Afkoma Eimskips veldur vonbrigðum Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 28. febrúar 2019 21:14 Um 1.820 manns starfa hjá Eimskipafélagi Íslands. Fbl/anton brink Eimskipafélag Íslands hagnaðist um 7,4 milljónir evra á síðasta ári, samanborið við 16,8 milljóna króna hagnað árið þar á undan. Afkoman veldur vonbrigðum að því er fram kemur í uppgjörstilkynningu félagsins. Afkoma Eimskipafélagsins áður en tekið er tillit til vaxtagreiðslna og vaxtatekna, skattgreiðslna og afskrifta (EBIDTA) nam á síðasta ári 49,2 milljónum evra og lækkaði um átta milljónir evra frá árinu 2017 eða um 13,9 prósent. Í tilkynningunni segir að helstu ástæður fyrir lækkun í EBITDA framlegð á milli ára má rekja til verri afkomu í frystiflutningum í Noregi, minni framlegðar af flutningsmiðlun í Evrópu og kostnaði við að bæta við þriðja skipi á svokallaðri Ameríkuleið sem tók lengri tíma en gert var ráð fyrir. Þá kemur fram að vöxtur hafi verið á helstu mörkuðum félagsins en magní áætlunarsiglingum jókst um 4,2 prósent og tekjur hækkuðu um 10,8 milljón evra eða 2,5 prósent. Magn í flutningsmiðlun jókst um 4,3 prósent og tekjur hækkuðu um 14,4 milljónir evra eða 6,4 prósent, en þar af voru 10,3 milljónir evra vegna fyrirtækja sem komu inn í samstæðuna um mitt ár 2017. „Afkoma Eimskips á árinu 2018 var undir væntingum. Nokkur tekjuaukning varð bæði í siglingakerfi félagsins sem og í flutningsmiðlun sem er jákvætt en á móti kemur að minnkandi framlegð, hærri kostnaður og afskriftir draga afkomu niður á milli ára. Lítilsháttar aukning varð á tekjum á fjórða ársfjórðungi sbr. sama ársfjórðung 2017 en engu að síður er rekstrarniðurstaða fjórðungsins tap, að hluta til vegna óreglulegra liða,“ er haft eftir Vilhelmi Þorsteinssyni, forstjóra félagsins. Þá leggur stjórn félagsins til 3,50 króna arðgreiðslu á hlut, alls um 653,2 milljónir króna eða um 4,8 milljónir evra sem nemur 64,8 prósent af hagnaði ársins. Er það við efri mörk arðgreiðslustefnu félagsins að því er segir í tilkynningu frá félaginu. Samgöngur Tengdar fréttir Sjóðir Eaton með nærri níu prósent í Eimskip Fjárfestingasjóðir í stýringu Eaton Vance Management eiga orðið samanlagt nærri níu prósenta hlut í Eimskip. Miðað við núverandi gengi bréfa er sá eignarhlutur metinn á um 3,3 milljarða króna. 20. febrúar 2019 07:00 Vilhelm Már nýr forstjóri Eimskips Vilhelm Már Þorsteinsson hefur verið ráðinn forstjóri Eimskips. Vilhelm sem undanfarin ár hefur gegnt stöðu framkvæmdastjóra fyrirtækja og fjárfestasviðs Íslandsbanka hefur störf 24. Janúar næstkomandi. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Eimskip. 16. janúar 2019 20:35 Eimskip lækkar laun forstjóra Vilhelm Már Þorsteinsson, nýr forstjóri Eimskips, verður með lægri laun en forveri hans í starfi 18. janúar 2019 14:44 Mest lesið Meirihluti í SA andvígur ESB aðild Viðskipti innlent Valsstelpa í lyfjabyltingu: „Ég var alltaf svolítið skrýtin blanda“ Atvinnulíf Vélfag stefnir ríkinu Viðskipti innlent Airpods allt að 40 prósent dýrari hérlendis Neytendur Syndis kaupir sænskt fyrirtæki Viðskipti innlent Tveir nýir stjórnendur hjá Símanum Viðskipti innlent Borið á kvörtunum undan leigubílstjórum Neytendur Rúmgóður ferðafélagi með sportlegu yfirbragði Samstarf Framtíð hljóðsins er lent á Íslandi Samstarf Ráðinn nýr