Afkoma einkaréttar ekki í samræmi við póstþjónustulög Jóhann Óli Eiðsson skrifar 11. febrúar 2019 08:00 Íslandspóstur hefur nýtt umframhagnað af einkarétti árin 2016 og 2017 til að mæta tapi af samkeppnisrekstri innan alþjónustu. FRÉTTABLAÐIÐ/STEFÁN Nýbirt yfirlit Póst- og fjarskiptastofnunar (PFS) um bókhaldslegan aðskilnað Íslandspósts ohf. (ÍSP) fyrir árið 2017 vekur spurningar um hvort verðgrundvöllur gjaldskrár innan einkaréttar hafi verið í samræmi við það sem áskilið er í lögum um póstþjónustu. Gjaldskrá einkaréttar er háð samþykki PFS. Samgöngu- og sveitarstjórnarráðið (SRN) sendi í upphafi desember PFS bréf þar sem óskað er skýringa á því hvernig eftirliti stofnunarinnar með ÍSP hafi verið háttað. Samkvæmt lögum er óheimilt að niðurgreiða samkeppnisrekstur með tekjum einkaréttar nema að því marki sem nauðsynlegt er til að mæta byrði af alþjónustu. Árið 2016 var afkoma einkaréttar jákvæð um rúmar 497 milljónir og árið 2017 jákvæð um 414 milljónir. Tap af samkeppni innan alþjónustu nam 1,5 milljörðum á sama tíma. Athyglisvert er að í yfirliti PFS um bókhaldslega aðskilnaðinn fyrir árin 2013-2015 er að finna setninguna „Ofangreint yfirlit sýnir að verðgrundvöllur einkaréttar er í samræmi við 16. gr. [póstþjónustulaga]“. Sá texti kemur hins vegar hvergi fyrir í yfirlitum áranna 2016 og 2017 en hagnaður þeirra ára var margfalt meiri en áranna á undan. Fjarvera textans gefur tilefni til að velta upp þeirri spurningu hvort verðgrundvöllur áranna tveggja hafi verið í andstöðu við lögin og þá hvort notendur póstþjónustu hafi verið ofrukkaðir á tímabilinu. Við þetta bætist sú staðreynd að í gjaldskrárákvörðun PFS frá nóvember 2018, þar sem því var hafnað að hækka gjaldskrá einkaréttar frekar, segir að PFS hafi íhugað að afturkalla fyrri ákvörðun sína eftir að afkoma einkaréttar árið 2016 lá fyrir. Samkvæmt lögum um PFS ber stofnuninni meðal annars skylda til að hafa eftirlit með fjárhagsstöðu póstrekenda og að fylgjast með því að starfsemi þeirra sé í samræmi við lög, reglugerðir og ákvarðanir sem um störf þeirra gilda. Í bréfi SRN til PFS, frá í byrjun desember, er kallað eftir upplýsingum um hvernig þessu eftirliti hefur verið háttað. „Með vísan til þess að upplýsingar hafa komið fram um bága fjárhagsstöðu ÍSP sem er alþjónustuveitandi hér á landi er þess farið á leit að stofnunin upplýsi ráðuneytið um það hvernig eftirliti með fjárhagsstöðu fjarskiptafyrirtækja og póstrekenda á íslenskum markaði hefur verið háttað undanfarin fimm ár,“ segir í bréfinu. Birtist í Fréttablaðinu Íslandspóstur Mest lesið Macland gjaldþrota: „Bruninn fór með þetta“ Viðskipti innlent Meina verðlagseftirlitsmönnum inngöngu Neytendur Indó ríður aftur á vaðið Neytendur Óskiljanlegt að ASÍ beini spjótum sínum að lítilli hverfisverslun Neytendur Vaxtalækkunarferli Seðlabankans heldur áfram Viðskipti innlent Bein útsending: Rökstyðja vaxtaákvörðunina Viðskipti innlent „Ég nota innsæið mitt mjög mikið enda er innsæið ekkert tabú“ Atvinnulíf Þrjú hundruð á biðlista og hækkuð áskriftargjöld Neytendur Staðfesta umfangsmikil og alvarleg samráðsbrot Samskipa Viðskipti innlent Markaðsmála- og upplifunardeild Isavia lögð niður Viðskipti innlent Fleiri fréttir Staðfesta umfangsmikil og alvarleg samráðsbrot Samskipa Macland gjaldþrota: „Bruninn fór með þetta“ Bein útsending: Ársfundur Samorku – Framkvæmum fyrir framtíðina Sólrún tekur við af Kristínu Lindu Lára nýr samskiptastjóri Reita Bein útsending: Rökstyðja