Thomas Møller fær ekki að áfrýja til Hæstaréttar Kristín Ólafsdóttir skrifar 28. febrúar 2019 17:42 Thomas Møller Olsen í Landsrétti. Vísir/Vilhelm Hæstiréttur hafnaði í dag áfrýjunarbeiðni Thomasar Møller Olsen, sem var dæmdur í nítján ára fangelsi fyrir morðið á Birnu Brjánsdóttur og stórfellt fíkniefnabrot. Lögmaður Thomasar hafði óskað eftir leyfi til að áfrýja dómi Landsréttar í málinu til Hæstaréttar. Synjunin þýðir að máli Thomasar er lokið. Dómur yfir Thomasi féll í Landsrétti í nóvember í fyrra og var þar með staðfestur dómur Héraðsdóms Reykjaness. Björgvin Jónsson, verjandi Thomasar, óskaði eftir því í kjölfarið fyrir hönd skjólstæðings síns að dómi Landsréttar yrði áfrýjað. Beiðni Björgvins var byggð á því að málsmeðferð fyrir Landsrétti hefði verið stórlega ábótavant og brotið í bága við stjórnarskrá og mannréttindasáttmála Evrópu. Vísað var til þess að einn af dómendum í málinu fyrir Landsrétti hefði verið vanhæfur til að leysa úr málinu. Að auki taldi Björgvin að niðurstaða Landsréttar um réttarfarslegar afleiðingar handtöku leyfisbeiðanda utan íslenskrar refsilögsögu „sé bersýnilega röng og í andstöðu við dómaframkvæmd Hæstaréttar og Mannréttindadómstóls Evrópu“. Þá hafi mat Landsréttar á sönnunargildi annarra gagna málsins en munnlegum framburði ekki verið í samræmi við þær reglur sem gildi við meðferð sakamála. Í ákvörðun Hæstaréttar segir að ekki verði séð að úrslit málsins geti ráðist af atriðum sem hafi verulega almenna þýðingu eða að mjög mikilvægt sé af öðrum ástæðum að fá úrlausn Hæstaréttar um þau. Var beiðninni því hafnað. Máli Thomasar Møller er þar með lokið og mun hann afplána refsingu sína. Birna Brjánsdóttir Dómsmál Tengdar fréttir Sagðist óttast að það kæmist upp um hann og hann yrði handtekinn Í dómi Landsréttar kemur fram að i málinu liggi fyrir þýðing á SMS-samskiptum Thomasar við þáverandi unnustu sína. 23. nóvember 2018 19:00 Segir málsmeðferð í Landsrétti hafa einkennst af virðingarleysi Óskað verður eftir áfrýjunarleyfi til Hæstaréttar í máli Thomasar Møller Olsen. Verjandi telur dómsformanninn, Sigurð Tómas Magnússon, vanhæfan vegna verktakavinnu fyrir ákæruvaldið. 24. nóvember 2018 07:45 Nítján ára fangelsisdómur yfir Thomasi Møller Olsen staðfestur Dómur féll í Landsrétti í dag. 23. nóvember 2018 14:00 Mest lesið Kona réðst á pizzusendil sem vildi fá símann sinn aftur Innlent Inga Sæland hellti sér yfir Sigríði Andersen Innlent Rússar segja Selenskí aumkunarverðan trúð Erlent Ófremdarsástand og íbúum haldið í heljargreipum Innlent Borgin rukkar hestamenn og þeir hætta við reiðina Innlent Telur líkur á að starfslok Úlfars tengist útlendingapólitík Innlent Hvorki Pútín né Trump ætla á fund Selenskí Erlent Hestamenn láta tæpa hálfa milljón stöðva sig Innlent Sváfu úti á palli með barnið en fá húsið ekki bætt Innlent Alþjóðaglæpadómstóllinn lamaður vegna þvingana Bandaríkjanna Erlent Fleiri fréttir „Algjört þjófstart á sumrinu“ Úlfari var boðin