Íbúar á Akureyri ósáttir við steypuframleiðslu Sighvatur Jónsson skrifar 10. febrúar 2019 14:00 Loftmynd af svæðinu í Giljahverfi. Vísir/Aðsent Íbúar í Giljahverfi á Akureyri mótmæla steypueiningaframleiðslu í hverfinu. Formaður hverfisnefndar segir að íbúar hafi áhyggjur af mengandi starfsemi nálægt byggð. Fulltrúi fyrirtækisins segir að það treysti sér til að hanna og byggja verksmiðju sem uppfylli skilyrði heilbrigðisyfirvalda. Fréttavefurinn Vikudagur.is greinir frá því að íbúar í Giljahverfi á Akureyri séu ósáttir við steypueiningaverksmiðju á Rangárvöllum í um 100 metra fjarlægð frá íbúðahverfi. Finnur Víkingsson, formaður hverfisnefndar, segir að íbúar geri athugasemd við fyrirætlanir fyrirtækisins SS Byggir. „Við gerum athugasemd við að það sé verið að búa til skilyrði til þess að hægt sé að setja mengandi starfsemi allt of nálægt íbúðabyggð með allt að 55 desíbela hávaða við rúðu á húsnæði þar sem fólk býr í. Það er verið að búa til leyfi svo starfsemi geti verið þarna frá klukkan sjö á morgnana til klukkan 21 á kvöldin alla virka daga með allt of miklum hávaða,“ segir Finnur.Skipulagsráð Akureyrarbæjar tók málið fyrir nýverið þar sem afgreiðslu umsóknar SS Byggis um stækkun lóðar var frestað þar sem umsagnir liggja ekki fyrir frá Norðurorku og Rarik sem eru með starfsemi á svæðinu.Steypustöð er misskilningur Helgi Örn Eyþórsson hjá SS Byggi segir að fyrirtækið vilji hefja starfsemi sem uppfyllir skilyrði heilbrigðisyfirvalda. Það sé misskilningur að ætlunin sé að reisa steypustöð á svæðinu. Sótt sé um stækkun lóðar til að geta stækkað og lokið framkvæmdum við hálfklárað hús sem fyrirtækið keypti í hverfinu, en þar var áður varaaflstöð Landsvirkjunar. Vegna gagnrýni nágranna segir Helgi að ein steypueiningavinnustöð sé í húsinu sem sé notuð hluta úr ári. Fyrirtækið treysti sér til að hanna og byggja steypueiningaverksmiðju sem verði innan mengunarmarka.Uppfært 11. febrúar klukkan 10.35: Í umsókn SS Byggis til Akureyjarbæjar frá 17. janúar 2018 sem fréttastofa hefur undir höndum kemur skýrt fram að ætlunin sé að setja upp steypustöð: „Lóðarhafi er með rekstur á einingaverksmiðju fyrir steyptar einingar og hyggst auka þá framleiðslu með því að stækka húsið og í framhaldi af því að setja upp steypustöð.“Umsókn verði hafnað Finnur Víkingsson, formaður hverfisnefndar, vonar að bæjaryfirvöld hafni umsókn lóðarhafa um stækkun á þeim forsendum að hann fái aldrei leyfi til að setja upp steypustöð og ekki stækkun á steypueiningarverksmiðju. „Ef hann fær stækkun á lóðina er það óbeint leyfi til að byggja steypustöð sem bæjaryfirvöld ætla aldrei að leyfa honum að setja í gang,“ segir Finnur. Akureyri Skipulag Mest lesið Borgin firrti sig allri ábyrgð á skemmunni Innlent Lögðu hald á tíu tonn af kókaíni nærri Kanaríeyjum Erlent Bóndinn í „miklu andlegu ójafnvægi“ þegar hann vanrækti nautgripi sína Innlent Gerður höfundur að fræðigrein sem hann skrifaði ekki Innlent Farið yfir skandalinn í Minnesota: Vopnvæðir fjársvik til að refsa „bláum ríkjum“ Erlent Boða til blaðamannafundar vegna stöðu barna Innlent Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Innlent Ríkið