Íbúar á Akureyri ósáttir við steypuframleiðslu Sighvatur Jónsson skrifar 10. febrúar 2019 14:00 Loftmynd af svæðinu í Giljahverfi. Vísir/Aðsent Íbúar í Giljahverfi á Akureyri mótmæla steypueiningaframleiðslu í hverfinu. Formaður hverfisnefndar segir að íbúar hafi áhyggjur af mengandi starfsemi nálægt byggð. Fulltrúi fyrirtækisins segir að það treysti sér til að hanna og byggja verksmiðju sem uppfylli skilyrði heilbrigðisyfirvalda. Fréttavefurinn Vikudagur.is greinir frá því að íbúar í Giljahverfi á Akureyri séu ósáttir við steypueiningaverksmiðju á Rangárvöllum í um 100 metra fjarlægð frá íbúðahverfi. Finnur Víkingsson, formaður hverfisnefndar, segir að íbúar geri athugasemd við fyrirætlanir fyrirtækisins SS Byggir. „Við gerum athugasemd við að það sé verið að búa til skilyrði til þess að hægt sé að setja mengandi starfsemi allt of nálægt íbúðabyggð með allt að 55 desíbela hávaða við rúðu á húsnæði þar sem fólk býr í. Það er verið að búa til leyfi svo starfsemi geti verið þarna frá klukkan sjö á morgnana til klukkan 21 á kvöldin alla virka daga með allt of miklum hávaða,“ segir Finnur.Skipulagsráð Akureyrarbæjar tók málið fyrir nýverið þar sem afgreiðslu umsóknar SS Byggis um stækkun lóðar var frestað þar sem umsagnir liggja ekki fyrir frá Norðurorku og Rarik sem eru með starfsemi á svæðinu.Steypustöð er misskilningur Helgi Örn Eyþórsson hjá SS Byggi segir að fyrirtækið vilji hefja starfsemi sem uppfyllir skilyrði heilbrigðisyfirvalda. Það sé misskilningur að ætlunin sé að reisa steypustöð á svæðinu. Sótt sé um stækkun lóðar til að geta stækkað og lokið framkvæmdum við hálfklárað hús sem fyrirtækið keypti í hverfinu, en þar var áður varaaflstöð Landsvirkjunar. Vegna gagnrýni nágranna segir Helgi að ein steypueiningavinnustöð sé í húsinu sem sé notuð hluta úr ári. Fyrirtækið treysti sér til að hanna og byggja steypueiningaverksmiðju sem verði innan mengunarmarka.Uppfært 11. febrúar klukkan 10.35: Í umsókn SS Byggis til Akureyjarbæjar frá 17. janúar 2018 sem fréttastofa hefur undir höndum kemur skýrt fram að ætlunin sé að setja upp steypustöð: „Lóðarhafi er með rekstur á einingaverksmiðju fyrir steyptar einingar og hyggst auka þá framleiðslu með því að stækka húsið og í framhaldi af því að setja upp steypustöð.“Umsókn verði hafnað Finnur Víkingsson, formaður hverfisnefndar, vonar að bæjaryfirvöld hafni umsókn lóðarhafa um stækkun á þeim forsendum að hann fái aldrei leyfi til að setja upp steypustöð og ekki stækkun á steypueiningarverksmiðju. „Ef hann fær stækkun á lóðina er það óbeint leyfi til að byggja steypustöð sem bæjaryfirvöld ætla aldrei að leyfa honum að setja í gang,“ segir Finnur. Akureyri Skipulag Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Vaktin: Totur farnar að teygja sig til norðurs Innlent Eldri maður á gamalli Corollu ógnaði ekki lífi hjóna á nýjum Ram Innlent Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Innlent Hörð viðbrögð við vaxtahækkunum Innlent Segir íbúafundinn ekki hafa verið nægilega upplýsandi Innlent „Allt athafnasvæði Bláa lónsins er innan varnargarða“ Innlent Með hundruð kílóa af