Erlent

Netanjahú ákærður fyrir spillingu

Kjartan Kjartansson og Stefán Rafn Sigurbjörnsson skrifa
Netanjahú neitar allri sök.
Netanjahú neitar allri sök. Vísir/AP
Dómsmálaráðherra Ísraels ætlar að ákæra Benjamín Netanjahú, forsætisráðherra landsins, fyrir spillingu. Netanjahú er sakaður um að hafa þegið gjafir frá auðkýfingum og boðið greiða í skiptum fyrir jákvæða fjölmiðlaumfjöllun. Ákæran kemur á versta tíma fyrir forsætisráðherrann en kosningar eru í Ísrael eftir rúman mánuð.

Lögmönnum Netanjahú hefur verið tjáð að hann verði ákærður fyrir mútur, fjársvik og trúnaðarbrot í þremur málum, að sögn breska ríkisútvarpsins BBC. Netanjahú hefur vísað ásökununum á bug og segist fórnarlamb „nornaveiða“ vinstrimanna sem ætlað sér að steypa honum af stólki fyrir kosningarnar sem fara fram 9. apríl. Líkúd-flokkur hans segir rannsóknin á honum „pólitískar ofsóknir“.

Ákærurnar sjálfar verða ekki lagðar fram formlega fyrr en við fyrirtöku fyrir dómi sem fer að líkindum ekki fram fyrir eftir kosningarnar. Þar fær Netanjahú tækifæri til þess að leggja fram ástæður fyrir því að hann ætti ekki að sæta ákæru.

Hafni dómari málsvörn hans þar yrði Netanjahú fyrsti sitjandi forsætisráðherrann sem sætir ákæru í sögu Ísraels. Stjórnarandstöðuflokkarnir hafa staðið fast á því að Netanjahú verði ekki sætt í embætti verði hann ákærður.

Reuters-fréttastofan segir að yfirlýsingar sé að vænta frá forsætisráðherranum klukkan 18:00 að íslenskum tíma.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×