Hermann Ingi trúbador heitir núna Kaleb Joshua 1. apríl 2012 11:00 Trúbadorinn og Kabbalistinn Kaleb Joshua breytti nafninu sínu fyrir skömmu. „Þessi tvö nöfn Kaleb og Joshua hafa verið mér huglæg mjög lengi og það var í febrúar sem ég lét verða af þessu og breytti nafninu í tengslum við mínar lífsskoðanir,“ segir trúbadorinn og Kabbalistinn Kaleb Joshua sem hét áður Hermann Ingi Hermannsson. Hann byrjaði að kynna sér Kabbalah-fræðin fyrir fimm árum og í fyrra opnaði hann fyrstu miðstöð Kabbalah á Íslandi á Laugaveginum en tæplega fimmtíu Kabbalistar eru virkir hér á landi. Tónlistarferillinn hófst aftur á móti fyrir löngu síðan eða þegar hann var unglingur í Vestmannaeyjum. Um 25 ár eru liðin síðan hann steig sín fyrstu skref sem trúbador og eftir það hefur hann spilað víða um land nánast hverja einustu helgi, við góðar undirtektir. Flestir þekkja hann undir nafninu Hermann Ingi trúbador og því kom það flatt upp á marga þegar hann breytti nafninu sínu í þjóðskrá í Kaleb og hóf að koma fram undir því nafni. „Þetta er búinn að vera smá aðlögunartími og fólk þarf að venjast þessu smám saman,“ segir Kaleb og viðurkennir að breytingin hafi vakið athygli. „Ég fæ mikið af spurningum eins og „Hvaðan ertu?“ því fólk heldur að ég sé útlendingur.“ Aðspurður segist hann ekki hafa fundið fyrir fordómum í sinn garð. „Það er kannski einhver hópur af fólki sem er meira tengdur manni sem var vanur hinu nafninu og skilur ekki af hverju ég var að skipta um nafn.“ Hluti af ákvörðuninni er sú að Kaleb vildi með draga sjálfan sig fram í dagsljósið sem tónlistarmann. Hann bar sama nafn og faðir sinn sem var söngvari í Logum og stofnandi Papanna. „Maður hefur ekki fengið að njóta sín algjörlega sem maður sjálfur því fólk er alltaf að bera okkur saman. Við erum líkir að mörgu leyti en ekki tónlistarlega séð. Þetta gefur mér tækifæri til að koma fram með nýtt efni á mínum forsendum.“ Kaleb segir það mesta furðu hve pabbi hans tók nýja nafninu vel. „Ég hafði mestar áhyggur af því að segja honum frá þessu en hann hafði góðan skilning á þessari breytingu.“ Hann segir Kabbalah ekki vera trúarbrögð heldur andlega tæknifræði. „Þetta eru leiðbeiningar um hvernig þú getur dregið fram það besta í lífi þínu. Þú ert að fá vitneskju um hvernig kerfið virkar og það getur veitt þér ákveðið forskot,“ segir Kaleb. freyr@frettabladid.is Mest lesið Maður geti þurft að díla við „konu sem er á túr“ og í vondu skapi Lífið Kynntust í Keflavík og gista saman í villu í Kenýa Ferðalög Enginn í joggingbuxum í París Lífið Gefur endurkomu undir fótinn Lífið Fagnar gagnrýni á „rasshausa-ummæli“ sín Lífið Embla Wigum flytur aftur á Klakann Lífið Andri og Anne selja í Fossvogi Lífið Bak við tjöld Víkurinnar: Háskalegar aðstæður og hættulegur ferðamaður á hjara veraldar Bíó og sjónvarp „Hættið að senda mér gervigreindarmyndbönd af pabba“ Bíó og sjónvarp Silja Rós og Magnús eiga von á dreng Lífið Fleiri fréttir Fagnar gagnrýni á „rasshausa-ummæli“ sín Silja Rós og Magnús eiga von á dreng Andri og Anne selja í Fossvogi Ljúffeng gulrótarkaka í morgunmat „Þetta fólk myndi ekki rata í Víkina með Google Maps“ Fór á skeljarnar eftir siglingu um Miðjarðarhafið Maður geti þurft að díla við „konu sem er á túr“ og í vondu skapi „Mikilvægt að íslenskt samfélag virði alla sem Íslendinga“ Gefur endurkomu undir fótinn Enginn í joggingbuxum í París Guðrún er með sólarsellurafmagn í sautján fermetra húsi sínu Embla Wigum flytur aftur á Klakann Helgi Ómars útskrifaður sem heilsumarkþjálfi Stelur af Sigga Bond: „Þá ætla ég að tala við Hannes Hólmstein“ „Finn ekki fyrir pressu“ Þórunn Elísabet og Jón selja í Vesturbænum Götulistamaðurinn Jójó látinn Hvernig er best að byggja upp traust? Þótti ekki viðeigandi að gefa fagaðilum gervitittlinga „Guð skapaði þig og hann gerir ekki mistök“ „Finnst við oft gleyma þeim sem geta ekki tjáð sig“ Dreymir um að finna fólkið sem gaf hana frá sér Krúttlegustu áheyrnarprufur ársins Kossaflens á klúbbnum Sjóðheitar skvísur í hvolpajóga brutu næstum Internetið Sárþjáður Eyfi sendur með sjúkrabíl og skellt í aðgerð „Hálfur áratugur með þér my love“ Herra stal hundi Sunnevu og tók með í Bannað að hlæja Enn veldur Britney áhyggjum „Ég er tilbúin að vera þetta ofurpar sem okkur er ætlað að verða“ Sjá meira
