Sannfærður um árangur í Hanoi Þórgnýr Einar Albertsson skrifar 28. febrúar 2019 06:00 Donald Trump og Kim Jong-un í Víetnam í gær. Nordicphotos/AFP Vel fór á með þeim Donald Trump Bandaríkjaforseta og Kim Jong-un, einræðisherra Norður-Kóreu, á fyrsta degi leiðtogafundar þeirra í víetnömsku borginni Hanoi í gær. Eftir að hafa sest niður og flutt stuttar yfirlýsingar til fjölmiðla snæddu þeir saman á veitingastað með æðstu ráðgjöfum sínum. Þetta er annar fundur Trumps og Kim en þeir funduðu saman í Singapúr á síðasta ári. „Þegar ég hugsa til baka þá finnst mér það hafa verið tími þar sem mikillar hugsunar, erfiðis og þrautseigju var þörf. En þrátt fyrir hindranirnar hefur okkur tekist að mæla okkur mót hér á ný. Í þetta skiptið er ég sannfærður um að við munum ná frábærum árangri. Ég mun gera mitt allra besta,“ sagði einræðisherrann. Trump sagði það heiður að hitta Kim á ný og hamraði á því, samkvæmt Korea Herald, að fyrri fundurinn hefði borið mikinn árangur. Því vonast hann til að þessi verði jafngóður eða betri. „Ég held að ríki þitt standi frammi fyrir miklum efnahagslegum tækifærum, ótrúlegum, takmarkalausum, og ég held að ríki þitt eigi góða framtíð og frábæran leiðtoga,“ sagði Trump. Vert er að nefna að í ríki Kim hafa almennir borgarar ekkert tjáningarfrelsi, fjölmiðlafrelsi er ekkert og ítrekað berast fréttir af aftökum andstæðinga stjórnarinnar. Leiðtogarnir munu hittast aftur í dag og ræða einna helst um kjarnorkuafvopnun Norður-Kóreu. Bandaríkin Birtist í Fréttablaðinu Norður-Kórea Víetnam Tengdar fréttir Fundur Trump og Kim hafinn Leiðtogarnir hittust nú fyrir skömmu þar sem þeir fögnuðu hvorum öðrum og héldu svo til kvöldverðar. 27. febrúar 2019 12:00 Óttast að Trump geri slæmt samkomulag til að geta lýst yfir sigri Sérfræðingar og ráðamenn í Bandaríkjunum að Donald Trump, forseti, muni gera slæmt samkomulag við Kim Jong-Un, einræðisherra Norður-Kóreu, til að geta státað sig af vel heppnuðum samningaviðræðum þeirra þegar þeir hittast í Hanoi í Víetnam á miðvikudaginn. 24. febrúar 2019 21:30 Kim mættur til Víetnam fyrir fundinn með Trump Leiðtogi Norður-Kóreu ferðaðist með lest um 4.000 kílómetra leið frá Pjongjang. 26. febrúar 2019 11:10 Mest lesið „Ef við værum nasistar þá værum við ekki að skipta um kross“ Innlent Engin byssa reyndist vera í bílnum Innlent Dásamar ÁTVR og skýtur á lögreglustjóra Innlent Boðar aðgerðir í þágu öryggis og fegrunar Washington D.C. Erlent Meira að segja happ þegar frystihúsið brann Innlent 27 daga frostlausum kafla lokið Veður Drápu tvo blaðamenn og tvo tökumenn vísvitandi Erlent Tveir leigubílstjórar sviptir ökuréttindum við Keflavíkurflugvöll Innlent Fer í þrjú útköll á dag: Sprenging í útköllum vegna veggjalúsar Innlent Hinn látni bandarískur ferðamaður á sextugsaldri Innlent Fleiri