Kerfinu geta fylgt "verulegir ókostir“ Kristinn Ingi Jónsson skrifar 28. febrúar 2019 06:00 Már Guðmundsson seðlabankastjóri segir markmiðið með framkvæmd haftanna ekki hafa verið að hámarka refsingar, heldur að láta þau halda en draga um leið úr neikvæðum hliðaráhrifum þeirra. Fréttablaðið/Anton Brink Bankaráð Seðlabanka Íslands telur óhætt að fullyrða að illa fari á því að sömu einstaklingar beri ábyrgð á rannsóknum og eftirliti annars vegar og hins vegar um leið þeirri kjarnastarfsemi Seðlabankans að móta peningastefnu og vera til ráðgjafar um stjórn efnahagsmála landsins. Reynslan vegna vinnu Seðlabankans við eftirlit með fjármagnshöftunum bendi eindregið til þess að slíku fyrirkomulagi geti fylgt verulegir ókostir. Þetta er á meðal þess sem fram kemur í nýlegri greinargerð bankaráðsins sem skrifuð var að beiðni Katrínar Jakobsdóttur forsætisráðherra í kjölfar dóms Hæstaréttar í nóvember í fyrra þar sem fimmtán milljóna króna stjórnvaldssekt sem Seðlabankinn lagði á Samherja var felld úr gildi. Már Guðmundsson seðlabankastjóri tekur í svipaðan streng í bréfi sem hann skrifaði forsætisráðherra í lok síðasta mánaðar og var gert opinbert í gær en þar segir hann núverandi fyrirkomulag rannsókna á brotum á gjaldeyrislögum ekki ganga. Óheppilegt sé að slík starfsemi heyri beint undir seðlabankastjóra. „Það þarf fjarlægð til að koma í veg fyrir að mál séu persónugerð til að skapa stöðu sem málsaðilar hafa yfirleitt ekki gagnvart sérhæfðari eftirlitsaðilum,“ segir í bréfi Más. Í greinargerð bankaráðs er bent á að við fyrirhugaða sameiningu Seðlabankans og Fjármálaeftirlitsins, en vinna við hana hefur staðið yfir frá því síðasta haust, muni færast til Seðlabankans margs konar starfsemi sem sé í eðli sínu lík þeirri sem bankinn hafi tekið að sér vegna fjármagnshaftanna. Fjármálaeftirlitið rannsaki enda ýmiss konar meint brot á lögum og reglum og refsi fyrir þau eða kæri til lögreglu eða saksóknara. „Reynslan vegna vinnu Seðlabankans við eftirlit með fjármagnshöftunum bendir eindregið til þess að því geti fylgt verulegir ókostir. Að þeim þarf að huga vel við þessar skipulagsbreytingar,“ segir bankaráðið. Með lagabreytingu árið 2010 var sem kunnugt er ákveðið að Seðlabankinn færi með rannsókn á meintum brotum á fjármagnshöftunum en áður hafði Fjármálaeftirlitið haft það hlutverk með höndum. Gylfi Magnússon, formaður bankaráðs SeðlabankansEftirlitið verði aðskilið Sérstök verkefnisstjórn, sem heyrir undir ráðherranefnd um efnahagsmál og endurskipulagningu, hefur síðustu mánuði unnið að frumvarpi um breytingar á lögum um Seðlabankann en eins og greint var frá í Markaðinum í gær er í drögum að frumvarpinu lagt til að bankinn verði skipaður einum aðalseðlabankastjóra og þremur varabankastjórum. Er gert ráð fyrir að einn hinna síðarnefndu fari með peningamál, annar beri ábyrgð á fjármálastöðugleika og þriðji varabankastjórinn verði yfir fjármálaeftirliti innan sameiginlegrar stofnunar Seðlabankans og Fjármálaeftirlitsins. Innlendir og erlendir sérfræðingar, sem hafa verið stjórnvöldum til ráðgjafar um málefni fjármálamarkaðarins, hafa mælt með sameiningu umræddra stofnana en sumir þeirra hafa þó ekki talið æskilegt að Seðlabankinn fari með eftirlitshlutverk á fjármálamarkaði. Sir Andrew Large, fyrrverandi aðstoðarbankastjóri Englandsbanka, benti til að mynda á árið 2012 að slíkt fyrirkomulag byði upp á það að Seðlabankanum yrði kennt um allt það sem betur mætti fara í því samhengi. Slíkt