„Ég vil að þú fjarlægir það sem gamli maðurinn setti inn í mig“ Kristín Ólafsdóttir skrifar 28. febrúar 2019 21:44 Stuðningsmenn frumvarps um lögleiðingu þungunarrofs voru daufir í dálkinn þegar frumvarpinu var hafnað í argentínska þinginu í ágúst í fyrra. Getty/Gustavo Basso Ellefu ára stúlka sem varð ófrísk eftir nauðgara sinn var neydd til þess að fæða barnið eftir að yfirvöld í Argentínu neituðu henni um þungunarrof, sem henni átti að bjóðast samkvæmt lögum. Barnið var tekið með keisaraskurði eftir 23 vikna meðgöngu en stúlkan hafði þá gert tvær sjálfsvígstilraunir.Nauðgað af kærasta ömmu sinnar Stúlkan, sem hefur verið kölluð Lucía í umfjöllun um málið, varð ólétt eftir sextíu og fimm ára kærasta ömmu sinnar. Henni var komið í umsjá ömmunnar árið 2015 eftir að eldri systur hennar tvær voru misnotaðar af kærasta móður þeirra. Yfirvöld hunsuðu ítrekaðar þungunarrofsbeiðnir Lucíu, móður hennar og kvenréttindasamtaka í Argentínu, að því er fram kemur í frétt breska dagblaðsins The Guardian. Afskiptaleysi yfirvalda hefur verið sagt grimmileg og lýsandi fyrir stefnu stjórnvalda í Argentínu, sem kúgi stúlkur til að eignast börn sem þær vilji ekki. Barninu ekki hugað líf Þungunarrof er bæði ólöglegt og refsivert í Argentínu, nema þegar þungun verður í kjölfar nauðgunar eða ógnar lífi móðurinnar. Læknir fullyrti fyrir dómi að hið síðarnefnda ætti við í tilfelli Lucíu en embættismaður í borginni Tucumán, þar sem Lucía býr, hélt því hins vegar fram að stúlkan vildi ekki fara í þungunarrof. Yfirvöld höfðu ekkert beitt sér í málinu þegar Lucía var gengin 23 vikur með barnið en þá var loks ákveðið að taka það með keisaraskurði. Ákvörðunin var tekin eftir tilskipun frá dómara, sem fyrirskipaði að grípa þyrfti strax til aðgerða. Barninu er ekki hugað líf. Hafði tvisvar reynt að fremja sjálfsvíg Haft er eftir Ceciliu Ousset, lækninum sem framkvæmdi keisaraskurðinn, að aðgerðin hafi bjargað lífi stúlkunnar. Hún hafi jafnframt sætt pyntingum innan heilbrigðiskerfisins í heilan mánuð vegna aðgerðaleysis stjórnvalda. Í frétt Guardian er einnig vitnað í samtal Lucíu við sálfræðing sem tók á móti henni þegar hún var lögð inn á spítala í lok janúar. Þá var vika liðin síðan Lucía uppgötvaði að hún væri ólétt en hún var loks lögð inn á sjúkrahús eftir tvær sjálfsvígstilraunir. „Ég vil að þú fjarlægir það sem gamli maðurinn setti inn í mig,“ er Lucía sögð hafa sagt við sálfræðinginn við innlögnina. Argentína Kynferðisofbeldi Mest lesið Veita útlendingum greiðari aðgang að heilbrigðiskerfinu en er skylt Innlent Fundi forsetanna lokið: Ekkert samkomulag um vopnahlé Erlent „Sprengingarnar eru að skemma húsin okkar“ Innlent Þrjú hjólhýsi „splundruðust“ á Holtavörðuheiðinni Innlent Talsverðar skemmdir eftir mikinn eld í Hafnarfirði Innlent Umfangsmikil gagnárás Úkraínumanna Erlent Sekta Símann fyrir að auglýsa erlenda veðmálasíðu Innlent Sextug kona lést í lestarslysi í Danmörku Erlent Foreldrar verði að halda ró sinni þegar kynferðisbrot eru rædd við börn Innlent Öskurrifust við leigubílstjóra: „Farið til helvítis, þið munuð borga mér“ Innlent Fleiri fréttir Selenskí mun funda með Trump Fundi forsetanna lokið: Ekkert samkomulag um vopnahlé Umfangsmikil gagnárás Úkraínumanna Forsetarnir tveir funda Sextug kona lést í lestarslysi í Danmörku Maður látinn eftir skotárás við mosku í Örebro Obama blæs