Dómur Heiðveigu í vil kom Bergi „verulega á óvart“ Kristín Ólafsdóttir skrifar 26. febrúar 2019 21:03 Heiðveig María Einarsdóttir í Félagsdómi við meðferð málsins. Hún var ánægð með niðurstöðu Félagsdóms í dag. Vísir/vilhelm Bergur Þorkelsson gjaldkeri Sjómannafélags Íslands, SÍ, og sjálfkjörinn formaður félagsins segir dóm Félagsdóms í máli Heiðveigar Maríu Einarsdóttur á hendur SÍ vonbrigði. Sjómannafélagið var í Félagsdómi í dag dæmt til að greiða eina og hálfa milljón í sektargreiðslur vegna þess hvernig þeir stóðu að málum þeim sem sneru að framboði Heiðveigar Maríu. Stjórn félagsins fundar á morgun vegna málsins. Heiðveig María kærði félagið meðal annars fyrir ólögmætan brottrekstur og reglur sem kveða á um að ekki megi bjóða sig fram til trúnaðarstarfa innan félagsins án þess að hafa greitt félagsgjöld í þrjú ár. Hún hafði jafnframt ætlað að bjóða sig fram til formanns félagsins en það endaði með því að hún var rekin úr félaginu.Stjórn kemur saman á morgunBergur Þorkelsson er sjálfskipaður formaður SÍ en hann hefur verið gjaldkeri félagsins.skjáskot/kastljósBergur var nýbúinn að fá dóminn í hendurnar þegar Vísir náði tali af honum í kvöld. Aðspurður um viðbrögð stjórnar Sjómannafélagsins við dómnum segir Bergur að ekki sé tímabært að segja nokkuð til um þau. Hann hafi þó boðað stjórnina á fund á morgun vegna málsins.En hvernig líst þér á dóminn við fyrstu sýn?„Niðurstaða dómsins kemur mér verulega á óvart og veldur mér vonbrigðum. En eins og ég segi, stjórn kemur saman á morgun.“Verulegrar tiltektar þörf Heiðveig María sagði í kvöldfréttum Stöðvar 2 í kvöld að í ljósi dómsniðurstöðunnar ætti að kjósa aftur í stjórn Sjómannafélagsins. „Þeir bæði brutu gegn sínum eigin lögum og gegn lögum um stéttarfélög og vinnudeilur. Að mínu mati er það mjög afgerandi. Svo fyrir utan þessa sektargreiðslu þá ætti að sjálfsögðu að fara í gegnum þetta ferli aftur.“Hvað segir þetta um félagið í þínum huga?„Dómurinn tekur mjög sterkt á því að það eru ólög í gangi, það er ósamræmi í lögunum. Gagnrýnin mín í upphafi er réttmæt og stenst. Það þarf verulega að taka til og menn þurfa bara að fara að vanda sig betur við þessi trúnaðarstörf, þ.e.a.s. að geta komið þessum lögum rétt frá sér og að það þurfi hreinlega bara að hreinsa til, kannski.“Viðtalið við Heiðveigu Maríu í heild má sjá í spilaranum hér að neðan. Ólga innan Sjómannafélags Íslands Tengdar fréttir Félagar í SÍ búa sig til brottfarar Sýður á keipum í Sjómannafélagi Íslands. 3. janúar 2019 10:37 Þurfti að kalla Berg sérstaklega í réttarsalinn Aðalmeðferð í Sjómannafélags-málinu í Félagsdómi í gær. 30. janúar 2019 12:34 Sjómannafélagið dæmt til hárra sektargreiðslna Heiðveig María hrósar sigri í Félagsdómi. 26. febrúar 2019 15:46 Mest lesið Þriðji KFC-morðinginn fundinn rúmlega fjörutíu árum síðar Erlent Dró konu eftir gangstétt og lyfti henni svo upp með hálstaki Innlent Tilhæfislaus líkamsárás í annað sinn og enginn kom til aðstoðar Innlent Maðurinn sem var næstur í röðinni hjá mormónum látinn Erlent Níu handteknir fyrir að safna pening fyrir Hamas Erlent Einn látinn í óveðrinu í Svíþjóð Erlent Hrindir af stað söfnun fyrir föður drengsins Innlent Reyndi ítrekað að stofna til slagsmála við skemmtistað Innlent Keyptu aðstoð vegna leiðréttingar landsframlags og hringferðar ráðherra Innlent Árekstur á Suðurlandsbraut Innlent Fleiri fréttir Dró konu eftir gangstétt og lyfti henni svo upp með hálstaki Reyndi ítrekað að