Vonandi ekki skúffuskýrsla í Árborg Magnús Hlynur Hreiðarsson skrifar 10. febrúar 2019 12:45 Haraldur í ræðustóli á íbúafundinum á Selfossi en hann vann stjórnsýsluúttektina fyrir Sveitarfélagið Árborg. Magnús Hlynur Haraldur L. Haraldsson, hagfræðingur og fyrrverandi bæjarstjóri í Hafnarfirði hefur skilað af sér tvö hundruð blaðsíðna skýrslu sem inniheldur stjórnsýsluúttekt á Sveitarfélaginu Árborg. Í skýrslunni leggur hann til hundrað þrjátíu og tvær tillögur að úrbótum í ýmsum málaflokkum sveitarfélagsins. Haraldur vonar að skýrslan verði ekki skúffuskýrsla. Um 70 íbúar mættu á opinn fund í Hótel Selfossi í vikunni þar sem Haraldur kynnti helstu niðurstöður skýrslunnar. Skýrslan er þó enn trúnaðarmál og verður ekki birt opinberlega fyrr en í lok mánaðarins, eða þegar bæjarfulltrúarnir níu verða búnir að kynna sér niðurstöðuna. Haraldur fór vel yfir fjármál sveitarfélagsins í sinni úttekt. „Ég myndi segja að fjármálastaða sveitarfélagsins er þokkaleg. Skuldastaða er nokkuð góð miðað við önnur sveitarfélög en það er ýmislegt, sem hægt er að gera í rekstrinum“, segir Haraldur. Hann hrósar starfsmönnum sveitarfélagsins sérstaklega. „Það er mikill metnaður í starfsmönnum sveitarfélagsins og mér finnst mannauður, sem felst í starfsmönnum vera mjög mikill og góður, það er ánægjulegt að hafa fengið að kynnast því". Íbúum í Árborg fjölgar mjög hratt, ekki síst á Selfossi.Magnús HlynurÍbúum í Árborg hefur fjölgað mjög mikið síðustu ár en frá 2009 hefur íbúum fjölgað um 13,5 prósent. Haraldur leggur fram 132 atriði í skýrslunni um hitta og þetta sem mætti bæta eða taka til athuganir í rekstri Árborgar. „Já, það er rétt, sumar eru kannski ekki stórar en aðrar vega þyngra. Í skýrslunni vel ég það að leggja fleiri tillögur en færri og síðan er það bæjarstjórnar og starfsmanna að vinna úr því. En verður þetta skúffuskýrsla? „Ég vona ekki, ég vona ekki, reynslan mín hefur verið sú að þar sem að svona gríðarleg úttekt hefur farið fram að það hefur verið unnið eftir þeim“, segir Haraldur. Árborg Sv.félög Mest lesið Vaktin: Vopnið fundið og FBI dreifir myndum Erlent Sakborningur í 28 málum sendur úr landi Innlent Hver var Charlie Kirk? Erlent Tilkynningum um „spoofing“ fjölgað verulega síðustu ár Innlent Bandamaður Trumps skotinn til bana á fjölmennum viðburði Erlent „Súrrealísk og skelfileg upplifun“ Innlent Trump nýti sér morðið til frekari valdtöku Innlent Trump segir öfga-vinstrið bera ábyrgð á morðinu Erlent Quang Le stefnir Landsbankanum Innlent 3,7 stiga skjálfti í Árnesi Innlent Fleiri fréttir E.Coli staðfest í neysluvatninu á Stöðvarfirði „Froðuhagnaður“ Félagsbústaða haldi borginni á floti Launahækkanir þungur baggi á borginni Trump nýti sér morðið til frekari valdtöku Fjörugar umræður um fjárlög: Hóflegur útgjaldavöxtur, vonbrigði eða della? Fjárlögin litlaus líkt og hann sjálfur Tekist á um fjárlagafrumvarpið og morðið á Charlie Kirk Tilkynningum um „spoofing“ fjölgað verulega síðustu ár „Súrrealísk og skelfileg upplifun“ Bein útsending: Daði Már mælir fyrir fjárlögum næsta árs Ofbeldi foreldra gegn börnum jókst um nær helming 3,7 stiga skjálfti í Árnesi Ákall um íslenskukennslu: „Oft var þörf en nú er nauðsyn“ Vilja styttu af Gunnari í Gunnarsbrekku Líkamsárás og skartgripaþjófnaður Sakborningur í 28 málum sendur úr landi Kosti þrjár milljónir fyrir alþjóðlega nemendur að læra á Íslandi Quang Le stefnir Landsbankanum Fékk milljón vegna afmælis kattarins Ríkisstjórnin feli sig á bak við mistök þeirrar fyrri Um 100 þúsund lömbum slátrað hjá SS á Selfossi „Ísland á betra skilið“ Biður þingmenn að gæta orða sinna Stefnuræða forsætisráðherra á dagskrá í kvöld Óásættanlegt hversu margir falla fyrir eigin hendi Áhyggjuefni að menn missi stjórn á atburðarásinni Fundu fyrir jarðskjálfta í Hveragerði Kærður fyrir fjársvik fyrir að neita að borga Einbeittur brotavilji og óásættanlegur fjöldi sjálfsvíga Ellefu vilja vera ritstjóri Kveiks Sjá meira