Demókrötum byr í brjóst Mætti í sovétbol til fundarins í Alaska Komu sér ekki saman um aðgerðir gegn plastmengun Ráðist á Palestínumenn á Vesturbakkanum Gervigreindin býr til tvö ný sýklalyf gegn ónæmum bakteríum Segir 75 prósent líkur á árangursríkum fundi í kvöld Fyrsta mannfall Rússa í umsátri í Malí Hringdi í norskan ráðherra til að ræða friðarverðlaun Nóbels Buffalo-morðinginn kvartar yfir skorti á þeldökku fólki „Gervigreindargeðrof“ hrellir sálfræðinga Samþykkti landtökubyggð til að fyrirbyggja palestínskt ríki Grindavík fær nafna í smástirnabeltinu Borgarstjóri Anchorage segir allt til reiðu fyrir leiðtogafund Nýr talnaspekingur Trump við þinghúsið þegar ráðist var á það Hækkun sjávarmáls ógnar styttum Páskaeyju Starmer og Selenskí funda í dag Trump tilkynnti um næstu heiðursfélaga Kennedy-miðstöðvarinnar Melania Trump hótar lögsókn á hendur Hunter Biden Vilja afvopna einangraða og veikburða Hezbollah-liða Sendu tvö herskip að umdeildu rifi eftir ásiglingu Kínverja Sprengingar eftir eldingu Rússar helsta ógnin sem Norðmenn standi frammi fyrir Kýrskýrt að aðeins Selenskíj geti samið um landsvæði Blaðamenn drepnir í tugatali: Banvænt mynstur misræmis og mótsagna Sjá meira
Ellefu ára stúlka sem varð ófrísk eftir nauðgara sinn var neydd til þess að fæða barnið eftir að yfirvöld í Argentínu neituðu henni um þungunarrof, sem henni átti að bjóðast samkvæmt lögum. Barnið var tekið með keisaraskurði eftir 23 vikna meðgöngu en stúlkan hafði þá gert tvær sjálfsvígstilraunir.Nauðgað af kærasta ömmu sinnar Stúlkan, sem hefur verið kölluð Lucía í umfjöllun um málið, varð ólétt eftir sextíu og fimm ára kærasta ömmu sinnar. Henni var komið í umsjá ömmunnar árið 2015 eftir að eldri systur hennar tvær voru misnotaðar af kærasta móður þeirra. Yfirvöld hunsuðu ítrekaðar þungunarrofsbeiðnir Lucíu, móður hennar og kvenréttindasamtaka í Argentínu, að því er fram kemur í frétt breska dagblaðsins The Guardian. Afskiptaleysi yfirvalda hefur verið sagt grimmileg og lýsandi fyrir stefnu stjórnvalda í Argentínu, sem kúgi stúlkur til að eignast börn sem þær vilji ekki. Barninu ekki hugað líf Þungunarrof er bæði ólöglegt og refsivert í Argentínu, nema þegar þungun verður í kjölfar nauðgunar eða ógnar lífi móðurinnar. Læknir fullyrti fyrir dómi að hið síðarnefnda ætti við í tilfelli Lucíu en embættismaður í borginni Tucumán, þar sem Lucía býr, hélt því hins vegar fram að stúlkan vildi ekki fara í þungunarrof. Yfirvöld höfðu ekkert beitt sér í málinu þegar Lucía var gengin 23 vikur með barnið en þá var loks ákveðið að taka það með keisaraskurði. Ákvörðunin var tekin eftir tilskipun frá dómara, sem fyrirskipaði að grípa þyrfti strax til aðgerða. Barninu er ekki hugað líf. Hafði tvisvar reynt að fremja sjálfsvíg Haft er eftir Ceciliu Ousset, lækninum sem framkvæmdi keisaraskurðinn, að aðgerðin hafi bjargað lífi stúlkunnar. Hún hafi jafnframt sætt pyntingum innan heilbrigðiskerfisins í heilan mánuð vegna aðgerðaleysis stjórnvalda. Í frétt Guardian er einnig vitnað í samtal Lucíu við sálfræðing sem tók á móti henni þegar hún var lögð inn á spítala í lok janúar. Þá var vika liðin síðan Lucía uppgötvaði að hún væri ólétt en hún var loks lögð inn á sjúkrahús eftir tvær sjálfsvígstilraunir. „Ég vil að þú fjarlægir það sem gamli maðurinn setti inn í mig,“ er Lucía sögð hafa sagt við sálfræðinginn við innlögnina.