tækni- og þjónustustjóri Advania á Akureyri Viðskipti innlent Fleiri fréttir Vélfag stefnir ríkinu Meirihluti í SA andvígur ESB aðild Ráðinn nýr tækni- og þjónustustjóri Advania á Akureyri Syndis kaupir sænskt fyrirtæki Tveir nýir stjórnendur hjá Símanum Jóhann Páll hættir við þátttöku á haustfundi SVEIT Heimavöllur Aftureldingar kenndur við rafmyntafyrirtæki Ráðinn markaðsstjóri Emmessíss Hörður og Svala endurvekja Macland Hyggja á opnun verslunar á Höfn á næsta ári Litla kaffistofan verði nýtt fyrir norðurljósaferðir Endurbyggja gömul hús úr miðbæ Reykjavíkur á Selfossi Arnar og Aron Elí til Reita Eftirlitið veður í Veðurstofuna Eldgosin við Grindavík höfðu mikil áhrif á neikvæða afkomu hins opinbera Leitin skili tekjum í ríkissjóð þó það finnist ekki olía Langþreytt á fasteignakeðjum sem slitna og ætlar aldrei aftur að flytja Vara við díoxíni í Landnámseggjum Slá milljarða lán til að fjármagna jarð- og sæstrengi Laganemar bjóða leigjendum áfram upp á fría ráðgjöf Heiður Anna nýr framkvæmdastjóri FS Tekur við stöðu framkvæmdastjóra Landmarks fasteignamiðlunar Olíuleit geti skipt sköpum fyrir framtíð þjóðarinnar Edda Hermanns nýr forstjóri Lyfja og heilsu Djúpstæð vonbrigði þegar margra eigna keðjur slitna Andri Sævar og Svava til Daga Tveir nýir vörumerkjastjórar til Ölgerðarinnar Tekur við sem framkvæmdastjóri verkfræðisviðs Coripharma Ráðin framkvæmdastjóri markaðsstofu Travel Connect Birgir til Banana Sjá meira
Eimskipafélag Íslands hagnaðist um 7,4 milljónir evra á síðasta ári, samanborið við 16,8 milljóna króna hagnað árið þar á undan. Afkoman veldur vonbrigðum að því er fram kemur í uppgjörstilkynningu félagsins. Afkoma Eimskipafélagsins áður en tekið er tillit til vaxtagreiðslna og vaxtatekna, skattgreiðslna og afskrifta (EBIDTA) nam á síðasta ári 49,2 milljónum evra og lækkaði um átta milljónir evra frá árinu 2017 eða um 13,9 prósent. Í tilkynningunni segir að helstu ástæður fyrir lækkun í EBITDA framlegð á milli ára má rekja til verri afkomu í frystiflutningum í Noregi, minni framlegðar af flutningsmiðlun í Evrópu og kostnaði við að bæta við þriðja skipi á svokallaðri Ameríkuleið sem tók lengri tíma en gert var ráð fyrir. Þá kemur fram að vöxtur hafi verið á helstu mörkuðum félagsins en magní áætlunarsiglingum jókst um 4,2 prósent og tekjur hækkuðu um 10,8 milljón evra eða 2,5 prósent. Magn í flutningsmiðlun jókst um 4,3 prósent og tekjur hækkuðu um 14,4 milljónir evra eða 6,4 prósent, en þar af voru 10,3 milljónir evra vegna fyrirtækja sem komu inn í samstæðuna um mitt ár 2017. „Afkoma Eimskips á árinu 2018 var undir væntingum. Nokkur tekjuaukning varð bæði í siglingakerfi félagsins sem og í flutningsmiðlun sem er jákvætt en á móti kemur að minnkandi framlegð, hærri kostnaður og afskriftir draga afkomu niður á milli ára. Lítilsháttar aukning varð á tekjum á fjórða ársfjórðungi sbr. sama ársfjórðung 2017 en engu að síður er rekstrarniðurstaða fjórðungsins tap, að hluta til vegna óreglulegra liða,“ er haft eftir Vilhelmi Þorsteinssyni, forstjóra félagsins. Þá leggur stjórn félagsins til 3,50 króna arðgreiðslu á hlut, alls um 653,2 milljónir króna eða um 4,8 milljónir evra sem nemur 64,8 prósent af hagnaði ársins. Er það við efri mörk arðgreiðslustefnu félagsins að því er segir í tilkynningu frá félaginu.