vaxtaákvörðunina Vaxtalækkunarferli Seðlabankans heldur áfram Markaðsmála- og upplifunardeild Isavia lögð niður Ekki víst að Carbfix-verkefnið verði lagt fyrir bæjarstjórn Vill að hagkvæmni olíuleitar á Drekasvæðinu verði metin Nú er hægt að bjóða í fasteignir með smáforriti Kaupir Horn III út úr Líflandi Kvarta til Samkeppniseftirlitsins vegna meints ólöglegs samráðs SVEIT Ráðin til forystustarfa hjá Origo Versta kartöfluuppskeran í áratugi Ráðinn framkvæmdastjóri Dekkjahallarinnar Þúsundir íbúða í skammtímaleigu fari í langtímaleigu Niðurstaða um Carbfix í Hafnarfirði á næsta leiti Metfjöldi orðið fyrir gagnagíslatöku Munu flytja í nýja verslunar- og þjónustumiðstöð á Húsavík Spá sömuleiðis 25 punkta lækkun í næstu viku Íslenskir kafbátar vakta neðansjávarinnviði og leita að sprengjum Skel keypti tíu prósenta hlut í Sýn Trump-tollar geti haft óbein áhrif á Íslendinga Þrettán milljarða tap en reksturinn fjármagnaður til 2028 Sigurjón og Birna María til Nóa Siríus Spá því að stýrivextir verði lækkaðir um 25 punkta Lífeyrissjóður verzlunarmanna seldi sig út úr Sýn Sandra nýr fjármálastjóri Coca-Cola á Íslandi Íslenskar auglýsingastofur tróna á toppnum yfir stressaða starfsmenn Sjá meira
Nýbirt yfirlit Póst- og fjarskiptastofnunar (PFS) um bókhaldslegan aðskilnað Íslandspósts ohf. (ÍSP) fyrir árið 2017 vekur spurningar um hvort verðgrundvöllur gjaldskrár innan einkaréttar hafi verið í samræmi við það sem áskilið er í lögum um póstþjónustu. Gjaldskrá einkaréttar er háð samþykki PFS. Samgöngu- og sveitarstjórnarráðið (SRN) sendi í upphafi desember PFS bréf þar sem óskað er skýringa á því hvernig eftirliti stofnunarinnar með ÍSP hafi verið háttað. Samkvæmt lögum er óheimilt að niðurgreiða samkeppnisrekstur með tekjum einkaréttar nema að því marki sem nauðsynlegt er til að mæta byrði af alþjónustu. Árið 2016 var afkoma einkaréttar jákvæð um rúmar 497 milljónir og árið 2017 jákvæð um 414 milljónir. Tap af samkeppni innan alþjónustu nam 1,5 milljörðum á sama tíma. Athyglisvert er að í yfirliti PFS um bókhaldslega aðskilnaðinn fyrir árin 2013-2015 er að finna setninguna „Ofangreint yfirlit sýnir að verðgrundvöllur einkaréttar er í samræmi við 16. gr. [póstþjónustulaga]“. Sá texti kemur hins vegar hvergi fyrir í yfirlitum áranna 2016 og 2017 en hagnaður þeirra ára var margfalt meiri en áranna á undan. Fjarvera textans gefur tilefni til að velta upp þeirri spurningu hvort verðgrundvöllur áranna tveggja hafi verið í andstöðu við lögin og þá hvort notendur póstþjónustu hafi verið ofrukkaðir á tímabilinu. Við þetta bætist sú staðreynd að í gjaldskrárákvörðun PFS frá nóvember 2018, þar sem því var hafnað að hækka gjaldskrá einkaréttar frekar, segir að PFS hafi íhugað að afturkalla fyrri ákvörðun sína eftir að afkoma einkaréttar árið 2016 lá fyrir. Samkvæmt lögum um PFS ber stofnuninni meðal annars skylda til að hafa eftirlit með fjárhagsstöðu póstrekenda og að fylgjast með því að starfsemi þeirra sé í samræmi við lög, reglugerðir og ákvarðanir sem um störf þeirra gilda. Í bréfi SRN til PFS, frá í byrjun desember, er kallað eftir upplýsingum um hvernig þessu eftirliti hefur verið háttað. „Með vísan til þess að upplýsingar hafa komið fram um bága fjárhagsstöðu ÍSP sem er alþjónustuveitandi hér á landi er þess farið á leit að stofnunin upplýsi ráðuneytið um það hvernig eftirliti með fjárhagsstöðu fjarskiptafyrirtækja og póstrekenda á íslenskum markaði hefur verið háttað undanfarin fimm ár,“ segir í bréfinu.
