Kabbalah tórir þrátt fyrir gjaldþrotið Stefán Ó. Jónsson skrifar 28. febrúar 2019 10:30 Hermann Ingi Hermannsson greindi frá innreið Kabbalah á Íslandi árið 2011. Hann breytti nafni sínu í Kaleb Joshua ári síðar. Vísir/valli Ekkert fékkst upp í rúmlega 8 milljóna kröfur í þrotabú félagsins Kabbalah á Íslandi ehf, sem tekið var til gjaldþrotaskipta í fyrravor. Greint var frá lokum gjaldþrotaskiptanna í Lögbirtingablaðinu í dag. Félagið var stofnað til að halda utan um starfsemi Kabbalah-samtakanna hér á landi, sem formlega var ýtt úr vör árið 2007 og opnuðu höfuðstöðvar í Reykjavík fjórum árum síðar. Kabbalah hefur verið lýst sem dulhyggjustefnu í Gyðingdómi og hefur hún verið iðkuð af stórstjörnum eins og Madonnu, Lindsey Lohan, Ashton Kutcher og Britney Spears.Enginn skráður hluthafi var í Kabbalah á Íslandi ehf. við gjalþrotið en talsmaður og einn forsvarsmanna Kaballah á Íslandi var Hermann Ingi Hermannsson. Hann sagði í samtali við fjölmiðla árið 2011, þegar fyrrnefndar höfuðstöðvar voru opnaðar, að ekki væri rétt að tala um Kaballah sem eiginleg trúarbrögð.Sjá einnig: Kabbalah kemur til Íslands „Kabbalah er heimspekileg vísindi og tæknifræði sálarinnar. Kabbalah leggur mikla áherslu dýpri skilning hinum andlega heimi, hvaða lögmál eru umhverfinu kringum okkur og hvernig við getum forðast þau," sagði Hermann árið 2011. Ári síðar tók Hermann Ingi upp nýtt nafn, Kaleb Joshua. Þá voru um 50 virkir Kabbalistar hér á landi. „Þessi tvö nöfn Kaleb og Joshua hafa verið mér huglæg mjög lengi og það var í febrúar sem ég lét verða af þessu og breytti nafninu í tengslum við mínar lífsskoðanir,“ sagði Kaleb í apríl 2012 og bætti við að nafnbreytingin hefði komið mörgum á óvart. Hluti af ákvörðuninni hafi verið sú að Kaleb vildi draga sjálfan sig fram í dagsljósið sem tónlistarmann, en hann var lengi liðtækur trúbador. Þrátt fyrir gjaldþrot félagsins og lokun höfuðstöðvanna segir Kaleb Joshua í samtali við Vísi að hugsjónin sé ekki dauð úr öllum æðum. Enn sé fámennur áhugamannahópur Íslendinga sem leggur stund á þessi fræði, þó svo að starfsemi þeirra sé ekki jafn formleg og hún var þegar félagsins og miðstöðvarinnar naut við. Þannig útilokar Kaleb ekki að reynt verði að blása aftur lífi í formlegt safnaðarstarf fylgismanna Kaballah á Íslandi, sé enn áhugi fyrir því. Gjaldþrot Trúmál Tengdar fréttir Kabbalah kemur til Íslands „Við stefnum á að opna miðstöð í Reykjavík í sumar,“ segir Hermann Ingi Hermannsson, einn forsvarsmanna Kabbalah-samtakanna á Íslandi. Hermann hefur stofnað fyrirtæki í kringum Kabbalah, þessa þekktu og umdeildu dulhyggju 7. apríl 2011 10:30 Hermann Ingi trúbador heitir núna Kaleb Joshua „Þessi tvö nöfn Kaleb og Joshua hafa verið mér huglæg mjög lengi og það var í febrúar sem ég lét verða af þessu og breytti nafninu í tengslum við mínar lífsskoðanir,“ segir trúbadorinn og Kabbalistinn Kaleb Joshua sem hét áður Hermann Ingi Hermannsson. Hann byrjaði að kynna sér Kabbalah-fræðin fyrir fimm árum og í fyrra opnaði hann fyrstu miðstöð Kabbalah á Íslandi á Laugaveginum en tæplega fimmtíu Kabbalistar eru virkir hér á landi. 