiaðgerða gegn tveimur Rússum sem eru taldir hafa staðið að taugaeitursárásinni á Sergei Skrípal, rússneskan fyrrverandi njósnara, og dóttur hans í bænum Salisbury á Englandi í mars í fyrra.Ónot annarra þingmanna Áhyggjur hafa verið uppi um að Rússar gætu reynt að hafa áhrif á Evrópuþingskosningarnar sem fara fram í maí. Chauprade, sem var áður ráðgjafi Marine Le Pen, leiðtoga Þjóðfylkingarinnar, og er fylgjandi innlimun Rússa á Krímskaga, hefur fullyrt að Peskova fái ekki aðgang að neinum leynilegum gögnum, ekki einu sinni þeim sem tengjast störfum nefndar um samskipti ESB og Rússlands sem hann á sæti í. Öðrum þingmönnum er engu að síður ekki rótt yfir að manneskja með svo náin tengsl við ráðamenn í Kreml. Christine Revault d‘Allones-Bonnefoy, Evrópuþingmaður franskra sósíalista, segir það sláandi að Peskova vinni á þinginu. „Dóttir talsmanns Kremlar er ekki bara hver sem er. Það kemur mér á óvart að starfsmannaþjónusta þingsins hafi fullgilt þessa ráðningu,“ segir hún. Sandra Kalniete, lettneskur Evrópuþingmaður, hefur einnig sagt að starfsnám Peskovu á Evrópuþinginu sé klár öryggisbrestur. Evrópusambandið Frakkland Rússland Mest lesið Nokkur fjölbýlishús í ljósum logum Erlent Með lögregluna á hælunum með fullan BMW af kókaíni Innlent Foráttuveður í kortunum Innlent Sagði Campbell´s „gjörunninn“ mat fyrir „fátækt fólk“ Erlent Aldrei auglýstur sem íbúafundur fyrir Grafarvog og Kjalarnes Innlent Svarar til saka því barn í hans umsjá komst í hlaupbangsa Innlent Einn af hverjum fimm „erlendum sérfræðingum“ er Íslendingur Innlent Ólögráða ákærður fyrir samræði við fjórtán ára stúlku Innlent Búast við að mál lögmannsins verði fellt niður Innlent Ákærður fyrir tilraun til manndráps í Reykjanesbæ Innlent Fleiri fréttir Nokkur fjölbýlishús í ljósum logum Þingmenn segja Trump reyna að hræða þá með rannsókn FBI Höfða mál gegn nýju samfélagsmiðlabanni í Ástralíu Þetta eru fjölmennustu borgir í heimi Ítalir lögfesta lífstíðarfangelsi fyrir kvennamorð Sagði Campbell´s „gjörunninn“ mat fyrir „fátækt fólk“ Ítalir skylda skíðafólk til að nota hjálm Trump og Selenskí eiga eftir að ræða stóru málin Ákærur gegn Comey og James felldar niður Telja sig með alla ræningjana í haldi Segir stjórnendur BBC hafa ritskoðað gagnrýni á Trump Fundað um frið í Abú Dabí Fyrrverandi forsætisráðherra með krabbamein Fannst lifandi í kistu í líkbrennslu Sendu nýtt far til strandaðra geimfara Drottning dýragarðsins í San Diego er dauð Barnaverndarmál vekur umræður um óhefðbundinn lífstíl Franski fjar-hægrimaðurinn mælist sigurstranglegastur Semaglutide reyndist ekki hægja á framgangi Alzheimer Gerðu loftárásir á báða bóga Tillögurnar taka breytingum og telja nú nítján atriði í stað 28 „Lægsti samnefnari“ sagður niðurstaðan á COP30 Leiðtogi í hreyfingu Charlie Kirk játar kosningasvik Skrifa ný drög að friðaráætlun Felldu háttsettan Hezbollah-liða í sprengjuárás á Beirút „Útvötnuð“ loftslagsályktun samþykkt eftir harðar deilur Hefur látið sérsveitarmenn FBI vernda kærustu sína Hafna kröfu Rússa um undanhald frá Dónetsk Þingmenn segja eitt en Rubio annað: Margsaga um uppruna og tilgang friðartillagnanna Andstaða eykst í Noregi gegn aðild Sjá meira
Evrópuþingmenn hafa gert athugasemd við að dóttir talsmanns ríkisstjórnar Rússlands fái að sitja fundi og hafi aðgang að gagnagrunnum þingsins. Elizaveta Peskova vinnur sem starfsnemi fyrir franskan Evrópuþingsmann. Peskova er dóttir Dmitrí Peskov, talsmanns Vladímírs Pútín Rússlandsforseta til fjölda ára. Hún hóf störf fyrir Aymeric Chauprade, sem kosinn var á Evrópuþingið fyrir hægriöfgaflokkinn Þjóðfylkinguna, í nóvember og á að vera starfsnemi hjá honum þar til í apríl. Chauprade sagði skilið við Þjóðfylkinguna árið 2015 og stofnaði eigin hægriflokk, Frjálsa