þýfi heima hjá sér Innlent Ákærður fyrir að nauðga og myrða þrettán ára stúlku Erlent Boða verkföll í tíu leikskólum í desember Innlent Fleiri fréttir Ætla að opna Bláa lónið 29. nóvember Rafmagnsmastur í hættu vegna hraunflæðis Segist svikin af Viðreisn og segir sig úr flokknum Tilbúin að aflýsa verkföllum í fjórum leikskólum Hörð viðbrögð við vaxtahækkunum Boða verkföll í tíu leikskólum í desember Í beinni frá gosstöðvum, undrun á vegferð seðlabankans og lokasprettur Atburðarás gærdagsins í myndum Eldri maður á gamalli Corollu ógnaði ekki lífi hjóna á nýjum Ram Virkni í þremur gígum og mest í miðjunni Mikill meirihluti vill ekki sjá sjókvíaeldi í Seyðisfirði Segir íbúafundinn ekki hafa verið nægilega upplýsandi FA klagar Willum Þór til umboðsmanns Með hundruð kílóa af þýfi heima hjá sér Bílar og byggingariðnaður losar mest í Reykjavík „Allt athafnasvæði Bláa lónsins er innan varnargarða“ Rokk og ról í Rockville holunni frestast fram í janúar Framsókn með þriggja prósenta fylgi í borginni Gist í um tuttugu húsum í Grindavík Njarðvíkuræðin heldur sem stendur og vaxtakjörin útskýrð á mannamáli Útkall vegna reyks við Borgarholtsbraut Ekki þörf enn á að stækka varnargarða við Bláa lónið Bein útsending: Heilbrigðisstarfsfólk grillar frambjóðendur Meirihluti styður verkfallsaðgerðir kennara Jafnast ekki út að vera með annan fótinn í hrauni og hinn í ís Stöðug virkni í nótt og og litlar breytingar Hótaði heimilismönnum með skærum Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Gætu kosið strategískt þegar svo margir flokkar eru á mörkunum Funda áfram hjá sáttasemjara á morgun Sjá meira
Íbúar í Giljahverfi á Akureyri mótmæla steypueiningaframleiðslu í hverfinu. Formaður hverfisnefndar segir að íbúar hafi áhyggjur af mengandi starfsemi nálægt byggð. Fulltrúi fyrirtækisins segir að það treysti sér til að hanna og byggja verksmiðju sem uppfylli skilyrði heilbrigðisyfirvalda. Fréttavefurinn Vikudagur.is greinir frá því að íbúar í Giljahverfi á Akureyri séu ósáttir við steypueiningaverksmiðju á Rangárvöllum í um 100 metra fjarlægð frá íbúðahverfi. Finnur Víkingsson, formaður hverfisnefndar, segir að íbúar geri athugasemd við fyrirætlanir fyrirtækisins SS Byggir. „Við gerum athugasemd við að það sé verið að búa til skilyrði til þess að hægt sé að setja mengandi starfsemi allt of nálægt íbúðabyggð með allt að 55 desíbela hávaða við rúðu á húsnæði þar sem fólk býr í. Það er verið að búa til leyfi svo starfsemi geti verið þarna frá klukkan sjö á morgnana til klukkan 21 á kvöldin alla virka daga með allt of miklum hávaða,“ segir Finnur.Skipulagsráð Akureyrarbæjar tók málið fyrir nýverið þar sem afgreiðslu umsóknar SS Byggis um stækkun lóðar var frestað þar sem umsagnir liggja ekki fyrir frá Norðurorku og Rarik sem eru með starfsemi á svæðinu.Steypustöð er misskilningur Helgi Örn Eyþórsson hjá SS Byggi segir að fyrirtækið vilji hefja starfsemi sem uppfyllir skilyrði heilbrigðisyfirvalda. Það sé misskilningur að ætlunin sé að reisa steypustöð á svæðinu. Sótt sé um stækkun lóðar til að geta stækkað og lokið framkvæmdum við hálfklárað hús