1. apríl 2012 11:00 Mest lesið Húsið sem keypt var á þrjár milljónir til sölu á 83 milljónir Viðskipti innlent Mega ekki lengur skreyta sig með konunglegum fjöðrum Viðskipti erlent Spá hressilegri vaxtalækkun Viðskipti innlent Falskir afslættir og þrýstingur við sölu á Temu Neytendur Fá ekki að skrá svívirðingar um Rússa sem vörumerki Viðskipti erlent Lentu vélum easyJet örugglega á Akureyri þrátt fyrir hvassviðri Viðskipti innlent Þrjú ráðin til Tryggja Viðskipti innlent Arna innkallar kaffiskyr með vanillubragði Viðskipti innlent Bein útsending: Kosningafundur Viðskiptaráðs - Horfum til hagsældar Viðskipti innlent Hagnaður Sýnar dróst verulega saman milli ára Viðskipti innlent Fleiri fréttir Hagnaður Sýnar dróst verulega saman milli ára Húsið sem keypt var á þrjár milljónir til sölu á 83 milljónir Spá hressilegri vaxtalækkun Lentu vélum easyJet örugglega á Akureyri þrátt fyrir hvassviðri Kaupmáttur á opinberum markaði minni vegna lausra samninga Þrjú ráðin til Tryggja Arna innkallar kaffiskyr með vanillubragði Bein útsending: Kosningafundur Viðskiptaráðs - Horfum til hagsældar Horfur tveggja banka úr stöðugum í jákvæðar Ísold ráðin markaðsstjóri Frá Bændasamtökunum til Samorku Fáránlegt að eiga ekki „smá Bitcoin“ á Íslandi Deildarstjóri, lögfræðingur og viðskiptastjóri ráðin til Mílu Nýr flugrekstrarstjóri Icelandair Skúli og félagar sýknaðir en þrotabúið fær 750 milljónir Hafna ásökunum um smánarlaun Segja gjald á nikótínpúða leiða til aukinna reykinga „Þið hafið efni á þessari kauphækkun, borgið hana núna“ Staðfesta dóm héraðsdóms en lækka bætur til Vinnslustöðvar Þrír nýir stjórnendur hjá Wisefish Nebraska heyrir sögunni til Smána Bakkavararbræður fyrir greiðslu „fátæktarlauna“ Stækka gagnaverin á Akureyri og í Reykjanesbæ Í beinni: Kosningafundur atvinnulífsins Sætanýtingin aldrei verið betri í október ECIT AS kaupir meirihluta í Bókað frá KPMG Manneskja með von á bakvið hverja einustu umsókn Aukning í ferðalögum til landsins Breytingar í framkvæmdastjórn Origo Linda ráðin framkvæmdastjóri háttsemiseftirlits Sjá meira
Ekkert fékkst upp í rúmlega 8 milljóna kröfur í þrotabú félagsins Kabbalah á Íslandi ehf, sem tekið var til gjaldþrotaskipta í fyrravor. Greint var frá lokum gjaldþrotaskiptanna í Lögbirtingablaðinu í dag. Félagið var stofnað til að halda utan um starfsemi Kabbalah-samtakanna hér á landi, sem formlega var ýtt úr vör árið 2007 og opnuðu höfuðstöðvar í Reykjavík fjórum árum síðar. Kabbalah hefur verið lýst sem dulhyggjustefnu í Gyðingdómi og hefur hún verið iðkuð af stórstjörnum eins og Madonnu, Lindsey Lohan, Ashton Kutcher og Britney Spears.Enginn skráður hluthafi var í Kabbalah á Íslandi ehf. við gjalþrotið en talsmaður og einn forsvarsmanna Kaballah á Íslandi var Hermann Ingi Hermannsson. Hann sagði í samtali við fjölmiðla árið 2011, þegar fyrrnefndar höfuðstöðvar voru opnaðar, að ekki væri rétt að tala um Kaballah sem eiginleg trúarbrögð.Sjá einnig: Kabbalah kemur til Íslands „Kabbalah er heimspekileg vísindi og tæknifræði sálarinnar. Kabbalah leggur mikla áherslu dýpri skilning hinum andlega heimi, hvaða lögmál eru umhverfinu kringum okkur og hvernig við getum forðast þau," sagði Hermann árið 2011. Ári síðar tók Hermann Ingi upp nýtt nafn, Kaleb Joshua. Þá voru um 50 virkir Kabbalistar hér á landi. „Þessi tvö nöfn Kaleb og Joshua hafa verið mér huglæg mjög lengi og það var í febrúar sem ég lét verða af þessu og breytti nafninu í tengslum við mínar lífsskoðanir,“ sagði Kaleb í apríl 2012 og bætti við að nafnbreytingin hefði komið mörgum á óvart. Hluti af ákvörðuninni hafi verið sú að Kaleb vildi draga sjálfan sig fram í dagsljósið sem tónlistarmann, en hann var lengi liðtækur trúbador. Þrátt fyrir gjaldþrot félagsins og lokun höfuðstöðvanna segir Kaleb Joshua í samtali við Vísi að hugsjónin sé ekki dauð úr öllum æðum. Enn sé fámennur áhugamannahópur Íslendinga sem leggur stund á þessi fræði, þó svo að starfsemi þeirra sé ekki jafn formleg og hún var þegar félagsins og miðstöðvarinnar naut við. Þannig útilokar Kaleb ekki að reynt verði að blása aftur lífi í formlegt safnaðarstarf fylgismanna Kaballah á Íslandi, sé enn áhugi fyrir því.
