Arðgreiðslur Landsvirkjunar til ríkisins tvöfaldast á þessu ári Heimir Már Pétursson skrifar 28. febrúar 2019 20:30 Arðgreiðslur Landsvirkjunar til ríkisins munu tvöfaldast á þessu ári og margfaldast á allra næstu árum að sögn forstjóra fyrirtækisins. Iðnaðarráðherra upplýsti á aðalfundi Landsvirkjunar í dag að ríkisstjórnin hefði samþykkt að hefja viðræður um kaup á eignarhlut fyrirtækisins í orkudreifingarfyrirtækinu Landsneti. Á ársfundi Landsvirkjunar í dag kom fram að afkoma fyrirtækisins hefur batnað mikið á undanförnum árum vegna lækkunar skulda og aukinnar orkusölu á hærra verði. Þannig var methagnaður á fyrirtækinu í fyrra, 184 milljónir dollara eða tæpir 22 milljarðar króna. Meðfylgjandi mynd sýnir hvernig arðgreiðslur Landsvirkjunar geta aukist á næstu tíu árum miðað við nýliðinn áratug vegna lækkandi endurgreiðslna skulda og minni fjárfestinga.Grafík/Stöð 2Hörður Árnason forstjóri Landsvirkjunar segir arðgreiðslur fyrirtækisins til ríkisins tvöfaldast á þessu ári og verða um þrír milljarðar króna. „Við höfum undanfarin ár verið að borga um einn og hálfan milljarð. Við getum farið að auka það núna stigvaxandi og getur orðið innan nokkurra ára tíu til tuttugu milljarðar,” segir Hörður. Eftir gildistöku nýrra raforkulaga árið 2003 taka samningar Landsvirkjunar um raforkuverð alfarið mið af alþjóðlegum markaðsforsendum. Í dag eru 60 prósent raforku til stóriðju samkvæmt þeim samningum sem gefa mun betra verð en eldri samningar. „Til lengri tíma litið má segja að í sumum tilvikum værum við að horfa á allt að tvöföldun frá því sem það var áður,” segir Hörður. Þá hafi orkufrekum viðskiptavinum fjölgað úr fjórum í tíu á næstu arum og innan skamms yrðu níu þeirra að kaupa orkuna samkvæmt nýju samningsmarkmiðunum. Iðnaðarráðherra sagði í ávarpi sínu á fundinum að þriðji orkupakki Evrópusambandsins væri eðlilegt framhald fyrri markaðspökkum sem sem hefðu tryggt aukna samkeppni og hagkvæmni í framleiðslu og dreifingu orku. Skilja þyrfti á milli alfarið á milli Landsvirkjunar og orkudreifingarfyrirtækisins Landsnets sem í dag væri í meirihlutaeigu Landsvirkjunar. „Ríkisstjórnin samþykkti fyrir nokkrum vikum að teknar yrðu upp viðræður um kaup ríkisins á eignarhlutum núverandi eigenda Landsnets. Nú stendur því fyrir dyrum að skipa starfshóp til að leiða þessar viðræður og stefna að viljayfirlýsingu aðila ef viðræðurnar gefa tilefni til,” sagði Þórdís Kolbrún.Grafík/Stöð 2 Orkumál Tengdar fréttir Hefja viðræður um möguleg kaup ríkisins á Landsneti Ríkisstjórnin samþykkti fyrir nokkrum vikum að teknar yrðu upp viðræður um kaup ríkisins á eignarhlutum núverandi eigenda Landsnets en fyrirtækið á og rekur allar meginflutningslínur rafmagns hér á landi. 28. febrúar 2019 14:16 Mest lesið Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Innlent Banaslys í Rangárþingi Innlent Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Innlent Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu Innlent Inga vill skóla með aðgreiningu Innlent Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Innlent Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Innlent „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Innlent Gular veðurviðvaranir framundan Veður Spítalar yfirfullir af látnum mótmælendum Erlent Fleiri fréttir Fleiri stelpur týndar en áður Húsnæðismálin „helsti drifkraftur verðbólgu síðasta áratuginn“ „Evrópusambandið hefur haft sömu viðskiptastefnu og Trump“ Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Banaslys í Rangárþingi Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Fyrsta ár Náttúruverndarstofnunar gekk glimrandi vel Inga vill skóla með aðgreiningu Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Meirihluti hlynntur aðildarviðræðum: „Margt breyst á stuttum tíma“ Meirihluti vill viðræður við ESB og mikið mannfall í Íran Grunaðir um íkveikju í eigin húsnæði Jóhanna Lilja, kartöflubóndi í Þykkvabæ, heiðruð Engin merki um gosóróa í skjálftahrinu á Reykjaneshrygg Inga um nýtt embætti og staða Íslands í alþjóðamálum Barn flutt á slysadeild með áverka eftir flugelda Þrír handteknir vegna gruns um íkveikju Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Stofna ný samtök gegn ESB aðild Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Náið fylgst með stöðu mála í Venesúela hjá Útlendingastofnun Utanríkisráðherra Þýskalands fundar með Þorgerði Hryðjuverkamálið komið á dagskrá Hæstaréttar Seinka læknisskoðun fyrir endurnýjun ökuskírteina Íranir mótmæltu við stjórnarráðið Blendnar tilfinningar við upphaf niðurrifs í Grindavík Hefja átak í bólusetningu drengja gegn HPV veirunni Fimmtungur leikskólabarna borðar innan við tíu fæðutegundir Sjá meira