gæti grafið undan orðspori bankans og þannig haft áhrif á getu hans til þess að ná markmiðum sínum á öðrum sviðum. Svipuð sjónarmið komu fram í skýrslu sem starfshópur um endurskoðun peningastefnunnar, sem Ásgeir Jónsson hagfræðingur fór fyrir, skilaði síðasta sumar. Mælti hópurinn með því að Seðlabankinn bæri ábyrgð á þjóðhagsvarúð og eindarvarúð en að Fjármálaeftirlitið sinnti áfram eftirlitshlutverki á fjármálamarkaði. Í áðurnefndri greinargerð bankaráðs Seðlabankans er jafnframt tekið fram að samsetning ráðsins og umboð þess frá Alþingi, en þingmenn kjósa sjö manna bankaráð, geri bankaráðið „afar óheppilegan aðila“ til þess að hafa eftirlit með framgöngu bankans í einstökum refsimálum og enn síður til þess að grípa inn í slík mál. „Eðlilegra“ sé að dómstólar og eftir atvikum saksóknarar eða lögregla eða umboðsmaður Alþingis gegni því hlutverki að tryggja bankanum aðhald í refsimálum. Már: Markmiðið ekki að hámarka refsingar Már Guðmundsson seðlabankastjóri skrifar í bréfi sínu til forsætisráðherra að markmiðið með framkvæmd fjármagnshaftanna hafi ekki verið að hámarka refsingar. Takmarkið hafi fremur verið að láta höftin halda en draga um leið eftir föngum úr neikvæðum hliðaráhrifum þeirra. Hann segir það ekki rétt sjónarhorn á málið að líta svo á að framkvæmd haftanna hafi gengið illa vegna þess að ýmis kærumál hafi ekki endað með sakfellingu fyrir dómstólum. Í bókun bankaráðsmannanna Sigurðar Kára Kristjánssonar og Þórunnar Guðmundsdóttur vegna greinargerðar ráðsins er bent á að allir þeir sem hafi leitað réttar síns fyrir dómi og látið reyna á lögmæti sektargerða Seðlabankans hafi haft sigur gegn bankanum. Af dómum Hæstaréttar verði ekki dregnar aðrar ályktanir en að ákvarðanir bankans við framkvæmd haftanna hafi verið „ólögmætar heilt yfir“. Már segir að til að byrja með hafi ekki gengið alveg eftir að láta höftin halda en með reglubreytingum og rannsóknaraðgerðum hafi höftin farið að virka eins og til hafi verið ætlast. Ekki megi gleyma í því sambandi að aðgerðir bankans hafi haft töluverð fælingaráhrif, eins og glögglega hafi mátt sjá eftir húsleitina hjá Samherja árið 2012. Birtist í Fréttablaðinu Efnahagsmál Umboðsmaður Alþingis Tengdar fréttir Endurskoða stjórnsýslu sína eftir Samherjamál Ekki verður hjá því komist að ráðast í heildarendurskoðun á allri stjórnsýslu Seðlabanka Íslands, meðferð mála innan bankans og með hvaða hætti bankinn hefur á umliðnum árum farið með það opinbera vald sem honum hefur verið falið lögum samkvæmt. 27. febrúar 2019 08:00 Bankastjórum Seðlabankans fjölgað í fjóra Gert ráð fyrir einum seðlabankastjóra og þremur varabankastjórum. Einn fer með peningamál, annar yfir fjármálastöðugleika og þriðji með fjármálaeftirlit við sameiningu bankans og FME. 27. febrúar 2019 06:00 Vill að Seðlabankinn rétti hlut þeirra sem sættu sektum Seðlabanki Íslands ætti að hafa frumkvæði að því að rétta hlut þeirra sem sættu sektum af hálfu bankans eða gerðu sátt við bankann undir þvingun í tilvikum þar sem gildar viðurlagaheimildir voru ekki til staðar. 