„Þessi tvö nöfn Kaleb og Joshua hafa verið mér huglæg mjög lengi og það var í febrúar sem ég lét verða af þessu og breytti nafninu í tengslum við mínar lífsskoðanir,“ segir trúbadorinn og Kabbalistinn Kaleb Joshua sem hét áður Hermann Ingi Hermannsson. Hann byrjaði að kynna sér Kabbalah-fræðin fyrir fimm árum og í fyrra opnaði hann fyrstu miðstöð Kabbalah á Íslandi á Laugaveginum en tæplega fimmtíu Kabbalistar eru virkir hér á landi. Tónlistarferillinn hófst aftur á móti fyrir löngu síðan eða þegar hann var unglingur í Vestmannaeyjum. Um 25 ár eru liðin síðan hann steig sín fyrstu skref sem trúbador og eftir það hefur hann spilað víða um land nánast hverja einustu helgi, við góðar undirtektir. Flestir þekkja hann undir nafninu Hermann Ingi trúbador og því kom það flatt upp á marga þegar hann breytti nafninu sínu í þjóðskrá í Kaleb og hóf að koma fram undir því nafni. „Þetta er búinn að vera smá aðlögunartími og fólk þarf að venjast þessu smám saman,“ segir Kaleb og viðurkennir að breytingin hafi vakið athygli. „Ég fæ mikið af spurningum eins og „Hvaðan ertu?“ því fólk heldur að ég sé útlendingur.“ Aðspurður segist hann ekki hafa fundið fyrir fordómum í sinn garð. „Það er kannski einhver hópur af fólki sem er meira tengdur manni sem var vanur hinu nafninu og skilur ekki af hverju ég var að skipta um nafn.“ Hluti af ákvörðuninni er sú að Kaleb vildi með draga sjálfan sig fram í dagsljósið sem tónlistarmann. Hann bar sama nafn og faðir sinn sem var söngvari í Logum og stofnandi Papanna. „Maður hefur ekki fengið að njóta sín algjörlega sem maður sjálfur því fólk er alltaf að bera okkur saman. Við erum líkir að mörgu leyti en ekki tónlistarlega séð. Þetta gefur mér tækifæri til að koma fram með nýtt efni á mínum forsendum.“ Kaleb segir það mesta furðu hve pabbi hans tók nýja nafninu vel. „Ég hafði mestar áhyggur af því að segja honum frá þessu en hann hafði góðan skilning á þessari breytingu.“ Hann segir Kabbalah ekki vera trúarbrögð heldur andlega tæknifræði. „Þetta eru leiðbeiningar um hvernig þú getur dregið fram það besta í lífi þínu. Þú ert að fá vitneskju um hvernig kerfið virkar og það getur veitt þér ákveðið forskot,“ segir Kaleb. freyr@frettabladid.is
Mest lesið Maður geti þurft að díla við „konu sem er á túr“ og í vondu skapi Lífið Kynntust í Keflavík og gista saman í villu í Kenýa Ferðalög Enginn í joggingbuxum í París Lífið Gefur endurkomu undir fótinn Lífið Fagnar gagnrýni á „rasshausa-ummæli“ sín Lífið Embla Wigum flytur aftur á Klakann Lífið Andri og Anne selja í Fossvogi Lífið Bak við tjöld Víkurinnar: Háskalegar aðstæður og hættulegur ferðamaður á hjara veraldar Bíó og sjónvarp „Hættið að senda mér gervigreindarmyndbönd af pabba“ Bíó og sjónvarp Silja Rós og Magnús eiga von á dreng Lífið Fleiri fréttir Fagnar gagnrýni á „rasshausa-ummæli“ sín Silja Rós og Magnús eiga von á dreng Andri og Anne selja í Fossvogi Ljúffeng gulrótarkaka í morgunmat „Þetta fólk myndi ekki rata í Víkina með Google Maps“ Fór á skeljarnar eftir siglingu um Miðjarðarhafið Maður geti þurft að díla við „konu sem er á túr“ og í vondu skapi „Mikilvægt að íslenskt samfélag virði alla sem Íslendinga“ Gefur endurkomu undir fótinn Enginn í joggingbuxum í París Guðrún er með sólarsellurafmagn í sautján fermetra húsi sínu Embla Wigum flytur aftur á Klakann Helgi Ómars útskrifaður sem heilsumarkþjálfi Stelur af Sigga Bond: „Þá ætla ég að tala við Hannes Hólmstein“ „Finn ekki fyrir pressu“ Þórunn Elísabet og Jón selja í Vesturbænum Götulistamaðurinn Jójó látinn Hvernig er best að byggja upp traust? Þótti ekki viðeigandi að gefa fagaðilum gervitittlinga „Guð skapaði þig og hann gerir ekki mistök“ „Finnst við oft gleyma þeim sem geta ekki tjáð sig“ Dreymir um að finna fólkið sem gaf hana frá sér Krúttlegustu áheyrnarprufur ársins Kossaflens á klúbbnum Sjóðheitar skvísur í hvolpajóga brutu næstum Internetið Sárþjáður Eyfi sendur með sjúkrabíl og skellt í aðgerð „Hálfur áratugur með þér my love“ Herra stal hundi Sunnevu og tók með í Bannað að hlæja Enn veldur Britney áhyggjum „Ég er tilbúin að vera þetta ofurpar sem okkur er ætlað að verða“ Sjá meira
Bak við tjöld Víkurinnar: Háskalegar aðstæður og hættulegur ferðamaður á hjara veraldar Bíó og sjónvarp
Bak við tjöld Víkurinnar: Háskalegar aðstæður og hættulegur ferðamaður á hjara veraldar Bíó og sjónvarp