brotlegt í einu máli en sýknað í öðru Innlent Hafnarfjarðarmálið: Spurning hvort ekki hafi verið litið til frásagnar foreldra Innlent Rafmagnið í skemmunni þótti „slysagildra“ Innlent Fleiri fréttir Umdeild mál á dagskrá og þeim fjölgar Dómur MDE staðfesti að réttarkerfið standi ekki með brotaþolum Engin fleiri mislingatilfelli greinst Borgin firrti sig allri ábyrgð á skemmunni Forsætisnefnd tekur við kvörtunum um ríkisendurskoðanda Ríkið brotlegt í einu máli en sýknað í öðru Gerður höfundur að fræðigrein sem hann skrifaði ekki Bein útsending: Fundur um fyrirhugaða atvinnustefnu Bóndinn í „miklu andlegu ójafnvægi“ þegar hann vanrækti nautgripi sína Vöktuðu rústirnar fram á nótt og fylgjast áfram með Líkamsárás og vinnuslys Boða til blaðamannafundar vegna stöðu barna Skammdegið víkur með hækkandi sól Rafmagnið í skemmunni þótti „slysagildra“ Hafnarfjarðarmálið: Spurning hvort ekki hafi verið litið til frásagnar foreldra Þetta skýrir mögnuðu norðurljósin „Það er bara ömurlegt að horfa upp á þetta“ Gengið ágætlega að slökkva og kalla fólk til baka Kvöldfréttir: Í beinni frá Gufunesi Vaktin: Náð tökum á stórbrunanum í Gufunesi Reyna aftur að fá Helga Bjart á bak við lás og slá Niðurstöður samræmdra prófa í vor verði opinberaðar Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Mátti skjóta hund vegna viðbúins fjárhagslegs tjóns Loka lauginni vegna veðurs Biðlar til ráðherra og segir upphrópanir ekki hjálpa Funda um Evrópumálin „fjarri kastljósi fjölmiðla“ Ásdís Halla og Erna Kristín skiptast á ráðuneytum Þóttist vera borgarstarfsmaður og sveik út síma og verkfæri Fyrsta skref Guðbjargar að taka sér frí Sjá meira
Íbúar í Giljahverfi á Akureyri mótmæla steypueiningaframleiðslu í hverfinu. Formaður hverfisnefndar segir að íbúar hafi áhyggjur af mengandi starfsemi nálægt byggð. Fulltrúi fyrirtækisins segir að það treysti sér til að hanna og byggja verksmiðju sem uppfylli skilyrði heilbrigðisyfirvalda. Fréttavefurinn Vikudagur.is greinir frá því að íbúar í Giljahverfi á Akureyri séu ósáttir við steypueiningaverksmiðju á Rangárvöllum í um 100 metra fjarlægð frá íbúðahverfi. Finnur Víkingsson, formaður hverfisnefndar, segir að íbúar geri athugasemd við fyrirætlanir fyrirtækisins SS Byggir. „Við gerum athugasemd við að það sé verið að búa til skilyrði til þess að hægt sé að setja mengandi starfsemi allt of nálægt íbúðabyggð með allt að 55 desíbela hávaða við rúðu á húsnæði þar sem fólk býr í. Það er verið að búa til leyfi svo starfsemi geti verið þarna frá klukkan sjö á morgnana til klukkan 21 á kvöldin alla virka daga með allt of miklum hávaða,“ segir Finnur.Skipulagsráð Akureyrarbæjar tók málið fyrir nýverið þar sem afgreiðslu umsóknar SS Byggis um stækkun lóðar var frestað þar sem umsagnir liggja ekki fyrir frá Norðurorku og Rarik sem eru með starfsemi á svæðinu.Steypustöð er misskilningur Helgi Örn Eyþórsson hjá SS Byggi segir að fyrirtækið vilji hefja starfsemi sem uppfyllir skilyrði heilbrigðisyfirvalda. Það sé misskilningur að ætlunin sé að reisa steypustöð á svæðinu. Sótt sé um stækkun lóðar til að geta stækkað og lokið framkvæmdum við hálfklárað hús sem fyrirtækið keypti