Egill ákvað að taka íbúðina alveg í gegn, fækka herbergjum og búa sér til svítu með risastóru fatahorni. Íbúðin var með tveimur svefnherbergjum en Egill reif niður vegg, lokaði fyrir hurð inn í barnaherbergið og var því kominn með rosalega falleg stórt herbergi með góðri aðstöðu fyrir fötin.
Íbúðin var komin til ára sinna og fengu áhorfendur Stöðvar 2 að sjá íbúðina fyrir og síðan eftir breytingar.
Hér að neðan má sjá brot úr þættinum sem gefur vísbendingu hvernig breytingarnar heppnuðust en Heimsókn er á dagskrá Stöðvar 2 á miðvikudagskvöldum.