stofna til slagsmála við skemmtistað Sjálfvirkir lyfjaskammtarar borgi sig tvöfalt til baka Tilhæfislaus líkamsárás í annað sinn og enginn kom til aðstoðar Keyptu aðstoð vegna leiðréttingar landsframlags og hringferðar ráðherra Frumkvæðisvinna lögreglu að loka fjórum afhendingarstöðum „Fara þarf í raunverulegar aðgerðir“ Hrindir af stað söfnun fyrir föður drengsins Kjartan sækist ekki eftir endurráðningu sem bæjarstjóri Landeldi í vexti og lögregla lokar áfengisverslunum Árekstur á Suðurlandsbraut Ekki talinn tengjast aukinni eldvirkni Handteknir grunaðir um framleiðslu fíkniefna Jarðskjálfti við Kleifarvatn Lögreglumenn eltu lausa hesta Lögregla lokaði Smáríkinu og Nýju vínbúðinni Stöðvuðu menn í ofbeldishug við landamærin Piltur skilinn eftir ber að ofan og skólaus eftir hrottafengna árás Dæmdur fyrir líkamsárás í matsalnum Engir ælupokar notaðir, þetta var núllpokaflug Hafði komið sér fyrir á háalofti hótels Tap upp á 130 milljónir og neikvætt eigið fé upp á aðrar 26 Umferðin róleg í kirkjugörðunum Töpuðu tæpum hundrað milljónum Milljónir í sekt fyrir að bakka á konu Þörf á að skerpa á verklagi spítalans í heimilisofbeldismálum Engin jólamessa vegna rafmagnsleysis Klæðning fauk af Stjórnsýsluhúsinu og skemmdi bíla Gleðileg jól, kæru lesendur Einn fluttur á sjúkrahús eftir bílslys Sjá meira
Bergur Þorkelsson gjaldkeri Sjómannafélags Íslands, SÍ, og sjálfkjörinn formaður félagsins segir dóm Félagsdóms í máli Heiðveigar Maríu Einarsdóttur á hendur SÍ vonbrigði. Sjómannafélagið var í Félagsdómi í dag dæmt til að greiða eina og hálfa milljón í sektargreiðslur vegna þess hvernig þeir stóðu að málum þeim sem sneru að framboði Heiðveigar Maríu. Stjórn félagsins fundar á morgun vegna málsins. Heiðveig María kærði félagið meðal annars fyrir ólögmætan brottrekstur og reglur sem kveða á um að ekki megi bjóða sig fram til trúnaðarstarfa innan félagsins án þess að hafa greitt félagsgjöld í þrjú ár. Hún hafði jafnframt ætlað að bjóða sig fram til formanns félagsins en það endaði með því að hún var rekin úr félaginu.Stjórn kemur saman á morgunBergur Þorkelsson er sjálfskipaður formaður SÍ en hann hefur verið gjaldkeri félagsins.skjáskot/kastljósBergur var nýbúinn að fá dóminn í hendurnar þegar Vísir náði tali af honum í kvöld. Aðspurður um viðbrögð stjórnar Sjómannafélagsins við dómnum segir Bergur að ekki sé tímabært að segja nokkuð til um þau. Hann hafi þó boðað stjórnina á fund á morgun vegna málsins.En hvernig líst þér á dóminn við fyrstu sýn?„Niðurstaða dómsins kemur mér verulega á óvart og veldur mér vonbrigðum. En eins og ég segi, stjórn kemur saman á morgun.“Verulegrar tiltektar þörf Heiðveig María sagði í kvöldfréttum Stöðvar 2 í kvöld að í ljósi dómsniðurstöðunnar ætti að kjósa aftur í stjórn Sjómannafélagsins. „Þeir bæði brutu gegn sínum eigin lögum og gegn lögum um stéttarfélög og vinnudeilur. Að mínu mati er það mjög afgerandi. Svo fyrir utan þessa sektargreiðslu þá ætti að sjálfsögðu að fara í gegnum þetta ferli aftur.“Hvað segir þetta um félagið í þínum huga?„Dómurinn tekur mjög sterkt á því að það eru ólög í gangi, það er ósamræmi í lögunum. Gagnrýnin mín í upphafi er réttmæt og stenst. Það þarf verulega að taka til og menn þurfa bara að fara að vanda sig betur við þessi trúnaðarstörf, þ.e.a.s. að geta komið þessum lögum rétt frá sér og að það þurfi hreinlega bara að hreinsa til, kannski.“Viðtalið við Heiðveigu Maríu í heild má sjá í spilaranum hér að neðan.