í hverfinu, en þar var áður varaaflstöð Landsvirkjunar. Vegna gagnrýni nágranna segir Helgi að ein steypueiningavinnustöð sé í húsinu sem sé notuð hluta úr ári. Fyrirtækið treysti sér til að hanna og byggja steypueiningaverksmiðju sem verði innan mengunarmarka.Uppfært 11. febrúar klukkan 10.35: Í umsókn SS Byggis til Akureyjarbæjar frá 17. janúar 2018 sem fréttastofa hefur undir höndum kemur skýrt fram að ætlunin sé að setja upp steypustöð: „Lóðarhafi er með rekstur á einingaverksmiðju fyrir steyptar einingar og hyggst auka þá framleiðslu með því að stækka húsið og í framhaldi af því að setja upp steypustöð.“Umsókn verði hafnað Finnur Víkingsson, formaður hverfisnefndar, vonar að bæjaryfirvöld hafni umsókn lóðarhafa um stækkun á þeim forsendum að hann fái aldrei leyfi til að setja upp steypustöð og ekki stækkun á steypueiningarverksmiðju. „Ef hann fær stækkun á lóðina er það óbeint leyfi til að byggja steypustöð sem bæjaryfirvöld ætla aldrei að leyfa honum að setja í gang,“ segir Finnur.
Akureyri Skipulag Mest lesið Borgin firrti sig allri ábyrgð á skemmunni Innlent Lögðu hald á tíu tonn af kókaíni nærri Kanaríeyjum Erlent Bóndinn í „miklu andlegu ójafnvægi“ þegar hann vanrækti nautgripi sína Innlent Gerður höfundur að fræðigrein sem hann skrifaði ekki Innlent Farið yfir skandalinn í Minnesota: Vopnvæðir fjársvik til að refsa „bláum ríkjum“ Erlent Boða til blaðamannafundar vegna stöðu barna Innlent Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Innlent Ríkið brotlegt í einu máli en sýknað í öðru Innlent Hafnarfjarðarmálið: Spurning hvort ekki hafi verið litið til frásagnar foreldra Innlent Rafmagnið í skemmunni þótti „slysagildra“ Innlent Fleiri fréttir Umdeild mál á dagskrá og þeim fjölgar Dómur MDE staðfesti að réttarkerfið standi ekki með brotaþolum Engin fleiri mislingatilfelli greinst Borgin firrti sig allri ábyrgð á skemmunni Forsætisnefnd tekur við kvörtunum um ríkisendurskoðanda Ríkið brotlegt í einu máli en sýknað í öðru Gerður höfundur að fræðigrein sem hann skrifaði ekki Bein útsending: Fundur um fyrirhugaða atvinnustefnu Bóndinn í „miklu andlegu ójafnvægi“ þegar hann vanrækti nautgripi sína Vöktuðu rústirnar fram á nótt og fylgjast áfram með Líkamsárás og vinnuslys Boða til blaðamannafundar vegna stöðu barna Skammdegið víkur með hækkandi sól Rafmagnið í skemmunni þótti „slysagildra“ Hafnarfjarðarmálið: Spurning hvort ekki hafi verið litið til frásagnar foreldra Þetta skýrir mögnuðu norðurljósin „Það er bara ömurlegt að horfa upp á þetta“ Gengið ágætlega að slökkva og kalla fólk til baka Kvöldfréttir: Í beinni frá Gufunesi Vaktin: Náð tökum á stórbrunanum í Gufunesi Reyna aftur að fá Helga Bjart á bak við lás og slá Niðurstöður samræmdra prófa í vor verði opinberaðar Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Mátti skjóta hund vegna viðbúins fjárhagslegs tjóns Loka lauginni vegna veðurs Biðlar til ráðherra og segir upphrópanir ekki hjálpa Funda um Evrópumálin „fjarri kastljósi fjölmiðla“ Ásdís Halla og Erna Kristín skiptast á ráðuneytum Þóttist vera borgarstarfsmaður og sveik út síma og verkfæri Fyrsta skref Guðbjargar að taka sér frí Sjá meira