Birtist í Fréttablaðinu Íslandspóstur Mest lesið Macland gjaldþrota: „Bruninn fór með þetta“ Viðskipti innlent Meina verðlagseftirlitsmönnum inngöngu Neytendur Indó ríður aftur á vaðið Neytendur Óskiljanlegt að ASÍ beini spjótum sínum að lítilli hverfisverslun Neytendur Vaxtalækkunarferli Seðlabankans heldur áfram Viðskipti innlent Bein útsending: Rökstyðja vaxtaákvörðunina Viðskipti innlent „Ég nota innsæið mitt mjög mikið enda er innsæið ekkert tabú“ Atvinnulíf Þrjú hundruð á biðlista og hækkuð áskriftargjöld Neytendur Staðfesta umfangsmikil og alvarleg samráðsbrot Samskipa Viðskipti innlent Markaðsmála- og upplifunardeild Isavia lögð niður Viðskipti innlent Fleiri fréttir Staðfesta umfangsmikil og alvarleg samráðsbrot Samskipa Macland gjaldþrota: „Bruninn fór með þetta“ Bein útsending: Ársfundur Samorku – Framkvæmum fyrir framtíðina Sólrún tekur við af Kristínu Lindu Lára nýr samskiptastjóri Reita Bein útsending: Rökstyðja vaxtaákvörðunina Vaxtalækkunarferli Seðlabankans heldur áfram Markaðsmála- og upplifunardeild Isavia lögð niður Ekki víst að Carbfix-verkefnið verði lagt fyrir bæjarstjórn Vill að hagkvæmni olíuleitar á Drekasvæðinu verði metin Nú er hægt að bjóða í fasteignir með smáforriti Kaupir Horn III út úr Líflandi Kvarta til Samkeppniseftirlitsins vegna meints ólöglegs samráðs SVEIT Ráðin til forystustarfa hjá Origo Versta kartöfluuppskeran í áratugi Ráðinn framkvæmdastjóri Dekkjahallarinnar Þúsundir íbúða í skammtímaleigu fari í langtímaleigu Niðurstaða um Carbfix í Hafnarfirði á næsta leiti Metfjöldi orðið fyrir gagnagíslatöku Munu flytja í nýja verslunar- og þjónustumiðstöð á Húsavík Spá sömuleiðis 25 punkta lækkun í næstu viku Íslenskir kafbátar vakta neðansjávarinnviði og leita að sprengjum Skel keypti tíu prósenta hlut í Sýn Trump-tollar geti haft óbein áhrif á Íslendinga Þrettán milljarða tap en reksturinn fjármagnaður til 2028 Sigurjón og Birna María til Nóa Siríus Spá því að stýrivextir verði lækkaðir um 25 punkta Lífeyrissjóður verzlunarmanna seldi sig út úr Sýn Sandra nýr fjármálastjóri Coca-Cola á Íslandi Íslenskar auglýsingastofur tróna á toppnum yfir stressaða starfsmenn Sjá meira