Héraðssaksóknari hefur lokið rannsókn á skattamálum Sigur Rósar Birgir Olgeirsson skrifar 27. febrúar 2019 15:09 Meðlimir hljómsveitarinnar hafa kennt handvömm endurskoðanda um en ekki ásetningi um brot. Vísir/GETTY Ákærusvið hjá embætti héraðssaksóknara hefur lokið rannsókn sinni á skattamálum meðlima íslensku hljómsveitarinnar Sigur Rósar. Héraðssaksóknari segir í samtali við Vísi að ekki sé hægt að gefa upp að svo stöddu hvort ákært verður í málinu, en niðurstaðan muni liggja fyrir fljótlega. Fyrst var greint frá því að embættið hefði lokið rannsókninni á vef Ríkisútvarpsins. Ólafur Þór Hauksson héraðssaksóknari segir málið hafa borist frá skattrannsóknastjóra í mars í fyrra. Málið rataði fyrst í fjölmiðla í mars í fyrra þegar fregnir bárust af því að sýslumaðurinn á höfuðborgarsvæðinu hefði kyrrsett eignir meðlima Sigur Rósar, þeirra Jóns Þórs Birgissonar, Georgs Hólm og Orra Páls Dýrasonar, að kröfu tollstjóra. Varðaði kyrrsetningin eigur þeirra sem metnar voru á tæpar 800 milljónir króna en ástæðan var sögð rannsókn skattrannsóknastjóra á meintum skattalagabrotum. Stærsti hlutinn var í eigu Jóns Þórs, eða 638 milljónir króna. Sama dag barst yfirlýsing frá hljómsveitinni þar sem kom fram að málið varðaði skil á framtali meðlima Sigur Rósar og að ekki hefði verið staðið rétt að því á árunum 2010 til 2014. Kom fram í yfirlýsingunni að ekki væri ágreiningur um það og að þessi rannsókn hefði komið þeim í opna skjöldu því þeir töldu að rétt hefði verið staðið að skattskilum og framtalsgerð af hálfu sérfræðings sem hljómsveitin hafði ráðið til að sjá um þau mál. Ýmislegt hefur gengið hjá hljómsveitinni undanfarin ár. Þar á meðal hefur Harpa ohf., sem rekur tónlistar- og ráðstefnuhúsið Hörpu, stefnt tónleikahaldaranum Kára Sturlusyni og félagi hans, KS Productions slf., til að endurheimta 35 milljónir króna af miðasölutekjum sem Kári fékk fyrirframgreiddar vegna tónleika Sigur Rósar í Hörpu í desember árið 2017. Þá hætti Orri Páll Dýrason í Sigur Rós í október í fyrra eftir að hafa verið sakaður af bandarískri listakonu um kynferðisbrot. Sigur Rós Skattamál Sigur Rósar Lögreglumál Mest lesið Vill laga „hringekju verðtryggingar og hárra vaxta“ Viðskipti innlent Á ég að hætta í núverandi sparnaði? Viðskipti innlent Fyrrverandi forstjóri félags í eigu Íslendinga dæmdur fyrir fjárdrátt Viðskipti erlent Ísland undanþegið stórauknum verndartollum ESB Viðskipti innlent Strava stefnir Garmin Viðskipti erlent Gamalt ráðuneyti verður hótel Viðskipti innlent AMD upp um fjórðung eftir risasamning við OpenAI Viðskipti erlent Óljóst hvort veðhafar fái nokkuð Viðskipti innlent Einar hættir af persónulegum ástæðum Viðskipti innlent Birna Ósk nýr forstjóri Húsasmiðjunnar Viðskipti innlent Fleiri fréttir Ísland undanþegið stórauknum verndartollum ESB Vill laga „hringekju verðtryggingar og hárra vaxta“ Gamalt ráðuneyti verður hótel Á ég að hætta í núverandi sparnaði? Óljóst hvort veðhafar fái nokkuð Risagjalddagi vegna losunarheimilda daginn eftir gjaldþrot Einar hættir af persónulegum ástæðum „Væntanlega farnir að hefja næturvaktir hjá Samkeppniseftirlitinu“ Birna Ósk nýr forstjóri Húsasmiðjunnar Jón Skafti nýr forstöðumaður hjá Póstinum Gengi Skaga rýkur upp Ráðin framkvæmdastjórar hjá Björgun-Sement Fimm prósenta aukning í september Íslandsbanki og Skagi í formlegar samrunaviðræður Veitingastaðurinn opinn en lónið opnar síðar Omnom gjaldþrota og kröfuhafar uggandi Skáluðu fyrir kraftinum sem knýr samfélagið Innbú Play til sölu: Gæti aflað búinu fjórtán milljóna króna Rifjar Ímon-málið upp 17 árum seinna: „Hreint og beint ofbeldi af hálfu opinberra starfsmanna“ Eva og Guðrún nýir forstöðumenn hjá Icelandair Nú er ekki hægt að afskrá flugvélar nema að greiða gjöldin Telur um dulda launahækkun skrifstofufólks að ræða Davíð Ernir til liðs við Athygli Netvís tekur við af SAFT Bein útsending: Er gervigreindin alvöru tækifæri fyrir Ísland? Ísland verði leiðandi í þróun varna og viðskipta á Norðurslóðum Segja falda launauppbót hjá níu af hverjum tíu stofnunum ríkisins „Það er kennitöluflakk í skilgreiningu sinni“ Einar rýfur þögnina: Vísar kenningum um fléttu á bug Bein útsending: Ársfundur atvinnulífsins Sjá meira