Argentína Kynferðisofbeldi Mest lesið Veita útlendingum greiðari aðgang að heilbrigðiskerfinu en er skylt Innlent Fundi forsetanna lokið: Ekkert samkomulag um vopnahlé Erlent „Sprengingarnar eru að skemma húsin okkar“ Innlent Þrjú hjólhýsi „splundruðust“ á Holtavörðuheiðinni Innlent Talsverðar skemmdir eftir mikinn eld í Hafnarfirði Innlent Umfangsmikil gagnárás Úkraínumanna Erlent Sekta Símann fyrir að auglýsa erlenda veðmálasíðu Innlent Sextug kona lést í lestarslysi í Danmörku Erlent Foreldrar verði að halda ró sinni þegar kynferðisbrot eru rædd við börn Innlent Öskurrifust við leigubílstjóra: „Farið til helvítis, þið munuð borga mér“ Innlent Fleiri fréttir Selenskí mun funda með Trump Fundi forsetanna lokið: Ekkert samkomulag um vopnahlé Umfangsmikil gagnárás Úkraínumanna Forsetarnir tveir funda Sextug kona lést í lestarslysi í Danmörku Maður látinn eftir skotárás við mosku í Örebro Obama blæs Demókrötum byr í brjóst Mætti í sovétbol til fundarins í Alaska Komu sér ekki saman um aðgerðir gegn plastmengun Ráðist á Palestínumenn á Vesturbakkanum Gervigreindin býr til tvö ný sýklalyf gegn ónæmum bakteríum Segir 75 prósent líkur á árangursríkum fundi í kvöld Fyrsta mannfall Rússa í umsátri í Malí Hringdi í norskan ráðherra til að ræða friðarverðlaun Nóbels Buffalo-morðinginn kvartar yfir skorti á þeldökku fólki „Gervigreindargeðrof“ hrellir sálfræðinga Samþykkti landtökubyggð til að fyrirbyggja palestínskt ríki Grindavík fær nafna í smástirnabeltinu Borgarstjóri Anchorage segir allt til reiðu fyrir leiðtogafund Nýr talnaspekingur Trump við þinghúsið þegar ráðist var á það Hækkun sjávarmáls ógnar styttum Páskaeyju Starmer og Selenskí funda í dag Trump tilkynnti um næstu heiðursfélaga Kennedy-miðstöðvarinnar Melania Trump hótar lögsókn á hendur Hunter Biden Vilja afvopna einangraða og veikburða Hezbollah-liða Sendu tvö herskip að umdeildu rifi eftir ásiglingu Kínverja Sprengingar eftir eldingu Rússar helsta ógnin sem Norðmenn standi frammi fyrir Kýrskýrt að aðeins Selenskíj geti samið um landsvæði Blaðamenn drepnir í tugatali: Banvænt mynstur misræmis og mótsagna Sjá meira