Haraldur L. Haraldsson, hagfræðingur og fyrrverandi bæjarstjóri í Hafnarfirði hefur skilað af sér tvö hundruð blaðsíðna skýrslu sem inniheldur stjórnsýsluúttekt á Sveitarfélaginu Árborg. Í skýrslunni leggur hann til hundrað þrjátíu og tvær tillögur að úrbótum í ýmsum málaflokkum sveitarfélagsins. Haraldur vonar að skýrslan verði ekki skúffuskýrsla. Um 70 íbúar mættu á opinn fund í Hótel Selfossi í vikunni þar sem Haraldur kynnti helstu niðurstöður skýrslunnar. Skýrslan er þó enn trúnaðarmál og verður ekki birt opinberlega fyrr en í lok mánaðarins, eða þegar bæjarfulltrúarnir níu verða búnir að kynna sér niðurstöðuna. Haraldur fór vel yfir fjármál sveitarfélagsins í sinni úttekt. „Ég myndi segja að fjármálastaða sveitarfélagsins er þokkaleg. Skuldastaða er nokkuð góð miðað við önnur sveitarfélög en það er ýmislegt, sem hægt er að gera í rekstrinum“, segir Haraldur. Hann hrósar starfsmönnum sveitarfélagsins sérstaklega. „Það er mikill metnaður í starfsmönnum sveitarfélagsins og mér finnst mannauður, sem felst í starfsmönnum vera mjög mikill og góður, það er ánægjulegt að hafa fengið að kynnast því". Íbúum í Árborg fjölgar mjög hratt, ekki síst á Selfossi.Magnús HlynurÍbúum í Árborg hefur fjölgað mjög mikið síðustu ár en frá 2009 hefur íbúum fjölgað um 13,5 prósent. Haraldur leggur fram 132 atriði í skýrslunni um hitta og þetta sem mætti bæta eða taka til athuganir í rekstri Árborgar. „Já, það er rétt, sumar eru kannski ekki stórar en aðrar vega þyngra. Í skýrslunni vel ég það að leggja fleiri tillögur en færri og síðan er það bæjarstjórnar og starfsmanna að vinna úr því. En verður þetta skúffuskýrsla? „Ég vona ekki, ég vona ekki, reynslan mín hefur verið sú að þar sem að svona gríðarleg úttekt hefur farið fram að það hefur verið unnið eftir þeim“, segir Haraldur.
Árborg Sv.félög Mest lesið Vaktin: Vopnið fundið og FBI dreifir myndum Erlent Sakborningur í 28 málum sendur úr landi Innlent Hver var Charlie Kirk? Erlent Tilkynningum um „spoofing“ fjölgað verulega síðustu ár Innlent Bandamaður Trumps skotinn til bana á fjölmennum viðburði Erlent „Súrrealísk og skelfileg upplifun“ Innlent Trump nýti sér morðið til frekari valdtöku Innlent Trump segir öfga-vinstrið bera ábyrgð á morðinu Erlent Quang Le stefnir Landsbankanum Innlent 3,7 stiga skjálfti í Árnesi Innlent Fleiri fréttir E.Coli staðfest í neysluvatninu á Stöðvarfirði „Froðuhagnaður“ Félagsbústaða haldi borginni á floti Launahækkanir þungur baggi á borginni Trump nýti sér morðið til frekari valdtöku Fjörugar umræður um fjárlög: Hóflegur útgjaldavöxtur, vonbrigði eða della? Fjárlögin litlaus líkt og hann sjálfur Tekist á um fjárlagafrumvarpið og morðið á Charlie Kirk Tilkynningum um „spoofing“ fjölgað verulega síðustu ár „Súrrealísk og skelfileg upplifun“ Bein útsending: Daði Már mælir fyrir fjárlögum næsta árs Ofbeldi foreldra gegn börnum jókst um nær helming 3,7 stiga skjálfti í Árnesi Ákall um íslenskukennslu: „Oft var þörf en nú er nauðsyn“ Vilja styttu af Gunnari í Gunnarsbrekku Líkamsárás og skartgripaþjófnaður Sakborningur í 28 málum sendur úr landi Kosti þrjár milljónir fyrir alþjóðlega nemendur að læra á Íslandi Quang Le stefnir Landsbankanum Fékk milljón vegna afmælis kattarins Ríkisstjórnin feli sig á bak við mistök þeirrar fyrri Um 100 þúsund lömbum slátrað hjá SS á Selfossi „Ísland á betra skilið“ Biður þingmenn að gæta orða sinna Stefnuræða forsætisráðherra á dagskrá í kvöld Óásættanlegt hversu margir falla fyrir eigin hendi Áhyggjuefni að menn missi stjórn á atburðarásinni Fundu fyrir jarðskjálfta í Hveragerði Kærður fyrir fjársvik fyrir að neita að borga Einbeittur brotavilji og óásættanlegur fjöldi sjálfsvíga Ellefu vilja vera ritstjóri Kveiks Sjá meira