Fjordvik komið fyrir í flutningaflotkví í Hafnarfjarðarhöfn Atli Ísleifsson skrifar 27. febrúar 2019 13:48 Úr Hafnarfjarðarhöfn fyrr í dag. Aðsend Sementsflutningaskipið Fjordvik, sem strandaði í Helguvík á Reykjanesi í nóvember, var komið fyrir í flutningaflotkví í Hafnarfjarðarhöfn í morgun. Til stendur að sigla skipinu til Belgíu í niðurrif. Lúðvík Geirsson, hafnarstjóri Hafnarfjarðarhafnar, segir að byrjað hafi verið að sökkva flotkvínni klukkan sjö í morgun og kláraðist verkið nú nokkru eftir klukkan 13. „Það tókst í tíma. Við höfðum bara þennan tíma upp á flóðið að gera. Það varð að koma henni inn fyrir korter í tvö til að hægt væri að lyfta dokkinni með skipið. Annars hefði það lagst í botn.“ Lúðvík segir að flutningaflotkvíin heiti Rolldock Sea og sé hollenskt, 140 metra að lengd. „Þeir eru að fara með Fjordvík til Ghent í Belgíu í niðurrif.“AðsendLúðvík segir að aðgerðin hafi tekist eins og planað var. „Við hefðum ekki getað fengið betri aðstæður og veður,“ segir Lúðvík. Fjordvik frá Bahamaeyjum rak upp í utanverðan hafnargarð Helguvíkurhafnar að kvöldi 2. nóvember og tókst að bjarga öllum fjórtán skipverjum um borð. Alls voru um hundrað tonn af olíu um borð og 1.600 tonna af sementi. Eftir að tókst að losa skipið frá strandstað var það svo flutt til Keflavíkur og síðar Hafnarfjarðar. Miklar skemmdir voru á skipinu eftir strandið og var ákveðið að koma því í niðurrif.AðsendAðsendAðsendFrá strandstað í Helguvík.Vísir/Jóhann Hafnarfjörður Strand í Helguvík Tengdar fréttir Hafnsögumaðurinn í Helguvík: „Ég myndi ekki vilja leggja það á minn versta óvin að lenda í þessum aðstæðum” Hafnsögumaðurinn Jón Pétursson segir atvik laugardagsins hafa verið sér mikið áfall. 4. nóvember 2018 11:08 Fjordvik komið til hafnar í Hafnarfirði Gera á við skipið í þurrkví. Það strandaði við Helguvík í byrjun nóvember. 13. nóvember 2018 12:58 Stór göt á botni Fjordvik Gert verður við sementsflutningaskipið Fjordvik til bráðabirgða áður en það verður flutt frá landinu með skipaflutningaskipi. 19. nóvember 2018 11:21 Mest lesið Rekinn eftir tvo mánuði hjá skattinum og samdægurs tilnefndur sendiherra á Íslandi Erlent Lést eftir skyndileg veikindi við klettastökk Innlent Rannsaka ásakanir á hendur ríkissáttasemjara Innlent Gefur ekkert landsvæði eftir Erlent Skotárás á Times Square Erlent Samdráttur og vítahringur í boði stjórnvalda Innlent Segjast ekkert hafa vitað um hætturnar í Reynisfjöru Innlent Amma ræsti neyðarhnapp við enn eina árás dóttur sinnar Innlent Aserar og Armenar skrefi nær friði eftir sögulegan fund í Hvíta húsinu Erlent Flokkarnir dæla milljónum í áróður á Meta Innlent Fleiri fréttir Vond niðurstaða Úkraínu, ásakanir á hendur sáttasemjara og síðasta hlaupið Mikill meirihluti hefur áhyggjur af stríðsátökum Rannsaka ásakanir á hendur ríkissáttasemjara Samdráttur og vítahringur í boði stjórnvalda Ekki stafi lengur tilvistarógn af Hamasliðum