Tímamótasamruni fær brautargengi Þorsteinn Friðrik Halldórsson skrifar 27. febrúar 2019 09:00 Samruni AT&T og Time Warner var einn stærsta samruna síðari ára í Bandaríkjunum. Dómsmálaráðuneytið hefur reynt að ógilda samrunann. Áfrýjunardómstóll Bandaríkjanna komst í gær að þeirri niðurstöðu að samruni fjarskiptarisans AT&T og afþreyingarfyrirtækisins Time Warner mætti ganga í gegn. Niðurstaðan gæti bundið enda á tilraunir bandaríska dómsmálaráðuneytisins til þess að ógilda samrunann. Dómsmálaráðuneytið byggði málflutning sinn á því að AT&T, sem á DirecTV, gæti notað höfundarrétt Time Warner á sjónvarpsefni á borð við Game of Thrones til að hækka verð til keppinauta á sjónvarpsmarkaði og þannig hækka verð til neytenda. Að mati dómaranna var málflutningur ráðuneytisins „ósannfærandi“. Donald Trump Bandaríkjaforseti hefur farið hörðum orðum um samrunann. Samkvæmt frétt Reuters um málið telur forsetinn að samruninn komi sér vel fyrir sjónvarpsstöðina CNN, sem er undir hatti Time Warner en Trump hefur sakað CNN um að birta falsfréttir. Um er að ræða einn stærsta samruna síðari ára í Bandaríkjunum en hann var tilkynntur árið 2016. Nemur yfirtaka AT&T á Time Warner 85,4 milljörðum dala. Ólafur Jóhann Ólafsson er aðstoðarforstjóri Time Warner en hann mun láta af störfum þegar samruninn gengur í gegn. Greindi bandaríski fjölmiðillinn Bloomberg frá því í fyrra að Ólafur Jóhann fengi 15,3 milljónir dala í sinn hlut vegna samrunans, eða rúma 1,8 milljarða króna miðað við gengi dagsins í dag. Bandaríkin Birtist í Fréttablaðinu Tengdar fréttir Telur ósennilegt að stjórnvöld vestanhafs brjóti upp Facebook Ólafur Jóhann Ólafsson fyrrverandi aðstoðarforstjóri Time Warner hefur meira en 30 ára reynslu úr viðskiptalífinu vestanhafs. Hann telur ósennilegt að bandarísk samkeppnisyfirvöld brjóti upp Facebook þótt fyrirtækið sé í einokunarstöðu. Hann telur að mörg bandarísk stórfyrirtæki hafi fengið að vaxa óhóflega mikið og komist í yfirburðastöðu gagnvart keppinautum sínum án athugasemda stjórnvalda. 8. janúar 2019 18:15 AT&T segir það stór mistök að hafa ráðið lögmann Trump Forstjóri fjarskiptarisans segir að fyrirtækið hafi vanrækt að hugað að bakgrunni Michaels Cohen, persónulegs lögmanns Trump, áður en það réði hann sem ráðgjafa. 11. maí 2018 14:59 AT&T og Time Warner fá að sameinast Dómari taldi að dómsmálaráðuneyti Bandaríkjanna hefði ekki sýnt fram á að samruninn skaðaði samkeppni eða neytendur. 13. júní 2018 07:22 Mest lesið Telur enga frétt í leyniupptökunum um hvalveiðar Viðskipti innlent Spá því að nefndin lækki stýrivexti duglega Viðskipti innlent Hélt tryggingunni vegna geymslu á innbúi í Grindavík Neytendur Tugmilljarða viðsnúningur hjá Alvotech Viðskipti innlent Spá því að verðbólgan fari í 4,5 prósent Viðskipti innlent Húsið sem keypt var á þrjár milljónir til sölu á 83 milljónir Viðskipti innlent „Pólitíkin er dugleg í þessu en einkageirinn kann þetta ekki nógu vel“ Atvinnulíf Bein útsending: Leiðir til að lækka vexti Viðskipti innlent Icelandair byrjar að fljúga til Istanbúl Viðskipti innlent Snjallsímar tróna enn á toppnum í jólakönnun ELKO Samstarf Fleiri fréttir Mega ekki lengur skreyta sig með konunglegum fjöðrum Fá ekki að skrá svívirðingar um Rússa sem vörumerki Linkedin sektað um tugi milljarða Samkeppni eykst í Grænlandsflugi Sekta Google um meira en allan pening heimsins Adidas og Ye sættast Bjóða upp á veðmál um leiki barna og styrkja knattspyrnurisa Bein útsending: Hver hlýtur hagfræðiverðlaun sænska seðlabankans? United Airlines hefur flug milli New York og Nuuk Viðskiptavinir gjaldþrota rafmyntakauphallar endurheimta milljarða Samþykktu allt að 45 prósent toll á kínverska rafbíla Samið um lok umfangsmikils verkfalls hafnarverkamanna Sjá meira
Áfrýjunardómstóll Bandaríkjanna komst í gær að þeirri niðurstöðu að samruni fjarskiptarisans AT&T og afþreyingarfyrirtækisins Time Warner mætti ganga í gegn. Niðurstaðan gæti bundið enda á tilraunir bandaríska dómsmálaráðuneytisins til þess að ógilda samrunann. Dómsmálaráðuneytið byggði málflutning sinn á því að AT&T, sem á DirecTV, gæti notað höfundarrétt Time Warner á sjónvarpsefni á borð við Game of Thrones til að hækka verð til keppinauta á sjónvarpsmarkaði og þannig hækka verð til neytenda. Að mati dómaranna var málflutningur ráðuneytisins „ósannfærandi“. Donald Trump Bandaríkjaforseti hefur farið hörðum orðum um samrunann. Samkvæmt frétt Reuters um málið telur forsetinn að samruninn komi sér vel fyrir sjónvarpsstöðina CNN, sem er undir hatti Time Warner en Trump hefur sakað CNN um að birta falsfréttir. Um er að ræða einn stærsta samruna síðari ára í Bandaríkjunum en hann var tilkynntur árið 2016. Nemur yfirtaka AT&T á Time Warner 85,4 milljörðum dala. Ólafur Jóhann Ólafsson er aðstoðarforstjóri Time Warner en hann mun láta af störfum þegar samruninn gengur í gegn. Greindi bandaríski fjölmiðillinn Bloomberg frá því í fyrra að Ólafur Jóhann fengi 15,3 milljónir dala í sinn hlut vegna samrunans, eða rúma 1,8 milljarða króna miðað við gengi dagsins í dag.