Ákærusvið hjá embætti héraðssaksóknara hefur lokið rannsókn sinni á skattamálum meðlima íslensku hljómsveitarinnar Sigur Rósar. Héraðssaksóknari segir í samtali við Vísi að ekki sé hægt að gefa upp að svo stöddu hvort ákært verður í málinu, en niðurstaðan muni liggja fyrir fljótlega. Fyrst var greint frá því að embættið hefði lokið rannsókninni á vef Ríkisútvarpsins. Ólafur Þór Hauksson héraðssaksóknari segir málið hafa borist frá skattrannsóknastjóra í mars í fyrra. Málið rataði fyrst í fjölmiðla í mars í fyrra þegar fregnir bárust af því að sýslumaðurinn á höfuðborgarsvæðinu hefði kyrrsett eignir meðlima Sigur Rósar, þeirra Jóns Þórs Birgissonar, Georgs Hólm og Orra Páls Dýrasonar, að kröfu tollstjóra. Varðaði kyrrsetningin eigur þeirra sem metnar voru á tæpar 800 milljónir króna en ástæðan var sögð rannsókn skattrannsóknastjóra á meintum skattalagabrotum. Stærsti hlutinn var í eigu Jóns Þórs, eða 638 milljónir króna. Sama dag barst yfirlýsing frá hljómsveitinni þar sem kom fram að málið varðaði skil á framtali meðlima Sigur Rósar og að ekki hefði verið staðið rétt að því á árunum 2010 til 2014. Kom fram í yfirlýsingunni að ekki væri ágreiningur um það og að þessi rannsókn hefði komið þeim í opna skjöldu því þeir töldu að rétt hefði verið staðið að skattskilum og framtalsgerð af hálfu sérfræðings sem hljómsveitin hafði ráðið til að sjá um þau mál. Ýmislegt hefur gengið hjá hljómsveitinni undanfarin ár. Þar á meðal hefur Harpa ohf., sem rekur tónlistar- og ráðstefnuhúsið Hörpu, stefnt tónleikahaldaranum Kára Sturlusyni og félagi hans, KS Productions slf., til að endurheimta 35 milljónir króna af miðasölutekjum sem Kári fékk fyrirframgreiddar vegna tónleika Sigur Rósar í Hörpu í desember árið 2017. Þá hætti Orri Páll Dýrason í Sigur Rós í október í fyrra eftir að hafa verið sakaður af bandarískri listakonu um kynferðisbrot.
Sigur Rós Skattamál Sigur Rósar Lögreglumál Mest lesið Vill laga „hringekju verðtryggingar og hárra vaxta“ Viðskipti innlent Á ég að hætta í núverandi sparnaði? Viðskipti innlent Fyrrverandi forstjóri félags í eigu Íslendinga dæmdur fyrir fjárdrátt Viðskipti erlent Ísland undanþegið stórauknum verndartollum ESB Viðskipti innlent Strava stefnir Garmin Viðskipti erlent Gamalt ráðuneyti verður hótel Viðskipti innlent AMD upp um fjórðung eftir risasamning við OpenAI Viðskipti erlent Óljóst hvort veðhafar fái nokkuð Viðskipti innlent Einar hættir af persónulegum ástæðum Viðskipti innlent Birna Ósk nýr forstjóri Húsasmiðjunnar Viðskipti innlent Fleiri fréttir Ísland undanþegið stórauknum verndartollum ESB Vill laga „hringekju verðtryggingar og hárra vaxta“ Gamalt ráðuneyti verður hótel Á ég að hætta í núverandi sparnaði? Óljóst hvort veðhafar fái nokkuð Risagjalddagi vegna losunarheimilda daginn eftir gjaldþrot Einar hættir af persónulegum ástæðum „Væntanlega farnir að hefja næturvaktir hjá Samkeppniseftirlitinu“ Birna Ósk nýr forstjóri Húsasmiðjunnar Jón Skafti nýr forstöðumaður hjá Póstinum Gengi Skaga rýkur upp Ráðin framkvæmdastjórar hjá Björgun-Sement Fimm prósenta aukning í september Íslandsbanki og Skagi í formlegar samrunaviðræður Veitingastaðurinn opinn en lónið opnar síðar Omnom gjaldþrota og kröfuhafar uggandi Skáluðu fyrir kraftinum sem knýr samfélagið Innbú Play til sölu: Gæti aflað búinu fjórtán milljóna króna Rifjar Ímon-málið upp 17 árum seinna: „Hreint og beint ofbeldi af hálfu opinberra starfsmanna“ Eva og Guðrún nýir forstöðumenn hjá Icelandair Nú er ekki hægt að afskrá flugvélar nema að greiða gjöldin Telur um dulda launahækkun skrifstofufólks að ræða Davíð Ernir til liðs við Athygli Netvís tekur við af SAFT Bein útsending: Er gervigreindin alvöru tækifæri fyrir Ísland? Ísland verði leiðandi í þróun varna og viðskipta á Norðurslóðum Segja falda launauppbót hjá níu af hverjum tíu stofnunum ríkisins „Það er kennitöluflakk í skilgreiningu sinni“ Einar rýfur þögnina: Vísar kenningum um fléttu á bug Bein útsending: Ársfundur atvinnulífsins Sjá meira