Lést eftir skyndileg veikindi við klettastökk Segjast ekkert hafa vitað um hætturnar í Reynisfjöru Féll fjóra metra í vinnuslysi í Kópavogi Ómeðvitaðir ferðamenn í Reynisfjöru, síbökuð hjón og tölvuspil fram á nótt Enginn árangur af „veiða og sleppa“ aðferðinni Flokkarnir dæla milljónum í áróður á Meta Hræðast að fleiri en einn fari í sjóinn Átökin „hvorki vegna né þrátt fyrir“ áfengissöluna Heitavatnslaust í Laugardal Lést við flúðasiglingar í Vestari-Jökulsá Langflestir telja sig búa á góðum stað fyrir samkynhneigða Áttu ekki von á neinu veseni og viðbúnaður eftir því Amma ræsti neyðarhnapp við enn eina árás dóttur sinnar Maður féll í Vestari-Jökulsá Fangar í einangrun vegna sama máls noti ekki sama útisvæði Hundarnir þegar aflífaðir en ákvörðun um lógun ólögmæt Samskipti fanga í einangrun, tapsárir Danir og drottning Gleðigöngunnar Allir fundir við ESB „fyrst og fremst“ hagsmunagæsla Telja að lífvörður myndi aðeins gera ferðamenn kærulausari Esjan snjólaus og það óvenju snemma Íslendingurinn í Grikklandi laus úr haldi Dvalarleyfi langtum dýrara í hinum Norðurlöndunum Lögreglurannsókn á banaslysi í Brúará „svo til“ lokið Nauðsynlegt að fólk fái úrræði til að vernda sig frá djúpfölsunum Enginn handtekinn eftir hópslagsmálin Sjá meira
Sementsflutningaskipið Fjordvik, sem strandaði í Helguvík á Reykjanesi í nóvember, var komið fyrir í flutningaflotkví í Hafnarfjarðarhöfn í morgun. Til stendur að sigla skipinu til Belgíu í niðurrif. Lúðvík Geirsson, hafnarstjóri Hafnarfjarðarhafnar, segir að byrjað hafi verið að sökkva flotkvínni klukkan sjö í morgun og kláraðist verkið nú nokkru eftir klukkan 13. „Það tókst í tíma. Við höfðum bara þennan tíma upp á flóðið að gera. Það varð að koma henni inn fyrir korter í tvö til að hægt væri að lyfta dokkinni með skipið. Annars hefði það lagst í botn.“ Lúðvík segir að flutningaflotkvíin heiti Rolldock Sea og sé hollenskt, 140 metra að lengd. „Þeir eru að fara með Fjordvík til Ghent í Belgíu í niðurrif.“AðsendLúðvík segir að aðgerðin hafi tekist eins og planað var. „Við hefðum ekki getað fengið betri aðstæður og veður,“ segir Lúðvík. Fjordvik frá Bahamaeyjum rak upp í utanverðan hafnargarð Helguvíkurhafnar að kvöldi 2. nóvember og tókst að bjarga öllum fjórtán skipverjum um borð. Alls voru um hundrað tonn af olíu um borð og 1.600 tonna af sementi. Eftir að tókst að losa skipið frá strandstað var það svo flutt til Keflavíkur og síðar Hafnarfjarðar. Miklar skemmdir voru á skipinu eftir strandið og var ákveðið að koma því í niðurrif.AðsendAðsendAðsendFrá strandstað í Helguvík.Vísir/Jóhann