sem fyrirtækið keypti í hverfinu, en þar var áður varaaflstöð Landsvirkjunar. Vegna gagnrýni nágranna segir Helgi að ein steypueiningavinnustöð sé í húsinu sem sé notuð hluta úr ári. Fyrirtækið treysti sér til að hanna og byggja steypueiningaverksmiðju sem verði innan mengunarmarka.Uppfært 11. febrúar klukkan 10.35: Í umsókn SS Byggis til Akureyjarbæjar frá 17. janúar 2018 sem fréttastofa hefur undir höndum kemur skýrt fram að ætlunin sé að setja upp steypustöð: „Lóðarhafi er með rekstur á einingaverksmiðju fyrir steyptar einingar og hyggst auka þá framleiðslu með því að stækka húsið og í framhaldi af því að setja upp steypustöð.“Umsókn verði hafnað Finnur Víkingsson, formaður hverfisnefndar, vonar að bæjaryfirvöld hafni umsókn lóðarhafa um stækkun á þeim forsendum að hann fái aldrei leyfi til að setja upp steypustöð og ekki stækkun á steypueiningarverksmiðju. „Ef hann fær stækkun á lóðina er það óbeint leyfi til að byggja steypustöð sem bæjaryfirvöld ætla aldrei að leyfa honum að setja í gang,“ segir Finnur.
Akureyri Skipulag Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Vaktin: Totur farnar að teygja sig til norðurs Innlent Eldri maður á gamalli Corollu ógnaði ekki lífi hjóna á nýjum Ram Innlent Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Innlent Hörð viðbrögð við vaxtahækkunum Innlent Segir íbúafundinn ekki hafa verið nægilega upplýsandi Innlent „Allt athafnasvæði Bláa lónsins er innan varnargarða“ Innlent Með hundruð kílóa af þýfi heima hjá sér Innlent Ákærður fyrir að nauðga og myrða þrettán ára stúlku Erlent Boða verkföll í tíu leikskólum í desember Innlent Fleiri fréttir Ætla að opna Bláa lónið 29. nóvember Rafmagnsmastur í hættu vegna hraunflæðis Segist svikin af Viðreisn og segir sig úr flokknum Tilbúin að aflýsa verkföllum í fjórum leikskólum Hörð viðbrögð við vaxtahækkunum Boða verkföll í tíu leikskólum í desember Í beinni frá gosstöðvum, undrun á vegferð seðlabankans og lokasprettur Atburðarás gærdagsins í myndum Eldri maður á gamalli Corollu ógnaði ekki lífi hjóna á nýjum Ram Virkni í þremur gígum og mest í miðjunni Mikill meirihluti vill ekki sjá sjókvíaeldi í Seyðisfirði Segir íbúafundinn ekki hafa verið nægilega upplýsandi FA klagar Willum Þór til umboðsmanns Með hundruð kílóa af þýfi heima hjá sér Bílar og byggingariðnaður losar mest í Reykjavík „Allt athafnasvæði Bláa lónsins er innan varnargarða“ Rokk og ról í Rockville holunni frestast fram í janúar Framsókn með þriggja prósenta fylgi í borginni Gist í um tuttugu húsum í Grindavík Njarðvíkuræðin heldur sem stendur og vaxtakjörin útskýrð á mannamáli Útkall vegna reyks við Borgarholtsbraut Ekki þörf enn á að stækka varnargarða við Bláa lónið Bein útsending: Heilbrigðisstarfsfólk grillar frambjóðendur Meirihluti styður verkfallsaðgerðir kennara Jafnast ekki út að vera með annan fótinn í hrauni og hinn í ís Stöðug virkni í nótt og og litlar breytingar Hótaði heimilismönnum með skærum Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Gætu kosið strategískt þegar svo margir flokkar eru á mörkunum Funda áfram hjá sáttasemjara á morgun Sjá meira