staða lögreglustjóra á Austurlandi Yfirmaður herafla NATO á Íslandi Hestamenn láta tæpa hálfa milljón stöðva sig Inga Sæland hellti sér yfir Sigríði Andersen Lögreglustjórafélagið fjallar um starfslok Úlfars Enn þjarmað að Flokki fólksins vegna styrkjamálsins Hægir verulega á fjölgun erlendra ríkisborgara Borgin rukkar hestamenn og þeir hætta við reiðina Kaupa frekar gervigreindartónlist í þætti en frumsamið efni Laupur stelur senunni í Árbæjarlaug Bein útsending: Ísland og Norðurslóðir í nýjum heimi – Ógnir og öryggi, áskoranir og tækifæri Kona réðst á pizzusendil sem vildi fá símann sinn aftur Enn einn skjálftinn austan við Grímsey Vara við bikblæðingum á Bröttubrekku Flugleiðir á barmi gjaldþrots gátu ekki haldið Cargolux Verðhækkanir varpa skugga á grillsumarið mikla Isavia fær áheyrn um hvort reka hafi mátt mann vegna aldurs Laupur vekur mikla athygli sundlaugagesta í Árbæjarlaug Fórnuðu gömlu húsi fyrir slökkviliðsæfingu Telur líkur á að starfslok Úlfars tengist útlendingapólitík Ófremdarsástand og íbúum haldið í heljargreipum Leitar stolins bíls: „Eins og hann sé bara á rúntinum“ Sváfu úti á palli með barnið en fá húsið ekki bætt Ófremdarástand á Hverfisgötu og verðhækkanir á grillmat „Hann breytir börnunum okkar í nikótínþræla“ Þingmenn vilja vita meira um hvers vegna Úlfar hætti störfum Ferðamannarúta kyrrsett í aðgerðum lögreglu Bíll fullur af bensínbrúsum lekur Fjórtán hvíldartímabrot á 28 dögum Sjá meira
Hæstiréttur hafnaði í dag áfrýjunarbeiðni Thomasar Møller Olsen, sem var dæmdur í nítján ára fangelsi fyrir morðið á Birnu Brjánsdóttur og stórfellt fíkniefnabrot. Lögmaður Thomasar hafði óskað eftir leyfi til að áfrýja dómi Landsréttar í málinu til Hæstaréttar. Synjunin þýðir að máli Thomasar er lokið. Dómur yfir Thomasi féll í Landsrétti í nóvember í fyrra og var þar með staðfestur dómur Héraðsdóms Reykjaness. Björgvin Jónsson, verjandi Thomasar, óskaði eftir því í kjölfarið fyrir hönd skjólstæðings síns að dómi Landsréttar yrði áfrýjað. Beiðni Björgvins var byggð á því að málsmeðferð fyrir Landsrétti hefði verið stórlega ábótavant og brotið í bága við stjórnarskrá og mannréttindasáttmála Evrópu. Vísað var til þess að einn af dómendum í málinu fyrir Landsrétti hefði verið vanhæfur til að leysa úr málinu. Að auki taldi Björgvin að niðurstaða Landsréttar um réttarfarslegar afleiðingar handtöku leyfisbeiðanda utan íslenskrar refsilögsögu „sé bersýnilega röng og í andstöðu við dómaframkvæmd Hæstaréttar og Mannréttindadómstóls Evrópu“. Þá hafi mat Landsréttar á sönnunargildi annarra gagna málsins en munnlegum framburði ekki verið í samræmi við þær reglur sem gildi við meðferð sakamála. Í ákvörðun Hæstaréttar segir að ekki verði séð að úrslit málsins geti ráðist af atriðum sem hafi verulega almenna þýðingu eða að mjög mikilvægt sé af öðrum ástæðum að fá úrlausn Hæstaréttar um þau. Var beiðninni því hafnað. Máli Thomasar Møller er þar með lokið og mun hann afplána refsingu sína.