Gjaldþrot Trúmál Tengdar fréttir Kabbalah kemur til Íslands „Við stefnum á að opna miðstöð í Reykjavík í sumar,“ segir Hermann Ingi Hermannsson, einn forsvarsmanna Kabbalah-samtakanna á Íslandi. Hermann hefur stofnað fyrirtæki í kringum Kabbalah, þessa þekktu og umdeildu dulhyggju 7. apríl 2011 10:30 Hermann Ingi trúbador heitir núna Kaleb Joshua „Þessi tvö nöfn Kaleb og Joshua hafa verið mér huglæg mjög lengi og það var í febrúar sem ég lét verða af þessu og breytti nafninu í tengslum við mínar lífsskoðanir,“ segir trúbadorinn og Kabbalistinn Kaleb Joshua sem hét áður Hermann Ingi Hermannsson. Hann byrjaði að kynna sér Kabbalah-fræðin fyrir fimm árum og í fyrra opnaði hann fyrstu miðstöð Kabbalah á Íslandi á Laugaveginum en tæplega fimmtíu Kabbalistar eru virkir hér á landi. 1. apríl 2012 11:00 Mest lesið Húsið sem keypt var á þrjár milljónir til sölu á 83 milljónir Viðskipti innlent Mega ekki lengur skreyta sig með konunglegum fjöðrum Viðskipti erlent Spá hressilegri vaxtalækkun Viðskipti innlent Falskir afslættir og þrýstingur við sölu á Temu Neytendur Fá ekki að skrá svívirðingar um Rússa sem vörumerki Viðskipti erlent Lentu vélum easyJet örugglega á Akureyri þrátt fyrir hvassviðri Viðskipti innlent Þrjú ráðin til Tryggja Viðskipti innlent Arna innkallar kaffiskyr með vanillubragði Viðskipti innlent Bein útsending: Kosningafundur Viðskiptaráðs - Horfum til hagsældar Viðskipti innlent Hagnaður Sýnar dróst verulega saman milli ára Viðskipti innlent Fleiri fréttir Hagnaður Sýnar dróst verulega saman milli ára Húsið sem keypt var á þrjár milljónir til sölu á 83 milljónir Spá hressilegri vaxtalækkun Lentu vélum easyJet örugglega á Akureyri þrátt fyrir hvassviðri Kaupmáttur á opinberum markaði minni vegna lausra samninga Þrjú ráðin til Tryggja Arna innkallar kaffiskyr með vanillubragði Bein útsending: Kosningafundur Viðskiptaráðs - Horfum til hagsældar Horfur tveggja banka úr stöðugum í jákvæðar Ísold ráðin markaðsstjóri Frá Bændasamtökunum til Samorku Fáránlegt að eiga ekki „smá Bitcoin“ á Íslandi Deildarstjóri, lögfræðingur og viðskiptastjóri ráðin til Mílu Nýr flugrekstrarstjóri Icelandair Skúli og félagar sýknaðir en þrotabúið fær 750 milljónir Hafna ásökunum um smánarlaun Segja gjald á nikótínpúða leiða til aukinna reykinga „Þið hafið efni á þessari kauphækkun, borgið hana núna“ Staðfesta dóm héraðsdóms en lækka bætur til Vinnslustöðvar Þrír nýir stjórnendur hjá Wisefish Nebraska heyrir sögunni til Smána Bakkavararbræður fyrir greiðslu „fátæktarlauna“ Stækka gagnaverin á Akureyri og í Reykjanesbæ Í beinni: Kosningafundur atvinnulífsins Sætanýtingin aldrei verið betri í október ECIT AS kaupir meirihluta í Bókað frá KPMG Manneskja með von á bakvið hverja einustu umsókn Aukning í ferðalögum til landsins Breytingar í framkvæmdastjórn Origo Linda ráðin framkvæmdastjóri háttsemiseftirlits Sjá meira
Kabbalah kemur til Íslands „Við stefnum á að opna miðstöð í Reykjavík í sumar,“ segir Hermann Ingi Hermannsson, einn forsvarsmanna Kabbalah-samtakanna á Íslandi. Hermann hefur stofnað fyrirtæki í kringum Kabbalah, þessa þekktu og umdeildu dulhyggju 7. apríl 2011 10:30
Hermann Ingi trúbador heitir núna Kaleb Joshua „Þessi tvö nöfn Kaleb og Joshua hafa verið mér huglæg mjög lengi og það var í febrúar sem ég lét verða af þessu og breytti nafninu í tengslum við mínar lífsskoðanir,“ segir trúbadorinn og Kabbalistinn Kaleb Joshua sem hét áður Hermann Ingi Hermannsson. Hann byrjaði að kynna sér Kabbalah-fræðin fyrir fimm árum og í fyrra opnaði hann fyrstu miðstöð Kabbalah á Íslandi á Laugaveginum en tæplega fimmtíu Kabbalistar eru virkir hér á landi. 1. apríl 2012 11:00