13. febrúar 2019 07:15 Mest lesið Sorpa undirbýr sig fyrir þjónustufall Neytendur Ummæli stjórnarmanns Eflingar um sníkjudýr „til skammar“ Viðskipti innlent Mannauðsmál: „Enn of mikil tilhneiging til að taka ekki á málum“ Atvinnulíf Vigdís frá Play til Nettó Viðskipti innlent Næstum allir nýir bílar í Noregi rafmagnsbílar Viðskipti erlent Strætómiðinn hækkar í verði Neytendur „Þá hugsuðu menn: Fínt, fáum konurnar í þessi störf“ Atvinnulíf „Ásta mín, ef þú segir nei við þessu tilboði þá rek ég þig“ Atvinnulíf Gjafabréf og alls konar flatbökudótarí vinsælar jólagjafir í ár Viðskipti innlent Nefna fimm veitingastaði að baki „gervikjarasamningi“ Viðskipti innlent Fleiri fréttir Ummæli stjórnarmanns Eflingar um sníkjudýr „til skammar“ Vigdís frá Play til Nettó Gjafabréf og alls konar flatbökudótarí vinsælar jólagjafir í ár Innkalla nagstangir sem hundar veikjast af Nýskráning fólksbíla dróst saman um rúm fjörutíu prósent Kaupsamningar nærri helmingi fleiri en í fyrra Verkalýðshreyfingin sé stærsta ógnin við starfsöryggi á veitingastöðum Slippurinn allur að sumri loknu „Langstærsta“ vikan í sögu Ölgerðarinnar Nefna fimm veitingastaði að baki „gervikjarasamningi“ Raforka til gagnavera snarminnkað Þekktir netþrjótar réðust á kerfi Wise Discover hefur flug milli München og Íslands Hærri barnabætur og ný gjöld á nikótínvörur á nýju ári Hluthafarnir samþykkja samruna Marels við JBT Sekta þau sem ekki greiða rétt fargjald um fimmtán þúsund krónur Elma Sif til Stika Solutions Baldvin sagði upp 99 manns sem mættu ekki á morgunfund Standa vörð um bílastæði viðskiptavina Kringlunnar Vonar að allir pakkar berist til þeirra fyrir jól Kortleggja tómar íbúðir í samstarfi við sveitarfélög Jóna Björk tekur við Garðheimum Segja son og tengdadóttur Reynis ekki koma nálægt Mannlífskaupum EastJet flýgur til Basel og Lyon Margrét áfram rektor á Bifröst Ingibjörg Þórdís til Elko Fimm mætt í Kauphöllina RÚV sker sér stærri sneið af auglýsingakökunni Ársverðbólga óbreytt á milli mánaða Tómar íbúðir á landinu nú um 10 þúsund Sjá meira
Bankaráð Seðlabanka Íslands telur óhætt að fullyrða að illa fari á því að sömu einstaklingar beri ábyrgð á rannsóknum og eftirliti annars vegar og hins vegar um leið þeirri kjarnastarfsemi Seðlabankans að móta peningastefnu og vera til ráðgjafar um stjórn efnahagsmála landsins. Reynslan vegna vinnu Seðlabankans við eftirlit með fjármagnshöftunum bendi eindregið til þess að slíku fyrirkomulagi geti fylgt verulegir ókostir. Þetta er á meðal þess sem fram kemur í nýlegri greinargerð bankaráðsins sem skrifuð var að beiðni Katrínar Jakobsdóttur forsætisráðherra í kjölfar dóms Hæstaréttar í nóvember í fyrra þar sem fimmtán milljóna króna stjórnvaldssekt sem Seðlabankinn lagði á Samherja var felld úr gildi. Már Guðmundsson seðlabankastjóri tekur í svipaðan streng í bréfi sem hann skrifaði forsætisráðherra í lok síðasta mánaðar og var gert opinbert í gær en þar segir hann núverandi fyrirkomulag rannsókna á brotum á gjaldeyrislögum ekki ganga. Óheppilegt sé að slík starfsemi heyri beint undir seðlabankastjóra. „Það þarf fjarlægð til að koma í veg fyrir að mál séu persónugerð til að skapa stöðu sem málsaðilar hafa yfirleitt ekki gagnvart sérhæfðari eftirlitsaðilum,“ segir í bréfi Más. Í greinargerð bankaráðs er bent á að við fyrirhugaða sameiningu Seðlabankans og Fjármálaeftirlitsins, en vinna við hana hefur staðið yfir frá því síðasta haust, muni færast til Seðlabankans margs konar starfsemi sem sé í eðli sínu lík þeirri sem bankinn hafi tekið að sér vegna fjármagnshaftanna. Fjármálaeftirlitið rannsaki enda ýmiss konar meint brot á lögum og reglum og refsi fyrir þau eða kæri til lögreglu eða saksóknara. „Reynslan vegna vinnu Seðlabankans við eftirlit með fjármagnshöftunum bendir eindregið til þess að því geti fylgt verulegir ókostir. Að þeim þarf að huga vel við þessar skipulagsbreytingar,“ segir bankaráðið. Með lagabreytingu árið 2010 var sem kunnugt er ákveðið að Seðlabankinn færi með rannsókn á meintum brotum á fjármagnshöftunum en áður hafði Fjármálaeftirlitið haft það hlutverk með höndum. Gylfi Magnússon, formaður bankaráðs SeðlabankansEftirlitið verði aðskilið Sérstök verkefnisstjórn, sem heyrir undir ráðherranefnd um efnahagsmál og endurskipulagningu, hefur síðustu mánuði unnið að frumvarpi um breytingar á lögum um Seðlabankann en eins og greint var frá í Markaðinum í gær er í drögum að frumvarpinu lagt til að bankinn verði skipaður einum aðalseðlabankastjóra og þremur varabankastjórum. Er gert ráð fyrir að einn hinna síðarnefndu fari með peningamál, annar beri ábyrgð á fjármálastöðugleika og þriðji varabankastjórinn verði yfir fjármálaeftirliti innan sameiginlegrar stofnunar Seðlabankans og Fjármálaeftirlitsins. Innlendir og erlendir sérfræðingar, sem hafa verið stjórnvöldum til ráðgjafar um málefni fjármálamarkaðarins, hafa mælt með sameiningu umræddra stofnana en sumir þeirra hafa þó ekki talið æskilegt að Seðlabankinn fari með eftirlitshlutverk á fjármálamarkaði. Sir Andrew Large, fyrrverandi aðstoðarbankastjóri Englandsbanka, benti til að mynda á árið 2012 að slíkt fyrirkomulag byði upp á það að Seðlabankanum yrði kennt um allt það sem betur mætti fara í því samhengi. Slíkt gæti grafið undan orðspori bankans og þannig haft áhrif á getu hans til þess að ná markmiðum sínum á öðrum sviðum. Svipuð sjónarmið komu fram í skýrslu sem starfshópur um endurskoðun peningastefnunnar, sem Ásgeir Jónsson hagfræðingur fór fyrir, skilaði síðasta sumar. Mælti hópurinn með því að Seðlabankinn bæri ábyrgð á þjóðhagsvarúð og eindarvarúð en að Fjármálaeftirlitið sinnti áfram eftirlitshlutverki á fjármálamarkaði. Í áðurnefndri greinargerð bankaráðs Seðlabankans er jafnframt tekið fram að samsetning ráðsins og umboð þess frá Alþingi, en þingmenn kjósa sjö manna bankaráð, geri bankaráðið „afar óheppilegan aðila“ til þess að hafa eftirlit með framgöngu bankans í einstökum refsimálum og enn síður til þess að grípa inn í slík mál. „Eðlilegra“ sé að dómstólar og eftir atvikum saksóknarar eða lögregla eða umboðsmaður Alþingis gegni því hlutverki að tryggja bankanum aðhald í refsimálum. Már: Markmiðið ekki að hámarka refsingar Már Guðmundsson seðlabankastjóri skrifar í bréfi sínu til forsætisráðherra að markmiðið með framkvæmd fjármagnshaftanna hafi ekki verið að hámarka refsingar. Takmarkið hafi fremur verið að láta höftin halda en draga um leið eftir föngum úr neikvæðum hliðaráhrifum þeirra. Hann segir það ekki rétt sjónarhorn á málið að líta svo á að framkvæmd haftanna hafi gengið illa vegna þess að ýmis kærumál hafi ekki endað með sakfellingu fyrir dómstólum. Í bókun bankaráðsmannanna Sigurðar Kára Kristjánssonar og Þórunnar Guðmundsdóttur vegna greinargerðar ráðsins er bent á að allir þeir sem hafi leitað réttar síns fyrir dómi og látið reyna á lögmæti sektargerða Seðlabankans hafi haft sigur gegn bankanum. Af dómum Hæstaréttar verði ekki dregnar aðrar ályktanir en að ákvarðanir bankans við framkvæmd haftanna hafi verið „ólögmætar heilt yfir“. Már segir að til að byrja með hafi ekki gengið alveg eftir að láta höftin halda en með reglubreytingum og rannsóknaraðgerðum hafi höftin farið að virka eins og til hafi verið ætlast. Ekki megi gleyma í því sambandi að aðgerðir bankans hafi haft töluverð fælingaráhrif, eins og glögglega hafi mátt sjá eftir húsleitina hjá Samherja árið 2012.