Frakka.Breska ríkisútvarpið BBC hefur eftir talskonu Evrópuþingsins að Peskova hafi aðeins aðgang að opinberum gögnum í stöfum sínum í þinginu. Hún vinni beint fyrir Chauprade en ekki þingið sjálft. Peskova er sögð hafa búið lengi í Frakklandi þar sem hún hefur stundað laganám. Hún sé þekkt á samfélagsmiðlum og hafi verið virk í stjórnmálum. Þannig hefur hún meðal annars tjáð sig um mótmæli gulu vestanna svokölluðu í París sem hún líkti við tölvuleikinn „Uppvakningaheimsendirinn“. Faðir hennar gagnrýndi Evrópusambandið harðlega á dögunum vegna refsiaðgerða gegn tveimur Rússum sem eru taldir hafa staðið að taugaeitursárásinni á Sergei Skrípal, rússneskan fyrrverandi njósnara, og dóttur hans í bænum Salisbury á Englandi í mars í fyrra.Ónot annarra þingmanna Áhyggjur hafa verið uppi um að Rússar gætu reynt að hafa áhrif á Evrópuþingskosningarnar sem fara fram í maí. Chauprade, sem var áður ráðgjafi Marine Le Pen, leiðtoga Þjóðfylkingarinnar, og er fylgjandi innlimun Rússa á Krímskaga, hefur fullyrt að Peskova fái ekki aðgang að neinum leynilegum gögnum, ekki einu sinni þeim sem tengjast störfum nefndar um samskipti ESB og Rússlands sem hann á sæti í. Öðrum þingmönnum er engu að síður ekki rótt yfir að manneskja með svo náin tengsl við ráðamenn í Kreml. Christine Revault d‘Allones-Bonnefoy, Evrópuþingmaður franskra sósíalista, segir það sláandi að Peskova vinni á þinginu. „Dóttir talsmanns Kremlar er ekki bara hver sem er. Það kemur mér á óvart að starfsmannaþjónusta þingsins hafi fullgilt þessa ráðningu,“ segir hún. Sandra Kalniete, lettneskur Evrópuþingmaður, hefur einnig sagt að starfsnám Peskovu á Evrópuþinginu sé klár öryggisbrestur.
Evrópusambandið Frakkland Rússland Mest lesið Nokkur fjölbýlishús í ljósum logum Erlent Með lögregluna á hælunum með fullan BMW af kókaíni Innlent Foráttuveður í kortunum Innlent Sagði Campbell´s „gjörunninn“ mat fyrir „fátækt fólk“ Erlent Aldrei auglýstur sem íbúafundur fyrir Grafarvog og Kjalarnes Innlent Svarar til saka því barn í hans umsjá komst í hlaupbangsa Innlent Einn af hverjum fimm „erlendum sérfræðingum“ er Íslendingur Innlent Ólögráða ákærður fyrir samræði við fjórtán ára stúlku Innlent Búast við að mál lögmannsins verði fellt niður Innlent Ákærður fyrir tilraun til manndráps í Reykjanesbæ Innlent Fleiri fréttir Nokkur fjölbýlishús í ljósum logum Þingmenn segja Trump reyna að hræða þá með rannsókn FBI Höfða mál gegn nýju samfélagsmiðlabanni í Ástralíu Þetta eru fjölmennustu borgir í heimi Ítalir lögfesta lífstíðarfangelsi fyrir kvennamorð Sagði Campbell´s „gjörunninn“ mat fyrir „fátækt fólk“ Ítalir skylda skíðafólk til að nota hjálm Trump og Selenskí eiga eftir að ræða stóru málin Ákærur gegn Comey og James felldar niður Telja sig með alla ræningjana í haldi Segir stjórnendur BBC hafa ritskoðað gagnrýni á Trump Fundað um frið í Abú Dabí Fyrrverandi forsætisráðherra með krabbamein Fannst lifandi í kistu í líkbrennslu Sendu nýtt far til strandaðra geimfara Drottning dýragarðsins í San Diego er dauð Barnaverndarmál vekur umræður um óhefðbundinn lífstíl Franski fjar-hægrimaðurinn mælist sigurstranglegastur Semaglutide reyndist ekki hægja á framgangi Alzheimer Gerðu loftárásir á báða bóga Tillögurnar taka breytingum og telja nú nítján atriði í stað 28 „Lægsti samnefnari“ sagður niðurstaðan á COP30 Leiðtogi í hreyfingu Charlie Kirk játar kosningasvik Skrifa ný drög að friðaráætlun Felldu háttsettan Hezbollah-liða í sprengjuárás á Beirút „Útvötnuð“ loftslagsályktun samþykkt eftir harðar deilur Hefur látið sérsveitarmenn FBI vernda kærustu sína Hafna kröfu Rússa um undanhald frá Dónetsk Þingmenn segja eitt en Rubio annað: Margsaga um uppruna og tilgang friðartillagnanna Andstaða eykst í Noregi gegn aðild Sjá meira