Hafnarfjörður Strand í Helguvík Tengdar fréttir Hafnsögumaðurinn í Helguvík: „Ég myndi ekki vilja leggja það á minn versta óvin að lenda í þessum aðstæðum” Hafnsögumaðurinn Jón Pétursson segir atvik laugardagsins hafa verið sér mikið áfall. 4. nóvember 2018 11:08 Fjordvik komið til hafnar í Hafnarfirði Gera á við skipið í þurrkví. Það strandaði við Helguvík í byrjun nóvember. 13. nóvember 2018 12:58 Stór göt á botni Fjordvik Gert verður við sementsflutningaskipið Fjordvik til bráðabirgða áður en það verður flutt frá landinu með skipaflutningaskipi. 19. nóvember 2018 11:21 Mest lesið Rekinn eftir tvo mánuði hjá skattinum og samdægurs tilnefndur sendiherra á Íslandi Erlent Lést eftir skyndileg veikindi við klettastökk Innlent Rannsaka ásakanir á hendur ríkissáttasemjara Innlent Gefur ekkert landsvæði eftir Erlent Skotárás á Times Square Erlent Samdráttur og vítahringur í boði stjórnvalda Innlent Segjast ekkert hafa vitað um hætturnar í Reynisfjöru Innlent Amma ræsti neyðarhnapp við enn eina árás dóttur sinnar Innlent Aserar og Armenar skrefi nær friði eftir sögulegan fund í Hvíta húsinu Erlent Flokkarnir dæla milljónum í áróður á Meta Innlent Fleiri fréttir Vond niðurstaða Úkraínu, ásakanir á hendur sáttasemjara og síðasta hlaupið Mikill meirihluti hefur áhyggjur af stríðsátökum Rannsaka ásakanir á hendur ríkissáttasemjara Samdráttur og vítahringur í boði stjórnvalda Ekki stafi lengur tilvistarógn af Hamasliðum Lést eftir skyndileg veikindi við klettastökk Segjast ekkert hafa vitað um hætturnar í Reynisfjöru Féll fjóra metra í vinnuslysi í Kópavogi Ómeðvitaðir ferðamenn í Reynisfjöru, síbökuð hjón og tölvuspil fram á nótt Enginn árangur af „veiða og sleppa“ aðferðinni Flokkarnir dæla milljónum í áróður á Meta Hræðast að fleiri en einn fari í sjóinn Átökin „hvorki vegna né þrátt fyrir“ áfengissöluna Heitavatnslaust í Laugardal Lést við flúðasiglingar í Vestari-Jökulsá Langflestir telja sig búa á góðum stað fyrir samkynhneigða Áttu ekki von á neinu veseni og viðbúnaður eftir því Amma ræsti neyðarhnapp við enn eina árás dóttur sinnar Maður féll í Vestari-Jökulsá Fangar í einangrun vegna sama máls noti ekki sama útisvæði Hundarnir þegar aflífaðir en ákvörðun um lógun ólögmæt Samskipti fanga í einangrun, tapsárir Danir og drottning Gleðigöngunnar Allir fundir við ESB „fyrst og fremst“ hagsmunagæsla Telja að lífvörður myndi aðeins gera ferðamenn kærulausari Esjan snjólaus og það óvenju snemma Íslendingurinn í Grikklandi laus úr haldi Dvalarleyfi langtum dýrara í hinum Norðurlöndunum Lögreglurannsókn á banaslysi í Brúará „svo til“ lokið Nauðsynlegt að fólk fái úrræði til að vernda sig frá djúpfölsunum Enginn handtekinn eftir hópslagsmálin Sjá meira
Hafnsögumaðurinn í Helguvík: „Ég myndi ekki vilja leggja það á minn versta óvin að lenda í þessum aðstæðum” Hafnsögumaðurinn Jón Pétursson segir atvik laugardagsins hafa verið sér mikið áfall. 4. nóvember 2018 11:08
Fjordvik komið til hafnar í Hafnarfirði Gera á við skipið í þurrkví. Það strandaði við Helguvík í byrjun nóvember. 13. nóvember 2018 12:58
Stór göt á botni Fjordvik Gert verður við sementsflutningaskipið Fjordvik til bráðabirgða áður en það verður flutt frá landinu með skipaflutningaskipi. 19. nóvember 2018 11:21