Birtist í Fréttablaðinu Efnahagsmál Umboðsmaður Alþingis Tengdar fréttir Endurskoða stjórnsýslu sína eftir Samherjamál Ekki verður hjá því komist að ráðast í heildarendurskoðun á allri stjórnsýslu Seðlabanka Íslands, meðferð mála innan bankans og með hvaða hætti bankinn hefur á umliðnum árum farið með það opinbera vald sem honum hefur verið falið lögum samkvæmt. 27. febrúar 2019 08:00 Bankastjórum Seðlabankans fjölgað í fjóra Gert ráð fyrir einum seðlabankastjóra og þremur varabankastjórum. Einn fer með peningamál, annar yfir fjármálastöðugleika og þriðji með fjármálaeftirlit við sameiningu bankans og FME. 27. febrúar 2019 06:00 Vill að Seðlabankinn rétti hlut þeirra sem sættu sektum Seðlabanki Íslands ætti að hafa frumkvæði að því að rétta hlut þeirra sem sættu sektum af hálfu bankans eða gerðu sátt við bankann undir þvingun í tilvikum þar sem gildar viðurlagaheimildir voru ekki til staðar. 13. febrúar 2019 07:15 Mest lesið Sorpa undirbýr sig fyrir þjónustufall Neytendur Ummæli stjórnarmanns Eflingar um sníkjudýr „til skammar“ Viðskipti innlent Mannauðsmál: „Enn of mikil tilhneiging til að taka ekki á málum“ Atvinnulíf Vigdís frá Play til Nettó Viðskipti innlent Næstum allir nýir bílar í Noregi rafmagnsbílar Viðskipti erlent Strætómiðinn hækkar í verði Neytendur „Þá hugsuðu menn: Fínt, fáum konurnar í þessi störf“ Atvinnulíf „Ásta mín, ef þú segir nei við þessu tilboði þá rek ég þig“ Atvinnulíf Gjafabréf og alls konar flatbökudótarí vinsælar jólagjafir í ár Viðskipti innlent Nefna fimm veitingastaði að baki „gervikjarasamningi“ Viðskipti innlent Fleiri fréttir Ummæli stjórnarmanns Eflingar um sníkjudýr „til skammar“ Vigdís frá Play til Nettó Gjafabréf og alls konar flatbökudótarí vinsælar jólagjafir í ár Innkalla nagstangir sem hundar veikjast af Nýskráning fólksbíla dróst saman um rúm fjörutíu prósent Kaupsamningar nærri helmingi fleiri en í fyrra Verkalýðshreyfingin sé stærsta ógnin við starfsöryggi á veitingastöðum Slippurinn allur að sumri loknu „Langstærsta“ vikan í sögu Ölgerðarinnar Nefna fimm veitingastaði að baki „gervikjarasamningi“ Raforka til gagnavera snarminnkað Þekktir netþrjótar réðust á kerfi Wise Discover hefur flug milli München og Íslands Hærri barnabætur og ný gjöld á nikótínvörur á nýju ári Hluthafarnir samþykkja samruna Marels við JBT Sekta þau sem ekki greiða rétt fargjald um fimmtán þúsund krónur Elma Sif til Stika Solutions Baldvin sagði upp 99 manns sem mættu ekki á morgunfund Standa vörð um bílastæði viðskiptavina Kringlunnar Vonar að allir pakkar berist til þeirra fyrir jól Kortleggja tómar íbúðir í samstarfi við sveitarfélög Jóna Björk tekur við Garðheimum Segja son og tengdadóttur Reynis ekki koma nálægt Mannlífskaupum EastJet flýgur til Basel og Lyon Margrét áfram rektor á Bifröst Ingibjörg Þórdís til Elko Fimm mætt í Kauphöllina RÚV sker sér stærri sneið af auglýsingakökunni Ársverðbólga óbreytt á milli mánaða Tómar íbúðir á landinu nú um 10 þúsund Sjá meira
Endurskoða stjórnsýslu sína eftir Samherjamál Ekki verður hjá því komist að ráðast í heildarendurskoðun á allri stjórnsýslu Seðlabanka Íslands, meðferð mála innan bankans og með hvaða hætti bankinn hefur á umliðnum árum farið með það opinbera vald sem honum hefur verið falið lögum samkvæmt. 27. febrúar 2019 08:00
Bankastjórum Seðlabankans fjölgað í fjóra Gert ráð fyrir einum seðlabankastjóra og þremur varabankastjórum. Einn fer með peningamál, annar yfir fjármálastöðugleika og þriðji með fjármálaeftirlit við sameiningu bankans og FME. 27. febrúar 2019 06:00
Vill að Seðlabankinn rétti hlut þeirra sem sættu sektum Seðlabanki Íslands ætti að hafa frumkvæði að því að rétta hlut þeirra sem sættu sektum af hálfu bankans eða gerðu sátt við bankann undir þvingun í tilvikum þar sem gildar viðurlagaheimildir voru ekki til staðar. 13. febrúar 2019 07:15