Birna Brjánsdóttir Dómsmál Tengdar fréttir Sagðist óttast að það kæmist upp um hann og hann yrði handtekinn Í dómi Landsréttar kemur fram að i málinu liggi fyrir þýðing á SMS-samskiptum Thomasar við þáverandi unnustu sína. 23. nóvember 2018 19:00 Segir málsmeðferð í Landsrétti hafa einkennst af virðingarleysi Óskað verður eftir áfrýjunarleyfi til Hæstaréttar í máli Thomasar Møller Olsen. Verjandi telur dómsformanninn, Sigurð Tómas Magnússon, vanhæfan vegna verktakavinnu fyrir ákæruvaldið. 24. nóvember 2018 07:45 Nítján ára fangelsisdómur yfir Thomasi Møller Olsen staðfestur Dómur féll í Landsrétti í dag. 23. nóvember 2018 14:00 Mest lesið Kona réðst á pizzusendil sem vildi fá símann sinn aftur Innlent Inga Sæland hellti sér yfir Sigríði Andersen Innlent Rússar segja Selenskí aumkunarverðan trúð Erlent Ófremdarsástand og íbúum haldið í heljargreipum Innlent Borgin rukkar hestamenn og þeir hætta við reiðina Innlent Telur líkur á að starfslok Úlfars tengist útlendingapólitík Innlent Hvorki Pútín né Trump ætla á fund Selenskí Erlent Hestamenn láta tæpa hálfa milljón stöðva sig Innlent Sváfu úti á palli með barnið en fá húsið ekki bætt Innlent Alþjóðaglæpadómstóllinn lamaður vegna þvingana Bandaríkjanna Erlent Fleiri fréttir „Algjört þjófstart á sumrinu“ Úlfari var boðin staða lögreglustjóra á Austurlandi Yfirmaður herafla NATO á Íslandi Hestamenn láta tæpa hálfa milljón stöðva sig Inga Sæland hellti sér yfir Sigríði Andersen Lögreglustjórafélagið fjallar um starfslok Úlfars Enn þjarmað að Flokki fólksins vegna styrkjamálsins Hægir verulega á fjölgun erlendra ríkisborgara Borgin rukkar hestamenn og þeir hætta við reiðina Kaupa frekar gervigreindartónlist í þætti en frumsamið efni Laupur stelur senunni í Árbæjarlaug Bein útsending: Ísland og Norðurslóðir í nýjum heimi – Ógnir og öryggi, áskoranir og tækifæri Kona réðst á pizzusendil sem vildi fá símann sinn aftur Enn einn skjálftinn austan við Grímsey Vara við bikblæðingum á Bröttubrekku Flugleiðir á barmi gjaldþrots gátu ekki haldið Cargolux Verðhækkanir varpa skugga á grillsumarið mikla Isavia fær áheyrn um hvort reka hafi mátt mann vegna aldurs Laupur vekur mikla athygli sundlaugagesta í Árbæjarlaug Fórnuðu gömlu húsi fyrir slökkviliðsæfingu Telur líkur á að starfslok Úlfars tengist útlendingapólitík Ófremdarsástand og íbúum haldið í heljargreipum Leitar stolins bíls: „Eins og hann sé bara á rúntinum“ Sváfu úti á palli með barnið en fá húsið ekki bætt Ófremdarástand á Hverfisgötu og verðhækkanir á grillmat „Hann breytir börnunum okkar í nikótínþræla“ Þingmenn vilja vita meira um hvers vegna Úlfar hætti störfum Ferðamannarúta kyrrsett í aðgerðum lögreglu Bíll fullur af bensínbrúsum lekur Fjórtán hvíldartímabrot á 28 dögum Sjá meira
Sagðist óttast að það kæmist upp um hann og hann yrði handtekinn Í dómi Landsréttar kemur fram að i málinu liggi fyrir þýðing á SMS-samskiptum Thomasar við þáverandi unnustu sína. 23. nóvember 2018 19:00
Segir málsmeðferð í Landsrétti hafa einkennst af virðingarleysi Óskað verður eftir áfrýjunarleyfi til Hæstaréttar í máli Thomasar Møller Olsen. Verjandi telur dómsformanninn, Sigurð Tómas Magnússon, vanhæfan vegna verktakavinnu fyrir ákæruvaldið. 24. nóvember 2018 07:45
Nítján ára fangelsisdómur yfir Thomasi Møller Olsen staðfestur Dómur féll í Landsrétti í dag. 23. nóvember 2018 14:00