Arðgreiðslur Landsvirkjunar til ríkisins munu tvöfaldast á þessu ári og margfaldast á allra næstu árum að sögn forstjóra fyrirtækisins. Iðnaðarráðherra upplýsti á aðalfundi Landsvirkjunar í dag að ríkisstjórnin hefði samþykkt að hefja viðræður um kaup á eignarhlut fyrirtækisins í orkudreifingarfyrirtækinu Landsneti. Á ársfundi Landsvirkjunar í dag kom fram að afkoma fyrirtækisins hefur batnað mikið á undanförnum árum vegna lækkunar skulda og aukinnar orkusölu á hærra verði. Þannig var methagnaður á fyrirtækinu í fyrra, 184 milljónir dollara eða tæpir 22 milljarðar króna. Meðfylgjandi mynd sýnir hvernig arðgreiðslur Landsvirkjunar geta aukist á næstu tíu árum miðað við nýliðinn áratug vegna lækkandi endurgreiðslna skulda og minni fjárfestinga.Grafík/Stöð 2Hörður Árnason forstjóri Landsvirkjunar segir arðgreiðslur fyrirtækisins til ríkisins tvöfaldast á þessu ári og verða um þrír milljarðar króna. „Við höfum undanfarin ár verið að borga um einn og hálfan milljarð. Við getum farið að auka það núna stigvaxandi og getur orðið innan nokkurra ára tíu til tuttugu milljarðar,” segir Hörður. Eftir gildistöku nýrra raforkulaga árið 2003 taka samningar Landsvirkjunar um raforkuverð alfarið mið af alþjóðlegum markaðsforsendum. Í dag eru 60 prósent raforku til stóriðju samkvæmt þeim samningum sem gefa mun betra verð en eldri samningar. „Til lengri tíma litið má segja að í sumum tilvikum værum við að horfa á allt að tvöföldun frá því sem það var áður,” segir Hörður. Þá hafi orkufrekum viðskiptavinum fjölgað úr fjórum í tíu á næstu arum og innan skamms yrðu níu þeirra að kaupa orkuna samkvæmt nýju samningsmarkmiðunum. Iðnaðarráðherra sagði í ávarpi sínu á fundinum að þriðji orkupakki Evrópusambandsins væri eðlilegt framhald fyrri markaðspökkum sem sem hefðu tryggt aukna samkeppni og hagkvæmni í framleiðslu og dreifingu orku. Skilja þyrfti á milli alfarið á milli Landsvirkjunar og orkudreifingarfyrirtækisins Landsnets sem í dag væri í meirihlutaeigu Landsvirkjunar. „Ríkisstjórnin samþykkti fyrir nokkrum vikum að teknar yrðu upp viðræður um kaup ríkisins á eignarhlutum núverandi eigenda Landsnets. Nú stendur því fyrir dyrum að skipa starfshóp til að leiða þessar viðræður og stefna að viljayfirlýsingu aðila ef viðræðurnar gefa tilefni til,” sagði Þórdís Kolbrún.Grafík/Stöð 2
Orkumál Tengdar fréttir Hefja viðræður um möguleg kaup ríkisins á Landsneti Ríkisstjórnin samþykkti fyrir nokkrum vikum að teknar yrðu upp viðræður um kaup ríkisins á eignarhlutum núverandi eigenda Landsnets en fyrirtækið á og rekur allar meginflutningslínur rafmagns hér á landi. 28. febrúar 2019 14:16 Mest lesið Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Innlent Banaslys í Rangárþingi Innlent Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Innlent Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu Innlent Inga vill skóla með aðgreiningu Innlent Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Innlent Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Innlent „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Innlent Gular veðurviðvaranir framundan Veður Spítalar yfirfullir af látnum mótmælendum Erlent Fleiri fréttir Fleiri stelpur týndar en áður Húsnæðismálin „helsti drifkraftur verðbólgu síðasta áratuginn“ „Evrópusambandið hefur haft sömu viðskiptastefnu og Trump“ Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Banaslys í Rangárþingi Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Fyrsta ár Náttúruverndarstofnunar gekk glimrandi vel Inga vill skóla með aðgreiningu Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Meirihluti hlynntur aðildarviðræðum: „Margt breyst á stuttum tíma“ Meirihluti vill viðræður við ESB og mikið mannfall í Íran Grunaðir um íkveikju í eigin húsnæði Jóhanna Lilja, kartöflubóndi í Þykkvabæ, heiðruð Engin merki um gosóróa í skjálftahrinu á Reykjaneshrygg Inga um nýtt embætti og staða Íslands í alþjóðamálum Barn flutt á slysadeild með áverka eftir flugelda Þrír handteknir vegna gruns um íkveikju Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Stofna ný samtök gegn ESB aðild Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Náið fylgst með stöðu mála í Venesúela hjá Útlendingastofnun Utanríkisráðherra Þýskalands fundar með Þorgerði Hryðjuverkamálið komið á dagskrá Hæstaréttar Seinka læknisskoðun fyrir endurnýjun ökuskírteina Íranir mótmæltu við stjórnarráðið Blendnar tilfinningar við upphaf niðurrifs í Grindavík Hefja átak í bólusetningu drengja gegn HPV veirunni Fimmtungur leikskólabarna borðar innan við tíu fæðutegundir Sjá meira
Hefja viðræður um möguleg kaup ríkisins á Landsneti Ríkisstjórnin samþykkti fyrir nokkrum vikum að teknar yrðu upp viðræður um kaup ríkisins á eignarhlutum núverandi eigenda Landsnets en fyrirtækið á og rekur allar meginflutningslínur rafmagns hér á landi. 28. febrúar 2019 14:16