fréttir Buðu ferðamönnum upp á „stjarnferðalag“ með heimablönduðu froskaeitri Sigar þjóðvarðliðum á götur Washington og setur lögregluna á sitt vald Ákæra stjórnendur flutningaskips vegna skemmda á sæstreng Sagður hafa unnið fyrir fjölmiðlateymi Hamas áður en stríðið hófst Fordæma „markviss“ dráp Ísraela á blaðamönnum á Gasa Boðar aðgerðir í þágu öryggis og fegrunar Washington D.C. Heimila sölu gervigreindar örflaga til Kína gegn hluta af ágóðanum Eyðilegging eftir skjálfta í Tyrklandi Ástralir hyggjast viðurkenna sjálfstæða Palestínu Drápu tvo blaðamenn og tvo tökumenn vísvitandi Sæti Artúrs logar Fundur Selenskí, Pútíns og Trump á næsta leiti Stór skjálfti reið yfir í Tyrklandi Furðar sig á viðvaningshætti í Washington og segir fundinn óþarfan Fjórir karlmenn stálu Labubu í tugatali Sjaldan fleiri mótmælt ríkisstjórninni Íhugar að bjóða Selenskí eftir allt saman Úkraína og Evrópa óttast meðvirkni Trump Bjartsýn á að Trump nái árangri með Pútín Eiganda Trump Burger verður sparkað úr landi Mexíkó hafnar aftur hermönnum Trumps „Úkraínumenn þurfa örugglega að gefa eftir land“ Skotárás á Times Square Nyrsta olíuvinnslusvæði Noregs formlega opnað Eldur kviknaði í sögufrægri dómkirkju Gefur ekkert landsvæði eftir Aserar og Armenar skrefi nær friði eftir sögulegan fund í Hvíta húsinu Geimfari Apollo 13 látinn Trump og Pútín funda í Alaska næsta föstudag Rekinn eftir tvo mánuði hjá skattinum og samdægurs tilnefndur sendiherra á Íslandi Sjá meira
Vel fór á með þeim Donald Trump Bandaríkjaforseta og Kim Jong-un, einræðisherra Norður-Kóreu, á fyrsta degi leiðtogafundar þeirra í víetnömsku borginni Hanoi í gær. Eftir að hafa sest niður og flutt stuttar yfirlýsingar til fjölmiðla snæddu þeir saman á veitingastað með æðstu ráðgjöfum sínum. Þetta er annar fundur Trumps og Kim en þeir funduðu saman í Singapúr á síðasta ári. „Þegar ég hugsa til baka þá finnst mér það hafa verið tími þar sem mikillar hugsunar, erfiðis og þrautseigju var þörf. En þrátt fyrir hindranirnar hefur okkur tekist að mæla okkur mót hér á ný. Í þetta skiptið er ég sannfærður um að við munum ná frábærum árangri. Ég mun gera mitt allra besta,“ sagði einræðisherrann. Trump sagði það heiður að hitta Kim á ný og hamraði á því, samkvæmt Korea Herald, að fyrri fundurinn hefði borið mikinn árangur. Því vonast hann til að þessi verði jafngóður eða betri. „Ég held að ríki þitt standi frammi fyrir miklum efnahagslegum tækifærum, ótrúlegum, takmarkalausum, og ég held að ríki þitt eigi góða framtíð og frábæran leiðtoga,“ sagði Trump. Vert er að nefna að í ríki Kim hafa almennir borgarar ekkert tjáningarfrelsi, fjölmiðlafrelsi er ekkert og ítrekað berast fréttir af aftökum andstæðinga stjórnarinnar. Leiðtogarnir munu hittast aftur í dag og ræða einna helst um kjarnorkuafvopnun Norður-Kóreu.