Bandaríkin Birtist í Fréttablaðinu Tengdar fréttir Telur ósennilegt að stjórnvöld vestanhafs brjóti upp Facebook Ólafur Jóhann Ólafsson fyrrverandi aðstoðarforstjóri Time Warner hefur meira en 30 ára reynslu úr viðskiptalífinu vestanhafs. Hann telur ósennilegt að bandarísk samkeppnisyfirvöld brjóti upp Facebook þótt fyrirtækið sé í einokunarstöðu. Hann telur að mörg bandarísk stórfyrirtæki hafi fengið að vaxa óhóflega mikið og komist í yfirburðastöðu gagnvart keppinautum sínum án athugasemda stjórnvalda. 8. janúar 2019 18:15 AT&T segir það stór mistök að hafa ráðið lögmann Trump Forstjóri fjarskiptarisans segir að fyrirtækið hafi vanrækt að hugað að bakgrunni Michaels Cohen, persónulegs lögmanns Trump, áður en það réði hann sem ráðgjafa. 11. maí 2018 14:59 AT&T og Time Warner fá að sameinast Dómari taldi að dómsmálaráðuneyti Bandaríkjanna hefði ekki sýnt fram á að samruninn skaðaði samkeppni eða neytendur. 13. júní 2018 07:22 Mest lesið Telur enga frétt í leyniupptökunum um hvalveiðar Viðskipti innlent Spá því að nefndin lækki stýrivexti duglega Viðskipti innlent Hélt tryggingunni vegna geymslu á innbúi í Grindavík Neytendur Tugmilljarða viðsnúningur hjá Alvotech Viðskipti innlent Spá því að verðbólgan fari í 4,5 prósent Viðskipti innlent Húsið sem keypt var á þrjár milljónir til sölu á 83 milljónir Viðskipti innlent „Pólitíkin er dugleg í þessu en einkageirinn kann þetta ekki nógu vel“ Atvinnulíf Bein útsending: Leiðir til að lækka vexti Viðskipti innlent Icelandair byrjar að fljúga til Istanbúl Viðskipti innlent Snjallsímar tróna enn á toppnum í jólakönnun ELKO Samstarf Fleiri fréttir Mega ekki lengur skreyta sig með konunglegum fjöðrum Fá ekki að skrá svívirðingar um Rússa sem vörumerki Linkedin sektað um tugi milljarða Samkeppni eykst í Grænlandsflugi Sekta Google um meira en allan pening heimsins Adidas og Ye sættast Bjóða upp á veðmál um leiki barna og styrkja knattspyrnurisa Bein útsending: Hver hlýtur hagfræðiverðlaun sænska seðlabankans? United Airlines hefur flug milli New York og Nuuk Viðskiptavinir gjaldþrota rafmyntakauphallar endurheimta milljarða Samþykktu allt að 45 prósent toll á kínverska rafbíla Samið um lok umfangsmikils verkfalls hafnarverkamanna Sjá meira
Telur ósennilegt að stjórnvöld vestanhafs brjóti upp Facebook Ólafur Jóhann Ólafsson fyrrverandi aðstoðarforstjóri Time Warner hefur meira en 30 ára reynslu úr viðskiptalífinu vestanhafs. Hann telur ósennilegt að bandarísk samkeppnisyfirvöld brjóti upp Facebook þótt fyrirtækið sé í einokunarstöðu. Hann telur að mörg bandarísk stórfyrirtæki hafi fengið að vaxa óhóflega mikið og komist í yfirburðastöðu gagnvart keppinautum sínum án athugasemda stjórnvalda. 8. janúar 2019 18:15
AT&T segir það stór mistök að hafa ráðið lögmann Trump Forstjóri fjarskiptarisans segir að fyrirtækið hafi vanrækt að hugað að bakgrunni Michaels Cohen, persónulegs lögmanns Trump, áður en það réði hann sem ráðgjafa. 11. maí 2018 14:59
AT&T og Time Warner fá að sameinast Dómari taldi að dómsmálaráðuneyti Bandaríkjanna hefði ekki sýnt fram á að samruninn skaðaði samkeppni eða neytendur. 13. júní 2018 07:22