Samgöngur Tengdar fréttir Sjóðir Eaton með nærri níu prósent í Eimskip Fjárfestingasjóðir í stýringu Eaton Vance Management eiga orðið samanlagt nærri níu prósenta hlut í Eimskip. Miðað við núverandi gengi bréfa er sá eignarhlutur metinn á um 3,3 milljarða króna. 20. febrúar 2019 07:00 Vilhelm Már nýr forstjóri Eimskips Vilhelm Már Þorsteinsson hefur verið ráðinn forstjóri Eimskips. Vilhelm sem undanfarin ár hefur gegnt stöðu framkvæmdastjóra fyrirtækja og fjárfestasviðs Íslandsbanka hefur störf 24. Janúar næstkomandi. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Eimskip. 16. janúar 2019 20:35 Eimskip lækkar laun forstjóra Vilhelm Már Þorsteinsson, nýr forstjóri Eimskips, verður með lægri laun en forveri hans í starfi 18. janúar 2019 14:44 Mest lesið Meirihluti í SA andvígur ESB aðild Viðskipti innlent Valsstelpa í lyfjabyltingu: „Ég var alltaf svolítið skrýtin blanda“ Atvinnulíf Vélfag stefnir ríkinu Viðskipti innlent Airpods allt að 40 prósent dýrari hérlendis Neytendur Syndis kaupir sænskt fyrirtæki Viðskipti innlent Tveir nýir stjórnendur hjá Símanum Viðskipti innlent Borið á kvörtunum undan leigubílstjórum Neytendur Rúmgóður ferðafélagi með sportlegu yfirbragði Samstarf Framtíð hljóðsins er lent á Íslandi Samstarf Ráðinn nýr tækni- og þjónustustjóri Advania á Akureyri Viðskipti innlent Fleiri fréttir Vélfag stefnir ríkinu Meirihluti í SA andvígur ESB aðild Ráðinn nýr tækni- og þjónustustjóri Advania á Akureyri Syndis kaupir sænskt fyrirtæki Tveir nýir stjórnendur hjá Símanum Jóhann Páll hættir við þátttöku á haustfundi SVEIT Heimavöllur Aftureldingar kenndur við rafmyntafyrirtæki Ráðinn markaðsstjóri Emmessíss Hörður og Svala endurvekja Macland Hyggja á opnun verslunar á Höfn á næsta ári Litla kaffistofan verði nýtt fyrir norðurljósaferðir Endurbyggja gömul hús úr miðbæ Reykjavíkur á Selfossi Arnar og Aron Elí til Reita Eftirlitið veður í Veðurstofuna Eldgosin við Grindavík höfðu mikil áhrif á neikvæða afkomu hins opinbera Leitin skili tekjum í ríkissjóð þó það finnist ekki olía Langþreytt á fasteignakeðjum sem slitna og ætlar aldrei aftur að flytja Vara við díoxíni í Landnámseggjum Slá milljarða lán til að fjármagna jarð- og sæstrengi Laganemar bjóða leigjendum áfram upp á fría ráðgjöf Heiður Anna nýr framkvæmdastjóri FS Tekur við stöðu framkvæmdastjóra Landmarks fasteignamiðlunar Olíuleit geti skipt sköpum fyrir framtíð þjóðarinnar Edda Hermanns nýr forstjóri Lyfja og heilsu Djúpstæð vonbrigði þegar margra eigna keðjur slitna Andri Sævar og Svava til Daga Tveir nýir vörumerkjastjórar til Ölgerðarinnar Tekur við sem framkvæmdastjóri verkfræðisviðs Coripharma Ráðin framkvæmdastjóri markaðsstofu Travel Connect Birgir til Banana Sjá meira
Sjóðir Eaton með nærri níu prósent í Eimskip Fjárfestingasjóðir í stýringu Eaton Vance Management eiga orðið samanlagt nærri níu prósenta hlut í Eimskip. Miðað við núverandi gengi bréfa er sá eignarhlutur metinn á um 3,3 milljarða króna. 20. febrúar 2019 07:00
Vilhelm Már nýr forstjóri Eimskips Vilhelm Már Þorsteinsson hefur verið ráðinn forstjóri Eimskips. Vilhelm sem undanfarin ár hefur gegnt stöðu framkvæmdastjóra fyrirtækja og fjárfestasviðs Íslandsbanka hefur störf 24. Janúar næstkomandi. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Eimskip. 16. janúar 2019 20:35
Eimskip lækkar laun forstjóra Vilhelm Már Þorsteinsson, nýr forstjóri Eimskips, verður með lægri laun en forveri hans í starfi 18. janúar 2019 14:44