Bandaríkin Birtist í Fréttablaðinu Norður-Kórea Víetnam Tengdar fréttir Fundur Trump og Kim hafinn Leiðtogarnir hittust nú fyrir skömmu þar sem þeir fögnuðu hvorum öðrum og héldu svo til kvöldverðar. 27. febrúar 2019 12:00 Óttast að Trump geri slæmt samkomulag til að geta lýst yfir sigri Sérfræðingar og ráðamenn í Bandaríkjunum að Donald Trump, forseti, muni gera slæmt samkomulag við Kim Jong-Un, einræðisherra Norður-Kóreu, til að geta státað sig af vel heppnuðum samningaviðræðum þeirra þegar þeir hittast í Hanoi í Víetnam á miðvikudaginn. 24. febrúar 2019 21:30 Kim mættur til Víetnam fyrir fundinn með Trump Leiðtogi Norður-Kóreu ferðaðist með lest um 4.000 kílómetra leið frá Pjongjang. 26. febrúar 2019 11:10 Mest lesið „Ef við værum nasistar þá værum við ekki að skipta um kross“ Innlent Engin byssa reyndist vera í bílnum Innlent Dásamar ÁTVR og skýtur á lögreglustjóra Innlent Boðar aðgerðir í þágu öryggis og fegrunar Washington D.C. Erlent Meira að segja happ þegar frystihúsið brann Innlent 27 daga frostlausum kafla lokið Veður Drápu tvo blaðamenn og tvo tökumenn vísvitandi Erlent Tveir leigubílstjórar sviptir ökuréttindum við Keflavíkurflugvöll Innlent Fer í þrjú útköll á dag: Sprenging í útköllum vegna veggjalúsar Innlent Hinn látni bandarískur ferðamaður á sextugsaldri Innlent Fleiri fréttir Buðu ferðamönnum upp á „stjarnferðalag“ með heimablönduðu froskaeitri Sigar þjóðvarðliðum á götur Washington og setur lögregluna á sitt vald Ákæra stjórnendur flutningaskips vegna skemmda á sæstreng Sagður hafa unnið fyrir fjölmiðlateymi Hamas áður en stríðið hófst Fordæma „markviss“ dráp Ísraela á blaðamönnum á Gasa Boðar aðgerðir í þágu öryggis og fegrunar Washington D.C. Heimila sölu gervigreindar örflaga til Kína gegn hluta af ágóðanum Eyðilegging eftir skjálfta í Tyrklandi Ástralir hyggjast viðurkenna sjálfstæða Palestínu Drápu tvo blaðamenn og tvo tökumenn vísvitandi Sæti Artúrs logar Fundur Selenskí, Pútíns og Trump á næsta leiti Stór skjálfti reið yfir í Tyrklandi Furðar sig á viðvaningshætti í Washington og segir fundinn óþarfan Fjórir karlmenn stálu Labubu í tugatali Sjaldan fleiri mótmælt ríkisstjórninni Íhugar að bjóða Selenskí eftir allt saman Úkraína og Evrópa óttast meðvirkni Trump Bjartsýn á að Trump nái árangri með Pútín Eiganda Trump Burger verður sparkað úr landi Mexíkó hafnar aftur hermönnum Trumps „Úkraínumenn þurfa örugglega að gefa eftir land“ Skotárás á Times Square Nyrsta olíuvinnslusvæði Noregs formlega opnað Eldur kviknaði í sögufrægri dómkirkju Gefur ekkert landsvæði eftir Aserar og Armenar skrefi nær friði eftir sögulegan fund í Hvíta húsinu Geimfari Apollo 13 látinn Trump og Pútín funda í Alaska næsta föstudag Rekinn eftir tvo mánuði hjá skattinum og samdægurs tilnefndur sendiherra á Íslandi Sjá meira
Fundur Trump og Kim hafinn Leiðtogarnir hittust nú fyrir skömmu þar sem þeir fögnuðu hvorum öðrum og héldu svo til kvöldverðar. 27. febrúar 2019 12:00
Óttast að Trump geri slæmt samkomulag til að geta lýst yfir sigri Sérfræðingar og ráðamenn í Bandaríkjunum að Donald Trump, forseti, muni gera slæmt samkomulag við Kim Jong-Un, einræðisherra Norður-Kóreu, til að geta státað sig af vel heppnuðum samningaviðræðum þeirra þegar þeir hittast í Hanoi í Víetnam á miðvikudaginn. 24. febrúar 2019 21:30
Kim mættur til Víetnam fyrir fundinn með Trump Leiðtogi Norður-Kóreu ferðaðist með lest um 4.000 kílómetra leið frá Pjongjang. 26. febrúar 2019 11:10