Ólga innan Sjómannafélags Íslands Tengdar fréttir Félagar í SÍ búa sig til brottfarar Sýður á keipum í Sjómannafélagi Íslands. 3. janúar 2019 10:37 Þurfti að kalla Berg sérstaklega í réttarsalinn Aðalmeðferð í Sjómannafélags-málinu í Félagsdómi í gær. 30. janúar 2019 12:34 Sjómannafélagið dæmt til hárra sektargreiðslna Heiðveig María hrósar sigri í Félagsdómi. 26. febrúar 2019 15:46 Mest lesið Þriðji KFC-morðinginn fundinn rúmlega fjörutíu árum síðar Erlent Dró konu eftir gangstétt og lyfti henni svo upp með hálstaki Innlent Tilhæfislaus líkamsárás í annað sinn og enginn kom til aðstoðar Innlent Maðurinn sem var næstur í röðinni hjá mormónum látinn Erlent Níu handteknir fyrir að safna pening fyrir Hamas Erlent Einn látinn í óveðrinu í Svíþjóð Erlent Hrindir af stað söfnun fyrir föður drengsins Innlent Reyndi ítrekað að stofna til slagsmála við skemmtistað Innlent Keyptu aðstoð vegna leiðréttingar landsframlags og hringferðar ráðherra Innlent Árekstur á Suðurlandsbraut Innlent Fleiri fréttir Dró konu eftir gangstétt og lyfti henni svo upp með hálstaki Reyndi ítrekað að stofna til slagsmála við skemmtistað Sjálfvirkir lyfjaskammtarar borgi sig tvöfalt til baka Tilhæfislaus líkamsárás í annað sinn og enginn kom til aðstoðar Keyptu aðstoð vegna leiðréttingar landsframlags og hringferðar ráðherra Frumkvæðisvinna lögreglu að loka fjórum afhendingarstöðum „Fara þarf í raunverulegar aðgerðir“ Hrindir af stað söfnun fyrir föður drengsins Kjartan sækist ekki eftir endurráðningu sem bæjarstjóri Landeldi í vexti og lögregla lokar áfengisverslunum Árekstur á Suðurlandsbraut Ekki talinn tengjast aukinni eldvirkni Handteknir grunaðir um framleiðslu fíkniefna Jarðskjálfti við Kleifarvatn Lögreglumenn eltu lausa hesta Lögregla lokaði Smáríkinu og Nýju vínbúðinni Stöðvuðu menn í ofbeldishug við landamærin Piltur skilinn eftir ber að ofan og skólaus eftir hrottafengna árás Dæmdur fyrir líkamsárás í matsalnum Engir ælupokar notaðir, þetta var núllpokaflug Hafði komið sér fyrir á háalofti hótels Tap upp á 130 milljónir og neikvætt eigið fé upp á aðrar 26 Umferðin róleg í kirkjugörðunum Töpuðu tæpum hundrað milljónum Milljónir í sekt fyrir að bakka á konu Þörf á að skerpa á verklagi spítalans í heimilisofbeldismálum Engin jólamessa vegna rafmagnsleysis Klæðning fauk af Stjórnsýsluhúsinu og skemmdi bíla Gleðileg jól, kæru lesendur Einn fluttur á sjúkrahús eftir bílslys Sjá meira
Þurfti að kalla Berg sérstaklega í réttarsalinn Aðalmeðferð í Sjómannafélags-málinu í Félagsdómi í gær. 30. janúar 2019 12:34
Sjómannafélagið dæmt til hárra sektargreiðslna Heiðveig María hrósar sigri í Félagsdómi. 26. febrúar 2019 15:46